Tíminn - 27.03.1979, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 27. mars 1979
7
99
Sameining”?
Kjartan Jónasson gerir at-
hugasemd við skrif min i
Timanum um Fiugleiðir hf.Mér
þykir leitt að Kjartan skuli hafa
misskilið skrif min svo sem
grein hans ber vitni. Kjartan
hefur greinilega ekki hinn
minnsta skilning á þessu máli.
Það má glögglega sjá á athuga-
semdum hans, sem hann færir
engin rök fyrir og eru ekkert
nema væmið góðmennskuhjal
og furðulegustu útúrsnúningar
frá upphafi til enda. Eða hvað
kemur annars tannlæknum
þessi deila við? Hvað varðar
„verra” og „betra” félag.visa
ég á grein hans „A Viðavangi” i
Timanum, þann6.3. ’79
Aödróttanir hans i minn garð
skulum við láta liggja milli
hluta, enda greinin varla svara
verð, þar sem hann hrekur ekki
eitt einasta atriði i grein minni.
Ég get þó ekki stillt mig um, að
fræða hann og aðra meira um
mina „rýru söguspeki”, sem
Kjartan kallar svo. Söguspeki
sem annars er ekkert nema
staðreyndir. Ég mun halda
áfram að tala um FI og LL svo
lengi sem aðalforstjóri Flug-
leiða kallar flugmenn Fí „sina
menn”.
„Að míga í brunninn sem
menn drekka úr".
Ég hef reyndar takmarkaöan
áhuga á flugmannadeilunni sem
slikri, enda fjallaði grein mln
um önnur öllu alvarlegri atriöi
en hin „bágbornu” launakjör
flugmanna. En þó er nauösyn-
legt aö leiörétta misskilning á
þeirri deilu sem kemur fram hjá
Kjartani.
Kjartan og reyndar fleiri,
hafa alveg gleymt því, að þessi
deila flugmanna hófst ekki
vegna launa. Hún hófst er 6
manna nefnd (3 frá FIA og 3 frá
LL) skilaði niðurstöðu um sam-
einingu starfsaldurslista, niður-
stööu sem unnin var samkvæmt
reynslu erlendis á sameiningu
slikra lista. LL menn sam-
þykktu sameiningu samkvæmt
þessum niöurstööum. FÍA menn
felldu þetta aftur á móti og
gerðu þar með sina eigin 3
nefndarmenn ómerka. Þá allt I
einu og skyndilega kúvenda þeir
og koma með kröfu um jöfn
laun, á öllum vélum félagsins.
Að auki settu þeir timatakmörk,
svo fáránlega stutt, aö ekki var
annað hægt, en að til verkfalla
kæmi. Hvað ætluðu þeir sér með
þessu? Ef aö menn aðeins velta
þessu fyrir sér, þá held ég að
þeir sjái hvað fyrir þeim vakir.
Það á að pressa svo stift á
stjórnvöld að ráöherra setji
gerðardóm i málinu. Þar með
væri hinn margumræddi
„starfsaldurslisti”, orðinn að
íögum, óbreyttur, (þ.e.a.s. LL
menn fá þá ekki metinn til
starfsaldurs, þann tima sem
þeir unnu sem leiðsögumenn I
áhöfn LL véla) án þess að LL
menn fái þar nokkru um ráðið.
Það er annars leiðinlegt til að
vita, að FIA menn virðast alls
ekki gera sér grein fyrir þvi, að
með þessum eilifu kröfum sln-
um eru þeir raunverulega að
„Miga i brunninn sem þeir
drekka úr”. Eða hverjum á að
sameinast þegar Flugleiöirfara
á hausinn.
ókunnugleiki Kjartans
Kjartan kemur illa upp um
ókunnugleika sinn I þessu máli
þegar hann ræðir um nafna-
breytinguna. Mér er næst að
halda að hann hafi ekki lesið
nema myndatexta _ greinar
minnar. Kjartan talar æ ofan I æ
um ICELANDIC AIR, sem nafn
Loftleiða erlendis. Nafn LL er-
lendis hefur aldrei verið ICE-
LANDIC AIR, heldur LOFT-
LEIÐIR ICELANDIC AIR-
LINES, sem styttist hjá ai-
menningi um allan heim I að-
eins „ICELANDIC”. Þaö má
vel vera að ICELANDAIR
hljómi vel en það er aukaatriði.
Aðalatriöið er að erlendis er bú-
ið að auglýsa ICELANDIC-
nafnið um þrjátiu ára skeið með
góðum árangri. Svo dýrmætu
nafni henda menn ekki frá sér
aðeins vegna þess að eitthvert
annað nafn „hljómar” betur.
Það má bæta þvi við að það var
keyrt i gegn meö miklum látum,
að „tian” væri máiuð i litum
nýja félagsins, sem og aðrar
vélar félagsins um leið og þær
færu I stærri klössun. Nú eftir
áramótin komu Boeing þoturn-
ar úr stór klössun frá Spáni.
Hvernig er það, gleymdist allt
orðagjálfrið? Ég veit ekki bet-
ur, en að gamli Ft „hrosshaus-
inn” tróni enn á þeim. Það
eitt einasta flugrekstrar — hvaö
þá lendingarleyfi. Svo að tala
um að fljúga til Ameriku eða
Luxemborgar á öðru nafni og
eða flugnúmerum en Loftleiða
(ICELANDIC) er út i hött. Það
má til gamans bæta þvl við að
Loftleiðir fljúga á Ameriku i
dag» eitt félaga , samkvæmt
gamla Loftferöa Samningnum
og hafa þvl ýmis hlunnindi sem
önnur félög hafa ekki.
DC-8-63 Kubbastundir a arinu Vélamanuöir Nytinq or daq. klst 1976 16 102 44 12 2 1975 15 276 40 12 7
Boeing 727-100
Kubbastundlr á árinu 5 193 5 116
Vélamánuóir 24* 24
Nýting pr dag, klst. 7 2 7.1
Fokker F-27
Kubbastundir á ármu 7 525 7 321
Vélamánuðir 60 60
Nýtmg pr dag, klst. 4 2 4.1
FLUGVÉLAR Fl — virðast aðallega vera
til skrauts. Allavega bjóða f lugtimar þeirra
ekki upp á mikinn hagnað (Sérstaklega
Fokker F-27). Taflan hér að ofan er árs-
reikningar '77 — tafla: Flugleiðir.
skyldi þó aldrei vera að FIA
menn neiti að fljúga Flagg-
skipum Ft nema i „slnum lit-
um”.
Flugrekstrarleyfi
Annað I þessu máli er, að
Flugleiðir sem sllkt, hefur ekki
Sameining
Kjartan segir ennfremur að
kjarni málsins sé sá að búið er
að sameina félögin I öllum aöal-
atriðum. Ég er fyllilega sam-
mála honum þar, meira er ekki
hægtað sameina nema að sækja
um ný flugrekstrar- og
Tryggvi
Þormóðsson
hluthafi í
Loftleiðum
lendingarleyfi sem tæki svo og
svo mörg ár, og óvist að fengj-
ust yfirleitt. Að auki gæti það
kostað að féiögin misstu þau
leyfi sem þau hafa nú. Ég er
einnig sammála Kjartani um að
„sameiningin” hafi verið þjóð-
hagslega rétt, efum sameiningu
hefði verið að ræða. Það stóð
aldrei til, að annað félagið
gleypti hitt. En eins og málin
standa i dag, þá er sagan sú aö
F1 menn komu tritlandi yfir
flugbrautina i Reykjavik úr sín-
um niðurrigndu bröggum, með
Eimskipafélag Islands og allar
óreiðuskuldirnar á bakinu. Þeir
komu sér makindalega fyrir i
LL stólum, I LL húsnæði. Þeir
höfðu hægt um sig fyrstu
mánuðina ef frá er talið niöurrif
á gömlum myndum af LL vélum
og starfsfólki (sem sýnir að þær
eru ekki sterkar i þeim taugarn-
Betra væri aö hafa íslensku fánalitina á stélinu, en þetta
tvístolna //skúlptúr" merki.
ar) en eru nú orðnir það hressir
i hlýjum skrifstofunum að þeir
hafa hafist handa af fullum
krafti. Nú skal gleypa allt sem
hægt er að gleypa og ef menn
eru með einhverjar athuga-
semdir þá er það afsakaö meö
þessari sigildu „þjóðarhag-
kvæmnistuggu”.
Og áfram heldur Kjartan og
segir að FI hafi haft með hönd-
um nauösynlega þjónustu við
landsmenn^— sem er taprekst-
ur þess á innanlandsflugi. Ég
held reyndar aö auðvelt væri að
reka það með hagnaði, ef áhugi
væri fyrir hendi til dæmis með
betri nýtingu flugvéla (flugtim-
ar F-27 eru i dag um fjórir á
dag).
1 þessu sambandi má heldur
ekki gleyma þvi að þetta er það
sem FI menn vildu. Þeir fengu
úthlutað 1952 öllum innanlands-
leiðum, sem einhver hagnaður
var af. LL hættu þá öllu innan-
landsflugi eins og kom fram I
fyrri greinum minum. Stjórn-
völd voru alla tiö á bandi F1 og
þar af leiðandi voru F1 mönnum
boðin öll leyfi á Amerlku, þegar
Bandarikjastjórn bauð þau hér.
En Ft menn vildu ekki sjá slikt,
„Amerika væri allt of langt I
burtu”.LL fengu þá þessi leyfi
sem öllum ætti aö vera kunnugt.
F1 menn sáu aldrei lengra fram
i tlmann en tærnar á þeim náöu.
„Amerikugróöi” Loftleiða er
hlutur, sem Ft menn aldrei
fyrirgefa.
//Hlutlaus sameiningar-
nefnd"
Fyrir sameininguna var sett á
laggirnar nefnd „hlutlausra”
manna til að sjá um sameining-
una. Nefnd þessi fékk I hendur
lauslega áætlun sem sagði hlut-
föll á hreinni eign vera um það
bil 35% F1 og 65% LL. Það fylgdi
að eftir sameiningu, mætti
munurinn ekki verða meiri en
30%. Nefndin gætti þess svo vel
aö F1 færi ekkiniður fyrir 35%,
að við sameiningu 1974 voru
hlutföllin allt i einu orðin, F1
46,5% og LL 53.5%. Er ekki
orðið timabært að þessi „hlut-
lausa” nefnd birti opinberlega
úíreikninga og niðurstööur sín-
ar? Þeir gætu þá til dæmis út-
skýrt, hvernig þeir gátu metið
allt innanstokks i hótel LL, allt
frá öskubökkum til heillar
prentsmiðju á lltiö sem ekkert.
Þ.e.a.s. á innkaupsverði frá 1965
— nærri tiu ára gamalli tölu. A
heildarmati hótelsins var stolið
af LL um það bil 800 milljónum.
Nei, Kjartan minn, þú ættir að
kynna þér máliö betur áöur en
þú talar um réttlæti, þegar þú
ert að afsaka Fí menn. LL menn
eru búnir aö heyra aöeins of
mikiö um réttlæti og „þjóöar-
hagkvæmni”, sem alltaf miðar
að því að þeir gefi eftir. Þeim er
nú, eftir aö nafnabreytingin
kom fram orðiö ljóst að „sam-
eining” var bara oröiö tómt.
Yfirtaka og eignarnám réttara.