Tíminn - 27.03.1979, Blaðsíða 6
6
Þriöjudagur 27. mars 1979
r
Útgcfandi Framsóknarflokkurinn
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson og Jón Sigurösson. Auglýsinga-
stjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur,
framkvæmdastjórn og auglýsingar Siöumdla 15. Sfmi
86300. — Kvöldsimar blaöamanna: 86562, 86495. Eftir kl.
20.00: 86387. Verö I lausasölu kr. 150.00. Askriftargjald kr.
3.000.00 - á mánuöi. Blaöaprent
Hver er stefna
SjálfstæDisflokksins?
í skemmtilegu ljóði, sem prýðilega skáldmælt
þingmannskona flutti i siðustu þingveizlu, er að
finna þessar ljóðlinur:
Angist þeirra ekki lýkur,
sem aldrei sina stefnu finna.
Ótrúlegt er annað en þessar ljóðlinur hafi snert
tilfinningastrengi þingmanna Sjálfstæðisflokksins,
a.m.k. sumra þeirra, þegar þeir heyrðu þær fluttar
iþingveizlu,þótt þeim væri að formi til beint til eins
ráðherrans. Siðan Sjálfstæðisflokkurinn lenti i
stjórnarandstöðu, hafa foringjar hans verið sileit-
andi að stefnu og sú leit orðið næsta árangurslitil
hingað til.
Sé um nokkurn árangur að ræða af þessari leit
forustumanna Sálfstæðisflokksins, virðist hann
helzt sá, að fordæma og ómerkja flest eða allt sem
þeir sögðu og gerðu fyrir ári, þegar þeir voru i
stjórn. A.m.k. verður ekki annað ályktað, af stjórn-
málaskrifum málgagns Geirs Hallgrimssonar,
Morgunblaðsins.
Fyrir rúmu ári og reyndar lengi eftir það, deildi
Morgunblaðið hart og réttilega á vigorð Alþýðu-
bandálagsins og Alþýðuflokksins um samningana i
gildi. Morgunblaðið sýndi þá fram á það með sterk-
um rökum, sem málgögn Alþýðubandalagsins og
Alþýðuflokksins gátu ekki hrakið, að ógerningur
væri að láta kaupsamningana frá sumrinu 1977 vera
i fullu gildi, ef veita ætti einhverja viðspyrnu gegn
dýrtiðinni. Það varaði kjósendur réttilega við þeim
kosningaloforðum Alþýðubandalagsins og Alþýðu-
flokksins, að samningarnir myndu taka gildi, ef
þessir flokkar fengu völdin. Þegar á reyndi myndu
þessir flokkar ekki treysta sér til þess að standa við
þetta loforð sitt.
Allt er það nú komið fram, sem Morgunblaðið
sagði fyrir ári. Bæði Alþýðuflokkurinn og Alþýðu-
bandalagið hafa viðurkennt i verki, að samningarn-
ir frá 1977 séu óframkvæmanlegir, ef veita eigi við-
nám gegn verðbólgunni, og hafa þvi fallizt á ýmis
frávik frá þeim.
Flestir munu hafa átt von á þvi,að Morgunblaðið
fagnaði þessari breytingu á afstöðu Alþýðubanda-
lagsins pg Alþýðuflokksins, þar sem hún er stað-
festing á þvi, sem blaðið hélt fram á siðastliðnum
vetri og allt fram til þess að stjórnarskiptin urðu.
Þessu er hins vegar siður ensvo að heilsa. Morgun-
blaðið snýst nú sjálft alveg öndvert gegn þessari
breytingu. Það fer ekki aðeins hörðum orðum um
Alþýðubandalagið og Alþýðuflokkinn fyrir að snúa
frá villu sins vegar, heldur ræðst með fúkyrðum að
þeim leiðtogum verkalýðshreyfingarinnar, sem
mestan skilning hafa sýnt i þessum efnum. Til
þess að kóróna allt saman, verður ekki annað séð en
Morgunblaðið sé búið að taka upp hið fallna merki
Alþýðubandalagsins og Alþýðuflokksins og heimti
enn ákveðnar en þeir nokkru sinni gerðu: Samning-
ana i gildi.
óbreyttir liðsmenn Sjálfstæðisflokksins eru lika
undrun slegnir. Þeir hafa ekki hugmynd um það
lengur hver sé stefna Sjálfstæðisflokksins i þessum
málum. Er það stefnan,, sem málgagn Geirs
Hallgrimssonar boðaði i marz 1978 eða stefnan, sem
það boðar i marz 1979? Flokki, sem er svo stefnu-
laus, að hann snýst eftir þvi, hvort hann er i stjórn
eða stjórnarandstöðu, getur enginn treyst.
Þ.Þ.
Erlent yfirlit
Begin og Sadat eiga
stærsta málið óleyst
Verða þeir
aftur orðnir
féndur
að ári?
ÞRATT fyrir allan viröuleika
og hátlöahöld i sambandi viö
undirritun friöarsamningsins
milli tsraels og Egyptalands,
sem fór fram i Washington i
gær, skorti trú á, aö samningur-
inn tryggöi friðinn I Austurlönd-
um nær. Jafnvel margir þeirra
sem glöggskyggnastir hafa
verið taldir, óttast aö
samningurinn geti alveg eins
orðiö til aö auka striöshættuna.
Fögnuöurinn i sambandi viö
undirritun samningsins i gær
var þvi miklu minni en þegar
Sadat heimsótti Jerúsalem i
nóvember 1977 og Begin Kairó I
desember 1977 eöa þegar til-
kynnt var eftir fund Carters,
Begins og Sadats i Camp Da vid i
september 1978, að fullt sam-
komulag heföi náöst um helztu
grund vallaratriði tveggja
samninga, sem myndu tryggja
sættir og friö milli Gyöinga og
Araba I framtiðinni.
Þaö var annar þessara
tveggja samninga, sem var
undirritaöur i gær. Hann fjallar
um Sinai-skagann sem Israels-
menn hertóku af Egyptum 1967.
Með samningnum endurheimtu
Egyptar allt það land, sem þeir
áttu lagalegt tilkall til. Þaö þótti
strax liklegt, að tiltölulega
auövelt yröi fyrir Israel og
Egyptaland aö semja um þetta
efni eins og llka hefur komiö á
daginn.
OÐRU máli gegnir um hinn
samninginn, sem grundvöllur
var lagöur aö á fundinum i
Camp David. Hann áttiaö fjalla
um heimastjórn ibúa Vestur-
bakkans og Gazasvæðisins sem
Israelsmenn hernumdu 1967.
Báöir þessir landshlutar til-
heyrðu Palestinu 1948 og áttu
samkvæmt tillögum Sameinuöu
þjóöanna aö tilheyra nýju
Arabariki sem yrði til viö tvi-
skiptingu Palestinu milli Gyö-
inga og Araba. 1 átökum, sem
uröumilli Araba og Gyöinga um
þetta leyti, uröu endalokin þau
að landsvæöi þvi, sem hiö nýja
Arabariki átti aö fá i sinn hlut,
var þriskipt. Hiö nýja Israels-
riki tók bróðurpartinn, en
Jórdania tók Vesturbakkann og
Egyptaland tók Gaza-svæöiö.
Úr stofnun sérstaks Arabarikis
varð ekki neitt, enda Arabar
sjálfir mótfallnir þvi á þeim
tlma.þvlaðstefnaþeirravar þá
sú,aö Palestina ætti aö halda
Carter og Begin
áfram að vera stjórnarfarsleg
heild,en ætti ekki aö skiptast i
tvö riki.
I styrjöldinni milli Israels og
Arabarikjanna 1967 hernámu
Israelar bæöi Vesturbakann og
Gaza-svæöið,og hafa farið þar
meö stjórn síöan. Flestar aö-
geröir þeirra hafa bent til, að
þeir ætluöu aö innlima þessi
landsvæði endanlega, a.m.k.
Vesturbakkann. A fundum
öryggisráðs Sameinuöu þjóð-
anna haustiö 1967, var sam-
þykkt aö þeim bæri aö láta her-
teknu landsvæðin af hendi og
draga herlið sitt þaöan, en
Israelsmenn hafa haft þær
ályktanir aö engu. Arabarikin
hafa fylgt þeirri stefnu, að
friðarsamningar viö Israels-
menn komi ekki til greina fyrr
en þeir hafa látið öll herteknu
landsvæðin af hendi,þar á meðal
austurhluta Jerúsalems,sem til-
heyrir Vesturbakkanum.
ÞEGAR viðræöur héldu
áfram milli Israelsmanna og
Egypta eftir fundinn I Oamp
David, vildu Egyptar aö sam-
hliöa yröi rætt um báöa
samningana og töldu sig hafa
skilið samkomulagiö þannig,
þótt ekkert heföi veriö formlega
bókaö um þaö. Carter var sömu
skoðunar. Begin hafnaöi þessu
alveg o g hélt s ig við þaö,a ö e kk-
ert heföi verið bókaö um þetta.
Hann kraföist þess,að fyrst yröi
gengiö frá friöarsamningnum
milli tsraels og Egyptalands og
framtiö Sinaiskagans. Eftir
mikiö þref fékk hann þessu
framgengt. Egyptar fengu hins
vegar yfirlýsingu um, aö
mánuði eftir að fyrri
samningurinn væri undir-
ritaöur, skuli hefjast viöræður
um heimastjórn Ibúanna á
Gaza-svæöinu og Vesturbakk-
anum, ogskuli þeim lokið innan
árs. Samkvæmt þvi á þessari
samningagerð að vera lokið i
aprillok 1980.
Báöir aöilar hafa túlkaö þaö
mjög mismunandi, hvaö átt er
við þegar þeir tala um heima-
stjórn. Egyptar túlka þetta
þannig aö heimastjórnin eigi
aðeins aö vara stuttan tíma, t.d.
fimm ár og siöan eigi ibúarnir
að fá fullan sjálfsákvörðunar-
réttum framtiösina. Þá eigi t.d.
ibúar Vesturbakkans aö geta
valið milli þess aö veröa sjálf-
stætt riki eða sameinast
Jórdaniu, ef þeir una ekki
áfram heimastjórn innan
Israelsrikis. ísraelsmenn hafna
þessu alveg. Þeir segjast ekki
munu ganga lengra en að veita
ibúunum heimastjórn. Sjálf-
stætt Arabariki á Vesturbakk-
anum komi ekki til greina.
Samkvæmt þessu viröast nú
ekki miklar horfur á, aö sam-
komulag náist um þetta mál
milli Israelsmanna og Egypta,
nema annar hvor aöili láti und-
an. Ef Egyptar láta undan,
veröa þeir endanlega taldir
svikarar af öllum Arabaþjóöun-
um, og deilan milli Araba og
Israelsmanna myndi ekki aö-
eins haldastheldur að öllum lik-
indum haröna. Eina lausnin
sem gæti tryggt friö væri sú,aö
ísraelsmenn létu undan og
semdu ekki aöeins viö Egypta,
heldur önnur Arabariki um af-
hendingu Vesturbakkans og
Gaza-svæöisins gegn þvl aö
Israel yrði viöurkennt og fengi
tryggö landamæri. Þaöeitt get-
ur tryggt friö I Austurlöndum
nær .Hægter aö hugsa sér þessa
lausn þannig aö Vesturbakkinn
sameinist Jórdaniu aö nýju i
staö þess að veröa sjálfstætt
riki.
Enn sem komiö er bendir fátt
til þess að ráöamenn ísraels
fallist á sllka niöurstööu. Þó
gæti hæfilegur þrýstingur af
hálfa Bandarikjanna, haft veru-
leg áhrif I þessum efnum. Þaö
skapar Carter forseta ekki
glæsilegar kosningahorfur, ef
þetta mál verður óleyst þegar
kosningabaráttan hefet fyrir al-
vöru i Bandarikjunum sumariö
1980 og Israelsmenn og Egyptar
veröa jafnvel orðnir and-
stæöingar að nýju. Þ.Þ.
Carter og Sadat