Tíminn - 27.03.1979, Blaðsíða 17

Tíminn - 27.03.1979, Blaðsíða 17
Þriöjudagur 27. mars 1979 17 Oskabyrjun HK varð FH að falli — þrátt fyrir 10 mörk Geirs, tapaði FH 20:22 HK svo gott sem tryggði 1. deildarsæti skt á laugardaginn er þeir unnu FH 22:20 i iþróttahús- inu að Varmá i skemmtilegum leik. t hálfieik var staöan 11:8 HK i vil Það var góð stemmning í hús- inu strax i leiksbyrjun 3 voru þar áhangendur HK í miklum meirihluta eins og svo'óft áður. Þeir höfðu þó ekki erindi sem erfiði með hrópum sinum i upp- hafi, þvi FH komst i 2:1 eftir skamma stund. Dyggilega hvattir af sinum stuðningsmönnum tóku HK nú góðan kipp og skoruðu hvert markið á fætur öðru án þess að FH tækist að svara fyrir sig — og áður en varði var stðan orðin 7:2 HK i vil. Rétt áður en HK skoraði sitt 7. mark hafði Einar Þorvarðarson markvörður HK varið viti Geirs Hallsteinssonar. FH-ingar vissu vart hvaðan á þá stóð veðrið, en þeim tókst þó að halda ró sinni og ná betri tök- um á leiknum. Þeir skoruðu næstu þrjú mörk og minnkuðu muninn i 7:5, en HK hleypti þeim ekki nær sér. Stefán Halldórsson var nokkuð bráðlátur með skot á þessum tima og var fyrir vikið kippt út af til kælingar. Annars stjórnaði Stefán vel og leikur HK varð mun vandræðalegri eftir að hann fór út af. Staöan i hálfleik var eins og fyrr sagði 11:8. Strax 1 upphafi seinni hálfleiks brugðu FH-ingar á það ráö að taka Stefán úr umferð og gerðu menn þá ráö fyrir þvi að HK myndi missa forskot sitt niður, eins og svo ótal oft áður. Ekki varð raunin þó sú, en óneitanlega var FH nokkrum sinnum nærri þvíað ná að jafna. Þeir minnkuöu muninn i eitt mark — 13:14 og svo aftur 14:15 og hafði Geir þá gert öll mörk FH i seinni hálfleik — sex að tölu. HK tók þá það til bragðs að taka Geir úr umferð og það herbragð heppnaðist full- komlega, þvi að allt spil FH varð afar vandræðalegt. 1 framhaldi af þessu náði HK fjögurra marka forystu áný 19:15ogaðeins8 min. voru þá til leiksloka. A lokaminútum var mikill darraðardans stiginn á gólfi iþróttahússins að Varmá. Hrað- inn jóksttil mikilla munaog hafði þó verið ærinn fram að þvi. FH tók bæði Hilmar og Stefán úr um- ferð og við það lamaðist allt spil. Var þá Kalli Jó. settur inn til að halda spilinu gangandi. Stefán varrekinn útaf fyrir að mótmæla dómi og þegar 2 og hálf min. voru eftir var munurinn aðeins eitt mark — 21:20. A lokaminútunni skoraöi Karl lúmskt mark með lausu skoti og sigurinn var i höfn. HK getur vel við unað þessa siðustu daga, þvi að þeir hafa unnið tvo siðustu leiki sina nokkuð örugglega og þeir hljóta að tryggja sér 6. sæti deildarinn- ar. Hjá HK var Stefán hættulegur isókninni, en varnarleikurinn var i molum hjá honum. Hilmar var einnig góður en hnoðar stundum að óþörfu. Þá átti Einar i mark- inu góðan leik svo og Kristinn. Hjá FH var Geir langbestur, en Guðmundur Árni átti einnig sinn besta leik i vetur og var mjög hættulegur I horninu. Guömundur Magg. stóð fyrir sinu og var mjög vakandi á linunni. Yngri menn- irnir náöu sér ekki á strik I leikn- um. Dómarar voru þeir Arni Tómasson og Jón Friðsteinsson og fórst þeim hlutverk sitt óhönduglega. Mörk HK: Stefán 9/2, Hilmar 5, Jón 2, Ragnar 2/1, Gunnar 1, Kristinn 1, Friðjón 1, Karl 1. Mörk FH: Geir 10/5, Guöm.A. 6, Guðm.M. 2 og Kristján 2/1. Maður leiksins: Guðmundur Arni Stefánsson, FH. • Július Pálssoner ekki árennilegur á þessari mynd i leik gegn FH fyrir skömmu. Július átti sinn besta ieik með Haukum i vetur og skoraði 8 mörk. Steinar skoraði átta — þegar Víkingur lagði Hauka 28:22 Það sannaðist áþreifaniega á sunnudagskvöldið hversu mikið hyldýpi er á milli Vikings og Vals annars vegar oghinna 1. deildar- liðanna hins vegar, þegar Viking- ur og Haukar léku siðari leik sinn i mótinu. Eftir nokkuð jafna byrj- un sigu Vikingarnir örugglega framúr —höfðu yfir 12:9 i hálfleik og unnu leikinn 28:22. Það var aðeins i 15 mlnútur sem Haukarnir stóðu i Vikingum. Staðan var 5:4 eftir að fyrri hálf- leikur var rúmlega hálfnaður en þá breikkuðu Vikingar bilið i þrjú mörk og eftir það var aldrei litið til baka. Steinar Birgisson, sem annars átti rólegan dag í fyrri hálfleikn- um, fór hamförum i þeim siðari og skoraði alls átta mörk — öll meðföstum skotum. Bilið i seinni hálfleiknum jókst hægt, og .t.d. var staöan 15:11 eftir 5 min. af seinni hálfleik. Þá tóku Vikingar Hörð Harðar- son, sem hafði verið þeim erfiður, úr umferð og á skömmum tima breyttist staðan Ur 15:111 20:12 og leikurinn var gjörunninn. Hauk- arnir náðu aðeins aö rétta úr kútnum, en það var mest fyrir það að Vikingarnir slökuðu á i lokin. Sigurður Gunnarsson lék nú meö Vikingi að nýju eftir meiðsli og það var ekki að sjá að hann fyndi nokkuð fyrir þeim, þvi að hann var friskur og röskur þann stutta tima, sem hann var inná. Þessi átta marka munur hélst lengi vel, og t.d. var staðan 28:20, enHaukarnir áttu lokaorðið og skoruðu tvö siðustu mörkin. Hjá Vikingi var Steinar mjög góður, og þessi leikmaöur hefur tekið stökkbreytingu undir hand- leiðslu Bodan þjálfara Viking- anna. Þá var Páll mjög góður — hans besti leikur i langan tima. Kristján varði vel I markinu og Ólafur Jónsson og Erlendur voru hættulegir i hornunum að venju. Hjá Haukunum stóðu ekki margir uppúr meöalmennskunni. Hörður byrjaöi mjög vel en dalaði er á leiðog var loks tekinn úr um- ferð. Þá átti Július sinn besta leik með Haukunum i vetur. Leik- menn eins og t.d. Jón Hauksson ogÞórir náðu sér aldrei á strik og sömu sögu er að segja um flesta i liði Haukanna. Mörk Vikings: Steinar 8, Viggó 7, Páll 6/2, Erlendur 4, Ólafur Jónsson 2 og Skarphéðinn 1. Mörk Hauka : Július 8/5, Hörð- ur 7/2, Andrés 4, Arni Sv., Þórir og Sigurður eitt mark hver. Maður leiksins: Steinar Birgis- son, Vikingi. Stefán Halldórsson skoraði 9 mörk gegn FH Hanna Rúna var óstöðvandi Hanna Rúna Jóhannsdóttir reyndist stúlkunum úr FH óþægur ljár i þúfu i leik liö- anna i 1. deild kvenna i Skemmunni á Akureyri á laugardag. Hanna skoraði 7 mörk og var henni helst að þakka 18:15 sigur Þórs á FH. í hálfleik var staðan jöfn 9:9. I rauninni virtust liðin mjög áþekk, þrátt fyrir að FH er i toppbaráttunni en Þór á botn- inum. Þórsstúlkurnar tóku forystu strax i upphafi og höfðu betur framan af leikn- um, og það var ekki fyrr en á 17. min., að FH náði að jafna 6:6 og siðan að komast yfir. Þór tókst þó að jafna aftur og þegar flautað var til hlés var staðan jöfn, 9:9. FH ógnaði sigri Þórs aðeins einusinnii seinni hálfleiknum. Þá náðu FH-stúlkurnar að jafna 14:14, en Þór var mun sterkari á loksprettinum og sigraði 18:15. Mörk Þórs: Hanna Rúna 7/4, Magnea 3, Anna Greta 3, Guðný 2, Harpa 2 Aðalbjörg 1. Mörk FH: Katrín 7, Kristjána 4, Svanhvit, Anna, Björg og Brynja eitt mark hver. Kona leiksins: Hanna Rúna Jóhannsdóttir, Þór. Naumur sigur Haukastúlkurnar unnu nauman sigur á Vikingi i I. deild kvenna á sunnudagskvöldið i Höllinni. Lokatölur urðu 14:13 Haukum i hag, en i hálfleik var staðan 9:7 fyrir Hauka. Haukarnir byrjuðu mun betur og komust i 3:0, og það var fyrst og fremstþessi upphafskafli, sem varð þeim til bjargar. Vikingslið- ið barðist mjög vel og á 15. minútu jafnaði Iris metin 4:4. Siðan var jafnt upp i 7:7, en Margrét Theódórsdóttir, skoraði sitt 49. og 50. 1. deildarmark i vet- ur i kom Haukum yfir 9:7 i hálf- leik. Hukar komastsiðan i 10:7 i upp- hafi seinni hálfleiks en Vikings- stúlkurnar voru ekki á þeim bux- unum að gefast upp og þær jöfn- uöu 10:10.Siðan var jafnt 11:11 og 12:12. Halldóra Mathiesen átti lokaorðið er hún skoraði úr vita- kasti fýrir Haukana. A loka- minútunni varði Sóley i Hauka- markinu tvivegis mjög vel þegar Vikingsstúlkurnar sóttu hvað ákafast. Hjá Haukum voru þær Hall- dóra, Margrét og Guðrún Gunn- arsdóttir bestar, en einnig áttu Sesselja og Sóley i markinu ágæt- an leik. Guðrún Aðalsteinsdóttir var I rólegra lagi, sem og fleiri. Af Vikingstúlkunum voru þær tris og Ingunn atkvæöamestar og skoruðu bróðurpartinn af mörk- unum. Sigrún gerði falleg mörk úr hornunum.enSólveig lét litið á sér kræla. Þá var Asa i markinu ágæt. Mörk Hauka: Halldóra 4/1, Margrét 4, Guðrún G. 3 og Sesselja 2. Mörk Vlkings: Ingunn 4, íris 4, Sigrún 2, Guðrún og Heba 1 hvor. Kona leiksins: Ingunn Bermódusdóttir, Vikingi. Öruggur sigur KR KR stúlkurnar áttu ekki i mikl- um erfiðleikum með Breiðabiiks- liðið i 1. deild kvenna I Asgarði á sunnudaginn. KR vann leikinn auðveldlega 17:8 eftir að hafa leitt 8: 5 i háifleik. KR komst fljótlega i 3:1 og sið- an 8:4, en Breiöablik átti lokaorð- ið i fyrri hálfleiknum. I seinni hálfleiknum breikkaði bilið stöð- ugt og auðveldur KR-sigur var i höfn. Mörk KR: Arna 6, Hansina 5/2, Olga 3, Margrét 2 og Ólöf 1. Mörk UBK: Sigurborg 3/1, Hrefna 2, Asa 1, Asta 1 og Þórunn 1. Þvílíkur handbolti! Þeir gerast ekki öllu óburðugri handboltaleikirnir en leikur 1R og Þórs frá Akurevri i bikarkeppn- inni á laugardaginn. ÍR vann þennan hrútleiðinlega leik 23:22 eftir að Þór hafði leitt 13:12 i leik- hléi. Það var bókstaflega ekkert við þennan leik að s já enda áhorfend- ur sárafáir. Bæði liðin léku þung- lamalegan handbolta og eftir að hafa séð báöa leiki Þórs um helg- ina vekur það undrun aö þeir skuli vera í toppbaráttu 2. deild- ar. Þór byrjaði vel og komst i 4:1 og siðan 9:5. Þór leiddi siðan áfram 14:13, en þá hrundi allt og 1R komst f 19:16 á skömmum tima.Undirlokin dró saman meö liðunum en 1R tókst að halda sin- um hlut en i raun átti hvorugt liöiö skiliö að vinna leikinn. Mörk 1R: Guðjón 8/1, Brynjólf- ur 5, Sig. Svavars. 5/3, Guðmund- ur 2, Bjarni Bessa 1 og Bjarni H. 1. Mörk Þórs: Siguröur 6/4, Gunnar 3, Sigtryggur 3, Guð- mundur 3, Arnar 2, ólafur 2, Val- ur 2, Jón Sig. 1. ^msj^Jn^Sigurður^

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.