Tíminn - 27.03.1979, Blaðsíða 3

Tíminn - 27.03.1979, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 27. mars 1979 3 Aukin tengsl AM — Einn þeirra bænda, sem nú sækja í fyrsta sinn aðalfund Samstarfsnefndar Bú- vörudeildar og afurða- sölufélaga innan Sam- bandsins, er Jón Bjarnason bóndi i Bjarnarhöfn, en hann er jafnframt stjórnarfor- maður kaupfélagsins i Stykkishólmi. Við spurðum Jón álits á þessari nýbreytni. Jón Bjarnason „Ég fagna þessari nýju tilhög- un, sem gerð er til þess að skapa meiri skilning og tengsl milli framleiðenda og afurðasölufé- laga og Búvörudeildarinnar”, sagði Jón. „Með þessu gefst Rætt við Jón Bjarnason í Bjarnarhöfn framleiðendum tækifæri til þess að sjá hvernig þessi starfsemi gengur fyrir sig og hvernig gengur frá einum tima til annars, og þeim gefst færi á að gera sínar athugasemdir og ábendingar milliliðalaust. Ég vona að þessi stefna og þetta aukna samstarf megi eflast i framtiðinni sem mest. Störfum fundarins hefur mér þótt forvitnilegt að kynnast, en það mikilvægasta og jafnframt erfiðasta verður svo að halda áfram beinum og virkum tengsl- um við þetta. Hér eru rædd ýmis aðkallandi mál, svo sem sá vandi sem þær birgðir skapa, sem liggja verður með án þess að vita hvaða verð muni fást, og hin lágu og ófull- nægjandi rekstrarlán, sem ekki halda i við verðbólguástandið, og enn málefni sauðf járbænda, þegar kemur að þvi að greitt sé fyrir ull og gærur samkvæmt gæðum. Ég vil einnig koma að sláturhúsunum og rekstri þeirra, en mikið skortir á að það fé fáist til þeirra endurbóta og nýbygg- inga, sem auknar kröfur og reglu- gerðir skapa. Ég vona að þessi fundur verði til þess að bændur og félagasam- tök þeirra geri sér betri grein fyrir þvi eftir en áður hver eru hin sameiginlegu hagsmunamál þeirra, sem þeir þurfa að einbeita sér að i baráttunni fyrir bættum hag”. Uggurrikiandi á árinu 1979 Rætt við Ólaf Sverrisson AM — 1 gær var aðalfundur Sam- starfsnefndar Búvörudeildar og afurðasölufélaga innan vébanda Sambandsins haldinn að Hótei Sögu og hófst hann kl. 10 árdegis. Að ioknum kosningum fluttu þeir ólafur Sverrisson, og formaður Samstarfsnefndar, og Agnar Tryggvason, framkvæmdastjóri Búvörudeiidar skýrslur sinar og stóðu yfir umræður um þærþegar við komum á fundinn i gær. Við náðum tali af Ólafi Sverrissyni og báðum hann að segja okkur I stuttu máli frá helstu viðfangs- efnum fundarins nú. Ólafur sagði að fundurinn væri með nýju sniði að þessu sinni, þar sem nú væru I samræmi við sam- þykktir Sambandsins boðaðir tveir fulltrúar frá hverju afurða- sölufélagi og ætlast til að annar fulltrúinn sé starfandi bóndi. Hér kvað Ólafur verið að opna starf- semina frá þvi sem verið heföi og mundi i lok fundarins verða kosin ný fimm manna samstarfsnefnd og skyldu tveir fulltrúa hennar vera bændur. Aður var sam- starfsnefndin skipuð þrem kaupfélagsst jórum. Að leggja rækt við inn- lenda markaðinn Ólafur sagði að það væru fyrst og fremst markaösmálin sem rædd væru á fundinum og hinir margumtöluðu erlendu markað- ir, en þá lögð áhersla á að ekki mætti vanrækja innlenda markaðinn, sem væri bestur og mikilvægastur. Mikiö yrði að leggja upp úr þvi að neyslan á islenskum búvörum minnkaði ekki og væri þörf á að auka auglýsingar, áróður og vörukynn- ingu með það markmið i huga. Hér kvað Ólafur dilkakjötið vega hvað þyngst sem mesta hags- munamál framleiðenda og yrði að auka, svo sem tök væru á, vöruval i unnum kjötvörum. Hefðu samvinnumenn að visu sýnt að þetta er þeim ljóst og mikið átak verið gert i þessum málum. Of lág rekstrarlán Að markaðsmálunum sleppt- um, sagöi Ólafur það vera fjár- málin, sem krefðust úrlausnar, en rekstrarlán, sem fyrri hluti skal greiðast af i þessum mánuði, væru orðin allt of lág, til þess að þau næðu að brúa að bil sem myndast frá áburðarkaupum fram til hausts. Þótt menn væru Ólafur Sverrisson bjartsýnir og fögnuðu góðri af- komu á árinu 1978, væri uggur rikjandi um árið 1979, vegna mik- illar framleiðslu og fyrirsjáan- legrar vöntunar upp á búvöru- verð, nema eitthvað nýtt og ófyrirsjáanlegt kæmi til. Sagði Ólafur að ef svo færi,aö vanta mundi 200 kr. á hvert kg dilka- kjöts og 16-17 kr. á hvern litra mjólkur, mundi það nema 5 milljöröum, sem næmi um eða yfir 20% af tekjum bóndans. Væri augljóst hver áhrif slikt heföi á fárhagsstöðu bænda og þar með kaupfélaga"na. ALLAR FÓSTRUR B0RGAR1NNAR... Allar fóstrur borgarinnar mættu hinar galvöskustu til leiks, þegar gengiö var til heiðurs dagvistarheim- ilum fyrir öll börn á vegum Samstarfshóps um dagvistarmál s.l. sunnudag. Um þúsund manns, for- eldrar, áhugamenn og börn, gengu f hóp frá Hlemmi og niöur á Lækjartorg, þar sem útiskemmtun var haldin og ávörp flutt. Tfmamynd: GE. Alþjóðlegi leikhúsdag urinn er i dag FI — Atjándi alþjóða leikhúsdag- urinn er I dag, en til hans var stofnaö af Alþjdöaleiklistar- málastofnuninni (ITI) áriö 1962 til að vekja athygli á list leikhúss- ins. Á þessum degi eru jafnan flutt ávörp í leikhúsum um allan heimog ýmislegt gert til aö auka hróöur ieiklistar. Oddur Björnsson leikritahöf- undur segir m.a. i ávarpi sinu, sem hann hefur samið áð þessu sinni fyrir hönd islensks leikhús- fólks, að fimm ára hafi vaknað hjá honum sá ástarhugur til leik- listarinnar, sem varð að hreinni ástriðu. Það var eftir sýningu á óperettunni Nitouche á Blöndu- ósi. „Siðan hef ég alltaf vitað að I leiklist felast verðmæti, sem hvorki fjölmiðlar né nein stofnun önnur geta ýtt til hliðar, hvað þá komið i staðinn fyrir. Vegna þess að þetta var hugljómun augna- bliksins sem jafnvel kvikmynd- inni er fyrirmunað að keppa við. í leikhúsinu sjálfu er með öðrum orðum um að ræða samspil tveggja aðila, eins nákomið, lif- andi og mikilvægt og þegar tvær manneskjur tjá hvor annarri ást sina”. „Það er stórt ánægjuefni að fá tækifæri til að auðsýna leikhúsinu þakklæti sitt, ekki sist á barnaári. Ég býst við, að við séum öll sammála um, meðan við trúum þvi, að kærleikurinn falli aldrei úr Oddur Björnsson gildi, að ungviðinu sé hollt að kynnast við listgrein sem vekur til umhugsunar og glima þegar i „Striðsvettvangur, þar sem manngildi eru i heiðri höfð”, segir Oddur Björnsson leikritahöfundur um leikhúsið I ávarpi sinu æsku við spurninguna „að vera eða vera ekki”. Ég trúi þvi lika að börn eigi erindi i leikhús fullorðinna og fullorðnir i leikhús barnanna. Þess vegna leyfi ég mér aö nota Skugga-Svein sem samnefnara og hans hjartahlýja höfund Matthias Jochumsson, sem þýddi Shake- speare og Byron með yfirburðum. Ég trúi þvi m.ö.o. að leikhús sé þýðingarmikið vegna þess, að það talar ekki tæpitungu. Þess vegna þurfum við ekki að þræta um stefnur. Aftur á móti krefst þaö manndóms — bæði af mér og þér. Það er striðsvettvangur, þar sem manngildi eru höfð i heiðri, hvort sem fjallað er um gleði eða sorg. Gefum börnum tækifæri að taka þátt I ævintýrinu”. Launadeild bíður fyrirmæla - þrjú prósentin kosta rikissjóð á annan milljarð FI-— Aö sögn Guömundar Karls Jónssonar deildarstjóra launa- deildar fjárniálaráöuneytisins hefur ráöuneytiö ekki fengiö nein fyrirmæli um aö greiöa 3% umsamda kauphækkun til BSRB og BHM 1. april n.k. Launabreytingar eru I megin- atriöum ákvaröaöar i kjara- samningum. Alloft hefur þó kjarasamningum veriö breytt meö lögum, þó sérstaklega vlsi- töluákvæöum kjarasamninga. t 3. gr. laga nr 96/1978 segir: „Frá l. desember 1978 og þar til um annað hefur verið samið skuiu grunnlaun og tilhögun verðbóta á laun haldast óbreytt eins og ákveðið er frá 1. sept. 1978 skv. almennum kjara- samningum, sem gerðir voru á árinu 1977 og á fyrstu fimm mánuðum 1978 og skv. lögum þessum”. Guðmundur sagði, aö menn hafi ekki verið á eitt sáttir hvernig beri að túlka þessa lagagrein, en þar sem kjara- samningar aöildarfélaga ASI runnu út 1. des. 1978 virðist til- gangur þessarar lagagreinar vera sá, að útiloka áfangahækk- anir þeirra kjarasamninga, sem lengri gildistima hafa. Þar sem lögskýring i máli þessu er um- deild ogákvörðun pólitisk, biður launadeild frekari fyrirmæla, þar sem hækkun þessi þýðir út- gjaldaaukningu á annan milljarð fyrir rikissjóð. á sæluviku Sinfónian — Sæluvika Skagfiröinga hófst á Sauöárkróki sl. laugar- dag. Sinfóniuhljómsveit lslands var svo elskuleg aö fljúga norö- ur til okkar á fyrsta degi Sælu- vikunnar og hélt hér tvenna tónlcika á laugardaginn, sem Skagfiröingar mátu aö veröleik- um og fylitu húsiö á báöum tón- leikunum. Stjórnandi var Jean Pierre Jacquiliat, einsöngvari var Guömundur Jónsson og konsertmeistari Guöný Guömundsdóttir. A vandaðri og klassiskri efnisskrá var meöal annars Lindin eftir Eyþór Stefánsson sem var eitt af einsöngslögum Guðmundar Jónssonar. Þegar flytjendur verksins og tónskáld- ið höfðu veriö hylitir meö iang- vinnu lófataki,kvað Guðmundur Jónsson að þeir myndu brjóta regluna og endurtaka lagið til heiöurs Eyþóri Stefánssyni, þessum „vorboða” tónlistar- innar hér á Sauöárkróki eins og hann orðaði það. Um kvöldiö snæddi hljómsveitarfólkið kvöldverð i boöi bæjarstjórnar Sauðárkróks. Hafi bæði hljóm- sveitin og einsöngvar bestu þökk fyrirkomuna, og Skagfirð- ingar vona jafnframt aö ekki liði langur timi þar til þetta ágæta listafólk sjái sér fært aö koma hingað aftur i heimsókn. —Guttormur—

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.