Tíminn - 26.05.1979, Blaðsíða 13

Tíminn - 26.05.1979, Blaðsíða 13
Laugardagur 26. mal 1979 17 Aðaifundur Kaupféiags Suðurnesja Keflavik: Eitt lakasta árið í versl- unarrekstri félagsins Kás. —Aöalfundur Kaupfélags Suöumesja var haldinn laugar- daginn 19. mai s.l. I Safnaöar- heimilinu Innri-Nj arövik. 1 skýrslu stjórnar kemur fram aö slöasta ár var eitt lakasta áriö i verslunarrekstri félagsins, og eru tvær gengisfellingar á árinu og lækkun verslunarálagningu tald- ar helstu ástæöurnar. Heildarvörusala félagsins á ár- inu var rúmir tveir milljaröar króna, er þaö 42% aukning frá fyrra ári. Sextán millj. kr. halli varö á rekstri félagsins, eftir aö fuUar afskriftir höföu veriö færö- ar. Nú eru 2855 félagsmenn I Kaup- félagi Suöurnesja. Fast starfsfólk Hljómsveitamót á Selfossi STJAS —1 dag, 26. mai, veröur haidiö mót skólahljómsveita víös vegar aö af iandinu i Iþróttahúsi Gagnfræöaskóians á Selfossi. Mótiö hefst kl. 15.00. Hljóm- sveitirnar leika bæöi einar sér og sföan allar sameiginlega. Fjölbreytt efnisskrá veröur á hljómleikum þessum, sem eru m.a. haldnir i tilefni af ári barnsins, auk þess sem mót þetta eykur kynni hinna ungu hljómlistarmanna, sem eiga framtiöina fyrir sér. Aögangs- eyrir veröur aöeins 500 krónur. Umsögn um persónu- gagnalöggjöf Skýrslutæknifélag tslands er félag áhugamanna um gagna- vinnslumálefni(Og telur um 280 félagsmenn. Felagiö var stofn- aö I mars 1968 og lýkur þvi ell- efta starfsárinu um þessar mundir. Aöalfundur félagsins var haldinn 27. mars s.l. Breyting varö á skipan manna i stjórn, þar sem fráfarandi formaður, dr. Oddur Benediktsson, og meöstjórnandi, Þóröur Jónsson, gáfu ekki kost á sér til endur- kjörs. 1 stjórn eru nú dr. Jón Þór Þórhallsson formaöur, Páll Jensson varaformaöur, Öttar Kjartansson ritari, Arni H. Bjarnason féhiröir, Ari Arnalds skjalavöröur og Sigurjón Pétursson, meöstjórnandi. Varamenn eru Halldór Friögeirsson og Þorgeir Páls- son. A starfsárinu hélt félagiö sex félagsfundi, þar sem rædd voru ýmis sviö gagnavinnslu og tölvutækni. Þá gekkst félagiö, I samvinnu viö Reiknistofnun Haákólans, fyrir smátölvusýn- ingu i' janúar s.l. og var hún fjölsótt.Sýninginþóttigefa góöa mynd af stööu þessara mála hérlendis. Ýmsum kom þaö á óvart, hve margir Islenskir aöil- ar hafa haslað sér völl á sviöi framleiöshi á fjölbreytilegum smátölvubúnaði. Félagiö skipaöi á árinu tvo vinnuhópa, sem báöir hafa lokið störfum. Annar hópurinn samdi drög aö stööluöum samningum um viöhald sölu og leigu á tölvu- búnaöi. Brýn þörf var á aö fá þessa samninga staölaða og staöfærða hérlendis. Hinn vinnuhópurinn geröi drög aö Frh. á bls. 19. er 75 taisins. Félagið starfrækti sláturhús i Grindavlk á slöasta ári, og var þar slátraö nærri 10500 fjár. Reikningar Hraöf rystihúss Keflavikur, sem er eign Kaupfélagins lágu frammi á fundinum. Áriö 1978 var eitt erfiö- asta I sögu Hraðfrystihúsins. Heildarvelta frystihússins var 1200 millj. kr. Tap var mikiö hjá frystihúsinu, eöa um 123 millj. kr., eftir aö fullar afskriftir höföu verið færöar sem námu 66 millj. kr. Var tapiö mest á útgeröinni. Hraöfrystihús Keflavlkur hættir nú aö mestu við bátaútgerö, en hefur keypt skuttogarann, Július Geirmundsson I staö bátanna og mun hann hljóta nafnið Bergvik. Fe'lagiö á annan togara fyrir, sem er Aöalvik KE 95. Sigfús Kristjánsson, var endur- kjörinn formaöur stjórnar Kaup- félags Suöurnesja. Kaupfélags- stjóri er Gunnar Sveinsson. Hornafjöröur er einn af viökomustöðum Flugieiöa á Austurlandi og þangaö iiggur leiö margra feröa manna innlendra sem eriendra. Bærinn er hreinlegur og umhverfi fagurt. Frá Höfn I Hornafiröi eru á sumrin daglegar útsýnisferöir til ör æfa og greiöar samgöngur til annarra staöa á Austfjöröum. Ljósm. Mats Wibe-Lund j.r. Sumaráætlun Flugleiða innanlands-Austfirðir Samkvæmt sumaráætlun fljúga Flugleiöir frá Reykjavik til þriggja staöa á Austurlandi, þ.e. til Egilsstaöa, Noröfjaröar og Hornafjaröar. Til Egilsstaöa eru flestar feröir, þ.e. 18 i viku, þegar áætlun hefir af fullu tekiö gildi. Á mánudögum, miövikudögum, föstudögum og iaugardögum eru þrjár feröir, aöra daga tvær ferö- ir. Morgunferöir eru alla daga, brottförfrá Reykjavík kl. 10.00 og kvöldferðir alla virka daga, brottför frá Reykjavik kl. 19.00. Þá eru eftirmiðdagsferöir kl. 14.30 frá Reykjavlk á mánudög- um, miövikudögum og fimmtu- dögum. A laugardögum er þriöja ferö kl. 11.15, en eftir 1. júní kl. 09.00. Morgunflug á laugardegi heldur áfram til Færeyja og er Egilsstaöaflugvöllur þannig eini völlur landsins utan Keflavikur ogReykjavikur sem tengir Island viö útlandiö. A miövikudögum og laugardögum halda Flug- leiöavélarnar áfram til Norö- fjaröar og fljúga þaöan beint til Reykjavikur. NUERU GÓDRÁÐ ODYR! Þér er boðiö aö hafa samband viö verkfræöi- og tæknimenntaöa ráögjafa Tæknimiöstöövar- innar ef þú vilt þiggja góö ráö i sambandi viö eftirfarandi: Stjórnlokar (loftogvökvi) Eitt samtal viö ráögjafa okkar, án skuldbindingar, getur sparaö þér stórfé hvort sem um er að ræða vangaveltur um nýkaup^ eöa vandamál viö endurnýjun e viögerö á þvi sem fyrir er. . inmi VERSLUN-RÁÐGJÖF-VIÐGERÐARÞJÓNUSTA IÆKNIMIÐSTÖDIN HF Smiðjuveg66. 200 Kópavogi S:(91)-76600

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.