Tíminn - 26.05.1979, Blaðsíða 1

Tíminn - 26.05.1979, Blaðsíða 1
Laugardagur 26. maí 1979 ; 117. tölublað —63. árgangur íslendlngaþættir fylgja blaðinu I dag Siðumúla 15 • Pósthólf 370 • Reykjavík • Ritstjórn 86300 • Auglýsingar 18300 Afgreiðsla og óskrift 86300 • Kvöldsímar 86387 & 86392 Ef ekkert verður að gert i kjaramálum liggur leiðin Beint fram af brúninni • Ég held, aO leiöin veröi ó- sköp bein beint fram af brún- inni, sagöi Bjarni Einarsson, er Timinn spuröi hann hvernig færi ef heldur sem horfir og ekki veröur gripiö til ráöstafana i sambandi viö kjaramálin. • Þaö þýöir, aö fjármálaráö- herrann situr meö rikissjóöinn öfugan i sivaxandi mæli er á liö- ur og ný eftirspurnarveröbólga eykst i haust, sem veröur svar- aö meö aukinni peningaprentun. • Ulu heiili stöndum viö þokkalega út á viö núna, eigum svolltiö af gjaideyri. • Þaö getur ekki ööruvisi far- iö en aö viö fáum yfir okkur þaö stórkostlegasta atvinnuleysi sem viö höfum nokkurn tfma horfst i augu viö haldist allt á- fram óheft og kauphækkanirnar gangi eins og menn viröast vilja láta þær ganga. >. • Visitöluþak er aöeins sýnd- armennska. Þaklyfting flug- manna haföi slæmsálfræöiieg á- hrif en talnalega skiptir hún nánast engu máli. • Kaupiö er stærsti útgjalda- liöurinn. • Meö verötryggingu á enginn aö græöa eöa tapa á visitölu- hækkun. • Kratar segjast alltaf hafa veriö meö verötryggingu þótt þeir hafi aldrei nefnt þaö. • Þegar forvextir vixla eru orönir 100% fær lántakandi eng- an pening I hendurnar. Viðtal við Bjarna Einars- son er á bls. 9. 1 Jóhannes verður við stjórnvölinn er ísland mætir V Þýskalandi i Laugardalnum I dag Jóhannes Eövaldsson mun stjórna isienska landsiiöinu sem mætir V-Þjóöverjum f dag kl. 2. Hér á myndinni, sem Róbert ljós- myndari Timans tók, sést Jó- hannes undir stýri á sláttuvél á Laugardalsvellinum ásamt landsliöshópnum, sem var aö fara á æfingu. Youri Uitchev, landsiiösþjálfari, er lengst tii hægri á myndinni. t opnu blaösins er sagt frá landsleiknum og aö vanda eru margar fleiri fréttir úr Iþrótta- heiminum á iþróttasiöunni. GURÐCN INGÓLFSDÓTTIR.. setti glæsilegt Islandsmet i kringulasti á Selfossi. AXEL AXELSSON... skoraöi 10 mörk fyrir Dankersen, sem er komiö úrslit i v-þýsku bikar- keppninni. SLAGSMALALEIKUR... er Dankersen lék „vináttuleik” gegn rússneska liöinu 1. MAI Sjá iþróttir á bls 10-11. Yfirvofandi oliuskortur á Akureyri: Hlýtur að vera ætlun þeirra að lama atvinnulífið — sagði Helgi M. Bergs bæjarstjóri á Akureyri, um verkfall farmanna Kás.— A Akureyri eru til bensin- birgöir til 14 daga. Hins vegar er gasolia búin hjá Shell og Olis, en Oliufélagið mun enn eiga nokkrar birgöir, eitthvaö nálægt 3-400 lest- um. Sama gildir um svartoliu. Aö sögn Helga M. Bergs, bæjarstjóra á Akureyri, mun verulega fara aö gæta oliuskorts á Akureyri I næstu viku, veröi ekkert aö gert. „Atvinnustarfsemin stöövast öil meira og minna þegar olian gengur til þurröar, og ég hygg, aö þess gæti fyrst i fiskiönaöinum”, sagöi Helgi M. Bergs, I samtali viö Timann. Sagöist hann ekki hafa frétt af þvi að neitt oliuskip væri væntan- legt til Akureyrar, og i reynd Frh. á bls. 19. Ströndin öll að verða olíulaus — oliufólögin skapa þennan vanda sjálf, segja farmenn Kás — Olíuskortur er oröinn til- takanlegur viös vegar um landiö, og á næstu dögum má búast viö aö olia gangi til þurröar á nokkrum stööum á landinu. Farmenn sem eru I verkfalli hafa veitt undan- þágur fyrir olluflutningum, en bundið þær þeim skilýröum aö ekki veröi unniö viö losun skip- anna nema I dagvinnu, milli kl. 8 og 17. Aö sögn Vilhjálms Jónssonar, forstjóra Olfufélagsins hf., tekur 12-13 daga aö fara feröir, sem áöur tók oliuskipin 4 daga aö fara, meö þessu verklagi. „Þetta þýöir I raun, aö þaö er útilokaö aö halda viö oliubirgöum úti á landi. Þaö er einungis til aö blekkja fólk aö tala um svona undanþágur”, sagöi Vilhjálmur. „Þaö þýöir ekkert aö halda þessu áfram. Ströndin er öll aö veröa oliulaus, og þaö veröur bara syo að vera”. Nefndi hann sem dæmi, aö þótt verkfallinu lyki i dag, þá væri ekki hægt aö koma I veg fyrir oliuskort og stöövun atvinnulifs úti um allt land. Alvarlegast mun ástandiö vera á Noröurlandi: Siglufiröi, Ólafs- firöi, Sauöárkróki, Akureyri og vfðar. „Ollufélögin hafa sjálf skapaö þennán vanda. Ef þau vildu sinna landsbyggöinni, þá væri ástandiö ekki svona slæmt”, sagöi Ingólfur Ingólfsson, forseti FFSI á blaöa- mannafundi sem haldinn var i gær. Sagði hann, aö hömlur far- manna væru mjög takmarkaöar, og ættu alls ekki aö koma i veg fyrir að olía bærist meö eölilegum hætti út á land. Þessi tvö skip sem væruioliuflutningum innanlands, ættu vel að geta sinnt þörfinni, þótt einungis yröi unniö viö losun- ina i dagvinnu. Gerð Ölfusárbrúar loks ákveðin — hönnun á að hefjast 1981, segir Þórarinn Sigurjónsson HEI —Loksins nú á þessu þingi komst hin margumrædda ölfus- árbrú viö Óseyrarnes inn á fjög- urra ára vegaáætlun. Samþykkt var 50 milljón króna fjárveiting til verksins og gert ráð fyrir að hönnun brúarinnar hefjist áriö 1981. ölfusárbrú viö Óseyrarnes komast Inn á vegalög fyrir meira en aldarfjóröungi, eftir aö Jörundur Brynjólfsson, þá- verandi alþingismaöur, flutti tillögu þar um. Á þessum árum hafa nánast veriö stööugar um- ræöur um brúna og margar ósk- ir borist frá Ibúum Stokkseyrar og Eyrarbakka um aö hafist yröihanda viö brúargerðina, þá háværastar hafi þær veriö eftir stóra skipaskaöa i lél^gum höfnum þessara byggöarlaga, nú siöast veturinn 1977-78. Þórarinn Sigurjónsson, al- þingismaöur, sagöist ánægöur meö aö loks hillti undir aö byrj- aö yröi á brúargeröinni. Þetta væri mjög þýöingarmikiö mannvirki, sérstaklega fyrir ibúana i plássunum Stokkseyri ogEyrarbakka.sem oröiö heföu útundan I byggöaþróun þessa áratugar, —-og jafnvel forsenda fyrir aö þeir staöir haldist i byggö i framtiöinni. í þvi sam- bandi nefndi Þórarinn aö áriö 1976 heföi Ibúum þessara staöa fækkaö um rúm 6%, sem þá var mesta fækkun sem átti sér stað á nokkrum staö á landinu. NU búa á þessum stöðum um 1.100 manns. Astæöuna fyrir þvi aö ekki hefur fyrr fengist samþykkt fjárveiting til brúargerðarinnar taldi Þórarinn vera fyrst og fremst, aö samkvæmt arö- sem isú treiknin gum Vega- geröarinnar, heföi brúin ekki veriö talin nægulega arösöm framkvæmd. Þórarinn vildi hins vegar meina aö ekki heföu veriö teknir nægilega margir þættir inn i þann útreikning, Hinir félagslegu þættir mann- lifsins virtust litils metnir og ekki heföi veriö tekið nægilegt tillit til þeirra miklu bátstapa sem þessir staðir heföu oröiö fyrir æ ofan I æ á liönum árum. A þaö væriogaö lita, aö eftir aö góð höfn var byggö i Þorláks- höfn, hefur litil áhersla veriö lögö á hafnargerö á Stokkseyri og Eyrarbakka, enda aöeins gert ráö fyrir þeim sem sumar- höfnum i núverandi hafnaáætl- un. Meö núverandi samgöngu- kerfi þyfti aö aka mannskap og afla 90-100 km vegalengd dag- lega ef bátar úr þessum pláss- um ættu aö nýta sér hafnaraö- stööuna í Þorlákshöfn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.