Tíminn - 29.05.1979, Blaðsíða 1

Tíminn - 29.05.1979, Blaðsíða 1
Siöumúla 15 • Pósthólf 370 * Reykjavík • Ritstjórn 86300 • Auglýsingar 18300 • Afgreiðsla og áskrift 86300 • Kvöldsímar 86387 & 86392 f3HBSMH£E2Kx9BKEcŒÐfiii 2 'tííÆíM’.'Æ . . . ' Ííá* .. ' i £2 • :•. . .: .. Rikisstjórnarfundur í gærmorgun: Engin samstaða næst enn umaðgerðir annarfundur í dag HEI — ,,Ráöherranefndin hefur starfaö ötullega undanfarna daga og á rikisstjórnarfundin- um I morgun lagði ég — sem formaður nefndarinnar — fram frumskýrslu um störf hennar. Þessi drög voru rædd á fundin- um en engin niðurstaða fékkst”, sagði Steingrimur Hermanns- son er blaðamaður Tfmans spurðist frétta af rikisstjórnar- fundinum i gærmorgun. Steingrimur sagði enga sam- stöðu nást i rikisstjórninni um frystingu grunnkaups við 3% til áramóta og þá um leið ekki heldur um að 3% grunnkaups- hækkun verði lögbundin. Aðspurður um visitöluþak þá sagöi Steingrimur það einn þátt i tillögum Framsóknarmanna frá 14. mai s.I. Þeir teldu þaö hins vegar gagnslaust i barátt- unni við verðbólguna, eitt Ut af fyrir sig, þótt þaö kæmi til greina i stærri pakka. Stein- grimur sagði það'einnig dregið i e£a af lögfróðustu mönnum, aö stjórnarskráin heimilaöi setningu bráðabirgðalaga um visitöluþakið eitt sér. Bráða- birgöalög megi aöeins setja um það sem þoli enga bið. Þá sagði Steingrimur, aö Framsóknarmenn leggðu enn sem fyrr rika áherslu á að þeir telji rikisstjórninni ekki sætt nema að hún taki með festu á málum. Samkvæmt öörum heimiidum blaösins, mun samstööu- og að- gerðarleysi stjórnarinnar fyrst og fremst mega skrifast á reikning Alþýöubandalagsins. Þeir hlaupa alltaf út undan sér ef minnst er á raunhæfar að- gerðir til aö draga úr veröbólg- unni en slá þess i stað um sig með stórum yfirlýsingum um visitöluþak og skatta á hátekju- menn. Visitöluþak við 400 þús- und kr. mánaöarlaun gerir að flestr.adómi ákaflega litiö gagn, nema kannski „móralskt”. Einnig hefur gengið erfiölega að komastað þvi hvaö kratarnir vilja, þar sem tveir af ráðherr- um þeirra segja sitt hvor og hinn þriöji leggur sem minnst til málanna. Enn situr við hið sama um fiskverðsákvörðun: Fráleitt að eyða milljarði — I ufsa og karfa, segir stjórn og formenn sambandsfélaga FFSÍ Kás — t gær var haldinn fundur i yfirnefnd Verðlagsráðs sjávarút- vegsins um nýtt fiskverð sem taka á gildi nk. föstudag. Ekki varð niðurstaða af þeim fundi frekar en fyrri daginn. Fyrir fund yfirnefndar var haidinn fundur meðfuiitrúum sjómanna og sam- ráðsráðherranna um þau málefni þeirra fyrrnefndu sem þeir viija tengja fiskverðsákvörðuninni m.a. um efndir rfkisstjórnarinnar á svoköiluðum félagsmálapakka og hvernig beri að efna hann. Varðandi fiskverðsákvöröunina mun nú helst rætt um þaö hvort sjómenn og útvegsmenn geti sætt sig við hækkun oliugjalds en til þess þarf lagabreytingu. Eins er rætt um það að verja hluta fisk- verðshækkunarinnar eða verð- jöfnunargjalds til veröuppbóta á verðminni fisktegundir eins og t.d. karfa ogufsa. En þessar fisk- tegundir hafa ekki hækkað að sama skapi og þorskur ýsa og steinbitur á erlendum mörk- uöum. A fundi stjórnar og formanna sambandsfélaga Farmanna- og fiskimannasambands tsiands sem haldinn var um helgina, var m.a. ályktaö um nýtt fiskverð: ,,A sama tima og almenn laun hækka nær 30% hefur fiskverö til sjómanna hækkað aðeins um 18.8%. Auk þess hafa sjómenn orðiðaðbera algjörlega bótalaust þá gifurlegu tekjuskerðingu sem stjórnleysi og fyrirvaralaus veiðibönn hafa valdið þeim og Frh. á bls. 19. „Þýðir ekkert að setja lög á Kás — A mjög fjölmennum fundi .yfirmanna á kaupskipum, sem haldinn var I veitingahúsinu Sig- túni I gær, var samþykkt ályktun þar sem yfirmennirnir segjast munu hafa að engu lagaboð um lausn farmannadeilunnar ef út I það yrði farið. M.ö.o. það þýði ekkert fvrir rikisstjórnina að setja bráöa- birgöalög á yfirmenn í verkfalli, þeir muni einfaldlega ekki hlýða þeim. ólafur Jóhannesson for- sætisráðherra lét hins vegar hafa Frá hinum fjölmenna fundi yfirmanna á kaupskipunum i gær I Sigtúni. Tlmamynd: Róbert Þegar er búið að framleiða 1100 lestir af klsiljárni að Grundartanga og úr ofninum, sem kyntur er við 2000 stiga hita, streymir glóandi málmurinn dag og nótt. Framleiðslunni er tappað á vagna, sem ganga á sporbraut undir ofnopinu. Vagnarnir eru losaðir með lyftara, þegar „kakan” hefur kólnað nægilega, en eins og á myndinni sést er þó talsverður ylur I henni enn. t gær heimsóttu blaðamenn verksmiöjuna og mcöan þeir stóðu við, var kvörnin, sem mal- ar klsiljárniö, tekin I notkun, en það var einn slðasti áfanginn, áður en framleiðsluferlið að Grundar- tanga er allt komið I gang. (Tlmamynd Tryggvi). okkur” Vinnuveitendur að undirbúa allsherjarverkbann? eftir sér í gær, að ekki væri fyrir- hugað að setja nein bráöabirgða- lög á verkfall farmanna enn sem komið er. Alyktunin sem samþykkt var á fundi yfirmanna á kaupskipunum i gær er i heild á þessa leiö: „Fundur yfirmanna á kaupskipum, haldinn 28. mai 1979 samþykkir að skora á útgerðir kaupskipa að ganga nú þegar til samningaviðræöna I staö þess aö biöaeftir hæpinni lagasetningu til lausnar deilunni. Yfirmenn munu að engu hafa lagaboð til lausnar þessum vanda. Fundurinn lýsir ánægju sinni með störf verkfallsnefndar og vonar að hún vinni störf sin meö sama ágæti hér eftir sem hingaö til”. Samkvæmt nákvæmri talningu farmanna sóttu 294 yfirmenn fundinn og var samþykktin sam- þykkt meö öllum greiddum at- Kás — „Ef ekki verður um verulega stefnubreytingu að ræða af hálfu okkar viðsemj- enda þá veröum við náttúrulega alvarlega að fara aö ihuga að sýna einhvers konar félagslega samstöðu með skipafélögunum sem eiga I þessari deilu. Við höfum alitaf lagt áherslu á þaö, aö þarna væri veriö að taka ákvörðun um alla heildina, en ekki bara farmenn”, sagöi Þor- steinn Pálsson, framkvæmda- stjóri Vinnuveitendasambands islands, I samtali viö Tlmann. „Það er alveg ljóst, að viö teljum að nú sé komið aö þeim timamörkum, þar sem ræða þurfi hvernig skuli bregðast viö þessu”, sagöi Þorsteinn. Eins og kunnugt er þá hefur Vinnuveitendasamband Islands boðað til allsherjarfundar með félagsmönnum sinum á morg- un, þar sem tekin veröur af- staða framhaldsaðgerða. 1 sið- ustu viku sendi VSl bréf til allra félagsmanna sinna þar sem rifj- aöar eru upp greinar i lögum sambandsins.sem skylda menn til aö sýna samstööu og hvernig haga beri sér i verkbanni. En þetta eru i stórum atriöum sams konar reglur og gilda i verka- lýösféiögunum viö verkföll, þ.e.a. félagsmenn megi ekki ganga inn i störf annarra fé- lagsmannasem eiga I verkfalli, o.s.frv. kvæöum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.