Tíminn - 29.05.1979, Blaðsíða 6
Erlent yfirlit
r
v.
Sfawiwi
Útgefandi Framsóknarflokkurinn
Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson og Jón Sigurósson. Auglýsinga-
stjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur,
framkvæmdastjórn og auglýsingar Siðumúla 15. Slmi
86300..— Kvöldsimar blaðamanna: 86562, 86495. Eftir kl.
20.00: 86387. Verð i lausasölu kr. 150.00. Askriftargjald kl.
3.000.00 —á mánuði. Blaðaprent
Giftist Viktoría
hestasveini sínum?
p
Samband hennar og Browns var náið
Fordæmi Dana og
Norðmanna
Þótt sáttastarfið i vinnudeilum sé mikilvægt, er
það ekki alltaf einhlitt. Aðstæður geta verið þannig,
ef sættir nást ekki með góðu móti, að rikisvaldið
verði að skerast i leikinn, eins og nú hefur gerzt i
Noregi og Danmörku.Óneitanlegabendir margt til
þess að slikar aðstæður séu nú fyrir hendi hérlendis.
Auk mikillar verðbólgu eru nú mikil náttúruharð-
indi og viðskiptakjör fara versnandi sökum oliu-
verðhækkana. Framsóknarmenn leggja þó megin-
áherzlu á, að reynt verði samkvæmt samráðsá-
kvæðum efnahagslaganna að ná samkomulagi milli
stéttanna um lausn þessara mála. Takist það hins
vegar ekki verður rikið að gripa i taumana með ein-
hverjum hætti. Lausnin gæti verið sú að ákveðin
væri tiltekin kauphækkun en frekari hækkanir ekki
leyfðar og ekki heldur verkföll eða verkbönn meðan
stéttasamtökin ynnu að nýjum heildarsamningum
sem t.d. yrði lokið fyrir tiltekinn tima.
Margir Sjálfstæðisflokksmenn hafa vafalaust ekki
búizt við þvi, að flokkur þeirra tæki harða afstöðu
gegn slikri málsmeðferð, enda þótt hann sé i stjórn-
arandstöðu. Sú hefur þó orðið raunin. Forustumenn
Sjálfstæðisflokksins telja sig nú ekki mega heyra
annað nefnt en frjálsa samninga, þ.e. að samtök
launþega og vinnuveitenda eigist við, án þess að
rikisstjórn eða Alþingi komi þar nokkuð nærri. Það
eigi að láta stéttunum eftir að berjast til þrautar.
Áreiðanlega myndi ekkert getaaukið meira þá
erfiðleika, sem nú er fengizt við en slikt stéttastrið.
Mikil og langvarandi verkföll eða verkbönn myndu
skerða þjóðartekjurnar með margvislegum hætti
og verða beint og óbeint öllum til tjóns. Verðbólgan
fengi nýjan stórfelldan fjörkipp. Sundrung stétt-
anna myndi aukast og jafnvel verða að fuilu hatri.
Slik stéttastyrjöld gæti skilið eftir sár, sem seint
myndu gróa.
Það furðulega hefur gerzt, að ýmsir forustumenn
Alþýðuflokksins hafa lýst sig fylgjandi þessari af-
stöðu Sjálfstæðisflokksins. Þeir eru þar á öndverð-
um meiði við þá, sem þeir telja flokksbræður sina i
Noregi og Danmörku.
Stjórnarforustan i Noregi og Danmörku er um
þessar mundir i höndum sósialdemókrata. Bæði
sósialdemókratar i Noregi og Danmörku eru undir
venjulegum kringumstæðum fylgjandi viðtækum
samningsrétti og verkfallsrétti launþega i sam-
bandi við kaupgjaldsmál. Samt er kaupgjald nú lög-
bundið i báðum þessum löndum að frumkvæði
sósialdemókrata. í Noregi var það lögfest með
bráðabirgðalögum, sem rikisstjórnin setti á siðastl.
hausti og siðar voru staðfest af Stórþinginu. Bind-
ingin gildir til ársloka 1979.1 Danmörku voru horfur
á miklum verkföllum og verkbönnum á siðastliðn-
um vetri. Rikisstjórnin taldi óhjákvæmilegt að
koma i veg fyrir þau og lagði þvi fyrir þingið frum-
varp um lögfestingu kaupgjaldsins,sem var sam-
þykkt. Lögbindingin gildir til tveggja ára.
Ástæðan til þessarar forustu sósialdemókrata i
Noregi og Danmörku um lögfestingu á kaupgjaldi i
tiltekinn tima, þrátt fyrir fylgi þeirra við samnings-
rétt og verkfallsrétt undir venjulegum kringum-
stæðum rekur fyrst og fremst rætur til þess,að i við-
skiptamálum heimsins rikir nú óvenjulegt ástand,
sem einkennist af mikilli verðbólgu og miklu at-
vinnuleysi viðast hvar. Undir slikum aðstæðum
hentar ekki kerfi hinna frjálsu samninga, heldur
verður rikisvaldið að hafa meira og minna hönd i
bagga, ef ekki á þvi verr að fara. Þ.Þ.
VIKTORÍA drottning, sem var
þjtíöhöföingi Breta frá 1837-1901,
hefur aö sjálfsögöu veriö kvik-
myndahöfundum og sjónvarps-
þáttahöfundum vinsælt viö-
fangsefni. Þó biöa menn meö
talsveröri eftirvæntingu sjón-
varpsþáttar, sem skozka sjón-
varpiö er að láta gera um
Viktoriu drottningu og einka-
þjón hennar um tuttugu ára
skeið, John Brown, en sagn-
fræöingar hafa ekki veriö á einu
máli um, hvernig sambandi
þeirra hafi veriö háttaö. Yfir-
leitt hefur veriö álitiö, aö þaö
hafi verið innan þeirra marka,
sem þaö er eölilegt milli þjóns
og drottningar, enda var
Viktoria mjög nákvæm i um-
gengni sinni viö annaö fólk eftir
aö eiginmaöur hennar, Albert
prins, lézt 1861. Aðrir telja, aö
óbeint kunni John Brown aö
hafa haft viss áhrif á hana þar
sem hún umgekkst hann meira
en nokkra persónu aöra. Hins
vegar hefur þaö ekki komizt
opinberlega á kreik fyrr en nú,
aö ástasamband hafi veriö milli
þeirra.
Málverk af John Brown
VIKTORÍA komst til valda 1837
þá átján ára gömul. Þá lézt
fóöurbróöir hennar, Vilhjálmur
fjóröi, en hún stóö þá næst til
rfkiserfða, því aö konungur var
barnlaus en bræöur hennar dán-
ir. Móöir Viktóriu var þýzk og-
annaðist hún uppeldi hennar,
þvi faöir hennar dó, þegar hún
var á öðru ári. Uppeldiö var
mjög strangt aö þýzkum hætti.
Þegar Viktoria var tvitug eða
1840, giftist hún Albert prins,
sem var þýzkur. Hjónaband
þeirra var frábærlega gott og
telja sagnfræöingar, að Albert
hafi veriö meira en hægri hönd
hennar viö stjórnarstörfin og
reynzt henni vel á þann hátt.
Afskipti drottningar af stjórn-
málum voru þó talsvert gagn-
rýnd á þessum tima og þótti þar
gæta þýzkra áhrifa.
Fyrir Viktoriu var þaö
þó óbætanlegt áfall, þegar Al-
bertféll frá 1861. Eftir þaö dró
hún sig mjög I hlé og dvaldi
langdvölum i Balmoral-höll i
Skotlandi, en hana haföi Albert
keypt 1852 og þau unaö sér þar
vel. Albert var þá önnum kafinn
viö stjórnarstörfin, en vildi aö
drottningin hvildi sig og nyti úti-
vistar, enhúnhaföi m.a. ánægju
af reiömennsku. Hann réði
henni þvi sérstakan hestasvein,
sem var henni til aöstoöar, þeg-
ar Albert varö aö sinna öðrum
störfum. Hestasveinninn var
John Brown og hófst þannig
kunningsskapur þeirra. Eftir
þvi sem sagan hermir, hefur
John Brown veriö afbragös-
þjónn, viröulegur, háttvis og
nákvæmur, eöa nákvæmlega
eins og Viktoria áleit aö þjónar
ættu aö vera. Verulegur kunn
ingsskapur tókst þó ekki milli
þeirra fyrr en eftir fráfall Al-
berts. Fljótlega eftir það geröi
hún John Brown aö einkaþjóni
sinum og varö hann aö vera til
taks næstum jafnt á nóttu og
degi, ef drottning þurfti á aö
halda. Herbergi hans var næst
herbergi drottningar f Balmor-
al. Þetta hélzt i meira en tuttugu
ár eða þangaö til John Brown
lézt 1883.
TILTÖLULEGA litiö hefur ver-
iö skrifaöum samband Viktoriu
og Johns Brown, en nú virðast
horfur á, aðþað veröi mikiö um-
rasðuefni, ekki aöeins vegna
hins fyrirhugaöa skozka sjón-
varpsþáttar, heldur enn frekar
vegna þess, aö skozkur sagn-
fræöingur, Micheil MacDonald,
telur sig hafa fundið heimildir
fyrir þvi, aö Viktoria og John
Brown hafi veriö leynilega gift
oghúnhafi aliö honum son, sem
siöar dvaldi mest i Frakklandi.
Þessu til sönnunar segist
MacDonald hafa fengiðstaöfesta
þá sögu, aö þjónustustúlka
Viktoriu hafi séö John Brown
koma út úr svefnherbergi
drottningar klukkan fjögur að
næturlagi. Þá liggi fyrir játning
deyjandi prests, aö hann hafi
gift þau Viktoriu og JohnBrown
leynilega. Loks hafi fundizt
sannanir fyrir því, að sonur
þeirra Viktoriu og Johns Brown
hafi dvalizt i Paris og látizt þar
níræöur að aldri. A yngri árum
hafi hann oft heimsótt móður
sina i Balmoral.
MacDonald segir, aö náin
samskipti þeirra drottningar og
Johns Brown hafi byrjaö meö
þeim hætti, að drottning reyndi
eftir lát Alberts að ná sambandi
viö hann meö aðstoö miöla.
Einn miöillinn hafi sagt henni,
að Albertgæti helzt komið skila-
boöum til hennar meö þvi að
láta John Brown túlka sjónar-
miö sin. Samtimamenn hafi
ekki gertsérgrein fyrir áhrifum
Johns Brownaö Disraeli undan-
skildum. Hannsá hvar fiskur lá
undir steini og kunni að nota sér
þaö. Hann sýndi John Brown
mikla virðingu.
MacDonald hefur aðstoöað
viö gerö umrædds sjónvarps-
þáttar, en hann mun þó ekki
byggöur á kenningum hans og
ástamálum haldiö utan viö
hann. MacDonald segist vera að
skrifa bók um þessa sögulegu
uppgötvun sina. Þ.Þ.
Albert og Viktoria