Tíminn - 29.05.1979, Blaðsíða 7
Þriöjudagur 29. mai 1979
7
.1 ■i'.liia'i i u»
r
LELEGjmiöift
----- Þessi fi
Geir Hallgrimsson, formaöur
Sjálfstæöisflokksins, sendir mér
WninniMorgunblaöinu24. þ.m.,
meö lltiö viröulegum hætti.
I ummælum hans eru þrjár
staðhæfingar og allar rangar.
1. Fyrsta fullyrðingin er sii, að
það hafi staðið á formanni
Stéttarsambands bænda til
samvinnu við fyrrverandi
rikisstjórn um lausn offram-
leiösluvanda landbúnaðarins,
sem svo eru kölluð.
Þessu er þvi til að svara að
voriö 1972 var lagt fram
frumvarp á Alþingi, em m.a.
fól i sér ráðstafanir til að hafa
tök á þessum vanda. Ýmsir
S j álf stæ ðisflo kksþing menn
lýstu sérstakri andstöðu
sinni við stjórnunarákvæði
frumvarpsins og það dagaði
uppi á Alþingi.
Þess var óskað oft af Stéttar-
sambandi bænda að þessi mál
yrðu tekin til Urlausnar i for-
sætisráðherratið Geirs
Hallgrimssonar og siðast 2.
desember 1977 var rikis-
stjórninni sent fullmótað
frumvarp um þetta efni, sem
samþykkt var á aukafulltrUa-
fundi Stéttarsambands bænda
30. nóvember 1977. Það var
ekki einu sinni sýnt á Alþingi.
Fullyrðing Geirs Hallgrims-
sonar um þetta efni er þvi
ódrengileg og algjörlega
ósönn. Það stóð aldrei á mér,
né stjórn Stéttarsambands
bænda.aðtakaá svokölluðum
offramleiðsluvanda og leita
lausnar á honum og er sama
hvaða rikisstjórn hefur setið i
landinu. En fullyrðing Geirs
Hallgrimssonar sýnir ef til
villbesthversu hann er illaað
sér um málefni bænda og
landbUnaðarins yfirleitt, og
hefur gert sér litið far um að
kynna sér þau.
. Geir Hallgrimsson segir aðég
hafi neitað að taka þátt i
nefnd til endurskoðunar
framleiðsluráðslaganna með
fulltrUa frá A.S.l. og tafið
störf þeirrar nefndar er fyrr-
verandi landbúnaðarráð-
herra skipaði 26. mai 1976 til
að endurskoða og gera tillög-
ur til breytinga á framleiðslu-
ráðslögunum.
Það er kapituli sem vert væri
að ræða, sérstaklega bréf
Geirs Hallgrimssonar til aðila
vinnumarkaðarins dags. 12.
jUni 1975, þar sem hann lofar
þeim aðstöðu til að breyta
framleiðsluráðslöggjöfinni,
án þess að hafa rætt það við
bændur. En sá kafli verður
tekinn til umræðu siðar.
Mótsögn er aftur á móti i' þvi
að ég hafi neitað að starfa i
nefndinni og samt tafið störf
hennar.
Hið rétta er að nefnd þessi hóf
störf 24. september sama ár
og hún var skipuð. Það stóð
aldreiá mér að mæta til fund-
ar frá þvi nefndin var skipuð,
ef ég var ekki bundinn i öðr-
um störfum, þar komu aðrar
ástæður til. Hins vegar komu
fram á fyrsta fundi nefndar-
innar mótmæli frá fulltrúum
vinnumarkaðarins gegn
efnisatriðum i skipunarbréfi
nefndarinnar og þeir létu
bóka, að þeir myndu ekki
vinna samkvæmt skipunar-
bréfinu. Þetta mun ég sanna
með útskrift úr fundargerð-
um siðar, ef véfengt verður. A
þriðja fundi nefndarinnar 8.
október 1976, lögöum við full-
trúar bænda fram i nefndinni
tillögur okkar um breytingar
laganna, sem áður höfðu ver-
ið samþykktar af samtökum
okkar, þar á meðal voru til-
lögur um framleiðslustjórn.
Viö lýstum jafnframt eftir til-
lögum frá hinum nefndar-
mönnunum, sem létu mjög á
sér standa, eins og nú verður
rakið.
Fulltrúar vinnumarkaðarins I
nefndinni kröfðust hins vegar
Itarlegrar gagnasöfnunar ut-
anlands og innan, gagnasöfn-
unar sem tók nokkra mánuði.
Og þegar þau gögn voru kom-
in ótti þeim enn vanta miklar
upplýsingar. Þá var unnið að
þvi að nefndarmenn aðila
vinnumarkaðarins, ásamt
formanni og ritara, færu til
Noregs, Svlþjóðar og Dan-
merkur, til aö fræðast um
þessi mál þar. Sú ferð var far-
in snemma árs 1978 og
skýrsla um þá ferð hefur ver-
iðafhent fulltrúum allra þing-
flokka á Alþingi.
Það voru þessir menn i nefnd-
inni sem töfðu störf hennar.
Þaö var einfaldlega af þvi að
þeir höfðu, svo sem þeir
viðurkenndu nánast sjálfir,
enga þekkingu á verkefni
sinu. Og þrátt fyrir mikla
leiðbeiningu af hálfu annarra
nefndarmanna og stórfellda
gagnasöfnun auk áður-
greindrar ferðar til Norð-
urlanda, töldu þeir sig
ekki geta skilað tillögum
um lagabreytingu fyrr en i
lok febrúar á þessu ári.
Þessi fullyröing Geirs
Hallgrimssonar er þvi lika
alröng og byggist á furðulegri
vanþekkingu.
3. Þá fullyrðir Geir Hallgrims-
son að hann hafi ekki vitað
hvað átti að gera viö þann 3,5
milljarð kr., sem umrædd
isábyrgðfjallaði um, en felld
var á Alþingi s.l. mánudag.
Það hefur verið upplýst siðan
á áramótum á prenti og i öðr-
um fjölmiðlum, að vanta
myndi rösklega 5 milljarða
króna til að bændur gætu
fengið lögákveðið verð fyrir
framleiðslu sina á þessu ári.
Gunnar
Guðbjartsson
form. Stéttarsamb.
bænda
vandann
Að leysa
— eða leysa
hann ekki
Fimmtudaginn 24. mai birtir
Morgunblaðið á tveim stöðum
sama viðtalið við formann
Sjálfstæðisflokksins. Fjallar
viðtaliðum útgöngu Sjálfstæðis-
manna og krata af fundi Neðri
deildar Alþingisá þriöjudaginn,
en með þeirri útgöngu var kom-
ið I veg fyrir að heimiluð yrði
þriggja milljarða króna lántaka
til aögreiöa hluta af fyrirsjáan-
legum halla á útflutningi land-
búnaðarvara á þessu ári.
Vegna ummæla flokksfor-
mannsins um óvissuþætti þessa
máls þykir mér rétt að eftirfar-
andi komi fram:'
Otflutningsbætur samkvæmt
fjárlögum þessa árs eru nú
þrotnar. Samkvæmt áætlun um
framleiðslumagn þessa verð-
lagsársvantarrúma Smilljarða
á að útflutningsbótaréttur sam-
kvæmt lögum dugi til að greiða
bændum fullt verð fyrir fram-
leiðsluna. Ef reiknað er með
4400 bændum eru þetta um 1,2
milljaröur á bónda eöa yfir 20%
af áætluðum fjölskyldutekjum i
verðla gsgrundvelli.
Breytingin á Fram-
leiðsluráðslögum.
1 vetur var á Alþingi sam-
þykkt breyting á Framleiðslu-
ráðslögunum sem á að auðvelda
stjórn á landbúnaðarfram-
leiðslu svo að framleiðslan geti
betur lagað sig að markaði
hverju sinni og þörf fyrir út-
flutningsbætur minnki. Það er
rangt hjá formanni Sjálfstæðis-
flokksins, aö ekki hafi veriö
fjallað um offramleiösluvanda-
málið I vetur. Eftir langa
baráttu bændasamtakanna og
siendurteknar kröfur aðalfunda
Stéttarsambands bænda allt frá
árinu 1966 hefur Alþingi nú loks
samþykkt heimildir til Fram-
leiðsluráðs til að gera ráðstaf-
anir til aö draga úr óhagkvæmri
framleiöslu landbúnaðarvara.
Þetta ætti ekki aö hafa fariö
fram hjá neinum, sem fylgist
meö málefnum bændastéttar-
innar.
Skerðing á tekjum
bænda.
Mönnum má vera ljóst aö til
þess að bændastéttin geti lagaö
sig að breyttri framleiöslu-
stefnu þarf aöstoð rikisvalds.
Þótt árferði væri eðlilegt, er
ekki hægt aö ætla neinni stétt að
taka á sig 20% kjaraskerðingu
án nokkurra bóta frá samfélag-
inu. Osk landbúnaöarráðherra
um heimild til að ábyrjast 3,5
milljarða króna lántöku til
greiðslu útflutningsbóta miðað-
ist viö aö sárasti broddurinn
væri tekinn af tekjuskerðing-
unni. Þótt þessi lánsheimild
heföi feogist, hefðu enn staðið
eftir óbættar um kr. 300 þúsund
á bónda, sem hefði komið sem
bein kjaraskerðing og þætti vist
mörgum slik launaskerðing ær-
ið tilfinnanleg. Landbúnaðar-
ráðherra lagöi til að lániö yröi
endurgreitt af spöruðum út-
flutningsbótum á næstu 5 árum
vegna samdráttar I búvörufram
leiðslunni og með framlögum á
fjárlögum. Þaö var þvi fullkom-
lega ljóst að lán það sem Fram-
leiösluráöi yrði heimilað að taka
yrði notað svo langt sem það
næði til að greiöa bændum lög-
ákveðiö verð samkvæmt verö-
lagningu sexmannanefiidar á
búvörum.
Hvert fara peningarn-
ir?
Fyrirsögn annars tveggja áð-
urnefndra viötala hljóöaði svo:
„Hvert fára peningarnir? Til
bænda eða SIS?”
Mér finnst einkennilegt að
flokksformaðurinn skuli ekki
hafa kynnt sér betur starfshætti
Samvinnufélaganna en þessi
orð bera með sér. Samvinnufé-
lögin selja framleiösluvörur
bænda iumboössölu. Kostnaður
við þessa sölu er sem nær jafn
hvort sem söluverð varanna er
lægra eða hærra. Auðvitað tek-
ur það þó breytingum eins og
annar kostnaður við almennar
verðlagsbreytingar. Verð það
sem bændur fá endanlega er þvi
breytilegt eftir áföllnum vinnslu
og dreifingarkostnaði varanna.
Yfirleitt hafa Samvinnufélögin
sett sér þaö mark að greiða
bændum svokallað „meðal-
grundvallarverð”. Þetta hefur
oft tekist, einstakir aðilar hafa
stundum greitt smávegis um-
fram meðalverö, hitt hefur þó
verið algengara, að meðalverð
hefur ekki náðst. Flest eða öll
samvinnufélögin hafa sérreikn-
inga yfir afurðasöluna, en sam-
eiginlegum kostnaöi er skipt
eftir ákveönum reglum.
Égfæ ekki séð að umrætt lán
hefði breytt öðru fyrir sam-
vinnufélögin en þvi, að fjár-
hagsleg staða bændanna hefði
batnað og þeir þess vegna átt
auðveldara með að standa i
skilum við slna viðskiptaaðila,
þar á meðal samvinnufélögin.
Dylgjur um að Framleiösluráð
vilji taka stór lán með rikis-
ábyrgð undir fölskum forsend-
um eru óheppilegar og ótima-
bærar.
Söluvandi og harðindi.
Flokksformaðurinn segir, að
Sjálfstæðismenn geri greinar
mun á vanda bænda vegna
haröæris annars vegar og of-
framl. hins vegar. Það gera
vafalaust allir. Hinu má þó ekki
gleyma að stórfelld kjaraskerð-
ing er jafnsár af hverju svo sem
hún stafar. Eins og fyrr segir
eru nú horfur á tekjuskerðingu
vegna lágs verðs á útfluttum
landbúnaðarvörum sem nemur
á aðra milljón á meöalbúi. Að
öllu óbreyttu verður aö leggja á
Þá er sexmannanefndin búin
að taka tillit til alls fram-
leiösluauka búvöru sem orðið
hefur að undanförnu og meta
hann bændum til tekna á fullu
veröi. Þá er einnig búið aö
ákveöa hlut milliliðanna i
vöruverðinu, og varðandi
sauðfjárafurðirnar var sú
ákvörðun miðuð við kaup-
gjald ogverðlag I September
1978.
Sú ákvörðun gildir jafnt fyrir
alla sem versla með búvörur,
hvort sem það eru samvinnu-
félög, einstaklingar
eða hlutafélög. Upplýs-
ingar um þetta efni hafa allar
legið fyrir siðan I janúarmán-
uði i vetur og hver sem óskað
hefur fengið þær. Þar á með-
al voru sumir þingmenn
Sjálfstæðisflokksins. Tveir
þeirra, Friðjón Þórðarson og
Eggert Haukdal, greiddu
lika atkvæði á Alþingi að
athuguðu máli og ber þeim
heiður og þökk fyrir það.
uðu máli og ber þeim heiður
og þökk fyrir það.
Ég hélt að allir þingmenn
vissu þetta og alveg sérstak-
lega að formenn stjórnmála-
flokkanna allra vissu þetta.
Fylgist Geir Hallgrimsson þá
ekkert með þessum málum.
Jú, auðvitað fylgist hann
með, en hann er að réttlæta
óverjandi ábyrgðarlausa
framkomu meirihluta flokks
síns fyrir fólki, sem hann
heldur að viti litið um þessi
mál og er að reyna að sætta
það við aðgerðir sinna
manna, með þvf að blekkja
það með tvlræðum og röngum
fullyrðingum. Sá sem hagar
sér þannig ber ekki mikla virð
ingu fyrir þeim sem hann er
að blekkja og raunar ber hann
ennminni virðingu fyrir sjálf-
um sér með þvi aö bera svona
blekkingar fram.
Trúir einhver þvi að Sjálf-
stæðisflokkurinn verði stór
flokkur og vaxi að virðingu með
þjóöinni af svona vinnubrögð-
um.
stórfelld verðjöfnunargjöld til
að jafna þessum halla niöurá
bændastéttina. Framleiðsluráð
hefur vart önnur ráð til aö taka
á þeim vandamálum, sem þeg-
ar eru fyrir hendi. Hitt er svo
eftir að leysa þann vanda sem
harðærið skapar. Þessi vanda-
mál fléttast saman, þótt aögerð-
ir veröi tæpast þær sömu.
Bændur landsins búa nú við
meiri óvissu um kjör sin en oft-
ast áður. Það andlega og likam-
legaerfiði.sem þeir leggja ásig
þessa dagana verður ekki mælt i
neinum þeim einingum, sem
ókunnugum eru skiljanlegar.
Þess vegna er heldur engin
furða þótt mörgum bóndanum
hafi þótt sú kveðja köld, sem
þeim barst úr sölum Alþingis
þriðjudaginn 22. mai sl. Þá
kveöju ættiekki að árétta, held-
ur ber valdamönnum I þjóðfé-
laginu skylda til að sameinast
nú þeganumúrræöi, sem koma I
veg fyrir fjárhagslegt hrun
landbúnaðarins t hjólfar núver-
andi harðinda og sölutregðu.