Tíminn - 01.06.1979, Blaðsíða 1

Tíminn - 01.06.1979, Blaðsíða 1
Olíuverðshækkunin á Rotterdammarkaðinum: „Gífurlegt áfall fyrir þjóðarbúiö” Kás — „Þetta er meiriháttar áfall sem þjóðarbúið hefur orðið fyrir. Gifurlegt áfalJ — og það er ekki hægt að undirstrika það nógsamlega hversu alvar- legt það er. Þetta áfall jafngildir þvi t.d. að ekki hefði veiðst nein loðna á Það er þvi ljóst, að þegar i staö verður að ganga frá ráðstöfunum til að leysa þetta mál með ein- hverjum hætti”, sagði Svavar Gestsson viðskiptaráðherra, i samtali við Timann, um þær stór- felldu hækkanir, sem orðið hafa á olíuverði á Rotterdammarkaðin- um, sem oliuverö okkar íslend- inga er miðað við. árinu 1978. Eins og sagt var frá i Timanum á miðvikudag hefur oliuverö far- ið stórhækkandi undanfarnar vikur, eða allt frá þvi um miðjan april, þannig að nú er það orðið hærra en þegar það varð hæst i febrúar sl. Ef svo heldur fram sem horfir að óbreyttu verö- ákvörðunarkerfi oliu og bensins hér á landi má búast við að oliu- og bensinverð hér innanlands hækki til muna um mitt sumarið. Er gert ráð fyrir að bensinlítrinn gætihækkað upp i 320 kr. og gas- oliulítrinn upp i 150 kr. „Þetta er verkefni sem öll þjóðin veröur að leysa”, sagði Svavar Gestsson i samtali við Timann „þvi það kemur jafnt á alla landsmenn. Þetta eru óviðráðanlegar ytri aðstæður sem valda þessu og þegar maður stendur frammi fyrir slikum vanda þá verðum við að samein- ast um að leysa hann”. t gær var sovéskt oliuflutningaskip að landa oliu við örfirisey, þessum rándýra, en nauðsynlega vökva. Tlmamynd: Róbert. Hægt og hægt ljúkast augu okkar upp fyrir þvi að sumarið er komið og við liggur að ný sönnunargögn þess spretti á hverjum degi upp úr grassverðinum eða á greinum trjánna, sem smám saman eru að taka viö sér. Þessar ungu stúlkur, sem ljósmyndarinn hitti I Hellis- gerði I gær, voru einmitt að búa jaröveginn enn betur fyrir sumarið. (Timamynd Róbert). um 11.4% - í 60 þús. einstakling • 109 þús. fyrir bjón Kás — Frá og með deginum i dag hækka bætur almanna- trygginga um 11.4% eins og laun til láglaunamanna. Þannig hækkar ellilifeyrir 67 ára lifeyrisþega i 60.599 kr. og hjónalifeyrir I 109.078 kr. Njóti þessir aðilar fullrar tekjutryggingar hækka bætur þeirra i 116.261 kr og 203.176 kr. Barnalifeyrir sem meðlaga- greiðslur eru miöaöar viö hækkar I 31 þús. kr. fyrir hvert barn og mæöralaun hækka i 26.993 kr. á mánuði ef t.d. tvö börn eru i fjölskyldunni. Frá og meö 1. júli verður fri- tekjumark þeirra lifeyrisþega er njóta óskertrar tekju- tryggingar hækkað i 455 þús. kr. fyrir einstakling en 637 þús. kr. fyrir hjón. 60 millj. kr. tjón af eldi í Straumsvík Kás — Laust eftir há- degi I gær kom upp eid- ur i álverinu i Straums- vik. Upptök eldsins uröu meö þeim hætti, að starfsmenn verktaka, sem vinnur við uppslátt á ný- bygginguviökerskálanr.eitt og við burðarstoðir silós, sem I eru þrjú þúsund tonn af súráli, misstu eld lausan þar sem þeir voru aö brenna steypustyrktar- járn. Slökkvilið ISAL kom strax á staöinn, og náöi fljótlega tökum á eldinum. Náði það að ráða niðurlögum eldsins á klukku- tima, og var þá hægt að hefja rekstur á ný i kerskálanum, sem stöðva hafði þurft á meö- an. Að sögn Ragnars Halldórs- sonar, forstjóra ISAL, er tjónið af eldinum metiö á um 60 millj. kr. Engin ákvörðun um fiskverð fyrr en frá stjórnvöldum: Leggja skipum daga í sumar? útvegsmenn sínum í 70 Kás — 1 gær var haldinn fundur I yfirneftid Verðlagsráðs sjávarút- vegsins um nýtt fiskverð. Fund- urinn var árangurslaus. Ekki verður þvl til nýtt fiskverö, sem taka á gildi i dag, samkvæmt lög- um. Er með öllu óvlst hvort fund- ur verði haldinn á næstunni I yfir- nefndinni, þar sem aðilar blða nú eftir að sjá til hverra ráðstafana stjórnvöld gripa, vegna þeirra gifurlegu olluhækkana sem dunið hafa yfir undanfarið. Benda útgerðarmenn á, aö þann vanda verði aö leysa á þjóð- hagslegum grundvelli, en ekki einungis á vettvangi sjávarút- vegsins. „Við höfum beðið i hálfan mánúð eftir viðbrögðum frá stjórnvöldum”, sagði Kristján Ragnarsson, formaður LIO, I samtali við Timann i gær, ,,en þaö sem hefur gerst er það, að vandinn sem á að leysa hefur vaxið meö degi hverjum. Viö- brögðin eru engin. Tillögur til lausnar vandanum eru engar. Ég get ekki komiö þvi inn I mitt höfuð”, sagði Kristján, „aö þessi nýja holskefla oliuveröshækkunar geti gengiö i gegnum fiskverö og hlutaskiptamál útvegsins sjálfs. eða til þeirra sem kynda hús sin meðoliu.— Mér finnst að sam- leið þeirra og okkar sé algjör i þessu efni”. Vakti Kristján athygli á þvi, að þótt niðurstaða fengist um nýtt fiskverö og lausn þessa vanda vegna ohuhækkunarinnar, þá ætti enneftir aðleysa þann vanda.að I sumar þyrfti flotinn aö stunda ufsa- og karfa veiðar i 70 daga, en núverandi verö þessara fiskteg- unda væri óviðunandi. „fltvegsmenn munu kjósa þann kost, hvort sem i hlut eiga bæjar- útgerðir eöa einstaklingar, aö leggja skipunum i þessa 70 daga heldur en aö veiða meö fyrirsjá- anlegu milljónatapi úr hverri ein- ustu veiðiferð”, sagði Kristján. Ellilif- eyrir hækkar um 11.4% Föstudagur 1. júní 1979 122. tölublað — 63. árgangur Bob Marley til íslands • sjá bls. 3 Síðumúla 15 • Pósthólf 370 • Reykjavík • Ritstjórn 86300 • Auglýsingar 18300 Afgreiðsla og áskrift 86300 • Kvöldsímar 86387 & 86392 ■ :............- - .... ____________ . ___________________ ____________________. ... .>•__________________________________________________________'k

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.