Tíminn - 01.06.1979, Blaðsíða 20

Tíminn - 01.06.1979, Blaðsíða 20
Sýrð eik er sígild eign ^CiQGil TRÉSMIDJAN MEIDUR SÍÐUMÚLA 30 - SIMI: 86822 Föstudagur 1. júní 1979 —122. tölublað — 63. árgangur Gagnkvæmt tryggingafélag sími 29800. (5 línur) Verzlið í sérverzlun með litasjónvörp og hljómtæki Eimskipafélag íslands „Grundv öllurinn er bros itinn” Enn fleiri skip á söluskrá FI — Um og upp úr næstu helgi mun það gerast, að allur floti Eimskipafélags tslands verður fastur í höfnum hér á landi og hefur slíkt ekki gerst áður i verkföllum sem dunið hafa yfir félagið. Flest skipin liggja við hafnir í Heykjavik og I Hafnar- firði en eitt er við Reyðarfjörð og annað við Hornafjörð. Verk- fall yfirmanna stöðvar þessi skip. En er grundvöllur fyrir áframhaldandi rekstri eftir þetta verkfall, jafnvel þótt kauphækkanir yrðu svo til eng- ar? Við lögðum spurninguna fyrir Viggó Maack skipaverk- fræðing hjá Eimskip. „Það má segja að grund- völlurinn sé brostinn þvi að við höfum engan veginn etni a aö reka skipin vegna oliuhækkana undanfarið. A siðustu sex mánuðum hefur orðið tvöföldun á oliuverði án þess að umtals- verð frakthækkun hafi komið á móti. Kostnaður í erlendum höfnum hækkar einnig jafnt og þétt i krónutölu. — Þarf þá að selja skip til þess að gangsetja að nýju? Já, vissulega. Og við verðum að selja skip sem við fáum tals- vert gott fyrir. Álafoss og Urriðafoss hafa verið á söluskrá i lengri tima, en við höfum ekki fengið viðunandi verð fyrir þau enn. Kemur vel til greina að setja önnur og fleiri skip á sölu- skrá — stærri skip. Það er ekki þar með sagt, að við megum sjá af skipum þvi að öll hafa þau næg verkefni. — Ljósi punktur- inn i þessu er að söluverð skipa hefur farið mjög hækkandi sl. mánuð og verð jafnvel tvöfald- ast. En þetta litur allt mjög illa út og mikil spenna er rikjandi. t þessu verkfalli hefur orðið að leggja 22 skipum Eimskipa- félagsins eða 90% af flotanum. Viggó sagði að önnur skipafélög væru siglandi með 75% af sinum flota. „Alvarlegast er nú að is- lenskar afurðir eru að fara frá landinu með erlendum leigu- skipum og það er vægast sagt hroðalegt”. Mastraf jöld kaupskipa Eimskips I Reykjavik og I Hafnarfirði. Timamyndir: Róbert. Pylsuvagn einn, sem staðið hefur alllengi á Lækjartorgi og orðiö tilefni rifrildis manna á milli, er nú horfinn sjónum manna. Annar stærri og myndarlegri kom i staðinn en um hann eru einnig skiptar skoðanir, þ.e. hvort slikt ferliki eigi I raun heima á Lækjartorgi. Verðbótahækkanir I dag: „Verða borgaðar með verðbólgu” ESE — „Þaö er alveg ljóst aö þaö eru engar innistæöur til fyrir-þessum hækkunum og þær verða bara borgaðar meö aukinni veröbólgu eins og við höfum margbent á”, sagöi Þorsteinn Pálsson fram- kvæmdastjóri Vinnuveitenda- sambandsins I samtaii við Timann I gær, er hann var inntur álits á áhrifum þeirra veröbótahækkana sem koma til framkvæmda i dag. Að sögn Þorsteins verður þvi ekki um neina raunveru- lega kjarabót að ræða til handa launþegum, og sam- kvæmt verðbólguspá VSi er alveg ljóst að verðbólgan veröur yfir 40% á þessu ári sagði Þorsteinn Pálsson að lokum. Milliliðagróði söiufyrirtækja landbúnaðarins?: Taka miklu lægri umboöslaun — en útflutningsfyrirtæki á frjálsum markaði, sagði fulltrúi neytenda HEI — „Útflutningsbæturnar eru auðvitað til þess að sölufyrirtækin geti greitt bændunum grundvall- arverö fyrir framleiðslu sina, þótt hún sé seld úr landi langt undir kostnaðarverði” sagði Gunnar Hallgrimsson, fulltrúi Sjómanna- félags Reykjavikur I sex-manna- nefndinni, en hún ákveður sem kunnugt er verð á landbúnaðaraf- urðum, bæði til framleiðenda og neytenda. Timinn leitaði álits Gunnars, ut af þeim umræðum sem skapast hafa vegna þess að Alþingi felldi að veita Framleiðsluráði rikis- ábyrgð fyrir láni til að bæta Framhald á bls. 18 Beðið eftir Ólafi með ákvörðun hækkun búvöruverðs Búast má við 15-30% hækkun smásöluverðs landbúnaðarafurða Kás— Samkvæmt lögum átti nýtt verð á landbúnaöarvörum að taka gildi frá og með deginum i dag.Ljóst eraðákvöröun um nýtt verð verður ekki tekin fyrr en I fysta lagi á fundi rikisstjórnar- innar á þriðjudaginn kemur, en þá veröur ólafur Jóhannesson, forsætisráðherra, kominn heim úr ferö sinni til Kanada. t gær- morgun gekk sexmannanefndin svokailaöa endanlega frá tillög- um sinum til rikisstjórnarinnar um hækkun á verðlagsgrundvelli landbúnaðarafurða. Samkvæmt þeim hækkar grundvöllurinn um 13.33% frá og með 1. júni. Hækkun landbúnaöarvara út úr búð verður á bilinu 15-30%, þrátt fyrir að verðlagsgrundvöllurinn hækki um aðeins rúm 13%. Kem- ur það misræmi til af þvi aö niðurgreiðslur rikissjóðs á land- búnaðarvörum hækka ekki hlut- fallslega við hækkunina á grund- vellinum. Hækka því mikið niður- greiddar búvörur hlutfallslega meira en minna niöurgreiddar vörur, og töluvert meira en verð- lagsgrundvöllurinn. „Mönnum finnst þetta að sjálf- sögðu óskaplega mikil hækkun og mjög varhugavert að hækka Framhald á bls. 13

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.