Tíminn - 01.06.1979, Blaðsíða 15

Tíminn - 01.06.1979, Blaðsíða 15
Föstudagur 1. júnl 1979 15 Leikur Vals og Fram á Laugar- dalsvellinum var nokkuö sögu- legur, því að leikurinn var 1000. leikurinn i 1. deildarkeppninni — deildarskiptingin var tekin upp fyrir 24 árum, eöa 1955. Valsmenn 14 ára unglinga- met féll — I tugþrautinni I Laugardal Eiias Sveinsson FH varö Is- landsmeistari I tugþraut á Laugardalsvellinum i vikunni — hlaut 7277 stig. Hinn efnilegi Þorsteinn Þórisson UMSS varö annar — hlaut 6775 stig og sló þar meö 14 ára gamalt ung- lingamet Ólafs Guömundssonar úr KR. Helga Halldórsdóttir varð sig- urvegari I fimmtarþraut — 3336 stig, sem er nýtt meyjamet. Thelma Björnsdóttir... varö meistari i 3000 m hlaupi kvenna hljóp vegalengdina á 11:32,8 min. Ágúst Asgeirsson... varö meistari i 10000 m hlaupi — hljóp vegalengdina á 31:50.2 min. Þegar að er gáð! ^ Feðgarnir Þóröur Jónsson og sonur hans Karl — þeir hafa lagt sinn skerf af mörkum i sambandi viö árangur Skagamanna i 1. deild. Báöir hafa þeir oröiö margfaldir tslandsmeistarar og á myndinni heldur Karl á tslandsbikarnum sem þeir hafa svo oft handleikiö. eru þeir einu sem ailtaf hafa leik- iö I deildinni. Skagamenn hafa náö bestum árangri i deildinni — hlotiö 333 stig úr 260 leikjum eöa 64% árangur. Þeir hafa unniö flesta leiki — 143, gert 47 jafntefli og tapað 70 leikjum. Valsmenn hafa hlotið 329 stig úr 270 leikjum — 60.9% Þeir hafa unniö 130 leiki gert 69 jafntefli og tapað 71 leik. Alls hafa 16 'liö leikið i 1. deildarkeppninni og tvö af þeim hafa ekki unnið leik — Isafjöröur og Haukar úr Hafnarfiröi sem eru nýliöar i deildinni. Tfminn hefur tekið saman árangur liöanna i 1. deild og er hann þessi: 333 64 % 329 60.9% 265 50.9% 261 51.7% 253 53.8% 151 52.4% 132 41.7% 99 41.2% 71 37.7% 47 35.6% 30 21.1% 13 32.5% 6 16.6% 6 15 % 1 5% 0 . 0% Eins og sést hafa Skagamenn skorað lang flest mörkin eöa alls 572—þeir hafa einnigoftast átt Markakónga deildarinnar. -SOS Akranes Valur Fram kr >•••••• 260 252 143 47 70 572:362 130 69 71 519:401 100 65 95 402:411 99 63 90 476:369 Keflavik 98 57 80 380:341 Vestm.ey .... 60 34 50 247:207 Akureyri .... 49 34 75 261:328 Vlkingur 39 21 60 146:209 Breiöablik ... 28 15 51 118:193 FH 66 13 21 32 70:119 Þróttur 71 7 16 48 65:185 KA 4 5 11 19:42 Þór 2 2 14 21:48 Hafnarfj.... 1 4 15 17:62 isafjöröur ... 0 1 9 2:336 Haukar 2 0 0 2 1:4 Skagamenn með bestan árangur í 1. deild.... 16 lið hafa leikið I deildinni frá þvl 1955 JANUS kASGEIR HÖRÐUR Miðvallarspilarar tilbúnir i slaginn Vangaveltur um landsllðtð eftir landsleiki gegn Sviss og V-Þýskalandi — og fyrir leik gegn Sviss Svisslendingar veröa næstu mótherjar tslands á knatt- spyrnuvellinum. — Þeir koma hingaö og leika á Laugardals- vellinum 9. júní. íslendingar hafa nú þegar leikið tvo lands- leiki — gegn Sviss og V-Þýska- landi og I þeim hefur margt koiniö fram, sem þarf aö lag- færa. Sérstaklega er þaö miö- vallarspiliö sem er „höfuö- verkurinn” — þaö hefur veriö dauft og þvi hefur ekki veriö hægt aö byggja upp ógnandi sóknarleik. Youri Ilitchev, landsliös- þjálfari sagöi eftir leikinn gegn V-Þjóðverjum, að það vantaöi tilfinnanlega yfirvegaöa miö- vallarspilara, sem gætu haldið knettinum og byggt upp sóknar- leik með góðum sendingum kantanna á milli. Þegar að er gáö, þá á miðvallarspiliö ekki að vera neitt vandamál. Meö smá tilfæringum og breytingum ættum við aö geta sett fjóra leikmenn á miðjuna, leikmenn sem eru góöir að verjast og fara fram til að byggja upp sóknar- leik. Við skulum til gamans stilla upp landsliöi, sem við teljum það sterkt aö þaö ætti að geta lagt Svisslendinga aö velli. Áöur en við ræðum sérstaklega um einstakar stöður skulum við lita á uppstillinguna. Markvöröur: Þorsteinn Ólafsson, Keflavlk. Bakveröir: Trausti Haraldsson, Fram Viðar Halldórsson, FH Miöveröir: Jóhannes Eðvaldsson, Celtie Marteinn Geirsson, Fram Miövallarspilarar: Janus Guðlaugsson, FH Asgeir Sigurvinsson, Standard Liege Atli Eðvaldsson, Val Hörður Hilmarsson, Val. Sóknarleikmenn Pétur Ormslev, Fram Arnór Guðjohnsen, Lokeren Marteinn á sinn rétta stað Það þarf ekki aö ræða um markvöröinn — Þorsteinn ólafsson hefur sýnt það, aö hann er okkar traustasti mark- vörður I dag. Marteinn Geirsson hefur leikið sem afturliggjandi miö- vallarspilari gegn Sviss og V- Þýskalandi og skilað hlutverki sinu vel —en er það rétta staðan fyrir hann? Nei, hann á að leika aftur sem miðvörður — fara á sinn rétta stað, enda okkar besti miðvörður. Marteinn og Jó- hannes Eövaldsson hafa leikið fjölmarga landsleiki saman og þekkja hvor annan út I æsar. Trausti Iiaraldsson er okkar besti vinstri bakvörður og sem hægri bakvörður væri Viöar Halldórsson ákjósanlegur. Þeir Trausti og Viðar eru miklir baráttumenn og þeir taka virkan þátt i sóknarleiknum. Yfirvegaðir miðvallar- spilarar Janus Guölaugsson er sjálf- sagöur á miðjuna og einnig Höröur Hilmarsson, en þeir ásamt Asgeiri Sigurvinssyni og Atla Eövaldssyni eru allt leik- menn sem eru yfirvegaðir, geta haldið knettinum og hafa næmt auga fyrir samleik — og þá geta þeir allir skorað meö langskot- um. Janus getur hjálpaö til i vörninni þegar við á. — Hann gæti tekið stöður þeirra Viðars og Trausta, þegar þeir fara fram i sókn og hann getur einnig tekið stöður þeirra Marteins og Jóhannesar — þegar þeir bregða sér fram i sókn. Þeir Hörður, (vinstri kanti) Asgeir (miðjunni) og Atli (hægri kanti) geta matað sóknarleikmennina og þeir geta 0 ATLI einnig fariö fram i fremstu vig- linu, þegar viö á. í fremstu viglinu væru þeir Pétur Ormslev og Arnór Guö- johnsen ákjósanlegir saman. — Þeir eru leiknir og fljótir og geta skorað mörk. Bæði Pétur og Arnór geta haldið knettinum meö leikni sinni, þar til að þeir fá hjálp frá miðvallarspilur- unum. Þeir eru leikmenn, sem alltaf eru á feröinni. Geta boðið upp á sóknarleik Þegar að er gáð þá eru þarna á feröinni baráttuglaðir varnar- menn.leiknir miðvallarspilarar og fljótir og marksæknir sóknarleikmenn — og allt eru þetta leikmenn sem geta haldið knettinum og hafa næmt auga fyrir samspili — leikmenn sem geta boðið upp á sóknarleik sem væri vænlegur til árangurs gegn Svisslendingum. Við eigum marga góöa leik- menn sem gætu verið varamenn —- leikmenn eins og Bjarna Sigurðsson, Akranesi, Guðmund Baldursson Fram — mark- veröir, Sævar Jónsson Val — vörn, Inga Björn Albertsson, Val, Guðmund Þorbjörnsson, Val og Karl Þórðarson, La Louviere. Ef einhver lesandi hefur hug- myndir um landsliðið ætti hann að skrifa til Timans og segja sinar skoðanir. — SOS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.