Tíminn - 01.06.1979, Blaðsíða 8

Tíminn - 01.06.1979, Blaðsíða 8
8 . Föstudagur 1. júni 1979 Lausar stöður lækna Eftirfarandi stöður lækna við heilsugæslu- stöðvar eru iausar frá og með nefndum dögum: 1. Ólafsvik H2, önnur staða læknis frá 1. ágúst 1979 2. Búðardalur H2, báðar stöður lækna önnur frá 1. sept. og hirífrá 1. október 1979. 3. Patreksfjörður H2, önnur staða læknis frá 1. ágúst 1979 4. Þingeyri Hl, staða læknis frá 1. september 1979. 5. Flateyri Hl, staða læknis frá 1. júli 1979. 6. Bolungarvik Hl, Staða læknis frá 1. sept. 1979 7. Sauðárkrókur H2, þriðja staða læknis frá 1. sept 1979 8. Ólafsfjörður Hl, staða læknis frá 1. nóvember 1979 9. Raufarhöfn Hl, staða læknis frá 1. júli 1979 10. Seyðisfjörður Hl, staða læknis frá 1. október 1979 11. Fáskrúðsfjörður Hl, staða læknis frá 1. október 1979 12. Djúpivogur Hl, staða læknis frá 1. september 1979. 13. Höfn Hornafirði H2, báðar stöður lækna, önnur frá 1. júli og hin frá 15. júli 1979. 14. Kirkjubæjarklaustur Hl, staða læknis frá 1. júli 1979. 15. Hella Hl, staða læknis frá 1. júli 1979. 16. Hveragerði H2, önnur staða læknis frá 1. nóbember 1979. 17. Vestmannaeyjar H2, tvær stöður lækna frá 1. júli 1979 Umsóknir ásamt upplýsingum um frekari menntun og störf sendist ráðuneytinu fyrir 26. júni n.k. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 29. mai 1979. Starfsmaður óskast Kópavogskaupstaður óskar eftir starfs- manni til þess að stjórna malbikunarvél og útlögn malbiks og oliumalar i Kópa- vogi. Reynsla við slik störf æskileg. Umsóknir sendist til Bæjarverkfræðings Kópavogs fyrir 15. júni n.k. Bæjarverkfræðingur. &Ml Sáluhjálp i viólögum Ný þjonusta — Símaþjónusta frá kl. 17-23 alla daga vikunnar. SIMI 81515 Þjáist þú af áfengis- vandamáli? Er áfengisvandamál einhvers náins aö eyðaleggja þitt lif? Hringdu - og ræddu málið éJí' SAMTÖK ÁHUGAFÓLKS CAUrLU UM ÁFENGISVANDAMÁLIÐ Jónas Guðmundsson: 6óð sýning urgötu 7 Edda Jónsdóttur opnaði um seinustu helgi myndlistar- sýningu i Gallery Suðurgötu 7. en þetta eldforna hús hefur undanfarin ár verið notað undir myndlistarsýningar, af oft óvenjulegri gerð. Ég veit ekki hvort þetta er heppilegt hús fyrir myndlistar- sýningar, annað en smámuni. Til þess vantar flatarmál og rúmmetra, en hins vegar er Myndlista og handiöaskólanum, Myndlistaskóla Reykjavikur og við kunstakdemiu i Amster- dam. Hún hefur þess utan lokið teiknikennaraprófi og lært grafik alveg sérstaklega viö Myndlista og handiðaskólann, en þar er aöstaða f-yrir svoleiðis gullgerðarmenn, núoröiö. A sýningunni eru 18 mýndir I myndaflokkum. A minni leið fólk í listum aldanna kliður, hin dimma eða bjarta saga aldanna i þessu húsi og styöur svo sannarlega við bakiö á allri list. Þetta er ein besta sýning, sem komið hefur i þetta hús og ég hefi séö, og er það allnokkuð. Edda Jónsdóttir. Edda Jónsdóttir er ung kona með vandað nám að baki i myndlistum. Stundaði nám i Linur og gips og svo nokkrar myndir aðrar. Teikningar Eddu eru einkar vel gerðar, vandaöar, nákvæmar innan sins ramma, og væri ekki hentugt fyrir mikla neftóbaks- menn að liggja yfir svona myndum, þvi engu er hægt að bjarga, ef úrskeiöis fer. Við teikningar sinar tengir Edda siðan oft myndaröð af tit- myndum (polarodljósmyndum) Milfi þessara mynda, hinna teiknuöu og þeirra sem teiknaðar eru á vél. er siðan einhvers konar samgangur, sem þó er ekki alveg ljós. Myndirnar vinna saman án augljósra tengsla, svona svipað eins og þegar maður heyrir tal tveggja útlendinga og skilur ekki málið, en maður heyrir hvað þeim er niðri fyrir. Ég hygg að augljósara tal myndi ekkert hjálpa þessum verkum. Gátan gefur þeim nýtt lif, nýja umhugsun, sem ekki fylgir augljósum hlutum. Hitt er svo annað mál hvort svona myndir ættu ekki frekar heima innan grafiklistarinnar, þá fjölfaldaðar, en það er að sjálfsögðu ekki mitt mál, heldur listamannsins. Sýningu Eddu mun ljúka 1. júni. Jónas Guömundsson. Skagfirðingar reyna gæðinga G.ó.-Sauðárkróki — Hesta- mannafélögin Léttfeti og Stig- andi i Skagafiröi efndu s.l. laugardag til úrtökukeppni fyrir f jóröungsmótiö á Vindheima- melum 26.-27. júli I sumar. Hjá Léttfeta sem einnig var meö góöhestakeppni ásamt úrtöku- móti mættu 24 hross til keppni.9 i A fl. (alhliöa góöhestár) og 15 i B fl. (klárhestar meö tölti) í A. fl. varð efst Hrafnkatla Sveins Guðmundssonar'Sauðár- króki, önnur Lyfting Ingimars Ingimarssonar Sauðárkróki og þriðja sæti Mjölnir Jóhanns Þorsteinssonar Sauðárkróki. IB. fl. varðefstur Háfeti Ingi- mars Jónssonar Sauðarkróki i öðru sæti Glotti Jónasar Sigur- jónssonar Sauðárkrólki en þriðji Flótti Finns Björnssonar Sauð- árkróki. Voru þeir jafnir að stigum hestarnir i ööru og þriðja sæti. Dómarar hjá Léttfeta voru: Guömundur Hermannsson, Jón Garðarsson og Magnús Jóhannsson. I úrtökukeppnina hjá Stig- anda sem fór fram á Vind- heimamelum mættu 22 hestar tilleiks.lOiA fl.og 12iB fl. I A fl. hjá Stiganda varð i efsta sæti Sorba Guömundar Hermannssonar Varmahlið, annar Svaki Björns Sveinsson- ar, Varmalæk, þriöji Kolskegg- ur Siguröar Ingimarssonar Flugumýri og fjóröi Ringó Vatnsleysubúinu. IB. fl. var JarlAsdisar Sigur- jónsdóttur efstur annar Þokki Sveins Jóhannssonar Varma- læk, þriðji öðlingur Stefáns Hrólfssonar Keldulandi og fjórði Glanni Gisla Geirssonar. Dómarar hjá Stiganda voru: Friðrik Guðmundsson, Jón Garðarsson og Magnús Jóhannsson. „Eðlilegt að verka- lýðshreyfingin endur meti stöðuna í kjaramálum” — segir í ályktun stjórnar Trésmiðafélags Akureyrar ESE — Blaðinu hefur borist eftirfarandi álykt- un frá Trésmiðafélagi Akureyrar: Síðastliðinn vetur sam- þykktu allflest verka- lýðsfélög að framlengja gildandi kjarasamninga. Með þvi að draga til baka áður samþykkta uppsögn samn- inga varð Trésmiðafélagið aðili að þeirri launamálastefnu sem Alþýðusambandið hafði markað og byggð var á samkomulagi við rikisstjórnina um að ef ekki yrðu grunnkaupshækkanir á árinu héldist kaupmáttur launa óskertur. Jafnframt þvi var 'falliö frá visitölu-hækkunum i desember sl. I stað þeirra skyldu sett ýmis lög um réttar- bætur til handa launafólki. Nokkur þessara laga hafa verið samþykkt þegar og önnur munu i lokaafgreiðslu i þinginu. Nú hefur það hins vegar gerst, að á sama tima sem samkomu- lagið um óskertan kaupmátt launa hefur veriö brotiö með ný- legri lagasetningu, þá eiga sér stað átök á vinnumarkaðnum sem snúast um miklar launa- hækkanir. Jafnframt hafa opin- berir starfsmenn fellt sam- komulag um aukinn verkfalls- rétt i stað 3% launahækkunar. Munu þeir þvi fá launahækkun frá 1. april sl. Þá hefur þakinu á verðlagsbótum veriö lyft, þann- ig að hærra launaöir hópar hafa fengið kauphækkanir, sem i ‘sumum tilvikum eru meiri en dagvinnukaup ýmissa aðila inn- an ASI. Við þessi skilyrði er þvi ekki nema eðlilegt að verkalýðs- hreyfingin endurmeti stöðuna i kjaramálum og knýi á um breytingar á kjarasamningum nú þegar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.