Tíminn - 01.09.1978, Page 1
Samstarfsyfirlýsing
um stjórnarmyndun
Bls. 5
Siöumúla 15 ■ Pósthólf a70 • Reykjavík • Ritstjórn 86300 • Auglýsingar 18300 • Afgreiðsla og áskrift 86300 • Kvöldsimar 86387 & 86392
Ný ríkisstjórn 1 dag
Ólafur Jóhannesson.
Tómas Árnason.
Steingrlmur Hermannsson.
Kjartan Jóhannsson.
Ragnar Arnalds.
Hjörleifur Guttormsson.
Svavar Gestsson.
Benedikt Gröndal.
Magnús H. Magnússon.
Steingrímur Hermannsson:
Að tryggja kaupmátt
lægstu launa
— og jafnvel hækka hann, er útgangspunktur
HEI— „Þetta leggstnokkuö vel i
mig. Aö visu eru stór vandamál
framundan, sem þarf aö leysa, en
þá er lika höfuöatriöiö aö menn
vinni vel saman,” sagöi Stein-
grimur Hermannsson, sem nú er
að taka við embætti dóms-kirkju-
mála- og landbúnaöarráöherra i
nýrri rlkisstjórn.
— Nú hefur því verið haldið
fram af mönnum i stjórnarflokk-
unum, að þessi stjórnarsáttmáli
nái ekki nema til næstu áramóta?
— Þaö er engan veginn rétt. Sé
unnið eftir þeim sáttmála sem
gerður hefur verið, eiga endar að
geta náð saman árið 1979. Hitt er
annað mál, að það byggist, að
miklu leyti á þvi, hver niður-
staðan verður af endurskoöun
visitölugrundvallarins. Aður en
sú niðurstaöa er fengin er ekki
hægt að reikna þetta dæmi i krón-
um. En það er mjög slæmt að
menn innan stjórnarflokkanna
byrji samstarfið með þvi hugar-
fari, að rifa niður þann sáttmála
sem gerður hefur verið.
— En hverju vilt þú svara þvi
sem einn þingmaður Alþýðu-
flokksins hefur sagt, að Alþýðu-
flokkurinn hafi lagt fram tillögur
i efnahagsmálum sem leystu
efnahagsvandann þetta ár og það
næsta, þær hafi verið staðfestar
af Þjóðhagsstofnuninni, en verið
hafnað i stjóarnarmyndunarviö-
ræðunum?
— Ég verð bara að segja það að
þetta er þvf miður alls ekki rétt.
Tillögur Alþýðuflokksins sem
lagðar voru fyrir Þjóðhagsstofn-
un, stóðust ekki nema að jafn-
framt værifrestað til 1. desember
að setja samningana i gildi, en á
það vildu Alþýðuflokksmenn
sjálfir alls ekki fallast. Þjóðhags-
stofnun sagði hins vegar að yrðu
samningar settir i gildi strax,
myndi það valda miklum hækk-
unum til áramóta, sem þá aftur á
móti gerði vanda næsta ársmeiri
Framhald á 8. siðu.
$Mtehóha$afvi\&
á /Ikuregri
— átta af níu ráð-
herrum hafa ekki
setið í ríkisstjórn
áður
HEI — 1 dag fá tslendingar nýja
rikisstjórn, myndaða af Fram-
sóknarflokki, Alþýðuflokki og
Aiþýðubandalagi. AUt er þegar
þrennt ersegireinhvers staðar og
svo hefur farið nú, þvi að
stjórnarmyndun tókst að lokum i
þriðju tilraun til að mynda sam-
stjórn þessara þriggja flokka.
Tvær þær fyrri höfðu mistekist,
en að lokum tókst ólafi Jóhannes-
syni að koma saman stjórnar-
sáttmála sem allir flokkar hafa
nú samþykkt.
Með þessari stjórnarmyndun
hefur verið ákveöið að fjölga ráð-
herrum úr átta i niu og eru það
þrir frá hverjum flokki. Ráö-
herraembættum hefur verið skipt
á milli flokka og á milli manna i
þeim flokkum, og eru eftirfar-
andi:
Ráöherrar Framsóknarflokks-
ins verða: ólafur Jóhannesson,
forsætisráöherra, Steingrimur
Hermannsson, dóms- og kirkju-
málaráðherra og landbúnaðar-
ráðherra og Tómas Arnason,
fjármálaráðherra.
Ráðherrar Alþýðubandalagsins
verða: Ragnar Arnalds, mennta-
mála- og samgönguráðherra,
Svavar Gestsson, viðskiptaráö-
herra og Hjörleifur Guttormsson,
iðnaðar- og orkumálaráðherra.
Ráöherrar Alþýðuflokksins
verða: Benedikt Gröndal, utan-
rikisráðherra, Kjartan Jóhanns-
son, sjávarútvegsráðherra og
Magnús H. Magnússon,
trygginga-, heilbrigðis- og félags-
málaráðherra.
Ráðherraskipti verða i öllum
ráðuneytum við þessa stjórnar-
myndun. Að undanskildum ólafi
Jóhannessyni, sem verið hefur
ráðherra samfleytt i sjö ár, hefur
enginn hinna ný ju ráöherra gegnt
sliku embætti fyrr. Þaö er lika
vafalaust óvenjulegt, aö fjórir af
hinum nýju ráðherrum hafa ekki
ennþá setið á Alþingi.
Einar Ágústsson:
Enginn ágreiningur
um utanríkismál
— þegar hermálin eru
undanskmn
HEI — Vegna þess sem segir i
nýja stjórnarsáttmálanum, að
fylgt verði áfram óbreyttri
utanrikisstefnu, sneri Timinn
sér til Einars Agústssonar og
spurði hann hver sú stefna væri
i höfuðdráttum.
Einar sagði: ,,I siðasta
stjórnarsáttmála segir þannig
að rikisstjórnin muni fylgja þvi
meginmarkmiði i utanrikis-
málum að varðveita þjóðerni,
sjálfsákvörðunarrétt og efna-
hagslegt sjálfstæði þjóðarinnar.
Ahersla verði lögð á þátttöku i
starfi Samienuðu þjóðanna,
starfi norrænu þjóöanna,
varnarsamstarfi vestrænna
þjóða, samstarfi við þjóöir
Evrópu, þ.e. Evrópuráð, Efta
og E.B.E. sem haft er i huga.
Einnig verði studd öll viðleitni
til að vernda auðlindir, um-
hverfi og mannréttindi með al-
þjóðlegri samstöðu, þ.á.m. haf-
réttarráðstefna S.Þ. og sú póli-
tik sem þar hefur veriö fylgt,
sem allir hafa verið i nánast
öllum atriðum sammála um.
Þetta er i örstuttu máli þaö sem
utanrfkisstefnanhefur byggst á,
sam sagt gott samstarf viö allar
þjóðir, og ég held að það hafi að
undanförnu tekist ágætlega að
halda þvf.”
„Hins vegar geri ég ráð
fyrir”, sagði Einar, ,,að þessi
málsgrein i nýja stjórnarsátt-
málanum lúti að skipan svokall-
aðra varnarmála. Sú skipan
varnarmála sem unnið hefur
veriðeftir fram á þennan dag er
sú, að við séum aðilar að NATO
og að varnarliðiö hafi hér bæki-
stöð. Hins vegar hefur verið
unnið að einangrun hersins”.
— 1 nýja stjórnarsátt-
málanum segir á þá leið að ekki
verði ráðist i nýjar fram-
kvæmdir á Keflavikurvelli,
nema allir flokkar samþykki
þær. Hvernig kemur þaö heim
við það sem nú er?
— Hvaða breytingu þetta
hefur i för með sér er ekki gott
að segja. Ég tel til að mynda að
ný flugstöð á Keflavikurflug-
velli heyri ekki undir yfirráða-
svæði hersins, þar sem hún er til
islenskra afnota.
— Var stefnt að einhverjum
fleiri framkvæmdum á Kefla-
vikurflugvelli?
— Flugturn er i byggingu og
ég reikna með að það fáist aö
ljúka byggingu hans, þrátt fyrir
þessi ákvæði. Síðan eru i bygg-
ingu ibúðir fyrir hermennina
til þess að aðskilnaður hermann
anna geti orðið að veruleika, og
ég vænti þess aö ekki sé átt við
að stöðva þær framkvæmdir,
sem mundiþá áfram halda her-
mönnum utan girðingar.
Hins vegar tek ég þetta mikið
frekar þannig, aö það séu ný
umsvif hersins sem eigi að
koma i veg fyrir, nema þá að til-
vonandi rikisstjórn telji þau al-
veg óhjákvæmileg og þá allir
flokkar.
En ég vil undirstrika það, að i
þausjö ár sem éghefifariðmeð
utanrikismálin hefur sára-
sjaldan, naumast nokkurn tima,
komið til ágreinings um utan-
rikisstefnu íslands, þegar her-
málin eru undanskilin.