Tíminn - 01.09.1978, Side 7
Föstudagur 1. september 1978
'lUll.Hil.'.lL1.
7
Ríkisstjórn
og alþingi
— sem framkvæma
GESTUR
KRISTJÁNSSON
Framsóknarmenn eiga að
hafa forgöngu um þetta. Skyldu
hinir fylgja? Allt venjulegt fólk
vill fækka bitlingum, — ég tala
nú ekki um þá bitlinga sem bún-
ir hafa veriö til handa pólitisk-
um gæðingum.
Framsóknarmenn vilja. En
Ekki meira
um það
Ég ætla ekki aö fara aö skrifa
um efnahagsmál, nauðsynlegar
ráöstafanir i þeim málum eða
yfirleitt neitt af þvi sem hæst
ber þessa dagana i öllum stjórn-
málaumraBÖum. — Enda fær
fólk sjálfsagt nógu stóran
skammt af þvi samt.
Nei, það sem mig langar að
skrifa um er örlitið af öllu þvi
sem lengi hefur verið talað um,
en nánast ekkert gert með. Hér
er um að ræða málaflokka sem
eru ofarlega I hugum óbreyttra
borgara, en neðarlega i
hugsanabing alþingismanna og
annarra ráðamanna að þvi er
virðist.
Hvers konar
þingmenn?
Hvers konar þingmenn skyldu
vera liklegastir til að skilja og
framkvæma þessa sjálfsögðu
hluti? Ég tel að það séu menn
sem iiækst hafa viða unnið flest
störf sem almennust eru og hafa
einhverja menntun. — Háskóla-
próf, stúdentspróf, verslunar-
próf o.s.frv. hafa ekkert að
segja ef viðkomandi hefur ekki
tekið þó nokkrar valgreinar I
skóla lifsins með.
Sjáið þingliðið núna. Hvað
ætli þeir viti eða geti? Sjáið þið
þá ekki fyrir ykkur i góðri brælu
stadda á netabát, eigum við að
segja i 12 stiga frosti og myrkri?
Eða með 50 kilóa lofthamar i
höndum, fleygandi skemmti-
legaharðaklöpp? Skyldi nokkur
þeirra geta skipt um dekk á 56
manna rútu, eða komið henni og
farþegum óskemmdum i Land-
mannalaugar?
Það má eflaust telja á fingr-
um sér þá þingmenn sem hafa
nokkurn skilning á þvi sem ég
hef talið upp eða fjölmörgum al-
mennum störfum öðrum. Jafn-
vel hinir svokölluðu verkalýðs-
foringjar sem setið hafa á
Alþingi hafa ekki hundsvit á öllu
þvi sem umbjóðendur þeirra i
verkalýðsfélögum fást við,
hugsið ykkur t.d. kennarablók-
ina úr Keflavik.
Bændur eru heppnir. Þeir
eiga nokkra alvörufulltrúa á
þingi. En að frátöldum ágætum
bændafulltrúum og nokkrum
pólitiskum sénium (1-—3 i hverj-
um flokki), þá er þingliðið
lélegt, og ekki skánaði það
siðastliðið vor, maður lifandi!
Stærsta
smámáliö
Stærsta smámálið kalla ég
breytingar á kjördæma- og
kosningalögum. Það er stórmál
fyrir alla þjóðina, ensmámál að
þvi leyti mikið hefur verið að
þviunnið. Auðvitað verður þetta
i málefnasamningi næstu rikis-
stjórnar, — það er svo vinsælt.
En hvað verður úr fram-
kvæmdum? Framsóknarmenn
vilja og ætla! En hvað með
hina?
Bílar og
bitlingar
Ráðherrabilar, bankastjóra-
bilar, kommisarabilar, —allter
þetta smámál. Auðvitað á að
kippa af þessum körlum eftir-
gjöfinni. Ef þeir hafa ekki efni á
að kaupa sér bila á fullu verði,
þá hefur það enginn. í blank-
heitunum höfum við ekki efni á
svona dellu, sem betur hefði
aldrei verið komið á.
allt útlit er fyrir að kratar, hinir
miklu bitlingasinnar, lendi i
rikisstjórn, og hvað þá?
Ungt fólk og
skemmtanir
Allir sjá delluna i þessum
málaflokki.nema að þvi er virð-
ist þeir sem gætu breytt henni.
18 ára mega fara inn i vín-
veitingahús, 20ára til að fá af-
greiðslu, púh!
18 ára fara inn og 18 ára fái af-
greiðslu og vandamálin i vin-
veitingahúsunum minnkuðu um
helming. Fyrir nokkrum árum
gátu allir 16 ára og eldri farið i
Breiðfirðingabúð, Iðnó eða
Þórscafé á ball, en i dag finnst
enginn staður i Reykjavik fyrir
allan hópinn, 16—18 ára. Þessu
þarf að kippa i liðinn, og þá
verður Hallærisplanið aftur
huggulegt bilastæði á kvöldin.
Bjór — auðvitað!
Hvað eru menn að þrátta um
svonasmámál? Þettaer jafnvel
enn smærra en Z málið hans
Nóg í bili
Svona gæti ég haldið áfram
lengi, lengi enn, en ætli þetta sé
ekki nóg i bili. Það scm okkur
vantar er rikisstjórn og Alþing
sem framkvæmda svona ein-
ialda hluti fyrir fóikið.en safna
þeim ekki bara til notkunar á
kosningaárum.
Landhelgismál, efnahagsmál
og öll þessi stóru sameiginlegu
hagsmunamál þjóðarinnar
mega ekki sljóvga ráðamenn
svo að þeir gleymi öllu öðru i
umhverfi sinu. Við höfum ekk-
ert við sh'ka karla, að gera, —
þeir eru ekki færir um að fást
við málin.
Sverris. Það á að selja bjórinn
hjá útsölum A.T.V.R., rétt eins
og aðra áfenga drykki. Þá á að
miða við aldurinn 18 ár, og mál-
ið er ieyst!
Hugsið ykkur, hvað það væri
notalegt að setjast niður eftir
hlaupin i bænum, á huggulegri
bjórkrá sem væri t.d. uppi á
þaki á nýja húsinu sem er að
risa við Lækjartorg, horfa yfir
allan miðbæinn og láta liða úr
sér, yfir einum köldum og
svalandi bæjara.
Til hvers eru menn
kj örnir á
Alþingi?
Nú eru liðnir rúmir tveir
mánuðir frá Alþingiskosningun-
um. Nær allan þennan tima hafa
verið i gangi viðræður stjórn-
málaflokkanna um myndun
starfhæfrar rikisstjórnar án
árangurs til þessa.
Af úrslitum kosninganna er
eðhlegt að álykta að ný rikis
stjórn yrði mynduð annað hvort
að frumkvæði eða með beinni
þátttöku sigurvegara kosning-
anna — Alþýðuflokks og Al-
þýðubandalags sem fyrir og i
kosningabaráttunni töldu
þjóðinni trú um að þeir hefðu
úrræði á reiðum höndum til
lausnar efnahagsvanda og betri
lifskjara i landinu.
A fyrsta degi er þeim boðið
hlutleysi ef þeir gætu tekið
höndum saman og farið að
stjórna málum i samræmi við
yfirlýsingar siðan möguleika á
vinstri stjórn undir þeirra eigin
forustu.
I dag er öllum ljóst hvað skeð
hefur, talsmenn þessara flokka
hafa keppst við að gefa
hástemmdar yfirlýsingar I fjöl-
miðlum, annan daginn algjör
samstaða, hinn daginn striðs-
yfirlýsingar hver gegn öðrum.
V
Vonandi aöeins
gelgjuskeiö
Allar stjórnarmyndunarvið-
ræður hafa strandað á þvi að
þessir forystumenn Alþýðu-
flokks og Alþýðubandalags hafa
ekki þorað að vera ábyrgir
gagnvart lausn vandamála
þjóðarinnar, sem eru þess eðlis
að gera þarf ýmsar ráðstafanir
sem eru óvinsælar og afhjúpa
um leið að stóru yfirlýsingar
þessara manna voru sjónarspil
blekkingakjaftæði.
Þeir sem horfðu á sjónvarps-
þáttinn 28. þ.m., þar sem tveir
nýir alþingismenn og jafnframt
ritstjórar og þá höfundar
æsingaskrifa Alþýðuflokks og
Alþýðubandalags — gáfu áhorf-
endum sýnishorn af, hvernig
þessir stjórnmálamenn halda á
málum — væntanlega i umboði
flokksforystunnar — ásakanir á
báða bóga voru þess eðlis að all-
ir hljóta að gera sér grein fyrir
þvi að það er óhamingja Islands
ef menn með svo bhnda sér-
hagsmunapólitlk eiga að ráða
málum á Alþingi á örlagatim-
um.
Ég vona einlæglega að þetta
sé gelgjuskeið þessara manna
og þeir átti sig i tima. Min til-
laga er sú að sjónvarpið bjóði
þeim að endursýna þáttinn jafn-
vel aðeins fyrir þá sjálfa — það
væri nauðsynleg kennslustund.
Tugþúsundir fólks sem kaus
þessa flokka i siðustu kosning-
um gerði það i þvi trausti að
þeir myndu i alvöru taka á sig
þáábyrgðsemfylgirþviað taka
ákvarðanir og stjórna landinu
með þjóðarhag að leiðarljósi.
Tekið heiöarlega
höndum saman
Við Islendingar erum fámenn
þjóð með sterka sjálfstæðisvit-
und. Það ætti þvi að vera ljóst
öllum þeim sem kjörnir eru til
að veita málum hennar forystu
að hlutverkið er fyrst og fremst
að reyna i alvöru að ná sam-
komulagi um leiðir til að
tryggja beztu aðferðina sem
miðar að þvi að þjóðin i heild
geti lofað hér góðu lifi og I sam-
ALEXANDER
STEFÁNSSON
félagi þjóðanna verið stolt af þvi
að vera Islendingur.
Égskoraá forystumenn þess-
ara flokka að leggja tíl hliðar
þessar Ureltu bardagaaðferðir,
hætta hráskinnaleik, túlka
ábyrgðarvitund, taka heiðar-
lega höndum saman og mynda
starfhæfa sterka rikisstjórn
sem þorir að gera ráðstafanir
og standa við þær, þó óvinsælar
verði i bili með það markmið að
tryggja atvinnu og góð lifskjör i
landinu, það vill þjóðin.tíl þess
eru menn kjörnir til Alþingis.