Tíminn - 26.04.1977, Síða 15
Þri&judagur 26. april 1977
15
les framhald sögunnar
„Sumars d fjöllum” eftir
Knut Hauge (2). Tilkynn-
ingar kl. 9.30. Þingfréttirkl.
9.45 Létt lög milli atri&a.
Hin gömlu kynni kl. 10.25:
Valborg Bentsdóttir sér um
þáttinn. Morguntónleikar
kl. 11.00: Enska kammer-
sveitin leikur Serenööu nr. 7
i D-dúr (K250),
„Haffner”-serenööuna eftir
Mozart: Pinchas Zukerman
stjórnar og leikur jafnframt
á fi&lu.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Veöurfregnir og fréttir.
Tilkynningar. Viö vinnuna:
Tónleikar.
14.25 Danmerkurpistill frá
Ottari Einarssyni.
15.00 Miðdegistónleikar
Hljómsveitin Filharmonia
leikur „Kraftaverkiö I Gor-
balshverfinu” eftir Arthur
Bliss, höf. stj. Sinfóniu-
hljómsveitin I Birmingham
leikur „Pacific 231”,
sinfóniskan þátt eftir Arthur
Honegger: Louis Fremaux
stj. Jascha Heifetz og
Sinfóniuhljómsveitin I
Dallas leika Fiölukonsert
eftir Miklós Rozsa: Walter
Hendl stj..
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
(16.15 Veöurfregnir).
16.20 Popp
17.30 Litli barnatiminn Finn-
borg Scheving sér um
timann.
17.50 A hvitum reitum og
svörtum Guömundur Arn-
laugsson flytur skákþátt.
18.20 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veöurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki.
Tilkynningar.
19.35 Vinnumál Arnmundur
Backman og Gunnar Eydal
lögfræöingar stjórna þætti
um lög og rétt á vinnumark-
aði.
20.00 Lög unga fólksins Asta
R. Jóhannesdóttir kynnir.
20.50 Aö sko&a og skilgreina
Kristján E. Guömundsson og
Erlendur S. Baldursson sjá
um þátt fyrir unglinga.
21.30 Frá tónlistarhátiö
Bach-félagsins I Berlin I
fyrrasumar. Tatjana
Nikolajewa leikur á pfanó
Partitu nr. 4 i D-dúr eftir
Bach.
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir. Kvöldsag-
an: „Vor I verum” eftir Jón
Rafnsson Stefán Ogmunds-
son byrjar lesturinn.
22.40 Harmonikulög Arne
Sölvberg og kvartett Arne
Knapperholens leika.
23.00 A hljóöbergi „Stólarnir”
eftir Eugene Ionesco I þýö-
ingu Donalds Watsons.
Leikendur: Siobhan
McKenna og Cyril Cusak.
Höfundurinn er sögumaöur.
— Slöari hluti.
23.40 Fréttir. Dagskrárlok.
sjónvarp
Þriðjudagur
26. apríl
20.00 Fréttir og veður
20.25 Auglýsingar og dagskrá
20.30 Við hættum aö reykja
Námskeið til uppörvunar og
leiðbeiningar fyrir þá, sem
eru aö hætta að reykja.
Umsjónarmaöur Sigrún
Stefánsdóttir. Bein útsend-
ing. Stjórn útsendingar
Rúnar Gunnarsson.
20.45 Coiditz Bresk-banda-
riskur framhalds-
myndaflokkur. Herréttur.
Þýöandi Jón Thor Haralds-
son
21.35 Gitartónlist (L) John
Williams leikur tónlist eftir
Bach. Þýöandi Jón Skapta-
son.
22.00 Utan úr heimiÞáttur um
erlend málefni. Umsjónar-
maður Jón Hákon
Magnússon.
22.30 Dagskrárlok.
framhaldssagan framhaldssagan framhaldssagan framhaldssagan
Frú Harris fer
til Parísar ©
ef tir Paul Gallico
skjólstæðingar, einkaritarar eða f jölskylduvinir), eða
nýjasta uppátæki Wyszcinska greifafrúar: að reykja
pípu. Hún reyndi að einbeita hugsuninni að eftirlætis
ibúðsinni, eðaorðunum, sem ungfrú Penrose hafði not-
að, þegar henni varð það á að brjóta öskubakka. Hún
reyndi að sjá fyrir sér blómagarð, en það dugði ekki.
Því meira sem hún reyndi að hugsa um annað, þeim
mun ágengari varð hugsunin um Dior-kjólinn og hún lá
i myrkrinu og titraði af þrá eftir honum.
Jafnvel er Ijósið var slökkt og aðeins bjarminn frá
götuljósinu þrengdi sér inn um kjallaragluggann, gat
hún séð gegn um skáphurðina og ímyndað sér að hann
hengi þar. Liturinn og ef nið var breytilegt, stundum sá
hún hann úr gullbrókaði, stundum úr bleiku eða dökk-
rauðu atlassilki eða hvítan með f ílabeinslitum
knipplingum. En hann var alltaf hámark fegurðar og
verðmætis.
Þeir kjólar, sem upprunalega höfðu vakið þessa
furðulegu þrá, voru horfnir úr skáp lafði Dants og
kvöldu hana því ekki lengur. Siðar komu myndir í blöð-
unum af lafðinni i þeim rauða. En frú Harris þurfti
ekki að sjá þá aftur. Óskin um að eiga slíkan kjól hafði
fest rætur djúpt i henni. Stundum var þráin svo sterk,
að hún fékk tár í augun og hélt áfram að naga hana í
órólegum draumum.
En nótt eina, viku síðar, fór f rú Harris að hugsa svo-
litið öðruvísi. Hún var að hugsa um kvöldið, sem þær
höfðu útfyllt getraunaseðlana og þá undarlegu tilfinn-
ingu, að þar með fengi hún kjólinn. Árangurinn hafði að
visu verið svipaður því, sem hún þekkti af reynslunni.
Þetta voru vonbrigði af þvi tagi, sem lif ið hafði nú einu
sinni upp á að bjóða, en þó... var það svo? Hún hafði
unnið hundrað pund, nei hundrað og tvö pund, sjö shill-
inga og níu og hálft pens.
Hvers vegna þessa einkennilegu upphæð? Hvaða
boðskapur til hennar gat falizt í því? Veröld f rú Harris
var full af táknum og boðum frá æðri stöðum. Þegar
Dior-kjóll kostaði fjögur hundruð og fimmtíu pund,
vantaði þrjú hundruð og fimmtíu pund, sem hún hafði
engin tök á að ná til. En bíðið aðeins! Skyndilega, á inn-
blástursandartaki, skildist henni eitthvað, hún kveikti
Ijósiðog settistsnögglega upp í rúminu. Það var í raun-
inni ekki þrjú hundruð og fimmtíu pund. Hún átti ekki
aðeins hundrað pundin sin í bankanum, heldur byrjun-
ina á næstu hundrað, sem sagt tvö pund, sjö shiilinga og
„Þetta er frá mér og honum Wil-
son, en hann veit ekkert ennþá
um aö blómin eru horfin úr garö-
inum hans.”
níu og hálft pens. Þegar hún hefði náð tveimur hundr-
uðum, væri ekki lengur svo fjarlægt að eignast þrjú
hundruð.
— Þannig á að fara að því, sagði f rú Harris við sjálfa
sig. — Ég vil eignast hann, þó það verði það siðasta sem
ég geri það sem ég á enn ólifað. Hún steig f ram úr rúm-
inu, náði sér í blað og blýant og f ór að reikna.
Aldrei hafði frú Harris borgað meira en fimm pund
fyrir kjól á ævinni, upphæð sem hún skráði á blað fyrir
ofan hina stórfenqlequ tölu, fjögur hundruð og
Kynbótasýning
i sambandi við Hestaþing Faxa að
Faxaborg 17. júli 1977 verður haldin
héraðssýning á kynbótahrossum á
sambandssvæði Búnaðarsambands
Borgarfjarðar.
Búnaðarsamband Borgarfjarðar.
Atvinna á Selfossi
Viljum ráða nú þegar bakara og mann
til aðstoðar bökurum i brauðgerð okkar.
Kaupfélag Árnesinga,
Selfossi.
Bilstjórinn á Renault bifreiðinni, sem tók
tvo farþega upp í
á Draghálsi þann 27. marz sl. og ók þeim
niður að Ferstiklu, vinsamlegast hringdu i
sima 8-10-24 sem fyrst.
BÍLA-
PARTA-
SALAN
auglýsir
Nýkomnir varahlutir í:
Rambler Classic '66
Chervolet Malibu '65
Saab 96 '67
Moskvitch '71
BÍLAPARTASALAN
Höfðatúni 10 — Sími 1-13-97