Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.12.2006, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 17.12.2006, Qupperneq 2
aktu enga áhættu!g i eldu KEA í jólamatinn Haldinn verður stofnfundur nýrra stjórnmálasam- taka, sem munu bjóða fram til alþingiskosninganna í vor, á Hótel Borg í dag. Markmiðið með stofnun samtakanna er að ná fram, með þingsetu, verulegum bótum á kjörum aldraðra með því að semja við önnur þingöfl af heilbrigðri skynsemi um landsmál, eins og segir í tilkynningu undir nafninu „Framboð heldri borgara.“ Framboðið er ekki undir merkjum félaga eldri borgara eða Lands- sambands eldri borgara þar sem slíkt framboð samrýmist ekki lögum félaganna. Almennt skulu þeir studdir til framboðs sem ekki hafa lengur styrk til vinnu, hvort heldur er vegna aldurs eða örorku. Sveinn Guðmundsson verkfræðingur er hvatamaður að stofnfundinum. Hann segist meta stöðuna svo að framboðið sé raunhæft. Þörfin sé til staðar og málstaður eldra fólks þurfi sterkari málsvara. Um hverjir hugsanlega munu skipa listann segist Sveinn ekkert geta sagt, málið sé of stutt á veg komið. Undir þetta tekur Baldur Ágústs- son, fyrrverandi forstjóri, sem stóð fyrir fundi á dögunum þar sem tillaga hans að framboði félagsmanna í félögum eldri borgara var samþykkt með miklum meirihluta. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur fjársterkur aðili lýst áhuga á því að styrkja framboðið. Helgi Vilhjálmsson, kenndur við Góu, svaraði, spurður um hvort hann væri sá aðili, að það gæti vel verið. „Ég vil endilega styrkja svona lagað og vona að þessu fólki gangi vel.“ Karlmaður á þrítugs- aldri lést í bílveltu á Álftanesvegi við Selskarð á fyrsta tímanum aðfaranótt laugardagsins. Hann var á leið út á Álftanes þegar bíll hans lenti utan vegar við Selskarð og valt. Maðurinn var einn í bíln- um. Lögreglan í Hafnarfirði fékk tilkynningu um slysið um klukkan tuttugu mínútur í eitt. Þegar lög- reglan kom á slysstað var bifreið mannsins á hvolfi utan vegar og var ökumaðurinn látinn. Tildrög slyssins eru óljós en lögreglan í Hafnarfirði vinnur að rannsókn málsins. Ekki er hægt að greina frá nafni hins látna að svo stöddu. Þrjátíu manns hafa látist í umferðinni það sem af er árinu. Það er umtalsverð fjölgun frá því í fyrra því þá létust nítján í slysum í umferðinni. Einar Magnús Magn- ússon, upplýsingafulltrúi Umferð- arstofu, segir að engin einhlít skýr- ing sé á þessari miklu fjölgun banaslysa á milli ára. Hann segir þó að því miður megi rekja mörg af banaslysunum á árinu til þess að menn hafi verið að leika sér í umferðinni, en tekur fram að hann sé hvorki að segja að það sé orsök allra slysanna né heldur slyssins á Álftanesvegi. Hann bætir því við að þeir hjá Umferðarstofu hafi aldrei áður orðið vitni að því að eins mörg banaslys hafi orðið vegna þess að menn hafi verið að leika sér í umferðinni. Karlmaður lést í bílveltu Geir H. Haarde for- sætisráðherra og Árni Johnsen, fyrrverandi alþingismaður, hitt- ust á óformlegum fundi á föstu- dag samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Árni Johnsen vildi aðspurður ekki staðfesta að fundurinn hafi farið fram. Hann vildi held- ur ekki tjá sig um hvort ein- hverjar breyt- ingar hefðu orðið á fyrirætl- unum hans um að bjóða sig fram á lista Sjálfstæðisflokksins í Suður- kjördæmi fyrir alþingiskosning- arnar í vor. Aðspurð um fundinn sagði Ragnheiður E. Árnadóttir, aðstoðarmaður forsætisráðherra, að Geir hitti fjölmarga einstakl- inga á degi hverjum og að hann vildi ekkert tjá sig um slík fundar- höld. Vilja ekki stað- festa fundinn Forseti Palestínu, Mahmoud Abbas, tilkynnti í gær að hann muni boða til forseta- og þingkosninga við fyrsta tækifæri, mögulega í mars á næsta ári. Rík- isstjórn Hamas-samtakanna sagði ákvörðunina vera valdarán gagn- vart palestínskum almenningi, en samtökin komust til valda í kosn- ingum í janúar síðastliðnum. Í kjöl- farið hefur Palestína verið beitt alþjóðlegum efnahagsþvingunum. Leiðtogar Hamas hvöttu Abbas til að segja af sér og segjast munu mótmæla ákvörðuninni með frið- sömum hætti. Abbas hefur hvatt til myndunar þjóðstjórnar með Hamas og hans eigin flokki, Fatah, en samninga- viðræður hafa ekki skilað árangri. „Kraftaverk þarf ef samningar um þjóðstjórn eiga að nást, eftir það sem Abbas hefur sagt í dag,“ sagði aðstoðarmaður forsætisráðherr- ans og Hamas-liðans Ismail Haniy- eh. Hamas-samtökin telja ólög- mætt að boða til kosninga. Ef samtökin ákveða að sniðganga kosningarnar mun það draga lög- mæti þeirra í efa. Abbas hefur sjálfur lýst því yfir að hann muni ekki sækjast eftir endurkjöri, en skortur á frambjóðanda hefur verið vanda- mál innan Fatah-hreyfingarinnar. Svo geti farið að hreyfingin tapi kosningunum og Hamas styrki stöðu sína enn frekar. Tilkynning forsetans hlaut mikið lof hundruða stuðnings- manna í höfuðstöðvum hans á Vest- urbakkanum. „Snúum okkur til fólksins, heyrum hvað það hefur að segja og leyfum því að dæma,“ sagði Abbas í ræðu sinni. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sagðist styðja ákvörðun Abbas, en hann var staddur í Egyptalandi á ferð sinni um Mið- Austurlönd. „Abbas hefur lagt hart að sér að mynda þjóðstjórn, þar sem allir, þar á meðal Hamas, hafa fulltrúa,“ sagði Blair. „En hann er einnig að sýna að hann getur hald- ið áfram án þeirra, ef þeir vilja ekki taka þátt.“ Næstu kosningar áttu að fara fram árið 2009, en skoðanakannan- ir sýna að Fatah og Hamas hafa svipað fylgi. Forseti Palestínu boðar til kosninga Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, hefur boðað til þing- og forsetakosninga, en tilraunir til myndun þjóðstjórnar hafa mistekist. Tæpt ár er liðið frá kosningum. Nítján ára ökumaður var tekinn á 150 km hraða á Sæbrautinni um eitt leytið aðfara- nótt laugardagsins. Auk þess að vera langt yfir löglegum hámarks- hraða voru fimm farþegar í bíl mannsins. Maðurinn var sviptur ökuleyfi á staðnum. Lögreglan í Reykjavík yfirheyrði manninn á laugardag. Hann mun fá langa sviptingu og háa fjársekt fyrir brotið. Auk þess stöðvaði lögreglan í Reykjavík hundrað og fimmtíu bíla við eftirlit á Sæbrautinni aðfaranótt laugardagsins. Einn þeirra sem var stöðvaður hafði ekki ökuréttindi. Tekinn á 150 km hraða Tæplega tvítugur maður keyrði yfir umferðareyju á gatnamótum Dalvegs og Digra- nesvegar í Kópavogi um klukkan ellefu á laugardagsmorgun. Mað- urinn keyrði yfir umferðarskilti sem er á umferðareyjunni og hafnaði á akstursrein hringtorgs sem er við hana. Ökumaðurinn var í bílbelti og blés loftpúði bifreiðarinnar út við höggið. Manninn sakaði ekki en bíllinn er mikið skemmdur. Að sögn lögreglunnar í Kópa- vogi skóf maðurinn ekki rúðurn- ar á bílnum áður en hann settist undir stýri og varnaði það honum sýn við aksturinn. Keyrði yfir umferðareyju Yuri Shvets, fyrrver- andi KGB njósnari, segir rússneska njósnarann Alexander Litvinenko, hafa verið myrtan vegna upplýs- inga sem hann bjó yfir um háttsett- an rússneskan stjórnmálamann. Shvets segir að skýrslu Litvin- enkos hafi verið lekið til þessa ónefnda stjórnmálamanns. Í kjöl- farið hafi verið eitrað fyrir honum með pólon-210 eitri, sem dró hann að lokum til dauða. Breskt útgáfufyrirtæki hefur tilkynnt að það muni gefa út bók sem Litvinenko skrifaði, en í henni er rússneska leyniþjónustan sökuð um innlend hryðjuverk, sem voru helsta ástæða árásar Rússlands- hers á Tsjetsjeníu. Drepinn vegna leyniskýrslu Í gær fór fram fyrsta áætlunarflug milli Spánar og Gíbraltar í 27 ár. Hingað til hafa spænsk stjórnvöld lokað fyrir flugumferð milli landanna og hafa flugvélar á leið til Gíbraltar þurft að krækja fyrir spænska flughelgi. Um borð í fyrsta fluginu voru meðal annarra spænskir diplóm- atar sem gerðu ferðina að fyrstu opinberu heimsókn Spánverja til Gíbraltar í nær fimmtíu ár. Spánverjar og Bretar hafa lengi deilt um yfirráð yfir Gíbraltar en íbúar svæðisins höfnuðu aukn- um áhrifum Spánverja í atkvæða- greiðslu árið 2002. Flogið í fyrsta sinn í 27 ár Jón, er þetta ekki orðið gott?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.