Fréttablaðið - 17.12.2006, Side 8

Fréttablaðið - 17.12.2006, Side 8
Samtök sem kalla sig „Prússneska umboðsnefndin“ og segjast gæta hagsmuna Þjóðverja sem flæmdir voru burt af landar- og fasteignum sínum á landsvæð- um sem gefin voru Póllandi eftir síðari heimsstyrjöld, hafa skotið kröfugerð sinni til Mannréttinda- dómstól Evrópu, á þeim grundvelli að eignasviptingin og brottrekst- urinn hafi verið brot á Mannrétt- indasáttmála Evrópu. Farið er fram á að eignunum verði skilað eða skaðabætur greiddar fyrir þær, að því er talsmaður samtak- anna, Gerwald Stanko, tjáði AP á föstudag. Þótt samtökin séu alger jaðar- hópur og hafi ekki umboð til að tala fyrir munn nema mjög lítils hluta þeirra milljóna Þjóðverja sem þurftu að flýja heimkynni sín í því sem áður voru austurhéruð Þýska- lands – en aðeins um eitt þúsund manns standa að baki „Prússnesku umboðsnefndinni“ – þá veldur kröfugerð hennar gríðarlegum hugaræsingi meðal Pólverja, enda hafa pólskir fjölmiðlar verir ósparir á fréttaflutning af málinu. Hinn þjóðernissinnaði forseti Pól- lands, Lech Kaczynski, sagði að kröfugerðin myndi „hrinda af stað mjög hættulegri atburðarás“. Þýsk stjórnvöld hafa gefið mjög skýrt til kynna að þau styðji ekki kröfur samtakanna og sameiginleg lögfræðinganefnd beggja ríkis- stjórna komst að þeirri niðurstöðu að ekki væru lagalegar forsendur fyrir kröfum um slík eignaskil. Þá hafa regnhlífarsamtök brott- flæmdra í Þýskalandi, Bund der Vertriebenen (BdV), ítrekað lýst því yfir að þau hafi ekkert með athafnir „Prússnesku umboðs- nefndarinnar“ að gera. „Við höfum lýst vanþóknun okkar á þessu ótal sinnum,“ sagði Erika Steinbach, forseti BdV, en hún á einnig sæti á þýska Sambandsþinginu. Kröfugerð Þjóðverja æsir Pólverja Fámenn samtök Þjóðverja sem áttu eignir á land- svæðum sem gefin voru Póllandi eftir stríð hafa skot- ið kröfugerð sinni til Mannréttindadómtóls Evrópu. Kröfugerðin veldur Pólverjum miklu hugarangri. Tveir menn voru handteknir í vikunni, annar á Ísa- firði og hinn í Reykjavík, vegna rannsóknar lögreglunnar á Ísa- firði á ætlaðri fíkniefnadreifingu á norðanverðum Vestfjörðum und- anfarnar vikur og mánuði. Á miðvikudag lagði lögreglan á Ísafirði hald á fimmtíu grömm af hassi hjá rúmlega tvítugum manni í bænum. Sá maður var í haldi í sólarhring vegna gruns um fíkni- efnamisferli, sem var til rann- sóknar hjá lögreglunni á Ísafirði. Maðurinn er grunaður um að hafa sótt fíkniefni, nokkuð meira magn en lagt var hald á, til Reykjavíkur nýlega og flutt þau til Ísafjarðar í þeim tilgangi að selja þau þar og í nágrenni. Lögreglan á Ísafirði naut aðstoðar lögreglunnar í Reykjavík, en þar var annar karl- maður handtekinn og yfirheyrður vegna sama máls. Sá maður er grunaður um að hafa komið að efnisöfluninni. Maðurinn, sem lögreglan á Ísa- firði var með í haldi, hefur ekki áður komið við sögu vegna fíkni- efnamála. Honum var sleppt laus- um í fyrrakvöld. Hins vegar hefur maðurinn, sem lögreglan í Reykja- vík yfirheyrði, áður komið við sögu vegna fíkniefnamála. Honum var sleppt í fyrradag. Málið telst vera upplýst. Tveir teknir vegna fíkniefna Hlutur kvenna í læknastétt hefur farið vaxandi undanfarin ár. Á aldursbilinu 40- 70 ára eru rétt tæp 80 prósent stéttarinnar karlmenn. Á yngra aldursbilinu, 26-39 ára, hefur hlutfall karlmanna lækkað niður í tæp 60 prósent á móti rúmlega 40 prósentum kvenna. Þetta er meðal þess sem fram kemur í skýrslu um vinnuafl í heilbrigðis- kerfinu. Ef kynjaskipting námsmanna í læknisfræði, sjúkraþjálfun og hjúkrunarfræði er borin saman kemur í ljós að hlutur karla í hjúkrunarnámi er 3 prósent, 23 prósent í sjúkraþjálf- un en 42 prósent í læknisfræði. Konum í lækna- stétt fjölgar Atvinnuleysi mældist 1,1 prósent af áætluðum mannafla á vinnumarkaði í nóvember. Skráðir atvinnuleysis- dagar á landinu öllu voru tæplega 38.500 dagar. Til samanburðar mældist atvinnuleysi 1,5 prósent í nóvember í fyrra en eitt prósent í október síðastliðnum. Atvinnu- leysismælingin í nóvember jafngildir því að tæplega 1.750 manns hafi að meðaltali verið á atvinnuleysisskrá í nóvember. 1,1 prósent í nóvember Hvað starfa margir íslenskir læknar erlendis? Hvað fær Víkin - Sjóminja- safnið í Reykjavík háan styrk frá ríkinu? Hvað heitir forsætisráðherra Spánar? Ný bresk rannsókn á eldri karlmönnum hefur sýnt fram á að þeir sem skreppa saman um 2,5 sentimetra eða meira á tuttugu ára tímabili eru líklegri til að deyja fyrr en hinir. Þeim er jafnframt hættara við að fá hjartasjúkdóma. Tengsl minnkandi hæðar og heilsu hafa lítið verið könnuð hingað til, en þau gæti „vel verið annað merki um versnandi heilsu eldra fólks,“ sagði Goya Wanna- methee, faraldsfræðingur við Royal Free & University College læknaháskólann í London, en hún var ein þeirra sem stóð að rann- sókninni. Flestir karlmenn sem lækka með aldrinum, þjást einnig af öðrum merkjum hrörnunar, svo sem minnkaðri hreyfigetu, þyngdarmissi, andnauð og öðrum kvillum, til dæmis gigt. Vísinda- mennirnir ráðleggja miðaldra körlum að stunda líkamsrækt til að viðhalda vöðvunum sem nauð- synlegir eru til að standa upp- réttir. Önnur rannsókn hefur sýnt fram á að jóga geti hjálpað konum að vinna gegn hæðarmissi og má draga þá ályktun að hið sama eigi við um karlmenn. Rúmlega 4000 breskir karl- menn tóku þátt í rannsókninni. Þeir voru fyrst mældir seint á áttunda áratugnum, þegar þeir voru á aldrinum 40 og 59 ára, og svo aftur tveimur áratugum síðar. Þá höfðu um 15 prósent karlanna styst um þrjá senti- metra eða meira. Hættumerki að skreppa saman

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.