Fréttablaðið - 17.12.2006, Page 36

Fréttablaðið - 17.12.2006, Page 36
Guðný Dóra Gestsdóttir er framkvæmdastjóri Gljúfrasteins segir hús skáldsins veglegan vinnustað. „Starf mitt felur í sér að halda utan um starfsemina hér í Gljúfrasteini sem var heimili og vinnustaður Hall- dórs Kiljan og Auðar konu hans, en er orðið safn sem er opið almenningi alla daga nema mánudaga,“ segir Guðný Dóra beðin að lýsa daglegum viðfangsefnum. „Partur af mínu starfi er að taka á móti gestum og við erum fleiri í því enda koma margir að Gljúfrasteini, einstaklingar, fjölskyldur og hópar. Til dæmis er mikið um hópa skólafólks og erlendra ferðamanna og oft þurfum við að stjórna umferðinni þannig að við myndum hálfgerða halarófu gegnum húsið. Þá setjum við inn hóp og eftir fimm mínútur kemur næsti og þannig koll af kolli.“ Nú fyrir jólin hafa upp- lestrar úr bókum verið fast- ur verið liður á sunnudög- um að sögn Guðnýjar Dóru. „Það skapast alltaf sérstök og heimilisleg stemning þegar fólk kemur hér saman,“ segir hún og getur þess að síðastliðið sumar hafi stofutónleikar verið á dagskrá á sunnudögum. „Þannig var það oft í gamla daga þegar skáldið var og hét og þetta heppnaðist vel í sumar. Hingað komu alls- konar listamenn, bæði þekktir og minna þekktir og það var mjög skemmtilegt.“ Guðný Dóra lítur líka lengra fram á veginn í sínu starfi og rýnir í framtíðina. „Hugmyndirnar snúast um að byggja frekar upp í kringum Gljúfrastein,“ segir hún. „Ekki við húsið sjálft heldur einhversstaðar í nágrenninu þar sem hægt er að taka á móti stærri hópum, þó ekki sé nema vegna þess að flesta langar í kaffisopa eða einhverja hressingu.“ Varla þarf að taka fram að Guðný Dóra kveðst kunna ljómandi vel við starf sitt og vinnustað og segir Mosfellsdalinn heillandi heim. „Kaldakvísl er núna í klakaböndum. Þannig er umhverfið hér alltaf fallegt og síbreytilegt.“ Alla daga í húsi skáldsins Skógarhlí› 12 • 105 Reykjavík • Sími 520 4700 • www.hagvangur.is - vi› rá›um Sölustarf Áhugavert sölustarf hjá Jóhanni Ólafssyni & Co ehf. Vegna fjölda fyrirliggjandi verkefna leitum vi› a› sölumanni til framtí›arstarfa. Starfssvi› Starfi› sn‡st um sölu á lausnum til fyrirtækja og stofnana me› tilheyrandi heimsóknum, samningager› og eftirfylgni. Menntun og hæfniskröfur Reynsla af sölumennsku nau›synleg Haldbær flekking á tölvum og hugbúna›i Gó› íslensku- og enskukunnátta Hæfni í mannlegum samskiptum Metna›ur í starfi www.olafsson.is Umsóknir óskast fylltar út á www.hagvangur.is fyrir 23. desember 2006. Númer starfs er 6155. Uppl‡singar veita fiórir fiorvar›arson og Elísabet Sverrisdóttir. Netföng: thorir@hagvangur.is elisabet@hagvangur.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.