Fréttablaðið - 17.12.2006, Page 72

Fréttablaðið - 17.12.2006, Page 72
14 15 16 17 18 19 20 Í húsi listamanns er safn viðtala sem birtust í Morgunblaðinu á árunum 1980 til 1982 og 1998. Í viðtölunum heimsækir höfundur íslenska listamenn sem flestir eru gengnir og bregður upp svipmynd- um af þeim. Í flestum tilfellum setur höfundur sig í stellingar áhorfandans, fylgist með viðkom- andi listamanni á heimilinu eða á vinnustofunni og ritar athuga- semdir sem frá þeim falla um lífið, listina, samfélagið. Þegar viðtölin eru tekin eru flestir listamannanna komnir nokkuð við aldur og talsvert um svartagallsraus í þeim. Helming- ur viðmælendanna er myndlistar- menn og það sem kemur á óvart er hinn nokkuð ríkjandi neikvæði tónn og beiskja þeirra út í hlut- skipti sitt og samfélagið. Af þeim tuttugu og fjórum listamönnum sem talað er við, eru þeir sáttastir og glaðastir með sitt sem hafa unnið fullt starf meðfram list- sköpun sinni, til dæmis Gísli J. Ástþórsson, Helgi Sæmundsson, Steinþór Sigurðsson og Sveinn Björnsson. Sumir hinna eru líka nokkuð hlutlausir. En á þeim tíma sem viðtölin eru tekin eru flestir hættir að skrifa, hættir að mála, hættir að sýna, hafa sagt allt sem þeir hafa að segja. Vinnubrögð blaðamannsins eru oft ágæt og nálgunin athyglisverð – einkum í viðtalinu við Sigurjón Ólafsson og Kristmann Guðmundsson – en útkoman er ekki alltaf áhugaverð. Komin saman á eina bók verða viðtölin nokkuð eintóna. Þótt listsköpun margra við- mælendanna sé áhugaverð, er ekki þar með sagt að þeir tjái sig í viðtölum þannig að gaman sé að lesa. Ég átta mig ekki alveg á því hver tilgangurinn er með þessari bók. Sum viðtölin eru of innihalds- rýr til að þau geti talist mikilvæg heimild – nema kannski um það hversu dapurlegt er að verða gam- all listamaður. Önnur vitna oft á tíðum um gamla geðillskupúka – og það er ekki skemmtilegt lestr- arefni, nema helst sem blaðaviðtal og þá í samhengi við það sem er að gerast í lífi listamannsins og í samfélaginu á þeim tíma sem það birtist sem slíkt. Að ósekju hefði höfundur mátt hafa formála um hvern listamann; segja, t.d. frá því af hvaða tilefni viðtalið var tekið, eða hvaða átakamál í listaheimin- um eða þjóðfélaginu voru efst á baugi. Þegar blaðamaður riggar upp kvartaldar gömlum viðtölum sínum á bók, hráum og án nokk- urra skýringa, læðist að manni sá grunur að hann sé fremur að búa til heimild um sjálfan sig en lista- mennina sem eru viðmælendur hans. Það ber vott um hégóma og skort á sjálfsgagnrýni. Margir þessara listamanna höfðu töluvert að segja áður en þessi viðtöl voru tekin og árin eftir að þau voru tekin. Sumir þeirra brugðust við hræringum í samfélaginu alla tíð. Væri þeim safnað saman, hefðum við kannski efni sem nýttist sem heimild um viðkomandi listamann. Listamenn heimsóttir Vaclav Havel kom til Íslands rétt eftir að hann var kominn í forstea- embættið í Tékkóslóvakíu. Hann var búinn að skipa Frank Zappa í heiðurssæti í ríki sínu og sýndi á sér ýmis merki að hann yrði allt öðruvísi þjóðarleiðtogi en aðrir. Hann kom hingað í stutta heim- sókn til að sjá Umbreytinguna, leikrit eftir sig sem hafði ekki farið annars staðar á svið og Brynja Benediktsdóttir kom upp hér, en þau hjónin, Brynja og Erlingur, þekktu Havel frá þeim árum þegar hann var óvinur ríkis- ins númer eitt. Það var falleg saga af hinum nýkjörna forseta sem hér dvaldi aðeins í tæpan sólarhring, fór því snemma heim úr veislum, en stóð áður vandræðalegur við fataheng- ið og horfði á aragrúa af svörtum frökkum sem þar héngu. Einhver gaf sig á tal við manninn: hvort hann þyrfti aðstoð? Jú, í öllum flýtinum við brottför hafði for- setaskrifstofan fattað að nýi for- setinn átti ekki almennilegan frakka og því rokið til og keypt á hann fínasta frakka sem fékkst í Prag. Gallinn væri sá að hann vissi ekki hvernig frakkinn liti út, hafði bara farið í hann einu sinni fyrr um kvöldið... Þessa dagana situr Vaclav vest- ur í Ameríku sem gestaprófessor í Columbia-háskólanum. Þar kynntu forstöðumenn vandlátum stúdent- um þennan happafeng en krakk- arnir litu hvert á annað og spurðu svo Vaklaf hvað? Hver er það? Þegar sjö vikna vist Vaclav lauk vissu allir hver hann var. Krakkarnir voru rétt fædd þegar hann settist í forsetastólinn eftir flauelsbyltinguna. Hann hefur haldið fyrirlestra, tekið þátt í pall- umræðum með starfsbróður sínum Clinton, Stundað leikhús og síðdegisboð í New York. Kanar fengu hann til sín eftir mikla eftirgangsmuni: Á undan honum var Omar Panuk gestkom- andi þeirrra í Columbia. Nýlega lauk átta vikna hátíð á Ónefnda leikhúsinu á Manhattan þar sem sextán verk hans voru leikin, ein heimsfrumsýning og tvær frumsýningar á enska mál- svæðinu. Endurminningar hans koma út hjá Alfred Knopf í maí og bera kunnuglegt heiti sem á sér tilvís- un í Kafka: Kastalinn: Hugleiðing- ar um mitt undarlega líf sem hetja í ævintýri. Bókin var tekin saman í Washington í fyrra og geymir viðtöl, dagbókarbrot og endur- minningar af forsetastóli. Ekki var sú seta honum gæfurík. Menn eru misjafnlega sniðnir í hofróðu- hlutverk. Hann var gerður að for- seta Tékkneska lýðveldisins 1993. Þremur árum síðar greindist hann með lungnakrabba enda verið ákafur smóker eins og átrúnaðar- goðið Zappa. Hann segir í viðtali við New York Times fyrir helgi að forsetatíð hans sé eins og gap: þrettán ára seta á forsetastóli valdi því að hann sé á eftir. Hann er hvorki svartsýnn né bjartsýnn á stöðu mála í Evrópu, vill að Tyrk- land sé tekið inn í Efnahagsbanda- lagið, kallar innrásina í Írak fíaskó, sem hann studdi þó á sínum tíma. Spurður um forseta Banda- ríkjanna sem heiðraði hann með Frelsisorðunni fyrir vikið, svarar hann að þjóðir fái þá forseta sem þær kjósi. Aðspurður um heittrúarmenn íslam minnir Havel á að í kristn- um söfnuðum fyrirfinnist hrein- trúarmenn líka og engin trúar- brögð geti státað af eins glæsilegum ferli í misbeitingu valds um allan heim: „Kristnin á sín stóru dæmi um útrýmingu annarra menningarheima.“ Nú vinnur hann að leikverki sem byggir á fornu sögunni um Lé konung. Viðtökur nýju verkanna í New York voru misjafnar: Time Out sagði nýjustu verk hans ekki hafa farið á svið nema vegna feril- skrár höfundarins. Nýju bókina sína mun hann kynna í vor um Bandaríkin. Þar fjallar hann á gamansaman hátt um erfiðleika í hinum formfasta parti starfa for- seta þjóðar sem er nýsloppin úr greipum kommúnismans. Þar með er lokið þeim kafla í lífi hans. Nú vill hann skrifa leikrit. Vachlav Havel hefur fundið frakkann sinn. Vachlav Havel á sínu róli 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI Stóra sviðið kl. 20:00 Afgreiðsla er opin kl. 12:30 – 18:00 mán. – þri. Aðra daga kl. 12:30 – 20:00. STÓRFENGLEG! eftir Peter Quilter Lau. 6/1, lau. 13/1 lau. 20/1, lau. 27/1. SITJI GUÐS ENGLAR eftir Guðrúnu Helgadóttur. Leikgerð Illugi Jökulsson. Fös. 29/12 kl. 20:00 uppselt, lau. 30/12 kl. 14:00 uppselt og kl. 17:00 uppselt, lau. 6/1 kl. 14:00 örfá sæti laus, sun. 7/1 kl. 14:00 örfá sæti laus og kl. 20:00, lau. 13/1 kl. 14:00 nokkur sæti laus, sun. 14/1 kl. 14:00 örfá sæti laus, lau. 20/1 kl. 14:00 örfá sæti laus, sun. 21/1 kl. 14:00 nokkur sæti laus. BAKKYNJUR eftir Evripídes Frumsýning 26/12 uppselt, 2. sýn. mið. 27/12 örfá sæti laus, 3. sýn. fim. 28/12 örfá sæti laus, 4. sýn. fim. 4/1 örfá sæti laus, 5. sýn. fös. 5/1 örfá sæti laus, 6. sýn. fim. 11/1 örfá sæti laus, 7. sýn. fös. 12/1 nokkur sæti laus, 8. sýn. fim. 18/1. LEITIN AÐ JÓLUNUM eftir Þorvald Þorsteinsson Í dag sun. 17/12 kl. 13:00 uppselt, kl. 14:30 uppselt og kl. 16:00 uppselt, fös. 22/12 kl. 13:00 uppselt, lau. 23/12 kl. 13:00 uppselt. Leikhúsloftið SKOPPA OG SKRÍTLA eftir Hrefnu Hallgrímsdóttur Lau. 6/1 kl. 11:00 uppselt, kl. 12:15 og kl. 14:00, sun. 7/1 kl. 11:00, kl. 12:15 og kl. 14:00, lau. 13/1 kl. 11:00, kl. 12:15 og kl. 14:00 örfá sæti laus, sun. 14/1 kl. 11:00, kl. 12:15 og kl. 14:00 uppselt. Kúlan Smíðaverkstæðið kl. 20:00 PATREKUR 1,5 eftir Michael Druker. Lau. 6/1, lau. 13/1 nokkur sæti laus, lau. 20/1 Ath! Miðaverð aðeins 1.500 kr. fyrir nema gegn framvísun skólaskírteinis. Miðasala í síma 551 1200 og á netinu www.leikhusid.is. Fæst nú á geisladiski í miðasölu Þjóðleikhússins og Hagkaupum.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.