Fréttablaðið - 17.12.2006, Side 74

Fréttablaðið - 17.12.2006, Side 74
Rannsóknarskýrslan um bílslys Díönu prinsessu og Dodi Al-Fayed hefur fengið misjöfn viðbrögð. Bresku götublöðin hafa keppst um að grafa eitthvað krassandi upp úr rúmlega átta hundr- uð síðna skýrslu Stevens lávarðs en meðal þess er meint þriðja kon- an í lífi Karls Breta- prins. Skýrsla Stevens um bílslysið sem varð til þess að Díana prins- essa og elskhugi hennar, Dodi Fayed, létust var birt á fimmtudaginn. Hún var þrjú ár í vinnslu og var ætlað að svara þeim fjöl- mörgu samsæris- kenningum sem hafa verið uppi. Fram kemur í skýrslunni að Díana var ekki í brúð- kaupshugleiðingum og átti ekki von á barni eins og faðir Dodi Faeyd, Mohammed Al Fayed, hefur haldið fram. Þá er því vísað á bug að breska leyniþjónustan hafi haft eitthvað með málið að gera. Breska blaðið The Daily Mail telur sig hafa fundið vísbendingar um að Díana prinsessa hafi óttast um líf sitt og erkifjanda síns, Camillu Parker Bowles, sem Karl er kvænt- ur í dag. Blaðið greinir frá því að lögfræðingur Díönu, lávarðurinn Mischon, hafi afhent forsvars- mönnum rannsóknarinnar á dauða Díönu minnisbréf þar sem hún lýsti þungum áhyggjum yfir að sér yrði rutt úr vegi til að rýma fyrir nýrri konu. Stevens lávarður við- urkenndi á blaðamannafundi að þetta væri rétt og að Díana hefði ekki verið að ræða um Camillu Parker, núverandi eiginkonu Karls. Sú sem um ræðir er sam- kvæmt Daily Mail barnfóstr- an Tiggy Legge-Bourke en hún gekk prins- unum Harry og Vil- hjálmi í móðurstað þegar foreldrar þeirra skildu. Samkvæmt skýrsl- unni var Díana þess fullviss að Karl og Bourke ættu í ást- arsambandi. Hún er sögð hafa gengið á fóstruna í jólaboði árið 1995 þess full- viss að Bourke hefði misst fóstur eftir Karl. „Mér þykir fyrir því með barnið,“ á Díana að hafa sagt við Tiggy Legge. Daily Mail hafði í kjölfar- ið samband við Tiggy sem nú er gift og býr í Suður- Wales en hún sagðist ekki ætla að ræða við blöðin. Stevens lávarður neitaði að nefna þriðju konuna á nafn í skýrslunni sem og á blaðamanna- fundi. Fram kom hins vegar að Karl prins kannaðist ekki við þessar áhyggjur Díönu á meðan þau voru gift og hafði ekki heyrt af þeim fyrr en einkaþjónn Díönu, Paul Burrell, birti minnis- blaðið frá Mishcon árið 2003 í fjöl- miðlum. „Hann kannaðist við nafn- ið og konuna sem fjölskylduvin en ekki komu fram neinar hugmyndir um að hann hygðist giftast henni,“ segir í skýrslu Stevens. Skýrsla Stevens lávarðar fékk blendin viðbrögð hjá breskum almenningi sem virðist sannfærð- ur um að breska konungsfjölskyld- an hafi eitthvað óhreint mjöl í pokahorninu hvað dauða Díönu varðar. Fjölskylda prinsessunnar af Wales lýsti því hins vegar yfir að hún væri sátt við niðurstöðuna og undir það tóku prinsarnir tveir, Harry og Vilhjálmur. Mohammed Al Fayed, faðir Dodis Fayed, sagði skýrsluna hins vegar argasta bull og hélt fast við sína skoðun um að leyniþjónusta Bretlands og kon- ungsfjölskyldan hefðu ráðið Dodi og Díönu af dögum. Leikarinn George Clooney segir að með tilkomu nýrrar tækni, eins og myndavélasíma þurfi hann sífellt að hafa varann á og geti hann því ekki notið sín í frítíma sínum eins og forðum. „Allir eiga myndavélasíma svo í hvert ein- asta skipti sem maður stígur feilspor þá er einhver mættur til þess að taka það upp og skjalfesta það. Alveg ömurlegt,“ segir Cloon- ey í viðtali við skoska blaðið Daily Record. Clooney er nú með tvær myndir í burðarliðinum, The Good German og Ocean‘s 13 og eru þær væntanlegar á næstu misserum. Myndavéla- símar til vansa Hljómsveitin Amiina hélt á dögun- um útgáfutónleika í Tjarnarbíói í til- efni af útkomu smáskífunnar Seoul. Fjöldi tónlistaráhugamanna mætti á staðinn til að hlýða á ómþýða tóna þessarar elskulegu sveitar. Seoul hefur að geyma tvö lög af fyrstu breiðskífu Amiina sem er væntanleg í febrúar eða mars. Einn- ig er á smáskífunni lag sem verður ekki á plötunni. Um miðjan mars ætlar Amiina síðan í sex vikna tón- leikaferðalag um heiminn til að fylgja plötunni eftir. Ómþýðir tónar Amiinu Hljómsveitin Sviðin jörð hélt á dögunum útgáfu tónleika á Grand rokki í tilefni af útkomu plötunnar Lög til að skjóta sig við. Sveitin er skipuð þeim Frey Eyjólfssyni og Magnúsi R. Einarssyni en um textagerð á plötunni sá Davíð Þór Jónsson. Margt var um manninn á tón- leikunum og lét fólk vel af kántrískotinni tónlist Sviðinnar jarðar. Kántrískotnir félagar

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.