Fréttablaðið - 22.12.2006, Síða 18

Fréttablaðið - 22.12.2006, Síða 18
 Rannsóknarnefnd sjóslysa yfirheyr ði í gær skipverja á flutningaskipinu Wilson Muuga en það strand- aði um fimmleytið á þriðju- dagsmorgun. Ingi Tryggvason, formaður nefndarinnar, sagði yfirheyrsl- ur hafa gengið ágætlega. „Við vitum ekki ennþá hvað olli því að sjálfstýringin bilað. Skipverjar [á Wilson Muuga] telja ótvírætt að sjálfstýringin hafi bilað en við höfum ekki ennþá fengið tækifæri til þess að skoða vélarrými skipsins.“ Eins og greint var frá í Fréttablaðinu í gær björguðust allir áhafnarmeðlimir Wilson Muuga en þyrla Landhelgisgæsl- unnar bjargaði mönnunum í landi við erfiðar aðstæður. Rannsóknarnefnd danska sjóhersins sér um að yfirheyra skipverja á danska varðskipinu sem aðstoðaði við björgunina. Yfirheyrði skipverjana Guðmundur Ásgeirsson, stjórnarformaður Nesskipa, segir að búið sé að dæma Wilson Muuga ónýtt. „Skipið fer aldrei á sjó meir,“ segir hann. Mikilvægast sé að reyna að ná olíunni á land og það sjái Umhverfisstofnun um nema samkomulag náist við tryggingafélögin um annað. „Næsta skref er að reyna að ná olíunni á land og síðan þarf að fjarlægja flakið seinnipart vetrar. Það þýðir ekkert að gera það þegar það er birta þrjá tíma á dag og alltaf vitlaust veður. Við höfum sex mánuði til að fjarlægja skipið að sögn Umhverfisstofnunar.“ Wilson Muuga ekki meir á sjó Ströndin frá Hvals- nesi að Sandgerði er í mestri hættu ef olía lekur úr Wilson Muuga. „Flekkurinn getur borist víða og haft óheillavænleg áhrif. Ákveðinn hluti af olíunni gufar upp en megnið heldur sig í sjónum og hefur þar áhrif á allt lífríki. Líf- verurnar taka upp olíusamböndin og þau hafa skaðvænleg áhrif á starfsemi lífveranna,“ segir Jör- undur Svavarsson, prófessor í sjávarlíffræði við Háskóla Íslands. Þungar olíur eins og hráolía og svartolía sem ná landi fljótlega eftir að þær fara í sjóinn geta haft alvarleg áhrif á umhverfið. Meng- un er alvarleg þegar fuglar verða olíublautir en minna sýnileg áhrif á gróður og dýralíf eru ekki síður alvarleg. Fyrstu áhrif olíu á lífríki stranda og sjávar geta verið lítil en þau geta líka orðið til þess að allt lifandi drepst á tilteknu svæði. Strandsvæði sem fangar olíuflekk, til dæmis leirur eða votlendi, getur orðið sérlega illa úti. Fjöl- breytilegt og friðað lífríki er á strandlengjunni norðan við strand- staðinn, bæði margvíslegt fuglalíf og lífmiklar fjörur. Fyrir opnu hafi verða áhrif olíumengunar tiltölulega lítil þar sem saman fer hratt niðurbrot olíunnar og takmarkað lífríki en áhrifin á strönd í skjóli eru meiri. Skjólsælustu strandirnar eru gjarnan með leirum og votlendi. Slík svæði fanga gjarnan olíu- flekki. Svæði af þessu tagi eru við Ósa og í Sandgerði og teljast þau í mikilli hættu. Eitrunaráhrif olíunnar skiptir máli þegar hugsanleg áhrif olíu- mengunar eru metin. Verulegur munur er á eitrunaráhrifum hrá- olíuflekks sem nær landi stuttu eftir að hann kemst í sjóinn eða flekks sem hefur veðrast á rúmsjó dögum saman áður en hann nær landi. Þegar olía dreifist í vatn eða sjó verða ýmsar breytingar á henni sem stýra hegðun hennar. Þetta kemur fram í gögnum frá Umhverfisstofnun. Þegar áhrif olíumengunar á umhverfið eru metin skiptir máli hversu seig olían er, hversu hratt hún gufar upp og hver þykkt henn- ar er, hvort hún gufar upp eða sekkur. Hraði uppgufunarinnar fer mest eftir því hvernig olían er samsett. Náttúruleg dreifing olí- unnar getur átt sér stað þegar örfínir olíudropar dreifast um vatnið. Olían getur sest á botninn í kekkjum og svo getur sólin orðið til þess að ný efnasambönd mynd- ist í henni. Dýralífið þolir illa olíu Olíumengun getur haft óheillavænleg áhrif á fugla, fiska og smádýralíf. Mesta mengunin getur orðið á leirum í Ósum og Sandgerði þar sem eru skjólsælar strandir sem virka eins og olíugildrur. Flutningaskipið Wilson Muuga situr stöðugt í Hvalsnesfjöru og ekkert bendir til annars en að það sitji áfram á sínum stað. Landhelgisgæslan flaug yfir strandsvæðið í dag og sáust þá tveir eða þrír litlir olíublettir á reki norður með ströndinni. Hávar Sigur- jónsson, upplýsingafulltrúi Umhverfisstofnunar, segir að erfitt sé að segja til um hve olíuna rekur langt. Sjö menn sigu ásamt búnaði um borð í flutninga- skipið Wilson Muuga í Hvalsnesfjöru við Sandgerði í dagsbirtu í gær og hófu undirbúning að því að dæla olíu úr skipinu. Hávar var bjartsýnn en sagði þó ekki hægt að dæla fyrr en veður gengi niður. Hins vegar væri hægt að dæla svartolíunni upp úr tönkunum og hefja undirbúning að því að dæla henni í land. „Öll svartolían er enn í skipinu. Botntankarnir virðast heilir og enginn sjór hafa blandast við hana. Olían í sjón- um er líklega úr dísilolíutanki undir vélarrúminu. Það er miklu auðveldara við hana að eiga. Hún er þynnri, brotn- ar hraðar niður og svo er þetta minna magn. Meðan ekk- ert annað fer í sjóinn er staðan mjög góð,“ segir hann. „Við sjáum til þegar lygnir hvort olían berst upp í fjörur eða ekki. Yfirgnæfandi líkur eru á að olían leysist upp og valdi litlum sem engum skaða þegar þeytist til og frá í briminu.“ Ákveðin svæði verða vöktuð í nótt til að fylgjast með því hvort olíuna reki í land. Olíudæling undirbúin úr skipinu Rannsóknardeild lögreglunnar í Keflavík hefur ekki komist að því hvað olli því að sjálfstýring í flutningaskip- inu Wilson Muuga bilaði með þeim afleiðingum að skipið strandaði skammt frá Hvals- nesi sunnan við Sandgerði. Tólf skipverjum var bjargað af skipinu á strandstað en 25 ára Dani, Jan Nordskov Larsen, lést er átta skipverjar af danska varðskipinu Triton reyndu að komast um borð í Wilson Muuga skömmu eftir að það strandaði. Jóhannes Jensson rannsókn- arlögreglumaður segir yfirheyrslur ganga hægt. „Við erum með túlka með okkur en yfirheyrslur eins og þessar ganga yfirleitt hægt. Við höfum farið um borð og skoðað vélina en eigum eftir að skoða þessi mál enn betur.“ Skipverjar á Triton hafa ekki verið yfirheyrðir ennþá en verða líklega yfirheyrðir í dag. Orsök bilunar ekki ljós enn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.