Fréttablaðið - 02.01.2007, Blaðsíða 20
fréttir og fróðleikur
Enginn friður í augsýn
Í starfi menningarstofnana,
sérstaklega safna, er gott
og öruggt varðveislu- og
geymslurými sá þáttur sem
er mikilvægastur. Geymslu-
málum menningarstofnana
á Íslandi er ábótavant og
samvinna stofnana lítil sem
engin. Úrbætur þola enga bið
og í stjórnkerfinu eru notuð
orð eins og ófremdarástand
til að lýsa stöðunni í safna-
málum. Vandi Listasafns
Íslands og Þjóðskjalasafns
Íslands er mestur.
Starfshópur um varðveislu- og
geymslumál þrettán menningar-
stofnana sem Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir menntamálaráð-
herra hefur látið vinna kemst að
þeirri niðurstöðu að þörf fyrir nýtt
varðveisluhúsnæði fyrir menning-
ararf þjóðarinnar sé tæplega
15.450 fermetrar auk 1.550 fer-
metra til geymslu á leikmyndum
og búnaði. Þetta er nálægt því að
vera tvöföldun á því geymslurými
sem stofnanirnar hafa yfir að ráða
í dag. Safnafólk fagnar framtaki
menntamálaráðherra og telur nið-
urstöður starfshópsins forsendu til
úrbóta. Hingað til hafi vandinn
verið þekktur án þess að heildaryf-
irsýn hafi verið til staðar.
Það er ljóst að nokkur varðveislu-
verkefni þola enga bið og stjórn-
völd verða að sinna strax. Reisa
verður sameiginlegt þjónustu- og
varðveisluhús fyrir höfuðsöfnin
tvö sem starfa eftir safnalögum,
Þjóðminjasafn og Listasafn Íslands,
og að byggð verði, eða leigð, varð-
veislubygging fyrir fjargeymslur
Þjóðskjalasafnsins og Landsbóka-
safns Íslands. Einnig er nauðsyn-
legt að stjórnvöld taki ákvörðun
um framtíðaraðsetur Þjóðskjala-
safnsins við Laugaveg og endurbót-
um þar innandyra verði lokið á
næstu fimm árum.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
menntamálaráðherra segir að
ástæðan fyrir skipun starfshópsins
hafi verið sú að nauðsynlegt hafi
verið að greina vandann því án þess
hafi ekki verið hægt að sjá bestu
leiðirnar til að leysa vandann á hag-
kvæman hátt. Nú sé það á borði rík-
isstjórnarinnar að ákveða hvernig
geymslumálum menningararfsins
verði sinnt, með þær upplýsingar
sem nauðsynlegt var að hafa til að
taka slíkar ákvarðanir. „Ég tel að
núna séum við vel í stakk búin til að
taka frekari skref. Ég er bjartsýn.
Það er gríðarleg ábyrgð sem fellur
á okkur sem nú lifum að skila menn-
ingararfinum heilum til næstu kyn-
slóða og það þýðir ekki að vera með
neinar vífilengjur lengur hvað það
varðar.“
Núverandi geymslurými Listasafns
Íslands er 653 fermetrar að stærð í
fjórum aðskildum byggingum.
Aðeins ein þeirra stenst kröfur um
varðveislu og öryggi og er 160 fer-
metrar að stærð. Hinar geymslurn-
ar þrjár, sem eru 493 fermetrar að
stærð samtals, eru allt frá smáher-
bergjum upp í lagerhúsnæði og
standast hvorki kröfur um öryggi
né sem geymslur yfirleitt. Stækk-
unarþörf geymslurýmis Listasafns-
ins er 3.840 fermetrar fyrir næstu
20 árin og hefja þarf umbætur í
safninu án tafar.
Listasafn Íslands er annað höf-
uðsafna þjóðarinnar ásamt Þjóð-
minjasafninu, en Náttúrugripasafn-
ið verður þriðja höfuðsafnið þegar
sérlög um það hafa verið sett. Meg-
inhlutverk listasafnsins er að varð-
veita menningararf þjóðarinnar á
sviði myndlistar frá lokum 19. aldar
til líðandi stundar. Listasafnið flutti
í núverandi húsnæði árið 1987 en þá
var þegar ljóst að húsnæðið myndi
ekki rúma safnkostinn. Þess vegna
var ákveðið að geyma listaverk „í
öðru rými sem ekki var til þess
ætlað þar til betri lausn fyndist“,
eins og segir í skýrslu starfshóps-
ins. Þar segir að þrengsli séu mikil
á safninu og því hafa smáherbergi
og gangar í húsnæði safnsins verið
nýttir sem geymslur „við mjög mis-
jafnar aðstæður“. Einnig segir um
389 fermetra lagerpláss sem Lista-
safnið hefur á leigu: „Þetta er opið
geymslurými þar sem höggmyndir,
innsetningar og fleiri þrívíð lista-
verk eru í geymslu. Geymsla þessi
er óaðgengileg og stenst ekki kröf-
ur um öryggi í listaverkageymsl-
um. Árstíðabundnar sveiflur eru á
raka og hita.“
Meirihluti húsnæðis Þjóðskjala-
safns Íslands við Laugaveg er ófrá-
gengið sem kemur í veg fyrir að
safnið geti uppfyllt skyldur sínar
sem lögboðin viðtökustofnun skjala
hins opinbera. Flytja þarf skjöl
utandyra frá geymslum safnsins á
lestrarsal sem stefnir varðveislu
þeirra í voða. Yfir 130 stofnanir eru
á lista yfir þá sem vilja skila skila-
skyldum skjölum nú þegar en ekki
er hægt að verða við óskum þeirra
sökum aðstöðuleysis. Heildarhús-
næði safnsins er um 9.500 fermetr-
ar en húsrýmisáætlun nýbyggingar
gerir ráð fyrir að safnið þurfi
19.000 fermetra, þar af um 12.800
fermetra geymsluhúsnæði.
Á þeim 20 árum sem liðin eru
síðan húsnæði mjólkurstöðvarinn-
ar að Laugavegi 62 var keypt fyrir
Þjóðskjalasafnið hefur verið unnið
að innréttingum og endurbótum,
en árið 1995 bættist húsið að Lauga-
vegi 164a við húsakostinn. Á þeim
tíma hafa 2.275 fermetrar verið
endurbættir eða um 24 prósent.
Ófrágengnir eru því 7.295 fermetr-
ar auk þess sem bent hefur verið á
þörf fyrir um 3.000 fermetra
nýbyggingu á lóð safnsins fyrir
lestrarsal og fleira. Í sjö ár hefur
lestraraðstaða safnsins verið í
gamalli ísbúð sem lítið hefur verið
gert fyrir.
Í hnotskurn er vandi safnsins að
mati starfshópsins eftirfarandi:
Frágangur skjalageymsluhúsa er á
eftir áætlun. Þjónusta við almenn-
ing á lestrarsal er í lágmarki vegna
aðstöðuleysis. Öll vinna við
afgreiðslu úr skjalasöfnum er erfið,
tímafrek og mikið óhagræði að hafa
ekki flutningsleiðir undir þaki.
Áralöngum endurbótum á húsa-
kosti og sýningaraðstöðu Þjóð-
minjasafnsins er nýlokið og endur-
bætt geymsluhúsnæði var tekið í
notkun árið 1998. Eftir sem áður er
stór hluti af minjum safnsins í
smærri geymslum sem uppfylla
ekki kröfur um varðveislu þjóð-
minja og stofnunin metur stækkun-
arþörf geymslurýmis um 5.000 fer-
metra. Helst er illa búið að
tækniminjum og stærri hlutum svo
sem bílum, vélum og bátum. Bátar
eru til dæmis vistaðir utanhúss
vegna skorts á sérstöku geymslu-
húsnæði fyrir slíka muni.
Ljóst er að geymsluvandi stofnana
sem heyra undir menntamálaráðu-
neytið er mismunandi og greina
þarf húsnæðisþörf þeirra nákvæm-
lega áður en ákvarðanir eru teknar
um uppbyggingu. Eins eru miklir
möguleikar sem felast í því að stofn-
anir sameinist um geymslur og
hefur menntamálaráðherra bent á
að slíka hagræðingu verði að skoða
af gaumgæfni. Eins skal tekið fram
að nokkrar minni stofnanirnar hafa
viðunandi aðstöðu og er það vel.
Umræða um húsnæðisvanda
Náttúrufræðistofnunar Íslands og
Náttúrugripasafns Íslands hefur
verið mikil að undanförnu vegna
óhappa sem þar hafa komið upp í
geymslum og sýningaraðstöðu.
Kannski má líta á þau atvik sem
dæmi um hvernig fer með menn-
ingararfinn; ómetanlegar gersem-
ar þjóðarinnar sem aldrei verða
bættar, þegar eitthvað bregður út
af. Næst verður það ekki arnar-
hamur eða blautur geirfugl heldur
málverk eftir einhvern af höfuð-
snillingum íslenskrar myndlistar,
eða skjal sem var dregið upp fyrir
hundruðum ára.
Það vantar samband á milli
stjórnmálamanna, fræðaheimsins
og þeirra sem fara með safnamál.
Umræða verður að eiga sér stað
um þessi málefni, og það í breiðum
skilningi. Þjóðin öll sem og þeir
sem gerst þekkja til málefna ein-
stakra fræðasviða verða að taka
þátt í þeirri orðræðu.
Kjarval í kjallaraholunni
Lög kynnt að
hætti kúrekans