Fréttablaðið - 02.01.2007, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 02.01.2007, Blaðsíða 27
Mikilvægt er að gefa sér tíma til að ganga frá jólaskrautinu á þann hátt að það skemmist ekki og auðvelt sé að nálgast það næstu jól. Guðrún Brynjólfsdóttir er skipu- leggjari og rekur hún fyrirtækið Röð og regla. Hún aðstoðar fólki við að koma skipulagi á heimilið og ráðleggur því hvernig er best að ganga um svo að hlutirnir haldist þar sem þeir eiga að vera. Hún hefur aðstoðað einstaklinga og fjölskyldur, sem og fyrirtæki. Nú þegar jólin eru senn á enda er mikil vinna fram undan við að koma jólaskrautinu aftur í geymslu. Guðrún kann nokkur ráð sem gera það að verkum að aðkom- an næsta ár verður eins góð og mögulegt er. „Ef við byrjum á jólatrénu er gott að geyma allt skrautið á því í sama kassa og sniðugt er að setja jólakúlurnar aftur í kassann sem þær komu í,“ segir Guðrún. „Svo má vefja jólaseríuna upp á til dæmis hólk af eldhúsrúllu. Það má líka vefja hana upp í höndun- um og binda hana svo þannig að hún fari ekki út um allt.“ Annað jólaskraut má flokka eftir stærð eða gerð hluta. „Gott er að vefja brothættum hlutum inn áður en þeim er komið fyrir í kassa,“ segir Guðrún. „Kössunum er svo komið fyrir á vísum stað í geymslu, kannski framarlega þar sem gott er að ná í þá fyrir næstu jól.“ Guðrún mælir með glærum kössum og segir að ekki skemmi séu þeir á hjólum. Slíka kassa má fá í Rúmfata- lagernum fyrir sanngjarnt verð. Jólaskrautinu pakkað niður í röð og reglu Verslunin Rúmgott · Smiðjuvegi 2 · Kópavogi · Sími 544 2121 Opið virka daga frá kl. 10-18 - laugardaga kl. 11-16 Á HÆGINDASTÓLUM MEÐ NUDDI 20-65% AFSLÁTTUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.