Fréttablaðið - 02.01.2007, Síða 27

Fréttablaðið - 02.01.2007, Síða 27
Mikilvægt er að gefa sér tíma til að ganga frá jólaskrautinu á þann hátt að það skemmist ekki og auðvelt sé að nálgast það næstu jól. Guðrún Brynjólfsdóttir er skipu- leggjari og rekur hún fyrirtækið Röð og regla. Hún aðstoðar fólki við að koma skipulagi á heimilið og ráðleggur því hvernig er best að ganga um svo að hlutirnir haldist þar sem þeir eiga að vera. Hún hefur aðstoðað einstaklinga og fjölskyldur, sem og fyrirtæki. Nú þegar jólin eru senn á enda er mikil vinna fram undan við að koma jólaskrautinu aftur í geymslu. Guðrún kann nokkur ráð sem gera það að verkum að aðkom- an næsta ár verður eins góð og mögulegt er. „Ef við byrjum á jólatrénu er gott að geyma allt skrautið á því í sama kassa og sniðugt er að setja jólakúlurnar aftur í kassann sem þær komu í,“ segir Guðrún. „Svo má vefja jólaseríuna upp á til dæmis hólk af eldhúsrúllu. Það má líka vefja hana upp í höndun- um og binda hana svo þannig að hún fari ekki út um allt.“ Annað jólaskraut má flokka eftir stærð eða gerð hluta. „Gott er að vefja brothættum hlutum inn áður en þeim er komið fyrir í kassa,“ segir Guðrún. „Kössunum er svo komið fyrir á vísum stað í geymslu, kannski framarlega þar sem gott er að ná í þá fyrir næstu jól.“ Guðrún mælir með glærum kössum og segir að ekki skemmi séu þeir á hjólum. Slíka kassa má fá í Rúmfata- lagernum fyrir sanngjarnt verð. Jólaskrautinu pakkað niður í röð og reglu Verslunin Rúmgott · Smiðjuvegi 2 · Kópavogi · Sími 544 2121 Opið virka daga frá kl. 10-18 - laugardaga kl. 11-16 Á HÆGINDASTÓLUM MEÐ NUDDI 20-65% AFSLÁTTUR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.