Fréttablaðið - 02.01.2007, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 02.01.2007, Blaðsíða 42
60 ára Ólafur Einar Sigurðsson verður sextugur 2. janúar 2007. Hann tekur á móti ætting jum og vinum í Skátaheimilinu Hraunbyrgi við Hjallabraut í Hafnarfirði kl. 18.00 á afmælisdaginn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, María Sigmundsdóttir lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi að morgni 23. desember. Útförin fer fram frá Digraneskirkju mið- vikudaginn 3. janúar kl. 13.30. Þeim sem vilja minnast hinnar látnu er bent á Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra. Ásgeir J. Guðmundsson Sigmundur Ásgeirsson Kristín Ottesen Guðmundur Ásgeirsson Helga Ólafsdóttir Þóra Ásgeirsdóttir Þorvaldur Gíslason Ásgeir J. Ásgeirsson Berglind Harðardóttir barnabörn og barnabarnabarn. Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Hermann Jónasson Geir Harðarson Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Gunnar Kristján Haraldsson Rauðagerði 51 n.h., áður til heimilis að Möðruvallastræti 2, Akureyri, sem lést 20. desember, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 5. janúar kl. 13.00. Valgerður Nikólína Sveinsdóttir Dagmar Jenný Gunnarsdóttir Haraldur Sveinn Gunnarsson Lilja Elísabet Garðarsdóttir Ragnar Kristinn Gunnarsson Guðbjörg Hjördís Jakobsdóttir Hildigerður Margrét Gunnarsdóttir Jóna Ólafsdóttir Gunnar Björn Gunnarsson Inga Valdís Heimisdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Tilkynningar um merkisatburði, stórafmæli og útfarir í smáletursdálkinn hér að ofan má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysin- gar@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5000. „Konur eru sýnilega betur gefnar en karlmenn.“ „Það væri gaman að fá bíl í afmælis- gjöf,“ segir Jón Gnarr, en hann á fer- tugsafmæli í dag. „Bíllinn minn er orð- inn gamall og ónýtur, þannig að ef einhver gæfi mér bíl væri það mjög gaman. Ég á samt ekkert von á því. Þegar ég var lítill voru alltaf vörutaln- ingar 2. janúar, svo að ég fékk bara bensínstöðvadót í afmælisgjöf.“ Jón hefur komið víða við á ferli sínum, en hann hefur leikið í leikritum og kvikmyndum, skrifað og leikið í sjónvarpsþáttum, stjórnað útvarps- þáttum og skrifað bækur, svo fátt eitt sé nefnt. Hann telur þó ekki að toppn- um sé náð. „Dostojevskí skrifaði nú ekkert af viti fyrir fertugt. Hann var orðinn gamall þegar hann skrifaði Karmazov- bræðurna,“ segir Jón. „En þurfti náttúrulega að vera aðeins í Síberíu í fangabúðum. Að hugsa sér, karlgreyið. Bara af því að hann hafði rangar skoð- anir.“ Fyrir jól kom út bók Jóns, Indján- inn, skálduð ævisaga, sem hefur feng- ið góðar undirtektir. En næst á dagskrá hjá honum eru störf á öðrum vett- vangi. „Ég er að vinna að sjónvarpsþáttum sem hvílir mikil leynd yfir og má ekk- ert segja um,“ segir Jón. „Það verður hringt í mig og ég skammaður ef ég segi eitthvað um þá. Sýningar hefjast líklega í mars.“ Útvarpsþátturinn goðsagnakenndi Tvíhöfði fer á ný í loftið þann 7. janúar á Rás 2, en Jón telur þættina vera eitt það skemmtilegasta sem hann hefur unnið að gegnum tíðina. Þættirnir, sem eru hugarfóstur hans og Sigurjóns Kjartanssonar, verða alla sunnudaga og eru klukkutími að lengd. „Tvíhöfði er bara alltaf eins og við Sigurjón erum og við erum nýir menn, endurnýjumst alltaf. Þetta verður í svipuðum anda og áður, en við höfum minni tími fyrir eitthvað röfl af því að þátturinn er styttri,“ segir Jón. Jón hefur brugðið sér í margra kvikinda líki gegnum tíðina, meðal annars í þáttunum Fóstbræðrum, sem eru endursýndir á Stöð 2. „Mér þótti alltaf vænt um gluggaþvottamanninn í London í Fóstbræðrum og ég hafði voða gaman af vitleysingunum tveim- ur í bláu göllunum sem við Sigurjón lékum. Þeir voru fallegir og einfaldir. En ég hef nú haft gaman af flestu sem ég hef gert,“ segir Jón. Jólamáltíðin var með óhefðbundnu sniði á heimili Jóns í ár. „Við borðuðum heimatilbúið sushi á aðfangadag. Ég er algjör sushi-snillingur, bjó til alls konar rétti,“ segir Jón. „Börnin sætta sig við þetta, annars fá þau ekkert.“ Aðspurður hversu mörg börn hann eigi segist Jón ekki muna það. „Sjö, eða sex, allavega svakalega mikið.“ Jón býst við að vera heima á afmæl- isdaginn. „Ef einhver hópur fólks vill fara blysför að húsinu mínu og ég get fengið að koma út á svalir og veifa þá verður það bara að koma á óvart. Ég nenni ekki að taka þátt í skipulagningu á svoleiðis, það væri hallærislegt. Ég get ekki staðið í því að tala við lúðra- sveit og svona.“ Harmleikur á Ibrox Park Jóhanna Þorbjargardóttir var fyrsta barn ársins 1977 og átti því þrítugs- afmæli laust eftir miðnætti í gær. „Ég er fædd klukkan 20 mínútur yfir miðnætti, þannig að ég held yfir- leitt upp á afmælið mitt með veislu á gamlárskvöld,“ segir Jóhanna. „Ég hélt upp á þrítugsafmælið með veislu heima hjá mér.“ Jóhanna segir að afmælið hennar gleymist ekki þrátt fyrir að það sé umkringt hátíðarhöldum af öðrum toga. „Fyrst er óskað gleðilegs árs og svo syngja allir fyrir mig afmæl- issönginn og gefa gjafir. Flestir eru of þreyttir á nýársdag til að ég geti haldið upp á þetta þá.“ Árið 1977 var meira umstang í kringum fyrsta barn ársins, að sögn Jóhönnu. „Þetta var allt mjög spenn- andi á sínum tíma. Ég á fullt af blaða- úrklippum og ég og foreldrar mínir fengum fullt af gjöfum. Þetta þótti miklu merkilegra á þessum tíma.“ Frægt er að foreldrar keppist við að barnið þeirra verði fyrsta barn ársins. Hjá Jóhönnu var þetta nokk- uð öruggt og nokkrir klukkutímar voru í fæðingu næsta barns. Jóhanna rekur heildverslunina Kleifarás ásamt móður sinni og syst- ur og stundar hestamennsku af mikl- um móð. „Ég held að árið 2007 verði gott ár,“ segir Jóhanna að lokum. Fæddist 20 mínútur yfir tólf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.