Fréttablaðið - 02.01.2007, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 02.01.2007, Blaðsíða 22
greinar@frettabladid.is Ekkert blað? 550 5600 Fyrst þú ert að lesa þetta þá hefurðu fengið Fréttablaðið. En til vonar og vara skaltu klippa þetta símanúmer út og hringja ef blaðið berst ekki. - mest lesið Hafnfirðingar fengu allir gjöf frá Alcan nú fyrir jólin. Í ljósvakamiðl- um mátti sjá auglýsingar frá álfyrirtækj- um og í prentmiðlum myndir af brosandi fólki við störf sín í álverum. Áróður álfyrirtækjanna er kominn á fullt enda átta forsvarsmenn þeirra sig á því að í kosningunum hér á landi í vor verður kosið um umhverfismál. Ekki bara nátt- úruverndarmál í þröngum skilningi heldur umhverf- isverndarmál og ábyrgð Íslendinga í hnattrænu samhengi. Og svo mikið er víst að álfyrirtækin munu leggja sitt af mörkum til að hér verði engin stefnubreyting. Hart hefur verið deilt um stórvirkjanir og nátt- úruspjöll af þeirra völdum undanfarin ár og hefur svo hart verið tekist á að forsvarsmenn Framsókn- arflokksins afneita stóriðjustefnunni sem núver- andi ríkisstjórn hefur rekið, m.a. með lágu orku- verði til stóriðjufyrirtækja, skattaívilnunum og þeirri staðreynd að íslensk náttúra hefur einskis verið metin þegar reisa á virkjanir og stóriðjuver. Nú er svo komið að við Íslendingar þurfum að velja hvert við stefnum og taka afstöðu óháð áróðri álfyrirtækjanna. Ætlum við að byggja hér upp einhæft atvinnulíf, auka hér losun gróðurhúsalofttegunda þvert á öll alþjóðleg markmið og spilla náttúru landsins enn frekar. Víglínan hefur verið dregin. Fyrir liggja óskir stóriðjumanna um allt að 250.000 tonna álver í Helguvík, allt að 250 þúsund tonna álver við Húsa- vík, stækkun á Grundartanga upp í 260.000 tonn og síðast en ekki síst stækk- un í Straumsvík upp í heil 460 þúsund tonn! Ekki má gleyma álverinu í Reyðar- firði sem verður rúm 340.000 tonn. Það er tími til kominn til að staldra við. Fyrir utan álverið í Reyðarfirði er hægt að endurskoða öll þau vilyrði sem liggja fyrir um álverksmiðjur. Til þess er engum betur treystandi en Vinstri-grænum sem hafa lagt línurnar í umhverfismálaumræðu hér á landi. Nú þarf að stoppa áður en höfuðborgar- svæðið allt verður umkringt af verksmiðjum. Það þarf að hugsa til framtíðar og átta sig á því að þess- ar verksmiðjur verða ekki knúnar nema með veru- legum spjöllum á náttúru landsins. Það þarf að velja aðra kosti til að tryggja hér fjölbreytt og nútíma- vætt atvinnulíf í góðri sátt við náttúru landsins og í samræmi við alþjóðleg markmið í loftslagsmálum. Höfundur er varaformaður Vinstri-grænna Áróður álmanna Af umræðum síðasta misserið og yfirlýsingum ýmissa ráðherra um efni þeirra verður ekki betur séð en að þeir sem viðra skoðanir í fjölmiðlum séu að vinna óþurftarverk. Þetta á sérstaklega við um fólk sem af einhverjum hvötum kýs að gagnrýna ríkisstjórnina eða meðlimi hennar og störf þeirra. Samgönguráðherrann benti einmitt snyrtilega á í blaðagrein að það er auðvelt að sitja við tölvuna og gagnrýna verk annarra. Formaður Framsóknar- flokksins benti að sama skapi snyrtilega á það í sjónvarpsviðtali í sumar að það væri auðvelt að sitja í leðursófa í koníaksstofu eins fínasta hótels landsins og gagnrýna verk annarra. Sá fyrrnefndi var fúll vegna þess að einhver hafði dirfst að segja að ekki væri allt sem skyldi í stjórn samgöngumála og sá síðarnefndi fjallaði um ákvörðun tveggja valdamanna um að lýsa í leyfis- leysi yfir stuðningi þjóðarinnar við innrásina í Írak. Nú þegar fimm mínútur eru í kosningar liggur mönnum eðlilega mikið á að koma því í verk sem þeir hafa látið hjá líða að gera á undanförnum átta árum. Klúðrið í samgöngumálum er átakanlegt og birtist í fáránleikafarsanum í kringum Flugstoðirnar sem eiga að taka til starfa eftir áramótin. Allt bendir til að vegna þess klúðurs muni flugumferðastjórn í háloftunum hér á norðurhveli flytjast úr landi og ef marka má orð forstjóra Icelandair þá hefur sú starfsemi fært ríkinu, þ.e. sameiginlegum sjóði okkar Íslend- inga, rúma tvo milljarða í tekjur á ári hverju. Samgönguráðherrann segir að þar sé ekkert klúður og enginn flumbrugangur á ferðinni vegna þess að lög um hið nýja fyrir- komulag hafi verið samþykkt á Alþingi með góðum fyrirvara. Hann virðist ekki skilja að lög mega sín lítils ef framkvæmd þeirra er í molum. Það þýðir ekkert að berja flugumferðar- stjóra í hausinn með lagabálkum ef þeir vilja ekki vinna við þær nýju aðstæður sem í boði eru. Ef þeir vilja frekar fá sér sex eða tólf mánaða frí á launum og koma svo aftur til starfa að því loknu þá gera þeir það hvort heldur lögin voru samþykkt í fyrra eða í gær. Stóra spurningin fyrir þá hlýtur að vera hvort þá verði að ein- hverjum störfum að hverfa. Kannski er ekkert athugavert við að flytja þessa starfsemi úr landi. Kannski gera flugumferðar- stjórarnir, sem ekki vilja ráða sig til Flugstoða, óraunhæfar kröfur. Ef svo er þá eiga samgönguyfir- völd að segja það upphátt og segja okkur að þau telji rétt að hætta að sinna þessari þjónustu vegna þess að hún borgi sig ekki. Það sem er verst við þetta mál eins og svo margt annað í stjórn hins opin- bera er að það er engin stefna greinanleg, það er alltaf verið að bregðast við frekar en að byggja eitthvað upp. Annað dæmi úr samgöngumál- um er fjarskiptatenging landsins við umheiminn. Nú á tímum hnattvæðingar og þegar sjaldan líður sá dagur að ekki er talað um hina miklu íslensku útrás kemur allt í einu í ljós að við erum svo illa tengd að við urðum sambands- laus við umheiminn í einhverja klukkutíma. Það kom mér mjög á óvart að þetta gæti gerst, ég hélt sannast að segja að þessi mál væru í góðu lagi. En annað kom á daginn og nú segist samgönguráð- herrann ætla að kippa þessu í liðinn. Ég spyr af hverju var ekki búið að því? Þriðja dæmið í þessum málaflokki er uppbygging vegakerfisins og þær vitlausu áherslur sem þar eru. Ber þar sérstaklega að nefna Héðinsfjarð- argöngin sem mörgum milljörð- um er hent í á meðan allir eru sammála um að vegakerfið á þéttbýlasta svæði landsins er allsendis ófullnægjandi og beinlínis lífshættulegt. Samgöngu- ráðherrann segir að unnið sé að öllum þessum málum í ráðuneyti hans allan ársins hring. Ég efast ekki um að þar er gott fólk sem rækir starf sitt vel. Enda er gagnrýni eins og þessari og þeirri sem maðurinn sem samgönguráð- herrann skammaðist út í í blaðagreininni í vikunni ekki beint að embættismönnum. Gagnrýn- inni er beint að ráðherranum sem hefur raðað verkefnum í vitlausa forgangsröð. Fátæklingarnir sem stjórna landinu verða nefnilega að sætta sig við að sæta gagnrýni fólksins, það er ekki illmælgi eða fanta- skapur. Það er lýðræði og gagnrýnin er hluti af málfrelsinu en það eru einmitt þeir stólpar sem mestu máli skipta. Um leið og ég óska lesendum þessa pistils gleðilegs árs legg ég til að eftirlaunaósóminn verði afnuminn með lögum. Klúður í samgöngumálum Klúðrið í samgöngumálum er átakanlegt og birtist í fárán- leikafarsanum í kringum Flugstoðirnar sem eiga að taka til starfa eftir áramótin. L andsmenn hafa nú heilsað nýju ári. Eitt viðfangsefni blasir við í upphafi þess sem ætla má að sé mikilvæg- ara en flest önnur þegar til lengri tíma er litið. Það er kreppan með krónuna. Við þurfum bærilega stöðugan gjaldmiðil rétt eins og aðrar þjóðir. Krónan hefur ekki staðist þær kröfur sem rétt er að gera í þeim efnum. Sú staðreynd kallar á einhvers konar viðbrögð. Í alþjóð- lega opnu viðskiptaumhverfi gera fyrirtækin eðlilega kröfu til þess að stöðugleiki ríki. Hagsmunir launafólks eru þeir sömu. Afkoma almennings er með beinni hætti en nokkru sinni fyrr tengd þróun gjaldmiðilsins. Við stöndum frammi fyrir nýrri áskorun í þessum efnum. Ekki vegna þess að Seðlabankinn hafi tekið vitlausar ákvarðanir eða stjórnvöld fylgt óskynsamlegri stefnu. Heldur fyrir þá sök að aðstæður hafa breyst. Hvort sem mönnum líkar betur eða verr blasir við nýtt umhverfi bæði heima fyrir og á alþjóðamörkuð- um. Við því þarf að bregðast. Nærtæk leið til árangurs er að taka upp evru. Það er hins vegar flókið mál bæði efnahagslega og pólitískt. Aukheldur verður það trauðla gert af styrk og öryggi án aðildar að Evrópu- sambandinu. Ástæðulaust er þó að útiloka umræðu og athugun á öðrum kostum. Að því er Evrópusambandið varðar hafa allar aðstæður líka breyst. Þau sjónarmið sem áður voru gild gegn aðild eru það sum hver ekki með sama hætti lengur. Þetta verður að hafa í huga við mat á aðstæðum og í allri rökræðu um leiðir til lausnar. Rót vandans er tæplega tímabundin. Ef svo væri er ótrúlegt að sá þungi væri í þessari umræðu sem raun ber vitni. Að sönnu stefnir nú bæði í lækkun vaxta og verðbólgu á þessu ári. Efasemdirnar lúta hins vegar að því að hætt er við að sú þróun verði upphaf að nýju misgengi, fyrst og fremst fyrir þá sök að efnahagslífið styðst við minnsta sjálfstæða gjaldmiðil sem til er í opnu alþjóðlegu viðskiptaumhverfi. Það er ekki ásættanleg staða að efnahagsleg stöðnun sé for- senda fyrir stöðugleika í þjóðarbúskapnum. Að sama skapi er ógott ef fyrirtækin greinast smám saman í tvo hópa eftir því hvort þau hafa aðstöðu til að taka upp aðra mynt eða ekki. En sú þróun er hafin og verður ekki stöðvuð. Erlend fjárfesting hefur verið mjög takmörkuð ef frá eru talin fyrirtæki sem hingað hafa komið vegna pólitískrar raf- orkusölu. Gjaldmiðillinn hefur verið hindrun að þessu leyti. Það veikir samkeppnisstöðu atvinnulífsins. Evran myndi að sjálfsögðu kalla á nýjan og strangari aga við allar efnahagslegar ákvarðanir bæði á opinberum vettvangi og á markaði. Það eru engar einfaldar og með öllu sársaukalausar lausnir til. Viðfangsefnið sem við blasir á þessu sviði kallar ekki á augnabliks ráðstafanir heldur langtíma stefnmótun. Í því ljósi gæti það orðið til skaða að snúa komandi kosninga- baráttu upp í átök um svo flókið og viðkvæmt álitaefni. Hitt væri æskilegt að um það yrði rætt með þeim hætti að engum dyrum yrði lokað. Næsta kjörtímabil gæti þannig orðið tími raunhæfrar skoðunar og ábyrgra ákvarðana um framtíðina í þessum efnum. Kreppan með krónuna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.