Fréttablaðið - 02.01.2007, Blaðsíða 54
Guðjón Þórðarson hætti
hjá Notts County í maí á síðasta
ári og eftir að hafa skoðað nokkra
möguleika ákvað hann að taka við
ÍA á nýjan leik. „Endurkoman er
svipuð og ég átti von á. Það eru
töluverðar breytingar fyrirsjáan-
legar, til að mynda á leikmanna-
hópnum, en það er eitthvað sem ég
gerði mér alveg grein fyrir að
gæti gerst,“ sagði Guðjón í sam-
tali við Fréttablaðið í gær. Hann
segir að margt hafi breyst frá því
hann þjálfaði ÍA síðast, fyrir tíu
árum síðan.
„Fyrst og fremst er það aðstað-
an sem hefur stórbatnað. Við erum
nú komin með knattspyrnuhús
sem er mikil bylting fyrir okkur
hvað æfingarnar varðar. Vinnuað-
staðan er orðin langt um betri og
þetta breytir miklu fyrir mig sem
þjálfara. Það er reyndar alltaf
Langisandurinn, hann er auðvitað
drjúgur, þeir sem hafa æft þar
vita að hann tekur í og hvað hann
gefur mönnum,“ sagði Guðjón
léttur í bragði um æfingar í fjör-
unni á Akranesi.
„Síðast þegar ég var að vinna
hérna fyrir tíu árum sléttum, vet-
urinn 1996-1997, þá var ÍA með
þrjá titla í húsi. Eins og staðan er í
dag bendir ekkert til þess að Skag-
inn sé að fara að vinna þrjá titla á
næstunni, í það minnsta ekki alla í
einu.“
Guðjón er með mjög ungt lið í
höndunum en hann segir að reynsl-
an á ungu strákana sé enn ekki
nógu mikil til að meta þá. „Við
erum með stóran hóp ungra leik-
manna en það á alveg eftir að
koma í ljós úr hverju þeir eru
gerðir. Það er mikil endurnýjun í
gangi hjá okkur og það verður
gaman að sjá hvaða ungu leik-
menn munu stíga skrefið úr barn-
dómnum í alvöruna. Ég mun sjá
hverjir svara kallinu, það verður
bara að koma í ljós, en það er mik-
ill munur á því að vera ungur og
efnilegur og góður og farsæll,“
sagði Guðjón sem er í góðu sam-
bandi við sína menn hvað leik-
menn varðar.
„Ég mun skoða það hvar við
leggjum línurnar hvað varðar að
fá til okkar nýja menn. Ég hef í
raun ekki hug á að bæta neina ein-
staka stöðu heldur mun ég skoða
hópinn eftir því sem fram líður
vori og sjá hvað ég þarf að gera.
Ég mun sjá hvaða ungu leikmenn
eru tilbúnir til að láta slag standa
og fórna sér, ef þeir gera það fá
þeir tækifærið, ef það er vöntun á
því verðum við nauðbeygðir til að
sækja okkur aukinn liðsstyrk. Það
hafa margir farið frá félaginu, sjö
leikmenn talsins, og við höfum
ekki skrifað undir við neina nýja
leikmenn,“ segir Guðjón.
Hafþór Ægir Vilhjálmsson,
Hjörtur Hjartarson auk tvíbur-
anna Arnars og Bjarka Gunn-
laugssonar eru meðal þeirra leik-
manna sem hafa horfið á braut frá
ÍA. „Það gefur augaleið að hópur-
inn er ekki stór. Ég er með marga
og góða menn í Englandi sem ég er
þegar búinn að tala við og ganga
þannig frá að það verða engin
vandamál þegar kemur að því að
fá til okkar menn,“ sagði Guðjón.
Bjarni Guðjónsson, sonur Guð-
jóns, spilaði stóran hluta síðasta
sumars sem miðvörður hjá ÍA.
Guðjón er ekki á þeim buxunum
að nota Bjarna þar hjá ÍA. „Ég
mun ekki nota Bjarna sem mið-
vörð, það er alveg ljóst. Hann er
alltof góður leikmaður og liðinu of
mikilvægur til að nota hann í vörn-
inni, það eru mörg mörk sem geta
komið í kringum hann. Það er
fórnarkostnaður sem ég er ekki
tilbúinn til að standa undir,“ segir
þjálfarinn sem horfir til sona
sinna, Bjarna og Þórðar, til að
miðla af reynslu sinnu og getu til
liðsis.
„Það er undir þeim komið að
springa út. Þeir eru báðir góðir
knattspyrnumenn með mikla
reynslu og mikla getu og þurfa að
takast á við það sem þeim er falið.
Þeir þurfa að takast á við verkefn-
ið sem bíður okkar af fullum
þunga og ég horfi til þess að þeir
miðli af reynslu sinni og gefi
öðrum fordæmi. Það er ljóst að
þeir verða stórir burðarásar í
mínu liði,“ segir Guðjón sem segir
að markmiðin séu alveg skýr á
Akranesi.
„Markmiðið er að koma ÍA í
fremstu röð aftur og við munum
ekki unna okkur neinnar hvíldar
fyrr en það tekst. Það er mikið
pláss fyrir framfarir, bæði innan
og utan vallar, og það þarf að taka
á ákveðnum málum sem því miður
hafa ekki verið í nógu góðu standi.
Það bíður okkar allra mikil vinna.
Akranes er ekki stór bær, aðeins
6.000 manna, og það verður mikil
vinna að koma félaginu í fremstu
röð á ný og ef það á að takast verða
allir sem vettlingi geta valdið að
hjálpast að til þess,“ segir Guðjón
Þórðarson.
Guðjón Þórðarson, þjálfari ÍA segir að allir verði að hjálpast að til að takast á við verkefnið fram undan, að
koma Skagamönnum í fremstu röð á nýjan leik. Hann segir að endurkoma sín sé svipuð og hann átti von á.
Roger Federer var að ljúka
ótrúlegu ári á sínum ferli. Hann
komst í úrslit í sextán af þeim
sautján mótum sem hann tók þátt
í og vann þrjú af fjórum stórmót-
um ársins. Alls hefur hann unnið
níu slemmutitla og á aðeins eftir
að vinna opna franska meistara-
mótið til að vinna alslemmuna.
„Að vinna opna franska meist-
aramótið á Roland Garros yrði
sannarlega alger draumur fyrir
mig,“ sagði hann en í ár tapaði
hann fyrir Spánverjanum Rafael
Nadal í úrslitunum.
Hann segir þó að Wimbledon-
mótið sé enn og verði alltaf efst á
sínum lista. „Lífið er í stuttu máli
sagt draumur eins og er. Vonandi
get ég haldið því áfram. Ég á
aldrei erfitt með að koma mér í
rétta gírinn fyrir mót og það
verður ekki vandamál í nokkur
ár enn,“ sagði Federer sem er
ekki nema 25 ára gamall. Hann er
af mörgum talinn geta orðið besti
tennisleikari allra tíma.
Í febrúar næstkomandi mun
hann bæta met Jimmy Conner
þegar hann verður í efsta sæti
heimslistans 161. vikuna í röð.
Slíkir eru yfirburðir hans á styrk-
leikalistanum að þótt hann myndi
ekkert spila fram að því gæti
enginn annar skákað honum.
Hann vann átta milljónir dollara í
verðlaunafé á árinu sem er að
líða.
Fyrir utan opna franska meist-
aramótið hefur Federer augastað
á einhverjum titlum til viðbótar
sem hann hefur ekki unnið enn.
„Það væri gaman að vinna
Davis Cup og ég hef sett mér það
markmið að spila á Ólympíuleik-
unum í Peking árið 2008. Þetta
eru mót sem ég hef ekki enn
unnið,“ sagði á svissneski.
Dreymir um að bæta franska titlinum í safnið
Heikki Kovalainen,
nýliði Renault-liðsins í Formúlu 1,
er hvergi banginn og stefnir á að
berjast við Fernando Alonso um
heimsmeistaratitilinn á næsta
tímabili. Kovalainen tók sæti
Alonso sem mun aka fyrir
McLaren á næsta tímabili.
„Ég ræddi við Fernando á
dögunum um næsta tímabil og ég
sagði honum að ég myndi berjast
við hann um titilinn. Hann sagði
að ég þyrfti ekki að hafa áhyggj-
ur, hann myndi einnig sækja til
sigurs. Þetta verður skemmtileg
samkeppni og ég hlakka til.
Allir ökumenn í Formúlu 1
telja sig vera besta og já, ég tel
mig vera bestan. Ég trúi því að ég
geti keppt við alla,“ sagði
Kovalainen í viðtali við breska
blaðið Sunday Mirror.
Finninn ungi segir þó að það
séu örlítil vonbrigði að fá ekki að
berjast við Michael Schumacher,
sem hætti keppni á síðusta ári.
„Það hefði verið frábært að fá
að keppa við Schumacher og mér
finnst svolítið leiðinlegt að eiga
ekki möguleika á því. Hann er
besti ökumaður allra tíma. Það
eru aðrir sem taka við.“
Kovalainen var-
ar Alonso við
Bjarki Freyr Guðmunds-
son er kominn aftur í raðir
Keflavíkur en hann kemur úr
herbúðum ÍA. Bjarki skrifaði um
helgina undir þriggja ára
samning við lið Keflavíkur sem
varð bikarmeistari síðasta sumar.
Það má því segja að hann sé
kominn heim en hann varð
bikarmeistari með liðinu árið
1997 og vakti þá mikla athygli
fyrir frammistöðu sína. Bjarki
mun keppast um markmannsstöð-
una við Ómar Jóhannsson sem
hefur staðið milli stanganna hjá
liðinu undanfarin ár. Ómar hefur
einnig skrifað undir þriggja ára
samning og Keflvíkingar þurfa
því ekki að hafa áhyggjur af
markmannsmálum sínu.
Bjarki kominn
aftur í Keflavík
Það er engin ástæða til að flýta sér að hætta