Fréttablaðið - 04.03.2007, Blaðsíða 80

Fréttablaðið - 04.03.2007, Blaðsíða 80
Síðustu bakþankar mínir kölluðu á viðbrögð víða að. Ég var sakaður um linkind, fíkniefnasalar væru hættulegir samfélaginu og því þyrfti að loka þá inni. Því lengur sem þeir væru á bak við lás og slá, þeim mun lengur væri samfélagið óhult fyrir þeim. má færa rök fyrir því. En gleymum ekki að fyrir hvern fíkni- efnasala sem stungið er inn losnar staða sem aðrir fíklar standa í biðröð eftir að fá. Með þessari aðferðafræði leysum við ekki fíkniefnavandann fyrr en síðasti fíkillinn er kominn í grjótið. Og þá höfum við í raun ekki leyst hann heldur aðeins flutt hann inn á Litla-Hraun, sem sennilega yrði farið að ná yfir nágrannabyggðirnar og væri orðið einn af stærri kaup- stöðum landsins. líka í huga að enginn „lend- ir í“ fíkniefnum. Afar fáir fíkniefna- salar selja öðrum eiturlyf en þeim sem leita þeirra að eigin frumkvæði. Enginn verður fíkill af því að „strák- arnir plötuðu hann“ til að dópa. Eng- inn gleypir fyrstu E-pilluna í þeirri trú að hún sé E-vítamín. Hvenær sem einhver byrjar að neyta fíkni- efna tekur hann eða hún meðvitaða ákvörðun um það. hvað veldur því að ungmenni taka þá ákvörðun að neyta fíkniefna? Svarið er augljóst. Í fyrstu álíta þau það af einhverjum ástæðum eftir- sóknarvert. Þau eygja þar veruleika sem tekur daglegu lífi þeirra fram. Fíkniefnaheimurinn er heillandi og spennandi. Þar eru gangsterar og glæfrakvendi sem vaða í seðlum og aka um á glæsibílum. Púkalegir pól- itíkusar lýsa þeim sem hættulegum óvinum sam-félagsins, sem er auð- vitað ólíkt flottara hlutskipti en að vera hvert annað ferkantað nóboddí í hinum gráa, hversdagslega raun- veruleika. Smám saman verður neyslan síðan að óviðráðanlegri, knýjandi þörf. Fíknin tekur völdin. er útmáluð sem uppreisn gegn samfélaginu og uppreisnarseggir hafa alltaf þótt töff. Þegar það verður jafntöff að vera í dópi og að vera á Kleppi hefur árangur náðst í baráttunni við fíkni- efnin, ekki fyrr. Því miður stuðlar engin þeirra aðferða sem nú er beitt að þeirri viðhorfsbreytingu. tvískinnungsins er síðan auðvitað að telja sér trú um að fleiri hafi eyðilagt líf sitt á fíkniefnum en áfengi. Séu fíkniefnasalar hryðju- verkamenn eru áfengisverslanir ekkert annað en hreinræktaðar útrýmingarbúðir. Litla-Stokkseyr- arbakkahrauns- kaupstaður? Evrópa hefur upp á margt skrítið og skemmtilegt að bjóða. Eindhoven er falleg og fjölskyldvæn borg og þaðan er stutt til allra átta. Þeir sem eru meira fyrir að þræða götur stórborga geta hins vegar skellt sér til London eða Parísar og látið heimsborgirnar koma sér á óvart, eins og þær gera alltaf! Nánar um áfangastaðina á www.icelandexpress.is/afangastadir www.icelandexpress.is/afangastadir Þjóðlagatónlist, hjólreiðar, kengúrur, Roquefort, Sound of Music, West Ham, vatnsrennibrautir, Sherlock Holmes, munkaklaustur, Châteauneuf-du-Pape, sashimi, Arsenal, Piña Colada, Les Halles, Covent Garden, sólstólar og sundlaugar, nígerískur skyndibiti, Champs-Elysées, Tate Modern, L'Escargot, golfvellir, rússíbanar... PARÍS F R A K K L A N D Sumir segja að París sé skemmtilegasta, áhugaverðasta og fallegasta borg Evrópu. Aðrir segja að París sé skemmtilegasta, áhugaverðasta og fallegasta borg heims. Hefurðu komið upp í Eiffel-turninn? Skoðað Mónu Lísu á Louvre? Eða siglt niður Signu? Ef svarið er nei, drífðu þig. Ef svarið er já, drífðu þig aftur. Iss. Þú þarft ekkert að kunna frönsku. Þú bjargar þér bara með höndunum – og brosinu. Allir verða listamenn í París. Taktu með þér trönurnar og stílabókina. Ljósin, fólkið, umferðin, gosbrunnarnir, sagan, andrúmsloftið. Þú veist hvenær þú ert í París. Brauðið. Ostarnir. Vínið. Þú bara verður að prófa. Ahhh, París... NÝR ÁFAN GASTA ÐUR! LONDON E n g l a n d Leikhús, leikhús, leikhús...og náttúrulega söngleikir. London Eye – Besta útsýni á Bretlandseyjum. Pöbbar og vínbarir út um alla borg – og svo klúbbar fyrir þá sem finnst svefn vera tímaeyðsla. British Museum, Tate söfnin, Imperial War Museum, The Natural History and Science Museums o.fl. Þú ferð ekki til London til að borða enskan mat. Fáðu þér frekar kínverskt, franskt, indverskt, argentískt eða... nígerískt? Og hér eru freistingarnar margar: Oxford Street, Regent Street, Bond Street, Tottenham Court Road, Carnaby Street, Piccadilly og Covent Garden. Endalausir möguleikar á tengiflugum út í heim. Það vex eitt blóm fyrir West Ham... London er Akranes þeirra Englendinga. Mikill fótboltabær. Ópera, pönk, rokk, djass, þjóðlagatónlist, drengja-sveitir, strengjasveitir og allt þar á milli. 13 ÁFANGA STAÐIR ÞEIR FYRSTU FÁ BESTA VERÐIÐ! BÓKAÐU NÚNA Á www.icelandexpress.is EINDHOVEN Falleg og fjölskylduvæn borg í hjarta Evrópu. Evoluon ráðstefnumiðstöðin fær fólk til að tjá sig og hina til að hlusta. Nýlistasafnið Van Abbemuseum og menningarsafn borgarinnar, Museum Kempenland. Stationplein og Wilhelminaplein-torgin og Dommelstraat iða af mannlífi. Stutt til annarra spennandi borga, aðeins 107 km til Amsterdam. Genneper Parks: Sundlaugar, inni- og útivellir til íþróttaiðkunar, spa, o.fl. Hið sögufræga De Bergen-listamannahverfi. Aðgengileg borg og flest í göngufjarlægð. Paradís hjólreiðamannsins, hellingur af reiðhjólabrautum. Golfvellir og skemmtigarðar fyrir alla fjölskylduna. H o l l a n d NÝR ÁFA NGA STAÐ UR! Lyfja Lágmúla Lyfja Smáratorgi Opið 8-24 alladaga - Lifið heil
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.