Fréttablaðið - 04.03.2007, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 04.03.2007, Blaðsíða 74
 Stjörnumenn drógust aftur úr í baráttunni um Íslands- meistaratitilinn í gær þegar liðið tapaði gegn Íslandsmeisturum Fram á heimavelli, 25-29, í fjörug- um og hörðum leik. Stjarnan leiddi með þremur mörkum í leikhléi en kastaði síðan frá sér leiknum með klaufaskap. Stjörnumenn fá tæki- færi til hefnda í bikarúrslitaleikn- um um næstu helgi. Það dugðu engin vettlingatök á milli þessara liða í gær og leik- menn gengu æði vasklega fram í varnarleiknum og stundum einum of þar sem áberandi var að leik- menn beittu olnbogum og auk þess fóru menn oft með hendur í andlit andstæðinga. Patrekur Jóhannes- son varð fórnarlamb þessara átaka en hann yfirgaf leikvöllinn í fyrri hálfleik með skurð á auga og kom ekki aftur við sögu. Varnarleikur beggja liða var góður í fyrri hálfleiknum en markvarsla Rolands lagði grunn- inn að þriggja marka forskoti Stjörnunnar í leikhléi en kollegi hans hinum megin, Björgvin, varði aðeins fjögur skot í fyrri hálfleik og hefði að ósekju mátt koma fyrr af velli. Framarar settu Magnús í mark- ið í síðari hálfleik og hinn síunga Belanyi í hornið og það skilaði sínu því Fram skoraði þrjú fyrstu mörk hálfleiksins og þar af tvö frá Belanyi. Stjörnumenn brotnuðu við mót- lætið og fóru að kasta frá sér bolt- anum á ævintýralega klaufalegan hátt hvað eftir annað og þeim var grimmilega refsað með mörkum úr hraðaupphlaupum. Til að bæta gráu ofan á svart voru leikmenn liðsins að láta reka sig af velli fyrir vitleysisgang. Fram náði fljótt þriggja marka forystu, 15-18, og leit aldrei til baka. Stjarnan náði ekkert að ógna meisturunum það sem eftir lifði leiks. „Við lékum eins og Stjarnan vildi að við spiluðum í fyrri hálf- leik. Við náðum síðan að keyra upp hraðann í síðari hálfleik og þá gekk þetta,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson sem dró vagninn hjá Fram enn eina ferðina og var með ólíkindum að Stjarnan skyldi ekki taka hann úr umferð fyrr en rétt í lokin. „Það er vonandi ekki slæmt að vinna leikinn því það er oft sagt að liðið sem vinnur fyrri leikinn, þegar lið mætast tvisvar í röð, tapar seinni leiknum. Við verðum að afsanna það.“ Fyrir utan Jóhann átti Belanyi frábæra innkomu í leikinn. Kalandadze var yfirburðamaður hjá Stjörnunni, Roland varði vel en liðið réð einfaldlega ekki við það að missa Patrek úr leiknum. Það kom aðeins framlag frá þremur mönnum í sókn, hinir voru áhorfendur með bestu sætin í hús- inu. Stjörnumenn voru sjálfum sér verstir Manchester United náði um tíma í gær tólf stiga forskoti í ensku úrvalsdeildinni þegar liðið lagði Liverpool á Anfield, 0-1. Það var varamaðurinn John O´Shea sem skoraði eina mark leiksins í uppbótartíma. Chelsea minnkaði muninn síðan í níu stig með sigri á Portsmouth í lokaleik gærdags- ins. Leikmenn Liverpool voru í fínu formi á heimavelli sínum í gær og hefðu hæglega getað skorað nokk- ur mörk en voru klaufar upp við markið eins og áður í vetur. Unit- ed aftur á móti skapaði sér lítið sem ekkert í leiknum í gær og hinum stórhættulegu leikmönnum liðsins var pakkað saman. Paul Scholes fékk síðan rauða spjaldið undir lokin fyrir tilraun til að kýla andstæðing. Hann var heppinn að hitta ekki, þá væri tímabilinu lokið hjá honum. Orðið meistaraheppni læddist upp í hugann þegar O´Shea skor- aði eina markið í leiknum en Unit- ed er með mjög vænlega stöðu eftir þennan sigur og í það minnsta einn putti kominn á meistarabik- arinn. Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, gerði sér vel grein fyrir mikilvægi sigursins í gær. „Ef menn eru að leita að meist- araheppni þá hefur hún verið með okkur í síðustu tveimur leikjum. Leikmenn Liverpool eru klárlega hundsvekktir og hafa fullan rétt á því. Þetta voru frábær úrslit,“ sagði Ferguson himinlifandi en hann fagnaði sem óður maður þegar markið kom. „Það skall oft hurð nærri hælum og við fundum aldrei takt- inn í okkar leik. Þetta eru risastór úrslit fyrir okkur. Heppnin hefur verið með okkur í síðustu tveim leikjum en lið sem verða meistar- ar þurfa alltaf á heppni að halda. Baráttan er ekki búin og við erum ekki byrjaðir að fagna titlinum. Það er allt mögulegt í nútímafót- bolta,“ sagði Ferguson en hann sagði brottrekstur Scholes hafa verið réttan. Liverpool var ekki búið að tapa síðustu 30 heimaleikjum áður en United kom í heimsókn og síðasta tap á heimavelli í deildinni kom í október árið 2005. „Ég hefði verið í vandræðum með að útskýra þetta tap á spænsku en á ensku er það ómögu- legt fyrir mig,“ sagði hinn spænski þjálfari Liverpool, Rafael Benitez, niðurbrotinn eftir leikinn. „Við réðum lögum og lofum í leiknum og fengum fjölda færa.“ Chelsea lagði Portsmouth, 2-0, er níu stigum á eftir United og á einn leik til góða. „Sigur og engin meiðsli. Þetta er ný reynsla fyrir okkur,“ sagði Jose Mourinho, stjóri Chelsea, en hann hafði þetta að segja um Man. Utd. „Eru þeir heppnir? Já. Þeir vinna á síðustu mínútu og sleppa við meiðsli. Guð- irnir eru með þeim.“ Fótboltinn getur verið grimmur og það fengu leikmenn Liverpool að reyna gegn Man. Utd á Anfield í gær. Þá skoraði United eina mark leiksins undir lokin og það manni færri í leik sem toppliðið gat lítið í. Chelsea hefur verk að vinna. DHL-deild karla: Enska úrvalsdeildin: Magdeburg komst í undanúrslit EHF-keppninnar í gær með sigri á Arnóri Atlasyni og félögum, 35-39, í FCK í Kaupmannahöfn í gær. Arnór skoraði 3 mörk fyrir FCK. Atkvæðamestir hjá Magdeburg voru Pólverjarnir Karol Bielecki sem skoraði 10 mörk og Gregorz Tkaczyk 9. Arnór og félag- ar úr leik Þýska félagið Flens- burg varð í gær annað liðið sem tryggir sér sæti í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Liðið tapaði þá með fimm mörkum fyrir Barcelona, 34-29, en það kom ekki að sök þar sem Flensburg vann fyrri leikinn með tíu mörkum. Tvö þýsk lið eru þar með komin í undanúrslit – Kiel og Flensburg – og í dag bætast hin tvö liðin við. Þá mætast annars vegar Gummersbach og Valladol- id og Ciudad Real og Portland hins vegar. Leikur Gummersbach og Valladolid er í beinni á Sýn Extra og hefst klukkan 17. Flensburg í undanúrslit John Terry, fyrirliði Chelsea, mun ekki spila seinni leikinn gegn Porto í Meistara- deildinni. Það staðfesti José Mourinho, stjóri Chelsea, í gær. „Það er ekki möguleiki að hann spili. Maðurinn gengur fyrir leikmanninum og JT er mikilvæg- ari en einhver fótboltaleikur,“ sagði Mourinho. Terry fékk slæmt höfuðhögg í úrslitaleik deildarbikarsins gegn Arsenal, missti meðvitund og hefur ekki enn náð sér. Frá gegn Porto
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.