Fréttablaðið - 04.03.2007, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 04.03.2007, Blaðsíða 28
Erlendum starfskröftum hefur fjölgað á Íslandi undanfarin ár. Yfirmenn stórra verslanakeðja segja Íslendinga almennt þolinmóða í garð þeirra þótt íslenskukunnáttu sé stundum ábótavant. „Í verslunum okkar starfa fimm útlendingar,“ segir Kristinn Skúlason, rekstrarstjóri Krónunnar. „Þeir koma að öllum störf- um sem til falla. Enginn þeirra vinnur þó á af- greiðslukassa enn sem komið er, þar sem þeir tala ekki nógu góða íslensku. Það mun þó breytast eftir að þeir ljúka íslenskunám- skeiði hjá Málaskóla Mímis, sem Krónan greiðir fyrir til að koma í veg fyrir sam- skiptaörðugleika.“ Að sögn Kristins hefur erlendu starfsfólki almennt verið vel tekið í verslunum Krónunnar. „Á tímabili var kvartað undan því að of margir töluðu litla íslensku í ákveðnum búðum. Við brugðumst við því með því að dreifa útlendingunum betur og höfum nú ekki fleiri en tvo í hverri versl- un. Það er að segja ef íslenskukunnáttu þeirra er ábótavant,“ útskýrir Krist- inn. „Þá geta þeir alltaf fengið aðstoð hjá íslenska starfsfólkinu ef ske kynni að vandamál kæmu upp.“ Kristinn segir erlenda starfsfólkinu sjálfu líða vel í verslunum Krónunnar. „Það á tiltölulega auðvelt með að samlagast hópnum og er eins og hverjir aðrir Íslendingar.“ „Í kringum fjörutíu útlend- ingar starfa í verslunum okkar, en þá á ég við erlenda starfsmenn sem eru ekki enn komnir með íslenskan ríkisborgararétt,“ segir Svanur Valgeirsson, starfs- mannastjóri Bónusverslana, sem eru 25 talsins. Útlendingarnir dreifast misjafnlega á búðirnar að sögn Svans, þótt reynt sé að hafa þá í minnihlutahópi afgreiðslufólks við kassa til að fyrirbyggja samskipta- vandamál. „Flestir þeirra geta bjargað sér á ensku,“ útskýrir Svanur. „Þess vegna sendum við meirihlutann á íslenskunámskeið hjá Alþjóðahúsinu, sem við greiðum fyrir. Fjöldi þáttak- enda átti upphaflega að vera fimmtán, en við náðum að koma þeim upp í sautján. Þetta er í fyrsta skipti sem starfsmenn okkar hafa verið sendir á námskeið af þessu tagi. Þannig að enn á eftir að koma í ljós hvað þeim finnst um það. Starfs- fólkinu hefur þó almennt gengið nokkuð vel.“ Svanur segir ekki hafa borið mikið á kvörtunum undan íslenskukunnáttu erlendra starfsmanna. „Það hefur komið okkur á óvart hversu þolinmóðir viðskipta- vinirnir hafa verið. Verslun- arstjórarnir halda því fram að þeir sýni erlendu starfs- fólki almennt meiri þolin- mæði en því íslenska. Ætli landanum sé bara ekki orðið ljóst hve mikið útlendingar hafa gert fyrir hagkerfi okkar.“ Sýna erlendu starfsfólki þolinmæði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.