Fréttablaðið - 04.03.2007, Side 28

Fréttablaðið - 04.03.2007, Side 28
Erlendum starfskröftum hefur fjölgað á Íslandi undanfarin ár. Yfirmenn stórra verslanakeðja segja Íslendinga almennt þolinmóða í garð þeirra þótt íslenskukunnáttu sé stundum ábótavant. „Í verslunum okkar starfa fimm útlendingar,“ segir Kristinn Skúlason, rekstrarstjóri Krónunnar. „Þeir koma að öllum störf- um sem til falla. Enginn þeirra vinnur þó á af- greiðslukassa enn sem komið er, þar sem þeir tala ekki nógu góða íslensku. Það mun þó breytast eftir að þeir ljúka íslenskunám- skeiði hjá Málaskóla Mímis, sem Krónan greiðir fyrir til að koma í veg fyrir sam- skiptaörðugleika.“ Að sögn Kristins hefur erlendu starfsfólki almennt verið vel tekið í verslunum Krónunnar. „Á tímabili var kvartað undan því að of margir töluðu litla íslensku í ákveðnum búðum. Við brugðumst við því með því að dreifa útlendingunum betur og höfum nú ekki fleiri en tvo í hverri versl- un. Það er að segja ef íslenskukunnáttu þeirra er ábótavant,“ útskýrir Krist- inn. „Þá geta þeir alltaf fengið aðstoð hjá íslenska starfsfólkinu ef ske kynni að vandamál kæmu upp.“ Kristinn segir erlenda starfsfólkinu sjálfu líða vel í verslunum Krónunnar. „Það á tiltölulega auðvelt með að samlagast hópnum og er eins og hverjir aðrir Íslendingar.“ „Í kringum fjörutíu útlend- ingar starfa í verslunum okkar, en þá á ég við erlenda starfsmenn sem eru ekki enn komnir með íslenskan ríkisborgararétt,“ segir Svanur Valgeirsson, starfs- mannastjóri Bónusverslana, sem eru 25 talsins. Útlendingarnir dreifast misjafnlega á búðirnar að sögn Svans, þótt reynt sé að hafa þá í minnihlutahópi afgreiðslufólks við kassa til að fyrirbyggja samskipta- vandamál. „Flestir þeirra geta bjargað sér á ensku,“ útskýrir Svanur. „Þess vegna sendum við meirihlutann á íslenskunámskeið hjá Alþjóðahúsinu, sem við greiðum fyrir. Fjöldi þáttak- enda átti upphaflega að vera fimmtán, en við náðum að koma þeim upp í sautján. Þetta er í fyrsta skipti sem starfsmenn okkar hafa verið sendir á námskeið af þessu tagi. Þannig að enn á eftir að koma í ljós hvað þeim finnst um það. Starfs- fólkinu hefur þó almennt gengið nokkuð vel.“ Svanur segir ekki hafa borið mikið á kvörtunum undan íslenskukunnáttu erlendra starfsmanna. „Það hefur komið okkur á óvart hversu þolinmóðir viðskipta- vinirnir hafa verið. Verslun- arstjórarnir halda því fram að þeir sýni erlendu starfs- fólki almennt meiri þolin- mæði en því íslenska. Ætli landanum sé bara ekki orðið ljóst hve mikið útlendingar hafa gert fyrir hagkerfi okkar.“ Sýna erlendu starfsfólki þolinmæði

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.