Fréttablaðið - 25.03.2007, Page 2
Sigurður Kári, ertu búinn að
tryggja þér miða?
Laxnesbúið ehf. á Laxnesi II vill
að bæjaryfirvöld breyti aðalskipulagi þannig að
ekki verði lengur vatnsverndarsvæði í kringum
vatnsbólið Guddulaug í Mosfellsdal.
Aðaleigandi Laxnesbúsins er Nýsir ehf. Fyrir-
tækið hyggur á uppbyggingu stórs íbúðahverf-
is á um 120 hekturum. Vill félagið fá vatnsvernd
aflétt af 24 hektara svæði umhverfis Guddu-
laug. Lindin er varavatnsból fyrir Mosfellsbæ.
Nóbelsskáldið Halldór Laxness gat um upp-
sprettuna Guddulaug í æskuminningabók sinni
Í túninu heima:
„Í dalnum trúðu allir á þessa lind; einlægt ef
einhver var sjúkur var sótt vatn í þessa lind.
Faðir minn trúði á þessa lind. Ég trúði líka á
þessa lind. Þegar faðir minn var hætt kominn af
lúngnabólgu í fyrra sinnið var ég látinn sækja
vatna handa honum í þessa lind tvisvar á dag og
honum batnaði,“ skrifaði Halldór.
Haraldur Líndal Haraldsson, framkvæmda-
stjóri Nýsis þróunarfélags, segir skipulagningu
nýja Laxnes-hverfisins alla á frumstigi. Hugs-
anlega verði þar eingöngu hálfs til eins hektara
einbýlishúsalóðir en ef till vill blönduð íbúða-
byggð.
Varðandi vatnsverndina segist Haraldur
vongóður um að orðið verði við óskum félags-
ins. „Við værum ekki að sækja um nema vegna
þess að við teljum ekki óeðlilegt að fara fram á
þetta,“ segir hann.
Vatn er notað úr Guddulaug á álagstímum
þegar vatnsbólið í Laxnesdýjum þar ofar í sveit-
inni fullnægir ekki þörfum Mosfellinga. Annars
fá íbúar bæjarins tvo þriðju hluta neysluvatns
síns frá Reykvíkingum.
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar frestaði því á
síðasta fundi að taka afstöðu til erindis Laxnes-
búsins. Haraldur Sverrisson, formaður nefnd-
arinnar, segist ekki eiga von á því að aðalskipu-
laginu verði breytt í bráð. „Það er dálítið langt í
það, held ég,“ segir formaðurinn.
Hestabóndinn Þórarinn Jónasson á Laxnesi I
tekur enn dýpra í árinni: „Þetta eru bara draum-
órar. Hér er vatnsverndarsvæði og landið er til
landbúnaðarnota. Því verður ekki breytt í fyrir-
sjánlegri framtíð.“
Vilja íbúðahverfi á vatns-
bóli í Laxnesi í Mosfellsdal
Laxnesbúið ehf. vill að vatnsvernd verði aflétt á svæði umhverfis vatnsbólið Guddulaug í Mosfellsdal til að
byggja íbúðir. Draumórar, segir bóndinn á Laxnesi. Halldór Laxness sagði lindina hafa lækningamátt.
Íranar fullyrtu í gær
að bresku sjóliðarnir fimmtán
sem Íranar handtóku á föstudag á
Persaflóa hefðu játað að hafa siglt
í leyfisleysi inn í íranska lögsögu.
Íranar saka Breta um að hafa reynt
að ráðast inn í landið. Sjóliðarnir
hafa verið fluttir til Teheran.
Bresk stjórnvöld krefjast þess
að sjóliðunum verði sleppt úr haldi
tafarlaust. Þeir hafi ekki verið við
störf í íranskri landhelgi, heldur
íraskri, en Íranar og Írakar eru
ósammála um það hver hefur yfir-
ráð yfir svæðinu.
Háttsettur foringi í Íraksher
sagði í gær að samkvæmt upp-
lýsingum hans hefðu bresku sjó-
liðarnir ekki verið í íraskri land-
helgi. Evrópusambandið krafð-
ist þess einnig í gær að Bretunum
yrði sleppt án tafar.
Sjóliðarnir bresku höfðu verið
við leit í írönsku kaupskipi vegna
gruns um bílasmygl þegar írönsk
skip umkringdu báta þeirra og
fylgdu þeim með vopnavaldi til
íranskrar hafnar.
Málið eykur enn á spennuna
milli Írans og Vesturlanda vegna
kjarnorkuáforma Írana og ásak-
ana Bandaríkjamanna þess efnis
að Íranar sæju herskáum sjíum í
Írak fyrir vopnum.
Íranskir harðlínumenn hafa
talað fyrir því að sjóliðunum verði
ekki sleppt nema Vesturveld-
in falli frá fyrirhuguðum refsiað-
gerðum gegn Írönum vegna kjarn-
orkuáforma þeirra.
Segja Breta hafa reynt innrás
Alvarlegt vinnuslys varð
fyrir utan kerskála við álver
Norðuráls á Grundartanga í gær.
Starfsmaður varð fyrir lyftara og
fékk tönn lyftarans í fótinn.
Þyrla Landhelgisgæslunnar var
kölluð til og var maðurinn fluttur
á Landspítalann við Hringbraut.
Ekki er ljóst hver tildrög slyss-
ins voru en slæmt veður var á
svæðinu í gær.
Maðurinn gekkst undir aðgerð
á Landspítalanum. Að sögn lækn-
is missti maðurinn annan fótinn
en líðan hans var stöðug.
Hann hlaut ekki aðra áverka
við slysið.
Missti fót í
vinnuslysi
Hluti hraðbrautar í
Taívan verður girtur af á næstu
dögum til að rýma fyrir flökku-
fiðrildum sem fljúga frá syðri
hluta landsins til þess nyrðri í lok
mars ár hvert.
Fiðrildategundin, sem hefur
einkennandi hvíta depla á purp-
urabrúnum vængjunum, lifir að-
eins á Taívan og talið er að stofn-
inn telji einungis tvær milljónir
fiðrilda.
Yfirvöld munu einnig setja upp
net á hraðbrautinni til að fá fiðr-
ildin til að fljúga hærra og forð-
ast bílana á brautinni. Einnig
verða sett upp útfjólublá flóðljós
til að leiðbeina þeim.
Bílarnir víkja
fyrir fiðrildum
Á vefsíðu tileink-
aðri drykkjukeppni sem halda átti
á skemmtistaðnum Pravda í gær-
kvöldi segja að-
standendur hennar
litla hættu fólgna í
uppátækinu. Mesta
mögulega magn sem
einn keppandi geti
drukkið séu tveir
lítrar af bjór, eða 1,5
lítrar af bjór og eitt
snafsskot. Auk þess
verði þriðja árs hjúkrunarfræði-
nemi á staðnum.
Matthías Halldórsson landlækn-
ir ritaði varnaðarorð um keppnir
sem þessa á vefsíðu sína á föstu-
dag, þar sem hann lýsti þeim sem
mjög hættulegum.
Ölgerð Egils Skallagrímssonar
sendi frá sér yfirlýsingu þar sem
fyrirtækið sór af sér öll tengsl við
keppnina.
Segja keppnina
ekki hættulega
„Þessi mikli fjöldi
hlýtur að skýrast af því að skrár
þeirra flokka sem eiga sér langa
prófkjörshefð eru orðnar mjög
bólgnar og það þarf að taka til í
þeim,“ segir Steingrímur J. Sig-
fússon, formaður Vinstrihreyfing-
arinnar – græns framboðs, um út-
tekt Fréttablaðsins á flokkskrám
stjórnmálaflokkanna. Samkvæmt
upplýsingum Fréttablaðsins eru
rúmlega 85 þúsund Íslendingar
skráðir í stjórnmálaflokk.
Guðjón Arnar Kristjánsson,
formaður Frjálslynda flokksins,
tekur í sama streng og Steingrím-
ur. Hann segir að vel hafi verið
tekið til í flokksskrá Frjálslyndra
fyrir landsfund og því séu tölur
um flokksmenn raunsannar.
Arnbjörg Sveinsdóttir, þing-
flokksformaður Sjálfstæðis-
flokksins, segir að þessi mikli
fjöldi flokksbundinna hljóti að
skýrast af almennum stjórnmála-
áhuga Íslendinga. Ágúst Ólafur
Ágústsson, varaformaður Sam-
fylkingarinnar, segir hins vegar
að frekar hafi dregið úr flokks-
hollustunni en hitt „Það geta
þó verið ákveðin meðmæli með
flokkunum hversu margir vilja
vera flokksbundnir,“ segir Ágúst.
í Framsóknarflokkinn eru
skráðir 12.188 félagsmenn. Samt
sem áður mælist flokkurinn að-
eins með 9,4 prósenta fylgi í nýj-
ustu skoðanakönnum Fréttablað-
ins. Guðni Ágústsson, varafor-
maður Framsóknarflokksins,
segir að stærsti hluti flokks-
manna sé virkur í flokknum. „Í
mínu prófkjöri varð ég var við að
langstærsti hluti þeirra sem voru
skráðir í flokkinn mætti á kjör-
stað,“ segir Guðni.