Fréttablaðið - 25.03.2007, Blaðsíða 4
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
-
8
3
0
5
Nauðsynlegur!
Stjórn Mjólku
áformar að flytja afurðastöð fé-
lagsins frá Reykjavík í Borgar-
nes, að því er segir í fréttatilkynn-
ingu. Sölu- og dreifingarstarfsemi
Mjólku verður þó ekki flutt frá
Reykjavík. Áformað er að ný af-
urðastöð verði um 2.000 fermetr-
ar að stærð, og koma tvær lóðir í
Borgarnesi helst til greina undir
starfsemina. Ástæður flutnings-
ins eru sagðar þær að núverandi
húsnæði sé orðið of lítið til að
hýsa starfsemi félagsins. Auk þess
leggi fleiri mjólkurbændur á Vest-
urlandi nú afurðir sínar inn hjá
Mjólku. Ekki kemur fram hvenær
af flutningnum verður.
Reisir nýja stöð
í Borgarnesi
Fimm prósent
þeirra sem afstöðu tóku í nýrri
skoðanakönnun Fréttablaðsins
segjast myndu kjósa Íslandshreyf-
inguna. Þetta er fyrsta könnunin
sem gerð er eftir að Íslandshreyf-
ingin boðaði framboð sitt á fimmtu-
daginn. Ef þetta yrði niðurstaða
kosninga myndi flokkurinn fá þrjá
þingmenn kjörna, vegna reglna um
jöfnunarsæti sem segja að framboð
þurfi að ná fimm prósenta fylgi á
landsvísu til að ná jöfnunarsæti.
Hið nýja framboð virðist höfða
frekar til karla en kvenna; 6,4 pró-
sent karla segjast myndu kjósa
listann en 3,3 prósent kvenna. Þá
segjast 5,3 prósent kjósenda á
höfuðborgarsvæðinu myndu kjósa
Íslandshreyfinguna en 3,1 prósent
íbúa landsbyggðarkjördæmanna
þriggja.
Vikmörk reiknast 2,0 prósentu-
stig, sem þýðir að með 95 prósenta
vissu er hægt að segja að fylgi
flokksins sé á bilinu 3,0 prósent til
7,0 prósent.
Vegna fimm prósenta reglunnar
myndi Frjálslyndi flokkurinn hins
vegar ekki fá neinn jöfnunarmann
þar sem fylgi flokksins mælist nú
4,4 prósent. Ekki er loku fyrir það
skotið að flokkurinn fengi þing-
mann kjördæmakjörinn, til dæmis
í Norðvesturkjördæmi, en líklegt
væri að flokkurinn fengi engan
mann kjörinn. Nokkur munur er á
fylgi flokksins eftir búsetu, en 3,1
prósent íbúa á landsbyggðinni segj-
ast myndu kjósa flokkinn, en 5,3
prósent íbúa á höfuðborgarsvæð-
inu. Lítill munur er eftir kyni.
Frjálslyndi flokkurinn fékk 7,4
prósent atkvæða í síðustu kosning-
um og fjóra þingmenn kjörna og
mældist með 5,7 prósenta fylgi í
könnun blaðsins 10. mars. Vikmörk
við fylgi Frjálslyndra reiknast nú
1,8 prósentustig.
Vinstri græn hafa verið á miklu
flugi að undanförnu, en fylgi flokks-
ins minnkar nú, úr 25,7 prósent-
um í síðustu könnun í 23,3 prósent
nú. Vikmörk eru 3,8 prósentustig.
Miðað við það fylgi fengi flokkur-
inn sextán þingmenn kjörna. Flokk-
urinn hlaut 8,8 prósent atkvæða í
síðustu kosningum og fimm þing-
menn kjörna.
Konur eru líklegri til að styðja
flokkinn en karlar. 27,1 prósent
kvenna segist myndu kjósa flokk-
inn, en 20,2 prósent karla. Þá er
meira fylgi við Vinstri græn á
landsbyggðinni nú en á höfuð-
borgarsvæðinu. 26,9 prósent íbúa
á landsbyggðinni segjast myndu
kjósa Vinstri græn, en 20,8 prósent
íbúa á höfuðborgarsvæðinu. Í síð-
ustu könnun blaðsins sögðust 26,8
prósent íbúa á höfuðborgarsvæð-
inu myndu kjósa Vinstri græn.
Fylgi Samfylkingar eykst um
tæplega tvö prósentustig frá síð-
ustu könnun blaðsins. Nú segjast
21,0 prósent myndu kjósa flokk-
inn og yrðu þingmenn Samfylking-
ar því fjórtán. Vikmörk eru 3,7 pró-
sentustig. Samfylking hlaut 30,9
prósent atkvæða í síðustu kosning-
um og tuttugu þingmenn kjörna.
Mest eykst fylgið á höfuðborgar-
svæðinu, þar sem 23,9 prósent íbúa
segjast myndu kjósa Samfylkingu,
en 16,6 prósent íbúa á landsbyggð-
inni eru sama sinnis. Þá segjast
22,4 prósent kvenna styðja flokk-
inn en 19,9 prósent karla.
36,1 prósent segist myndu kjósa
Sjálfstæðisflokkinn og dalar fylgi
flokksins um tæp þrjú prósentustig
frá síðustu könnun blaðsins. Þing-
menn flokksins yrðu samkvæmt
því 24. Vikmörk eru 4,3 prósentu-
stig. 33,7 prósent kusu flokkinn í
síðustu kosningum og hlaut flokk-
urinn 22 þingmenn.
Nokkuð fleiri karlar en konur
styðja flokkinn; 39,0 prósent karla
en 32,4 prósent kvenna. Þá seg-
ist 39,1 prósent íbúa á höfuðborg-
arsvæðinu styðja flokkinn og 31,6
prósent íbúa á landsbyggðinni.
Fylgi Framsóknarflokksins stend-
ur í stað frá síðustu könnun og er
nú 9,4 prósent. Vikmörk eru 2,6
prósentustig. Samkvæmt því yrðu
framsóknarþingmennirnir sex.
17,7 prósent greiddu Framsókn-
arflokknum atkvæði sitt í síðustu
kosningum og hlaut flokkurinn tólf
þingmenn kjörna.
Mikill munur er á fylgi flokks-
ins eftir búsetu. 17,1 prósent íbúa á
landsbyggðinni segist myndu kjósa
Framsóknarflokkinn en 4,2 prósent
íbúa á höfuðborgarsvæðinu.
Hringt var í 800 manns á kosn-
ingaaldri laugardaginn 24. mars og
skiptust svarendur jafnt eftir kyni
og hlutfallslega eftir kjördæmum.
Spurt var: Hvaða lista myndir þú
kjósa ef gengið yrði til kosninga
nú? 59,6 prósent svarenda tóku af-
stöðu til spurningarinnar. 34,8 pró-
sent sögðust óákveðin.
Dregur saman með S og V
Fylgi Samfylkingar eykst aðeins, samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins, en Framsóknarflokkur stendur í
stað. Fimm prósent segjast myndu kjósa Íslandshreyfinguna. Fylgi annarra flokka dalar.
Þrír ungir karl-
menn voru handteknir í Reykja-
vík í fyrrinótt. Mennirnir voru að
pakka fíkniefnum í neysluumbúð-
ir þegar lögregla gómaði þá í íbúð
í Vesturbænum.
Í íbúðinni fundust meðal
annars 250 grömm af hassi, sex-
tíu grömm af maríjúana, tuttugu
e-töflur og tuttugu grömm af ætl-
uðu kókaíni. Þá lagði lögregla
hald á um 160 þúsund krónur en
peningarnir eru taldir tengjast
fíkniefnasölu.
Mennirnir gistu fangageymsl-
ur en var sleppt í gær að loknum
yfirheyrslum og telst málið upp-
lýst. Stúlka um tvítugt var einnig
yfirheyrð vegna málsins.
Karl Steinar Valsson aðstoðar-
yfirlögregluþjónn segir að 107
fíkniefnamál hafi komið inn á
borð fíkniefnadeildar lögreglunn-
ar á höfuðborgarsvæðinu það sem
af er þessu ári. „Þetta eru vissu-
lega mörg mál en vonandi segir
þetta ekki til um það sem koma
skal á næstu mánuðum,“ segir
Karl en í fyrra hafði lögreglan í
Reykjavík afskipti af 200 fíkni-
efnamálum.
Voru að pakka
fíkniefnum
Aflabrögð minni
báta fyrir Suður- og Vestur-
landi eru með afbrigðum góð í
öll veiðarfæri. Línubátar á Faxa-
flóa og Breiðafirði hafa mokveitt
þorsk síðan í nóvember. Netabát-
ar á hefðbundinni slóð fyrir Suð-
urlandi geta tekið mikið magn
af þorski og ufsa á stuttum tíma.
Stöðug bræla hefur þó gert sjó-
mönnum lífið leitt og hefur það
komið illa niður á minnstu bátun-
um, sem hafa legið í höfn dögum
saman vegna ógæfta.
Guðmundur Þorkelsson, skip-
stjóri á netabátnum Friðriki Sig-
urðssyni ÁR 17 frá Þorlákshöfn,
hefur verið við ufsa- og þorskveið-
ar undanfarnar vikur á Selvogs-
banka. „Það hefur verið óhemju-
veiði. Síðasti ufsaróðurinn var
rúmlega fimmtíu tonn. Þá fórum
við í þorsk og það er búið að vera
mok. Ég veit til þess að menn eru
að fá góðan afla í hálfónýtar neta-
druslur.“ Guðmundur segir að ver-
tíðin í ár fari í flokk þeirra allra
erfiðustu hvað veðurlag snertir.
Baldur Kristinsson, skipstjóri
á dragnótabátnum Rifsara SH 70
frá Rifi, segir að allir séu á flótta
undan þorski á Breiðafirði. „Við
leitum oft að ýsu frameftir degi
en tökum svo þorsk í einni, tveim-
ur sköfum ef maður finnur ekk-
ert annað. Það er vandalaust að
veiða þorsk og allir sjómenn eru
sammála um að hann sé auðveidd-
ur í öll veiðarfæri.“ Baldur hefur
fregnir af mikilli fiskgengd við
Vesturland, bæði á djúpslóð og á
grunnu vatni.
Mikill þorskur um allan sjó