Fréttablaðið - 25.03.2007, Side 8

Fréttablaðið - 25.03.2007, Side 8
Lykill að fortíðinni Landnámssýningin við Aðalstræti veitir gestum tækifæri til að skyggnast inn í lífið á landnámsöld. Miðpunktur sýningar- innar er skálarúst frá 10. öld. Einnig má þar finna fornleifar frá því um 871 og eru það elstu mannvistarleifar sem fundist hafa á Íslandi. Einstök margmiðlunartækni gerir gestum kleift að ímynda sér hvernig lífi heimilisfólks í fyrstu byggð Reykjavíkur var háttað og hvernig umhverfi og landslag borgarinnar var við landnám. Aðalstræti 16 www.reykjavik871.is Allt bendir til þess að verð á grænmeti hækki í sumar þegar verðtollur upp á allt að þrjátíu prósent verður tekinn upp á grænmeti, til dæmis jökla- salati, frá ríkjum utan Evrópu- sambandsins. Fyrir fimm árum var tollur- inn afnuminn tímabundið. Upp- töku hans hefur verið frestað í tvígang en kemur nú til fram- kvæmda. Guðmundur B. Helgason, ráðu- neytisstjóri landbúnaðarráðu- neytisins, segir að í samkomulagi Íslands og Evrópusambandsins frá 1. mars síðastliðnum hafi fal- ist að grænmeti frá ríkjum utan sambandsins skuli tolllagt. Ekki er að fullu ljóst hvernig útfærsla tollunarinnar verður en Guðmundur segir unnið að mál- inu. „Við höfum líka sett af stað vinnu sem miðar að því að upp- færa fríverslunarsamninga við þriðju ríki,“ segir hann og telur hugsanlegt að hægt verði að kaupa grænmeti frá ríkjum sem Íslendingar hafa fríverslunar- samninga við, til dæmis Mexíkó og Ísrael, í gegnum Bandaríkin án þess að tollur verði lagður á. Á síðasta ári var flutt inn grænmeti í þessum tilteknu vöruflokkum fyrir tæpan millj- arð króna. Þar af kom um fjórð- ungur frá löndum utan ESB. Guðrún R. Jónsdóttir á Hag- stofunni segir bróðurpart hefð- bundins grænmetis sem Íslend- ingar neyta koma frá ESB-ríkj- um og hækka því ekki. „Tollar af innfluttu grænmeti voru lagðir niður árið 2002. Gulrætur, kart- öflur og sveppir voru þó ennþá tolluð til þess að styðja við ís- lenska framleiðslu. Þessar vörur bera nú þegar vörutoll og hækka því ekki í verði,“ segir Guðrún. Sigurður Þ. Jónsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka verslun- ar og þjónustu, segir að tollurinn þýði að vörur sem eru upprunn- ar í Bandaríkjunum, eða löndum utan Evrópusambandsins, taki á sig verðtoll yfir sumarmánuðina, þegar sömu eða svipaðar vörur séu ræktaðar utandyra á Íslandi. Máni Ásgeirsson, fram- kvæmdastjóri Hollt og gott, sem flytur inn grænmeti, segir tíð- indin slæm enda þýði þrjátíu prósenta tollur þrjátíu prósenta verðhækkun. „Við höfum mót- mælt þessari hækkun. Þetta er mjög slæmt,“ segir Máni. Ekki eru lagðir tollar á ávexti þar sem ávextir eru almennt ekki ræktaðir á Íslandi. Verð á grænmeti hækkar í sumar Verðtollur leggst á grænmeti frá ríkjum utan Evrópusambandsins frá 1. júlí. Verð á jöklasalati, lausu salati og laukum kann að hækka um allt að þrjátíu prósent. Tegundir á borð við gulrætur, sveppi og kartöflur bera vörutoll og hækka ekki. Brotist var inn í íbúðarhús í austurborginni að- faranótt laugardags. Þjófavarnar- kerfi fór í gang og þjófurinn hljóp á brott tómhentur. Lögreglunni tókst að rekja fót- spor mannsins í nýföllnum snjón- um og eftir að elst hafði verið við sporin í rúma klukkustund fannst þjófurinn. Hann var handtekinn og fékk að gista fangageymslur. Lögregla rakti fótspor þjófsins Lögregla í Króatíu leit- aði logandi ljósi að nærsýnum króatískum ellilífeyrisþega í vik- unni eftir að maðurinn sótti óvart rangt barn á leikskóla og hafði það á brott með sér. Hinn sjötugi Luka Karlov- ic ætlaði að sækja Petar, fimm ára sonarson sinn, en þegar kall- að var á Petar kom annar dreng- ur fram, sem einnig hét Petar, og Karlovic ók með hann á brott. Mistökin uppgötvuðust hálftíma síðar, þegar faðir drengsins kom að sækja hann. „Ég er farinn að sjá illa og hafði ekki séð Petar í hálft ár,“ sagði Karlovic. „Mér fannst hann hafa breyst, en hvaða börn gera það ekki?“ Sótti rangt barn á leikskóla Hverju fagnaði Sundhöllin í Reykjavík á föstudaginn? Hvaða Íslendingur er til- nefndur til dönsku auglýsinga- verðlaunanna Guldkorn? Hvernig útskýra Íranar handtöku fimmtán breskra sjóliða á föstudag? Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson borgarstjóri segir skýr svör enn skorta frá heilbrigðis- og tryggingaráðuneytinu varð- andi þrjátíu ný pláss fyrir dag- þjálfun alzheimersjúklinga. Þetta kemur fram í svari borgarstjór- ans við fyrirspurn borgarráðs- fulltrúa Samfylkingarinnar, sem vísa til þess að Félag áhugafólks og aðstandenda alzheimersjúkra hafi óskað eftir atbeina borgar- innar við að útvega húsnæði fyrir þjálfunina. Borgarstjóri segir borgina hafa leitað upplýsinga hjá ráðuneytinu en ekki fengið skýr svör: „Þegar skýr afstaða ráðuneytisins liggur fyrir mun Reykjavíkurborg ekki láta sitt eftir liggja.“ Óskýr svör frá ráðuneyti tefja Hjálmar R. Ragnarsson, rektor Listaháskóla Íslands, hefur ítrekað við borgaryfirvöld ósk um að skólinn fái lóð fyrir nýbygg- ingu. „Reykjavíkurborg hefur dyggi- lega stutt við uppbyggingu ann- arra háskóla sem hafa haslað sér völl innan borgarmarkanna. Há- skóli Íslands hefur lengi haft til umráða feikilegt flæmi lands á kjörlandi í Vatnsmýri og Há- skólinn í Reykjavík hefur nýver- ið fengið til frjálsrar ráðstöfunar verðmætt landsvæði á besta stað í borginni sem hann getur ráðstaf- að bæði til eigin nota og skyldr- ar starfsemi. Listaháskóli Íslands telur sig geta fært til borgarinn- ar eigi minni verðmæti en hvor þessara skóla,“ segir í bréfi rekt- ors til borgarstjóra. Biður enn um nýja skólalóð Kæru Náttúru- verndarsamtaka Íslands vegna framkvæmda Kópavogsbæjar í Heiðmörk var vísað frá á fimmtudaginn. Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála telur að þar sem samtökin eigi ekki aðild að kærumálum á sviði skipulags- og byggingarmála, hafi þau ekki lagalegar forsendur til að kæra framkvæmdaleyfið. Að auki hafi Skipulagsstofn- un ekki talið framkvæmdirn- ar háðar mati á umhverfisáhrif- um, en það sé forsenda aðildar umhverfissamtaka. Heiðmerkur- kæru vísað frá Stjórn Landssambands hestamannafélaga ætlar að álykta um málefni hestamannafélagsins Harðar á stjórnarfundi á fimmtu- dag. Félagið hefur sætt harðri gagn- rýni fyrir að fá tvær konur til að fækka fötum á karlakvöldi félags- ins í febrúar, körlunum til skemmt- unar. Haraldur Þórarinsson, for- maður stjórnar Landssambands hestamannafélaga, sagði samband- ið þó lítið geta gert. „Ég hef farið yfir reglurnar og við höfum engar heimildir til þess að ávíta félag- ið samkvæmt lögum okkar,“ sagði Haraldur. Hann sagði landssam- bandið ekki geta gegnt hlutverki siðgæðisvarðar fyrir aðildarfélög. „Hins vegar hörmum við þetta, því okkur finnst þetta alls ekki viðeig- andi,“ sagði Haraldur, sem þótti gagnrýnin réttmæt. Félagskona í Herði gagnrýndi fyrirkomulagið á karlakvöldinu í nafnlausu bréfi sem birtist á síðu hestamanna, www.847.is, fyrr í vik- unni. Femínistafélagið tók undir mótmæli hennar, og í pistli á heima- síðu ÍSÍ gagnrýndi Stefán Konráðs- son, framkvæmdastjóri ÍSÍ, hátt- ernið harðlega. „Við getum ekki látið svona uppákomur viðgangast í hreyfingu sem stendur fyrir for- varnir, heilbrigði og góðan félags- anda,“ skrifar Stefán. „Vilji menn perrast á þessu sviði er best að þeir geri það á öðrum vettvangi.“ Formaður Harðar, Marteinn Hjaltested, vildi ekki tjá sig um málið í samtali við Fréttablaðið. „Mér er alveg sama hvað fólk tuðar, ég segi ekki orð,“ sagði hann. Formaður LH harmar málið

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.