Fréttablaðið - 25.03.2007, Page 10

Fréttablaðið - 25.03.2007, Page 10
greinar@frettabladid.is Sú afstaða sem Ísland átti þátt í að móta varðandi verndun viðkvæmra vistkerfa hafsins á vettvangi Sameinuðu þjóðanna fyrr á þessu ári, fékk einróma stuðning innan FAO á dögunum. Við minnumst þess að ýmsir urðu til þess að gagnrýna okkur fyrir afstöðuna á sínum tíma. Sú stefnumótun var þó engu að síður staðfest samhljóða, með fiskveiði- ályktun allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna. Einhverjir töldu það henta sér að ráðast á okkur Íslendinga fyrir þessa stefnumótun, sem var sann- arlega í samræmi við okkar sjónarmið, en naut einn- ig stuðnings stórra fiskveiðiþjóða, svo sem Kanada- manna, Rússa, Japana, Kínverja, Kóreumanna og sjálfs Evrópusambandsins. Í þessu sambandi má nefna frægan leiðara úr Washington Post. Furðu- legast af öllu var þó að verða að því vitni að jafnvel ábyrgir íslenskir stjórnmálamenn lutu svo lágt að reyna að slæma á okkur höggi fyrir afstöðu okkar og voru greinilega tilbúnir að lúta í gras og fórna augljósum hagsmunum Íslands. Afstaða okkar byggðist á því að móta fyrirkomu- lag þar sem stigið yrði mikilvægt skref til vernd- unar viðkvæmra vistkera í úthafinu, svo sem kald- sjávarkóralla, neðansjávartinda og hverastrýta, án þess að bönnuð væru tiltekin veiðarfæri og án þess að skapa hið stóra framfylgni- vandamál sem hefði fylgt slíku banni. Þessari stefnumótun, – sem segja má að alþjóðasamfélagið hafi í raun viður- kennt, – höfum við nú fylgt eftir. Sam- komulagið sem varð á vettvangi FAO og fyrr er vitnað til, er algjörlega í sam- ræmi við fiskveiðiályktun SÞ. Mótað- ar verða tæknilegar viðmiðunarreglur um verndun hinna viðkvæmu vistkerfa. Þessar reglur munu auðvelda ríkjum að stjórna djúpsjávarveiðum, með þeim hætti að þær valdi ekki skaða. Við sýndum áhuga okkar á þessari ábyrgu stefnumótun með því leggja fram fjármagn, 100 þúsund Bandaríkjadali, til þess að auðvelda FAO verkið, enda er almennt viðurkennt að hún sé sú stofnun sem best er til slíkra verka fallin. Þessi saga er býsna lærdómsrík. Hér gerist það að lítil þjóð hefur jákvæð áhrif á stefnumótun um ábyrga auðlindanýtingu. Við eigum okkar þátt í því, ásamt öðrum, að koma málinu inn á þann vettvang sem bestur er til þess fallinn að vinna því framgang svo vel sé og sýnum hug okkar í verki með því að leggja fram fjármuni til verkefnisins. Það er því al- gjörlega óumdeilt að við höfum sýnt að hugur fylg- ir máli, í þessu þýðingarmikla úrlausnarefni. Höfundur er sjávarútvegsráðherra. Hugur fylgir máli Undirbúningsnámskeið vegna prófs til leyfis sölu notaðra bifreiða verður haldið dagana 10.- 26. apríl í Reykjavík. Umsóknarfrestur er til 3. apríl Nánari upplýsingar og skráning í síma 586-1050 IÐAN fræðslusetur Hallveigarstíg 1 101 Reykjavík www.idan.is s. 590-6400 Bílasalar Prófnefnd bifreiðasala Ég sá margar mjög skemmtileg-ar bíómyndir í MÍR-salnum við Vatnsstíg í gamla daga. Þar voru sýndar rússneskar bíómyndir um helgar sem margar áttu lítinn séns í bíóhúsum borgarinnar, en voru samt mjög áhugaverðar. Mér er mjög minnisstæð ein mynd sem ég sá þar um ævi Tchaikovsky. Myndin var gerð einhverntím- ann upp úr 1960 að ég held. Leik- stjórinn stóð frammi fyrir mörg- um flóknum vandamálum við gerð myndarinnar. Tchaikovsky var og er eitt mesta tónskáld Rússlands og saga hans því vandmeðfarin í samfélagi þar sem sannleikurinn var ekki alltaf sagna bestur. Eitt vandamálið var að það er þekkt að Tchaikovsky var ekki hneigður til kvenna og var á því einföld skýring, en hún hentaði ekki söguskoðun sovétsins. Til að leysa þennan vanda bjó leikstjór- inn til eftirfarandi senu: Í glæsi- legu húsi er haldin stórfín veisla. Þangað er boðið fyrirfólki margs- konar, konum og körlum. Tónjöf- urinn situr í öndvegi, fágaður og fínlegur. Konurnar í veislunni eru þrátt fyrir fallegu kjólana sína og merkilegu ættarnöfnin einkar ógeðfelldar. Þær hlæja með munn- inn opinn, fullan af mat; drekka ógurlega og hafa hátt. Eftir því sem á veisluna líður aukast þján- ingar tónskáldsins, af ótímabærri stéttvísi horfir hann á konurnar sem færast jafnt og þétt í aukana og augljóst að hann fær að lokum nóg af kvenþjóðinni allri í eitt skipti fyrir öll. Fleiri áhugaverð atvik áttu sér stað í þessari mynd sem var allrar athygli verð og mátti leikstjórinn eiga það að hug- myndaflugi hans voru engin tak- mörk sett þegar þurfti að tryggja „rétta“ sögulega nálgun. Myndin var hin besta skemmtun, en maður þakkaði í hljóði (þetta var jú í MÍR-salnum) fyrir að búa ekki í alræðisríki þar sem hægt væri að falsa söguna með jafnruddalegum hætti og þarna var gert. Nú er það svo að mannkynssag- an er vandmeðfarið efni og það sem einum þykir rétt söguskoðun kann öðrum að þykja röng. Í opnu, frjálsu samfélagi þræta menn um þetta fram og til baka og komast stundum að einhverri niðurstöðu og stundum ekki. Aðalatriðið er að skoðanaskiptin séu einlæg og ekki sé beitt afli til að blekkja eða falsa. Sagan er mikilvæg, hún er vegvísir um framtíðina, hún bind- ur þjóðfélagið saman og gefur okkur sameiginleg viðmið. Þess vegna er það svo freistandi fyrir alræðisstjórnir að falsa söguna, stjórna því hvað það er sem við notum sem viðmið. Hollywood er án efa eitthvert áhrifaríkasta menningarvald okkar tíma. Þaðan streyma bíó- myndir út um allan heim, sumar góðar, aðrar vondar, eins og geng- ur. Ekki er nokkur ástæða til þess að amast við lélegum myndum og ekki má gleyma því að rétt eins og það er ekki bara ein söguskoð- un þá er ekki heldur einhver einn bíósmekkur. En því miður virðist það færast í aukana að frá Holly- wood komi myndir sem eru hel- berar sögufalsanir. Reyndar taka framleiðendur myndanna gjarnan fram að einungis sé byggt á sögu- legum staðreyndum og síðan taki við listrænt frelsi framleiðenda og leikstjóra. Innan ákveðinna marka gengur slík röksemdafærsla vissu- lega upp, en hún getur ekki verið vörn fyrir sögufölsunum. Í bíó er þessa dagana verið að sýna myndina 300. Þar er byggt á þeim atburðum er Spartverj- ar börðust við Persa í Lauga- skarði. Myndin er óður til mann- drápa á hæsta stigi og vissulega ekki ætlað að vera fræðslumynd um átök Persa og Grikkja. En það var sérkennilegt að fylgj- ast með því hvernig Spartverjum, af öllum, voru eignuð meira og minna gildi bandarískrar utanrík- isstefnu. Hlutur Persa er allur af- bakaður og afmyndaður og vart til sá mannlegur löstur sem ekki fyr- irfannst í hroðalegum her þeirra. Reyndar minntu búningar sumra hermanna Persa nokkuð á þann klæðnað sem vígamenn öfgasinn- aðra múslíma klæðast nú á þess- um síðustu og verstu tímum. Vit- anlega var það hið besta mál að Grikkjum tókst að standa af sér árásir Persa og frelsishugsjón Bandaríkjanna er þess virði að standa vörð um, en það er engum greiði gerður með afbökunum eins og þeim sem bornar eru á borð í myndinni 300. Fleiri svona myndir má nefna, t.d. U571. Í þeirri mynd var því haldið fram að Bandaríkjamenn hefðu náð með hetjudáðum dul- málsvél Þjóðverja og þar með breytt gangi seinni heimstyrjald- arinnar, en hið rétta var að það var Bretum sem tókst það. Það er fjarri mér að leggja að jöfnu hryllingsstjórn kommúnista og ruglið í Hollywood. En vænt- anlega hefði manni fundist hlægi- legt ef þeir í MÍR hefðu boðið upp á mynd, byggða á sannsöguleg- um atburðum, þar sem sagt væri frá því hvernig Sovétmenn hefðu fyrstir manna komist til tunglsins. Því miður virðist núorðið ástæða til að gjalda nokkurn varhug við myndum frá Hollywood sem sagð- ar eru byggja á sönnum atburðum. Frá Vatnsstíg til Laugaskarðs S ú var tíð að tollskráin mælti fyrir um sérstakan toll á skóflur en þó ekki flórsköfur. Á sama hátt voru skýr ákvæði um toll á nagla en þó ekki hóffjaðrir. Þetta þótti sjálfsagt og eðlilegt. Tollskráin var reyndar fleytifull af mismunandi gildismati sambærilegra hluta. Skattalög- in voru sama marki brennd. Það er ekki aðeins að þessi tími sé liðinn. Hugmyndafræðin sem réði þessu gildismati í skattalögum og tollskrám reyndist ekki góð og gild vara í búð reynslunnar. Hún ræður ekki lengur ríkjum. Eigi að síður finnast leifar hennar hér og þar. Samtök viðskipta og þjónustu lögðu spurningar fyrir tals- menn stjórnmálaflokkanna í tengslum við ársfund sinn í liðinni viku. Þær sneru eðlilega að ýmsum brennandi hagsmunamálum og voru um margt athygliverðar. Á sama veg má segja að svörin hafi verið. Ein þessara spurninga vék að gömlu gildismati sem enn er við lýði áratugum eftir að menn hættu að gera greinar- mun á skóflum og flórsköfum í tollskránni. Þetta er sú sérstaka skipan að selja gjaldfrjálsan varning í flughöfnum. Ríkissjóður selur rauðvínsflöskuna á lægra verði til þeirra sem ferðast til útlanda en hinna sem ekki ferðast. Jafn- vel gleraugu hafa verið skattlögð með ólíkum hætti eftir því hvar þau eru keypt. Tvær hliðar eru á þeim réttlætispeningi. Stjórnmálaflokkarnir voru allir á einu máli um að þessi skipan mála skyldi standa óbreytt. Ólík hugmyndafræði réði engu þar um. Hún megnaði ekki að rjúfa pólitíska einingu þegar að þessu kom. Jafnvel talsmenn Samtaka verslunar og þjónustu töldu að ríkissjóður mætti selja vín með þessum hætti ef mismununin næði ekki til annarra vörutegunda. Ástæðurnar fyrir sameiginlegri afstöðu stjórnmálaflokkanna eru einfaldar. Skattlaus verslun er vitaskuld til vinsælda fall- in. Í réttu hlutfalli við fjölgun ferðamanna nýtur vaxandi fjöldi þessa verðhagræðis. Líklegt er því að þeir yrðu fleiri sem létu afnám reglunnar fara fyrir brjóstið á sér en þeir sem sæju rétt- læti í samræmdri skattlagningu. Enginn getur lokað augunum fyrir þessum einfalda veruleika. Afstaða stjórnmálaflokkanna á einnig rætur í þeirri staðreynd að þessi verslun skilar tekjum til uppbyggingar og viðhalds flug- stöðinni. Það er skiljanlegt sjónarmið rétt eins og menn gátu vel skilið að það var á sinni tíð þáttur í að tryggja afkomu bænda að hafa flórsköfurnar tollfrjálsar meðan aðrir, sem gegndu að mati þeirrar tíðar þýðingarminni verðmætasköpun, greiddu hærri toll af skóflum. En hvernig sem á málið er litið er spurning Samtaka verslun- ar og þjónustu um þetta efni bæði gild og réttmæt. Þó að hún sé ekki eitt af hinum stóru málum þjóðfélagsumræðunnar á hún eigi að síður heima þar og með öllu ástæðulaust að gefa henni ekki gaum. Vegabréfaeftirlit á tilteknum stað í flugstöðvarbyggingu breytir því ekki að þar gilda íslensk lög, hegningarlög, lög um heilbrigðiseftirlit, vinnuvernd, jafnrétti, samkeppni og tekju- og eignaskatt, svo dæmi séu tekin. Hvernig er unnt að rökstyðja að löggjöf um gjöld á vöru og þjónustu gildi þar ekki? Þegar um þetta mál er spurt er um leið komið við snöggan blett. Í góðu lagi er að hafa það í huga. Þó ekki flórsköfur

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.