Fréttablaðið - 25.03.2007, Page 14
F
reysteinn Jónsson frá
Vagnbrekku í Mývatns-
sveit er elsti karlmaður
landsins. Hann verð-
ur 104 ára hinn 17. maí.
Freysteinn fæddist árið
1903 og bjó mestan hluta ævinnar í
Mývatnssveit, fyrst á Geirastöðum
og síðar að Vagnbrekku. Í dag dvel-
ur hann á Öldrunarheimilinu Seli
á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur-
eyri. „Ég var heilsulítill sem barn,“
segir Freysteinn, sem furðar sig á
þeim háa aldri sem hann hefur náð.
„Húsakynnin á þessum tíma voru
afar léleg en við höfðum alltaf nóg
að bíta.“
Leyndarmálið að svo löngu
lífi segir Freysteinn vera kæru-
leysi. „Að hafa ekki áhyggjur af
öllum sköpuðum hlutum og svo er
mjólkurdrykkja ákaflega mikils
virði,“ segir Freysteinn, sem hefur
það ágætt á Seli þótt heyrnin sé
farin að gefa sig og sjónin orðin
léleg. Hann segist lúra mestallan
daginn en í kringum hann í herberg-
inu eru ljósmyndir úr sveitinni og
af fjölskyldu hans. Freysteinn, sem
var mikill hestamaður á yngri árum,
saknar sveitarinnar en segist ekki
þurfa annað en að horfa á myndirn-
ar til að komast þangað aftur í hug-
anum. „Mig dreymir sveitina og
finnst ákaflega gott að komast aftur
í húsið við vatnið,“ segir hann og
bætir við að hann hafi verið hepp-
inn með fjölskyldu sem sé dugleg að
heimsækja hann.
DREYMIR SVEITINA SÍNA
Freysteinn Jónsson
verður 104 ára í maí.
Indíana Ása Hreinsdóttir
blaðamaður og Valgarð-
ur Gíslason ljósmyndari
hittu þennan elsta karl-
mann landsins.