Fréttablaðið - 25.03.2007, Page 20
Ég átti svo
góða æsku og
stormalaust
líf að ég hef
kannski tekið
dramatíkina
út í myndun-
um mínum,
sem þóttu
ekki nógu
„commercial“.
V
era Pálsdóttir situr ein í
sófa á Kaffi Sólon, klædd
svörtum fötum og með
frumlega prjónahúfu á
höfðinu. Klassísk, Parísar-
dömuleg og látlaus í senn
þar sem hún reykir langa, mjóa sígar-
ettu og dreypir á stórum kakóbolla full-
um af rjóma. Hún er með hlýtt og leiftr-
andi bros sem ljómar af kímni og lífs-
reynslu. „Ég hef alltaf verið dálítill
flakkari í mér,“ útskýrir Vera. „Ég eyddi
nokkrum æskuárum í Noregi og svo eftir
menntaskólann þar byrjaði ég í sálfræði
hér heima. Ég hætti í henni og hélt til
Bandaríkjanna til að læra ljósmyndun. Í
Brooks-skólanum í Santa Barbara lærði
ég aðallega auglýsingaljósmyndun, en ég
hafði alltaf haft mikinn áhuga á sálfræð-
inni á bak við auglýsingar.“
En hvernig endaði hún í París? Vera
hlær. „Ég ætlaði bara að flytja aftur
heim, hafði séð það í hillingum. En eftir
níu mánuði heima þá fékk ég algera inni-
lokunarkennd og þráði að fara út aftur.
Ég valdi París bara vegna rómantíkurinn-
ar sem umlykur hana og fegurð franska
tungumálsins. Ég skráði mig á frönsku-
námskeið í Sorbonne en ákvað svo að
fara í mastersnám í ljósmyndun. En eins
og allt í mínu lífi þá er lítið „plan“ í gangi,
hlutirnir bara gerast af sjálfu sér, og mér
var ráðlagt að hætta áformum um frek-
ara nám og hella mér bara út í vinnu.“
Hún útskýrir að á þessum árum hafi allt
snúist um að ná sér í sem mesta reynslu
sem fyrst, og vinna með rétta fólkinu.
Ég var mjög heppin. Ég fékk góða vinnu
hjá frægu stúdíói sem heitir Studio
Rouchon. Ég vann þar sem „stagiére“
(manneskja sem vinnur kauplaust fyrir
reynslu) í níu mánuði. Ég vann eins og
brjálæðingur og fékk ekki krónu fyrir,
bara ókeypis fæði. En svo þegar það losn-
aði pláss fyrir aðstoðarmanneskju í stúd-
íóinu þá fékk ég stöðuna. Ég byrjaði hjá
ljósmyndara sem heitir Christophe Kutn-
er og var mjög þekktur á þessum tíma.
Hann hafði til dæmis unnið mikið fyrir
ítalska Vogue sem þykir mesta biblía
tískuljósmyndunar. Ég var svo heppin
að fá að vinna með frábæru fólki á þess-
um árum – til að mynda Helmut Newton
árið 1994.“ Vera segir hann hafa verið
eftirminnilegan karakter vegna þess lát-
leysis sem hann bjó yfir. „Ég var vön
því að vinna með þessum frægu tísku-
ljósmyndurum þar sem öllu var tjald-
að, ótal ljósum og miklum mannskap, en
Newton bara mætti með eina litla tösku,
gerði sitt og útkoman var auðvitað snilld.
Hann var afskaplega mikið prúðmenni
og kom eins fram við alla. Það var frá-
bær reynsla fyrir mig að vinna sem að-
stoðarkona á þessum sex árum. Ég var
ekkert að flýta mér út í eigin ljósmynd-
un, bara naut augnabliksins. Þetta var
tímabilið þegar ofurfyrirsæturnar komu
á sjónarsviðið – og það var gaman að upp-
lifa það. Manni fannst þær sumar eins og
geimverur, þær voru svo óraunveruleg-
ar í útliti, eins og til dæmis Nadja Au-
ermann. Ég man eftir skemmtilegu at-
viki þegar við vorum að mynda Claudiu
Schiffer, en hún var þá með töframannin-
um David Copperfield. Meðan á tökunni
stóð læstist hann inni á klósetti og uppi
varð fótur og fit. Þetta þótti afar fyndið
að þessi frægi sjónhverfingamaður sem
er alltaf að hlekkja sig á sviði skyldi ekki
komast út af klósetti! En ég man líka að
Elle Macpherson var afskaplega hryss-
ingsleg við fólk og Naomi Campbell var
afar óörugg.“ Ofurfyrirsæturnar voru
vissulega dívur að sögn Veru og létu allt-
af bíða eftir sér, klukkustundum saman.
„Ef þær áttu að mæta átta um morg-
un þá komu þær þrjú um eftirmiðdag-
inn. Ég eyddi öllum tímanum minum í að
bíða. Ég byrjaði að reykja á þessum tíma-
punkti!“
Vera fór í endalaus ferðalög með Kutner
þegar hún var orðin það sem kallast „first
assistant“. Maður var alltaf á ferð og flugi,
fór mikið til New York og í raun um allan
heim til að taka myndir. Það var óneitan-
lega gaman að fá að upplifa það, og að fá
að búa á lúxushótelum, en maður getur
fengið leið á því eins og öllu. Stundum
langaði mann bara til þess að fara heim til
sín og borða skál af pasta með smjöri!“ Ég
spyr Veru hvað sé ævintýralegasti stað-
urinn sem hún heimsótti á þessum tíma.
„Það var án efa ítalska eyjan Stromb-
oli. Það er alger paradís á jörð. Þar eru
engir túristar og ég var að vinna þar með
svo skemmtilegum hópi. Og svo er fyrsta
skiptið sem ég fór til Marokkó mér minn-
isstætt. Mér fannst eins og ég væri stödd
í Tinnabók.“
Árið 1998 hætti Vera að vinna hjá Kutn-
er þar sem hún vildi einbeita sér að eigin
ljósmyndum. „Ég hafði tekið sjálf fyrir
nokkur blöð úti og fannst ég loks tilbúin
til þess að hella mér út í óvissuna. Ég er
nefnilega ekki svona „hornamanneskja“
eins og allir eru í þessum heimi. Maður
þarf að geta stangast á við fólk, berjast
til þess að ná frama. Í tískubransanum
gengur þetta allt út á hvern þú þekkir og
hvernig þú selur sjálfan þig. Ég var hins
vegar alltaf sannfærð um að ég hlyti að
komast áfram bara á myndunum mínum.
Ég er lítið fyrir að trana mér fram. Ég
fékk mér umboðsmann og í gegnum hann
fékk ég fínar bókanir og fór að vinna hjá
hinum ýmsu tískublöðum.“
Vera hlær að því að í byrjun hafi fólki
þótt myndirnar hennar of drungalegar og
of dramatískar. „Ég átti svo góða æsku
og stormalaust líf að ég hef kannski tekið
dramatíkina út í myndunum mínum, sem
þóttu ekki nógu „commercial“. Á þessum
tíma var „heroin-chic“ lúkkið alveg búið
og myndir áttu að vera glaðlegar, litríkar
og heilbrigðar. Ég ákvað því að taka þeirri
áskorun að vinna hjá afskaplega „mains-
tream“ blaði, Figaro Madame, en það er
helgartímarit sem fylgir dagblaðinu Le
Figaro. Mér fannst þetta ekki beint skap-
andi og skemmtilegt en þetta var ofsalega
góður skóli. Þarna tókst mér að fínpússa
minn persónulega stíl og finna milliveg á
milli „commercial“ og listrænna mynda.
Eftir eitt og hálft ár þar hætti ég og ein-
beitti mér eingöngu að „freelance“ verk-
Eilífur Barbíleikur
Ljósmyndarinn Vera Pálsdóttir er nýflutt til Reykjavíkur
frá tískuborginni París. Hún á farsælan feril að baki og
hefur unnið með mörgum af frægustu ljosmyndurum og
fyrirsætum heims, fyrir alþjóðleg tískublöð. Anna Margrét
Björnsson hitti hana yfir kaffi og sígó og fékk að heyra
meira.
efnum og fór að vinna fyrir blöð
eins og franska og bandaríska Elle,
Glamour, Seventeen og svo slatta af
svona „trend“ blöðum eins og hið
þýska Style and Family Tunes. Núna
hefur franska Vogue „fylgst með
mér“ í þrjú ár sem þykir mikill heið-
ur og ég vona að ég fái að spreyta
mig þar í framtíðinni.“
Nú hefur Vera kosið að vera búsett
á Íslandi, að minnsta kosti í bili. „Ég
kom heim í vetur með tveggja ára
dóttur mína. Þegar maður eignast
barn breytist aðeins forgangsröð-
in. Mig langar að Sóley dóttir mín
geti notið þess að vera hér í hinu ör-
ugga reykvíska umhverfi og læri
fullkomna íslensku. Hún er komin
á leikskóla og við mæðgurnar erum
afar ánægðar hér.“ En hvernig líst
Veru á íslensk tímarit? „ Ég get ekki
sagt að ég fylgist grannt með ís-
lenskum blöðum, ég þekki aðallega
þesi tímarit sem hafa alltaf komið út
hérna. Eina blaðið sem mér fannst
flott og öðruvísi var Núllið sem kom
út fyrir löngu síðan. Hin blöðin eru
bara eins og... hvað á ég að segja...
einhver blöð frá litlu landi í fyrrver-
andi Sovétríkjunum. Það er eitthvað
mjög púkalegt við þau og það skil ég
ekki, því að Ísland er svo smart að
öðru leyti, og þykir svo „trendí“ er-
lendis. Hér úir og grúir af flottum
fatahönnuðum og skemmtilegum
tískubúðum.Íslendingar hafa mikinn
áhuga á tísku. Af hverju það er ekki
til almennilegt tískublað hérna skil
ég ekki. Það er í raun ekki til eitt ein-
asta tískublað, bara blöð sem blanda
tísku saman við greinar, viðtöl, pólít-
ik og annað. Það er eins og það vanti
ákveðna stefnu og konsept í þessi
blöð. Ég er sannfærð um að það sé
markaður fyrir alvöru tískublað í
Reykjavík. Eins finnst mér að fólk
skilji ekki hvað orðið stílisti þýðir
– en góður stílisti skiptir auðvitað
sköpum hvort myndir heppnast eða
ekki.“ Vera segist alltaf hafa jafn-
gaman af tískuljósmyndun. „Verk-
efnin eru alltaf svo margbreyti-
leg og stundum tek ég að mér verk-
efni fyrir framúrstefnuleg blöð sem
borga ekki neitt, bara af einhverri
listrænni hugsjón. Vinna mín er dálít-
ið eins og að vera lítil stúlka í eilífum
barbíleik.“ En óttast hún ekki að hún
fái bráðum leið á að vera heima, og
fá aftur innilokunarkennd? „Nei,nei,
alls ekki,“ hlær hún. „Reykjavík
hefur breyst svo mikið síðan ég bjó
hérna síðast. Það er nóg að gerast
og mikil gróska á öllum sviðum. En
ég er enn með verkefni vestan hafs
svo að ég hef nóg af tækifærum til
að skreppa út.“ Og nú er Vera búin
að setja aftur upp húfuna og brosir
breitt þegar hún hverfur út um dyrn-
ar í íslenska vetrarkuldann.