Fréttablaðið - 25.03.2007, Side 80
Þau voru nokkur,
skrímslin sem ég ótt-
aðist í æsku. Til dæmis
þóttu mér múmíur al-
mennt mjög ógeðslegar
og þá sérstaklega þessi
í Tinnabókinni um Sjö
kraftmiklar kristalskúl-
ur. Ég gat varla horft á kápuna, svo
mikill var hryllingurinn.
Í bókinni um Dísu ljósálf voru
froskamæðgin sem bjuggu í feni
og froskamamman vildi fá Dísu
sem tengdadóttur, þvert á vilja
Dísu. Mér þóttu þessi mæðgin
mjög ógeðsleg. Slímug, hokin og
krípí fenjafyrirbæri.
Svo var það hann Köngull köngu-
ló sem átti heima á Tjörninni og
gerði ekki annað en að hrella Mola
flugustrák. Köngull fannst mér
ömurlegur náungi og ég vorkenndi
Mola heil ósköp að þurfa alltaf að
vera að standa í þessu stappi við
fíflið hann Köngul.
Ég man svo ekki hvað ég var
gömul þegar myndin um geim-
farann Barbarellu var sýnd í
Ríkissjónvarpinu, en þar bætt-
ist í hryllingssafn sálar minnar.
Bæði voru þar tannhvassar dúkk-
ur sem reyndu að rífa kyntáknið í
sig og árásargjarnir páfagaukar
sem vildu henni ekkert gott, mér
til vansældar.
Stuttu síðar kom myndin um
manninn sem minnkaði á skjáinn
en þar lenti heimilisfaðir í því að
vera smækkaður niður í Playmobil-
stærð og eitt af því sem hann þurfti
að díla við var að drepa risakönguló
með saumnál. Hræðileg sena!
Versta skímslið birtist á RÚV
árið 1980 þegar kvikmyndin um
Dorian Gray setti sálarlíf mitt á
annan endann. Sérstaklega senan
þegar hulunni var svipt af mál-
verkinu þar sem hinn raunveru-
legi, krumpaði, siðblindi og ger-
spillti Dorian kom í ljós.
Í dag er svo komið að ég hræð-
ist hvorki kóngulær, múmíur, tann-
hvassar dúkkur né árásargjarna
páfagauka, en Dorianar þessa
heims vekja enn hjá mér ótta. Enda
kannski öllu raunhæfara fyrir litl-
ar konur að reyna að forðast sjálf-
hverfinga sem svífast einskis en
köngulær og illgjarna ondúlata í
vígahug?
Tilnefning til Íslensku
lýðheilsuverðlaunanna 2007
Þann 24. apríl nk. mun heilbrigðis- og tryggingamálaráð-
herra veita Íslensku lýðheilsuverðlaunin í fyrsta skipti.
Verðlaununum er ætlað að styðja framtak stofnana,
félagasamtaka eða fyrirtækja til að bæta heilsu lands-
manna. Óskað er eftir tilnefningum til verðlaunanna.
Hverja er hægt að tilnefna?
Hægt er að tilnefna stofnanir, félagasamtök eða fyrirtæki
sem hafa lagt sig fram um að stuðla að bættu heilsufari
landsmanna, eða einstakra þjóðfélagshópa, umfram lög-
bundið hlutverk eða markmið.
Hverjir geta tilnefnt?
Fyrirtæki, stofnanir, félagasamtök og einstaklingar geta
sent inn tilnefningar en hver og einn getur aðeins sent
inn eina tilnefningu.
Hvernig skal staðið að tilnefningum?
Óskað er eftir tilnefningum ásamt greinargóðum rök-
stuðningi um hvers vegna viðkomandi stofnun, félaga-
samtök eða fyrirtæki verðskuldi verðlaunin. Í rökstuðn-
ingi þarf að koma fram með hvaða hætti sá sem
tilnefndur er hefur stuðlað að bættri lýðheilsu s.s. með
aukinni hreyfingu, bættu mataræði, eflingu
geðheilbrigðis, reykleysi, áfengis- og vímuefnavörnum
eða öðrum þáttum sem hafa áhrif á lífsstíl og heilsu
landsmanna.
Eyðublöð
Eyðublöð fyrir tilnefningar má nálgast á heimasíðu heil-
brigðis- og tryggingamálaráðuneytisins
www.heilbrigdisraduneyti.is eða í afgreiðslu ráðuneytisins
í Vegmúla 3. Tilnefningar á rafrænu formi skal senda á
postur@htr.stjr.is, en annars ber að skila þeim í afgreiðslu
heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins.
Frestur til að senda inn tilnefningar er til 11. apríl 2007
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið
Vegmúla 3 - 150 Reykjavík - Sími 545 8700
vaxtaauki!
10%
Kæri
vinur ...
Eitthvað
að?
Þú verður að
afsaka mig ...
Ég reyni að vera faglegur i
verki, líkt og skurðlæknar, passa
að tengjast hverju mali ekki
persónulegum böndum.
En ég er auðvitað bara maður
líka og það er erfitt að sjá
sjúklinga sem eru svona langt
leiddir eins og þessi bíll.
Verður
þetta dýrt?
Dýrt?! Ertu að hugsa um
peninga á svona stundu?
Afsakaðu,
afsakaðu!
Ekkert mál, gefðu mér
bara tima til að hugsa.
Þegar bifvélavirki
hagar sér svona veit
maður að reikning-
urinn er hár.
Viðskipta-
vinir takið
eftir!
Frá deginum í dag
verða allir hlutir sem
skildir eru eftir í vösum
á fatnaði þegar hann
er settur í óhreinatauið
eign þvottahússins.
Peningar verða te
knir,
tyggjó verður tug
gið,
sælgæti verður ét
ið
og gítarneglur ver
ða
endurunnar.
Minnismiðar og
persónuleg bréf verða
hins vegar lesin up-
phátt öðrum íbúum til
skemmtunar.
Hæ Palli!
Hvað segirðu
foli?
Pabbi
hættu!
Þetta
ætti að
nægja.