Fréttablaðið - 25.03.2007, Side 88

Fréttablaðið - 25.03.2007, Side 88
32 25. mars 2007 SUNNUDAGUR FRUMSÝND 23. MARS SÝND Í REGNBOGANUM BLEKKINGAMEISTARINN „STÓRSKEMMTILEG! Fær þig til að trúa á kraftaverk!“ - The New York Times - Ekkert hlé á góðum myndum Ekkert hlé Minna af auglýsingum Engin truflun321 2 fyrir 1 allar frumsýningarhelgar gegn framvísun þessarar úrklippu. KLIPPIÐ HÉR! „STÓRSKEMMTILEG! Fær þig til að trúa á kraftaverk!“ - Stephen Holden, The New York Times Iceland Express-deild karla: NJARÐVÍK-GRINDAVÍK 96-78 Stig Njarðvíkur: Igor Beljanski 24 (hitti úr 10 af 13 skotum, 5 fráköst, 4 stoðs.), Jóhann Árni Ólafs- son 15 (11 frák.), Jeb Ivey 15 (6 stoðs.), Friðrik Stefánsson 10 (5 frák., 6 stoðs.), Egill Jónasson 6, Brenton Birmingham 6 (9 frák., 4 stoðs.), Guð- mundur Jónsson 5, Ragnar Ragnarsson 5, Hall- dór Rúnar Karlsson 4, Hjörtur Hrafn Einarsson 4, Kristján Sigurðsson 2. Stig Grindavíkur: Páll Axel Vilbergsson 24 (6 frák.), Björn Steinar Brynjólfsson 13, Adama Dar- boe 12 (7 stoðs.), Þorleifur Ólafsson 9 (4 stoðs.), Jonathan Griffin 9 (4 stoðs.), Páll Kristinsson 8 (13 frák., 3 varin), Sigurður Sigurbjörnsson 2, Davíð Páll Hermannsson 1. Staðan í einvíginu er 1-0 fyrir Njarðvík. Iceland Express-deild kvk: GRINDAVÍK-KEFLAVÍK 100-94 Stig Grindavíkur: Tamara Bowie 42 (15 frák., 9 stoðs.), Hildur Sigurðardóttir 24 (16 frák.), Ingi- björg Jakobsdóttir 14, Ólöf Helga Pálsdóttir 9 (9 frák.), Jovana Lilja Stefánsdóttir 4, Petrúnella Skúladóttir 4, Íris Sverrisdóttir 3. Stig Keflavíkur: Bryndís Guðmundsdóttir 26, Kesha Watson 24 (15 frák., 7 stolnir, 7 stoðs.), Birna Valgarðsdóttir 16 (22 mín.), María Ben Erlingsdóttir 15 (8 frák.), Margrét Kara Sturludóttir 7 (4 varin, 16 mín.), Svava Ósk Stefánsdóttir 4 (7 frák., 4 stoðs.), Marín Rós Karlsdóttir 2. Staðan í einvíginu er 1-1. ÚRSLIT FÓTBOLTI Íslenska U-17 ára lands- liðið er komið áfram upp úr milli- riðli fyrir EM eftir ótrúlegan sigur á ríkjandi meisturum í þess- um aldursflokki, Rússum. Ís- lenska liðið fer því í sjálfa loka- keppnina sem fram fer í Belgíu í byrjun maí. Ísland tapaði ekki leik í riðla- keppninni og vann þar með riðili- linn. Portúgal var með jafn mörg stig og Ísland en lakari markatölu og situr því eftir með sárt ennið. Ísland vann leikinn 6-5 eftir að hafa verið yfir í hálfleik 5-0. Hinn magnaði leikmaður HK, Kolbeinn Sigþórsson, gerði sér lítið fyrir og skoraði fjögur mörk í leiknum, öll í fyrri hálfleik. Hin mörk Ís- lands skoruðu Frans Elvarsson og Aaron Palomares. Ísland komst í 6-0 í leiknum en rússneski björninn hresstist held- ur betur í kjölfarið. Hann vaknaði þó of seint og Ísland fagnaði sigri. Glæsilegur árangur hjá strák- unum en Lúkas Kostic þjálfar liðið. - hbg Íslenska U-17 liðið áfram: Kolbeinn skor- aði fjögur mörk KOLBEINN SIGÞÓRSSON Þessi efnilegi strákur leikur líkast til ekki með HK í nánustu framtíð. KÖRFUBOLTI Það er um lítið annað talað í NBA-boltanum þessa dag- ana en frammistöðu Kobe Bryant. Hann er búinn að spila fjóra leiki í röð þar sem hann hefur skorað yfir 50 stig. Hann er aðeins annar leikmað- urinn í sögu NBA sem nær slík- um árangri en hinn er Wilt Cham- berlain. Hann náði að skora yfir 50 stig í sjö leikjum í röð leiktíð- ina 1960-61. Lakers hefur unnið alla þessa leiki en Kobe var með 65 stig í fyrsta leiknum, 50 í næsta, 60 í þriðja og svo aftur 50 stig í fjórða leiknum. - hbg Kobe Bryant sjóðheitur: Yfir 50 stig fjóra leiki í röð KOBE BRYANT Kóngurinn í NBA-boltan- um í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES HANDBOLTI Íslendingaliðin Gross- wallstadt og Lemgo áttust við í þýsku úrvalsdeildinni í gær en leikurinn var sérstaklega mikil- vægur fyrir Lemgo, sem berst um sæti í Evrópukeppnum að ári. Lemgo fór með sigur af hólmi á útivelli, 27-29. Ásgeir Örn Hall- grímsson skoraði fjögur mörk fyrir Lemgo en Logi Geirsson var fjarverandi vegna meiðsla. Alex- ander Petersson skoraði sex mörk fyrir Grosswallstadt, sem saknaði að sjálfsögðu Einars Hólmgeirs- sonar sem er meiddur á ný. Lemgo er í sjöunda sæti deild- arinnar en Grosswallstadt í því tí- unda. - hbg Þýski handboltinn: Lemgo lagði Grosswallstadt KÖRFUBOLTI Njarðvíkurhúsið bar nafn með réttu í gær því sigur- reifir Grindvíkingar, eftir tvo úti- sigra í Borgarnesi, gengu hrein- lega á vegg í fyrsta leikhlutanum í gær. Njarðvík vann hann 32-10 og Grindavíkurliðið setti aðeins niður 1 skot af 14 í leikhlutanum. Eftir það var leikurinn í öruggum höndum Íslandsmeistaranna, sem hafa nú unnið 18 leiki í röð og eru komnir í mikinn meistaraham. Í lokin munaði 18 stigum, 96-78, en síðustu þrír leikhlutarnir voru að- eins formsatriði eftir þessar ótrú- legu upphafsmínútur einvígisins. „Þetta var merki um það að við vorum virkilega tilbúnir. Það er mikið búið að tala um flugið á Grindavík. Ég benti mínum mönn- um á að við vorum búnir að vinna 17 leiki í röð og ef það kallast ekki flug þá veit ég ekki hvað,“ sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur, eftir leikinn. „Við vitum alveg um hvað þetta Grindavíkurlið snýst og hvar þeirra veikleikar eru. Við ætlum að nýta okkur það og gerðum það lengi vel í þessum leik í dag. Við horfum á það þannig að Darboe, Þorleifur og Griffin eru þeir sem við þurfum fyrst og fremst að stoppa. Það er erfitt að stoppa Pál Axel og við reynum bara að hægja á honum,“ sagði Einar Árni. „Ég er búinn að segja það mjög oft í eyrun á mínum mönnum að þetta einvígi snýst bara um okkar vörn og ekkert annað. Ef við spil- um okkar vörn þá vinnum við þetta einvígi. Þeir geta lagt upp með að stoppa Brenton eða að stoppa Ivey en okkar lið snýst ekki um tvo menn,“ bætti Einar Árni við. Kvöldið í gær var kvöld þeirra Igors Beljanski (24 stig, 77% skotnýting, 5 fráköst, 4 stoðsend- ingar á 23 mínútum) og Jóhanns Árna Ólafssonar (15 stig og 11 fráköst) í sóknarleiknum. Igor var til dæmis með 15 stig eftir 8 mín- útna leik þegar Grindavíkurliðið var komið 24-4 undir í leiknum. „Ég get ekki útskýrt það hvað fór úrskeiðis í byrjun. Þessi leik- ur kláraðist í fyrsta leikhluta, við náðum aldrei að ógna þeim veru- lega og við þurfum að gera miklu miklu betur en þetta. Við vorum langt frá okkar besta leik,“ sagði Friðrik Ragnarsson, þjálfari Grindavíkur, eftir leikinn. „Menn voru að bauka hver í sínu horni og við vorum ekki að vinna saman sem lið. Það verður að vinna saman sem lið og spila skipulega sókn á móti liði eins og Njarðvík. Við gerum ekkert sem einstaklingar á móti þeim en við getum unnið þá sem lið,” sagði Friðrik. „Við eigum Griffin alveg inni því hann gat ekkert að þessu sinni,” sagði Friðrik Ragnars- son um Bandaríkjamanninn sinn Jonathan Griffin, sem skoraði 27 stig að meðaltali í Skallagrímsein- víginu en skoraði aðeins 9 stig í gær og klikkaði á 8 af 10 skotum sínum. „Hann var búinn að vera mjög traustur undanfarnar vikur og skora yfir 25 stig í hverjum leik þannig að ég er mjög ánægður með varnarleikinn hjá Brenton, Gumma og Jóa á hann. Það er frá- bær vinna að halda honum í 9 stig- um,” sagði Einar Árni um fram- göngu sinna manna gegn Griffin, sem þurfti auk þess að yfirgefa völlinni með fimm villur. ooj@frettabladid.is Meistararnir afvopnuðu skyttur Grindavíkur Íslandsmeistararnir frá Njarðvík eru komnir með 1-0 forystu í einvíginu gegn Grindavík eftir 96-78 sigur í Ljónagryfjunni í gær. Vörn Njarðvíkur sýndi styrk sinn frá upphafi er hún afvopnaði skyttur Grindavíkur. TVÖ STIG Jóhann Árni Ólafsson átti frábæran leik fyrir Njarðvík í gær. Hann sést hér skora tvö af fimmtán stigum sínum. FRÉTTABLAÐIÐ/VÍKURFRÉTTIR KÖRFUBOLTI Grindavík jafnaði metin í 1-1 í undanúrslitaein- vígi sínu gegn Keflavík með 100- 94 sigri á Keflavík í æsispenn- andi framlengdum leik í Grinda- vík í gær. Leikurinn var frábær skemmtun enda keyrðu bæði lið upp hraðann og skiptust á að ná yfirhöndinni með góðum sprett- um. Tamara Bowie átti enn einn stórleikinn og endaði hann aðeins einni stoðsendingu frá þrefaldri tvennu en hún var með 42 stig, 15 fráköst og 9 stoðsendingar. Það stefndi í að þessi leik- ur þróaðist eins og sá fyrsti þar sem Bowie skoraði 28 stig í fyrri hálfleik en gaf svo eftir og Keflavíkurliðið sneri leiknum sér í hag í fjórða leikhluta. Nú var Bowie aftur komin með 30 stig í hálfleik, Grindavík var 9 stigum yfir, 58-49, og aftur var eins og Bowie hefði klárað bens- ínið. Bowie nýtti aðeins eitt af sjö skotum sínum í þriðja leikhlut- anum og eftir hann var Keflavík komið með forustuna, 66-69. Hver sókn skipti síðan gríðar- legu máli í lokaleikhlutanum þar sem liðin skiptust á að hafa for- ustuna. Átta stig Birnu Valgarðs- dóttur á síðustu fjórum mínút- um virtust vera að koma Kefla- vík í lykilstöðu í einvíginu en Ólöf Helga Pálsdóttir átti eftir að segja sitt síðasta. Ólöf kom ekkert við sögu í fyrsta leiknum en spilaði lykilhlutverk á lokakaflanum og náði meðal annars sóknarfrákasti, skoraði og setti niður víti að auki en með því kom hún muninum niður í tvö stig, 87-89. Það var síðan umrædd Tam- ara Bowie sem tryggði Grinda- vík í framlenginguna með laglegri körfu. Í framlengingunni voru það hins vegar þristar frá þeim Ólöfu Helgu og Ingibjörgu Jakobsdótt- ur sem reyndust banabiti Kefla- víkurliðsins en í bæði skiptin fann Bowie þær opnar fyrir utan eftir að hafa dregið til sín Keflavíkur- vörnina. Þessi lið eru mjög jöfn og það kæmi ekki á óvart ef þetta ein- vígi færi alla leið í oddaleik, sem er ekki slæm tilhugsun enda leikir þessara liða frábær skemmtun og glæsileg auglýsing fyrir kvenna- körfuna. - óój Grindavík jafnaði metin gegn Keflavík í frábærum framlengdum leik: Nú dugði stórleikur Tamöru Bowie til sigurs fyrir Grindavík BARÁTTA Hildur Sigurðardóttir og félagar í Grindavík börðust til síðasta blóðdropa í gær og uppskáru sigur. FRÉTTABLAÐIÐ/VÍKURFRÉTTIR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.