Fréttablaðið - 25.03.2007, Qupperneq 94
Tónleikaferð þeirra Eyjólfs
Kristjánssonar og Stefáns Hilm-
arssonar um landið til að kynna
plötuna „Nokkrar notalegar
ábreiður“ hefur gengið mjög vel.
„Þetta er alveg með ólík-
indum. Við förum næst-
um því að gráta á
hverjum degi, við
erum svo hrærð-
ir. Stebbi hefur líka
aldrei farið í svona
ferð og honum finnst
þetta mjög gaman,“
segir Eyfi. „Við
erum búnir að
hitta svo mikið
af góðu fólki og
við höfum líka
spilað í fjór-
um kirkjum,
sem er svolítið
nýr vinkill hjá
okkur. Okkur
finnst það æðislega gaman og
þetta hentar okkur vel. Við erum
að flytja oft á tíðum viðkvæma
tónlist sem þarfnast hlustunar. Í
kirkjum hlusta allir,“ segir hann.
„Við spiluðum á Ólafsfirði á veit-
ingastað og þangað mættu 150
manns. Það var ótrú-
lega góð stemning
og fólk hlustaði
bara. Við höfum
svo mikið verið í
prívat giggum og
kannski bara verið
að spila í hálftíma.
Núna er þetta ríf-
lega tveggja tíma dagskrá og við
erum að spila kannski 25 lög.“
Tónleikaferð þeirra Eyfa og
Stebba er hvergi nærri lokið og
framundan er spilamennska í
Vestmannaeyjum þann 30. mars
og á Selfossi 2. apríl.
Á efnisskrá þeirra félaga eru
m.a. Eurovision-lögin sígildu
Nína og Ég lifi í draumi. Spurð-
ur um nýja Eurovision lagið,
Ég les í lófa þínum, segir Eyfi
það ekki hafa gripið sig til að
byrja með. „Núna er ég búinn
að heyra það nokkrum sinn-
um og það verður bara betra og
betra. Eiki gerir þetta vel, hann
er svo góður söngvari og gerir
mikið fyrir lagið. Það lekur lífs-
reynslan úr hverjum tón,“ segir
hann og hlær. „Hann er pottþétt-
ur „live“ og það er gaman að ein-
hver svona reynslubolti skuli
fara út.“
Gráta næstum á hverjum degi
„Ekkert verður af fyrirhuguðu
LAN-móti sem vera átti í Egils-
höll um næstu helgi. Skólayfirvöld
bönnuðu Nemendafélagi Borgar-
holtsskóla að halda mótið og hótuðu
að reka stjórn nemendafélagsins úr
skólanum ef mótið hefði verið hald-
ið þar sem að skólayfirvöld telja
að mót sem þetta muni ýta undir
tölvufíkn.“ Þetta stendur á vefsíðu
nemendafélagsins borgari.is og
þegar Fréttablaðið hafði samband
við Reyni Grétar Jónsson, stjórn-
armeðlim í nemendafélaginu, sagði
hann þetta vera rétt.
„Skólinn vildi ekki fá reiða for-
eldra yfir sig vegna mótsins,“
segir Reynir, sem var augljóslega
mjög ósáttur við yfirboðara sína.
„Við vildum með þessu koma til
móts við stóran hóp í skólanum
sem hefur áhuga á þessu,“ bætir
Reynir við.
Svokölluð LAN-mót ganga út
á að stór hópur hittist á einum
ákveðnum stað og spilar saman
tölvuleik yfir netið. Þetta fyrir-
bæri nýtur mikilla vinsælda og
úti í heimi eru haldin heimsmeist-
aramót í ákveðnum tölvuleikjum.
„Þetta er mjög skrýtin ákvörð-
un því þetta hefur tíðkast í öðrum
skólum og okkur finnst undarlegt
að mörg okkar megi kjósa í næstu
kosningum en ekki spila tölvu-
leiki,“ segir Reynir.
Aron Tómas Haraldsson, for-
varnafulltrúi Borgarholtsskóla,
staðfesti þessa ákvörðun í samtali
við Fréttablaðið. Hann sagði það
þó fullmikla einföldun hjá nem-
endafélaginu að skólinn hefði sett
því stólinn fyrir dyrnar út af því
að hann teldi þetta ýta undir tölvu-
fíkn. Aron vildi líka gera lítið úr
þeirri yfirlýsingu nemendafé-
lagsins að hótað hefði verið brott-
rekstri úr skólanum. Það væri
orðum aukið. „Við erum ekki að
segja að tölvur og tölvuleikir séu
upphaf alls ills og tölvuleikjafíkn
má að mestu leyti rekja til heimil-
anna,“ segir Aron Tómas. „En við
erum kannski líka að bregðast við
þessari umræðu sem hefur verið
í gangi þar sem heimilishaldi er
stundum haldið í heljargreipum
sökum tölvuleikja- og netnotkun-
ar,“ bætir Aron við. „Og þar að
auki finnst okkur svona LAN-mót
ekki vera jákvæður samskipta-
máti,“ segir hann.
Aron áréttar þó að málið sé ekki
jafneinfalt og nemendafélagið
lætur vera láta á heimasíðu sinni.
Skólinn hefði einnig þurft að út-
vega gæslu og fá kennara á vakt
þannig að margt spilaði inn í þessa
ákvörðun. Þá hafi margir starfs-
menn skólans verið mjög ósátt-
ir við LAN-mót sem haldið var á
þemadögum nýverið. „Við veltum
því líka fyrir okkur hvort þetta
væri hefð sem við vildum vera
að búa til án þess að hafa hugsað
vandlega út í það,“ segir Aron.
Vill taka við kyndlinum af Opruh Winfrey
„Ég er að vinna í plönunum, skoða
hverju ég ætla að breyta. Stað-
urinn opnar svo eftir rúmlega
mánuð,“ segir Kristján Jónsson,
betur þekktur sem Kiddi Bigfoot,
sem keypt hefur rekstur skemmti-
staðarins Gauks á Stöng af fast-
eignafélaginu Eik. Gaukurinn
hefur verið lokaður síðustu mán-
uðina en það mun breytast innan
tíðar. Kiddi segir að hann sé kom-
inn með nokkrar hugmyndir á blað
um hvernig stað hann hyggist reka
í húsnæði Gauksins. Til að mynda
sé mjög ofarlega á lista að þar fái
hljómsveitir inni fyrir tónleika-
hald, en talsvert hefur verið
rætt um skort á tónleikastöð-
um í borginni eftir að Gaukn-
um var lokað í fyrra.
Að svo komnu máli liggur
ekki einu sinni fyrir hvað stað-
ur Kidda muni heita. „Nafn-
ið Gaukur á Stöng er í eigu
þriðja aðila svo það á eftir
að skýrast. Það væri auð-
vitað óskandi að svo færi,
þetta er bæði sögufrægt
nafn og hús,“ segir Kiddi, sem
sjálfur býr yfir mikilli reynslu úr
skemmtanalífsbransanum. Hann
hefur starfað sem plötusnúður til
margra ára á velflestum skemmti-
stöðum borgarinnar.
Kiddi fær húsnæðið afhent um
næstu mánaðarmót. Líklegt er að
fyrst um sinn verði einungis not-
ast við efri hæðina. Heimildir
Fréttablaðsins herma að ástæða
þess sé sú að Framsóknarflokkur-
inn hafi falast eftir neðri hæðinni
fyrir kosningaskrifstofu. „Fólk
hefur falast eftir húsnæðinu,“
segir Kiddi leyndardómsfullur.
Opnar Gaukinn á ný
„Ég hefði aldrei trúað að það
tíðkaðist lengur að fatafellur
væru fengnar til að koma fram
á samkomum eins og þessu
herrakvöldi hestamannafélgs-
ins Harðar. Þetta er eiginlega
svo fáránlegt að það er bara
fyndið.“
550 5000
AUGLÝSINGASÍMI