Tíminn - 05.08.1979, Blaðsíða 3

Tíminn - 05.08.1979, Blaðsíða 3
2 Sunnudagur S. ágúst 1979. Wúsmm Það er nú kannski eðlilegt, að Hermann hafi sniðgengið Laugardalsgarðinn... ..Menn eru feimnir við að hlaupa af sér auðvaldsbumburnar” • #Hermann Gunnarsson íþrótta- fréttamaður útvarpsins er í þessu viðtali hreinskilinn að vanda — Hermann. Hvernig væri að hittast í grasgarðinum í Laugardal? — Allt í lagi. Það væri þá í fyrsta sinn sem ég kæmi þangað. Um hvað eigum við að ræða? • — Þetta verður bara „happening" eða uppákoma á góðri íslensku. Eigum við að segja klukkan tvö? Og málið var leyst. Við höfðum vélað Hermann Gunnarsson íþróttafréttamann útvarpsins með meiru til skrafs einn dýrðardag nú i vikunni. Hann var léttstígur og sólbrúnn og bar þess engin merki, að hann vinnur a.m.k. frá kl. 9-23 á hverjum degi, og oft lengur. Við spurðum hann fyrst, hvernig hann færi að þvi að halda sér • viðefnið i lýsingum sínum, vitandiaðslíkt gerir hann allsekki. Uppákoma eins og á listsýningunum. „Þegar fallegar stelpur eru i stúkunni... ” „Satt best aö segja er stundum erfitt aö eiga aö binda sig viö atburöina á vellinum, sérstaklega þegar leikirnir eru lélegir, en ég held þeim siö fyrirrennara minna ágætra, aö reyna aö fjörga upp á leiöinlega leiki i lýsingum og gera þá áhugaveröari. Stundum vildi maöur gjarnan hugsa um eitt- hvaöallt annaö i slikum tilfellum, — ég tala nú ekki um, þegar fallegar stelpur eru i stúkunni... Færöu einhverja gagnrýni? — Afar sjaldan. Hvorki vinnu- veitendur minir eöa aörir hafa séö ástæöu til þess, hins vegar fæ ég frábærar ábendingar frá Siguröi Sigurössyni, sem vann nú viö þetta starf i 20 ár. Leikmenn tala viö mig, þegar þeim hefur fundist ég vera of dómharöur og skilyröiö fyrir þvi aö ég nenni aö hlusta á þá, er að þeir séu ódrukknir. Þú ert hættur? — Já, fyrir fjórum mánuðum, og ég lifi miklu betra lifi fyrir bragöið. Eini ókosturinn viö þetta er, aö þaö er erfiöara aö ná sér i kvenmann. Ég kann vel viö þetta nýja lif, en ef mér fer aö leiöast þaö, hef ég þann valkost aö fara út 1 hringiöu skemmtanalifsins á ný meö öllu sem þvi fylgir. Gam- alt máltæki segir, aö öl sé innri maöur, en sannleikurinn er sá, aö öl er allt annar maöur og of margir láta stjórnast af herra • Alkóhól. Umgengstu sömu vini og áöur? I — Já, ég hef átt stóran vinahóp I og get veriö innan um vini mína, I þóaðþeir hafi vin um hönd. Ég er I ekki að leita aö neinum geisla- ■ baug, verð aöeins aö viöurkenna # mina bresti og hegða mér sam- ■ kvæmt þeim. Fólk kemur sér upp I afsökunum fyrir hverju fyllirli og I ýmsir hversdagslegir atburöir eins og koma eöa brottför vinar I veröa tilefni til aö „detta i þaö”. | „Er ekki að leita • að neinum geislabaup ” Þaö vantar sem sagt eitthvað | upp á mannleg samskipti? Sunnudagur S. ágúst 1979. 3 Texti: FI Myndir: Róbert — Já, þau eru ekki nægjanlega mikil, hvort sem menn vilja kenna sjónvarpinu eöa ööru um. Viö lifum i svo stressuöu um- hverfi og hvergi i Evrópu er hugs- unarhátturinn eins bundinn við daglegt streö og basl eins og hér. Mér finnst aö fólk eigi aö reyna aö njóta lifsins, en ekki aö miöa allt viö launaumslagiö og steypu- kumbaldana. Hér fer fram óút- skýranlegt lifsgæðakapphlaup og kröfugeröin er meiri en nokkurs staöar annars staöar I heiminum. Þú hefur ekkert veriö i lifs- gæöakapphlaupinu sjáifur? — Ég hef ekki séö tilgang i þvi. Ég helgaöi mig iþróttum strax fimm ára og hef eytt hundruðum þúsunda klukkustunda i þetta. Vafalaust heföi ég getað komiö mér upp nokkrum steinkumböld- um á þessum tima og þaö kemur aö þvi aö maöur kemur sér upp framtiöarskúr. Lífsgœðakapphlaup og ást Lifsgæðakapphlaup og ást fara saman, er þaö ekki? — Þaö er ekkert aö þvi aö fólk bindi sig og stofni heimili ungt t.d., ef þaö heldur áfram aö tala saman og lætur ekki haröviöar- veggina um samræöurnar. Sjálf- ur hef ég kynnst ástinni, en kunni ekkert meö hana að fara, — gaf ekkert af sjálfum mér. Stundum verö ég uggandi um framtiöina, fyrir hönd ungs fólks, og mér finnst þaö oröiö fremur regla en undantekning aö fólk sé I þann veginn aö skilja. Þú ert ekki beint dulur? — Nei, ég er opinskár og á mjög erfitt meö aö dylja tilfinn- ingar minar. Hvernig iitur venjulegur vinnu- dagur út hjá þér? — Ég er eldsnöggur upp á morgnana og ekki haldinn þessu 10 minútna þunglyndi eins og margir. Kaffisopann fæ ég mér meö vinnufélögum minum, sem eru hver öörum betri. Siðan lit ég yfir verkefni dagsins, hádegis- fréttir, blaöamannafundi og undirbý iþróttaþætti og lýsingar. Ég er frjáls meö minn vinnutima, en verö að vera m.ikiö viö, þvi aö siminn stoppar ekki. „ Vil fjölga beinum útsendingum ” Eru einhverjar breytingar á döfinni varöandi iþróttaþættina? — Ég á nú ekki hægt meö aö standa i miklum breytingum, þvi að ég er ekki enn fastráöinn og Jón Asgeirsson hefur veriö aö koma heim I eitt og hálft ár. Ég er eiginlega eins og gleöikona, veit aldrei hvar ég stend. Hins vegar vildi ég breyta I þá veru, aö bein- um útsendingum fjölgaði. Hvernig er fótboltinn I ár? — Mér finnst hann ekki eins góður og I fyrrasumar. Valur og Akranes sýndu þá miklu betri leiki, en liðin eru jafnari nú og mótiö er miklu skemmtilegra fyrir bragöiö eins og fjölgun áhorfenda sýnir. Annars er fót- boltinn sjúkdómur fyrir þá, sem hann stunda og ég skil vel aö sumar frúr séu óánægöar, þegar menn þeirra æfa allt upp I 20 tima á viku. Menn gleyma sér alveg. En þaö er mikiö skilningsleysi ráöamanna fyrir iþróttum almennt og fagurgali þingmanna á framboösfundum er kominn út I öfgar. Sennilega myndi sjúkra- húsdögum fækka til muna, ef iþróttir væru stundaðar meöal rÉg nætilstærsta hlustendahópsinsá laugardögum í„l vikulokin"". o 1 monninrTc Hrí or í El Camino. Chevrolet Malibu MaiiDu uiassic z ar. Malibu Classic 4 dr. Véladeild Sambandsins Armula 3 Reyk/avik Simi 38900 Malibu Classic Estate mmm Það má lengi gem góðanbílbetri og nú hefur Chevrolet leikið það einusinnienn í sparaksturskeppni B.Í.K.R. í maí s.l. mældist Malibu eyða 12.16 lítrum af bensini á 100 kilómetrum. Þetta erathygl- isverð útkoma nú á tímum síhækkandi bensínverðs. 12J6lítmráhundraðið En það er fleira sem gerir Chevrolet Malibu eftirsóknarverðan. Tæknilegur búnaður, aksturseiginleikar, rými og ytri glæsileiki ásamt góðri endingu og lágum viðhaldskostnaði eru þeir kostir sem íslenskir bílakaupendur láta í vaxandi mæli ráða vali sínu. Næst velur þú Malibu, eins og hundruðir ánægðra Malibueigenda hafa gert á undan þér. Til afgreiðslu strax. Sýningarbílar. AUGLYSINGASTOFA SAMBANOSINS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.