Tíminn - 05.08.1979, Qupperneq 25

Tíminn - 05.08.1979, Qupperneq 25
Sunnudagur 5. ágúst 1979. 25 Esra S. Pétursson: FÓSTUREYÐINGAR Hjónaband Gunnu i Chicago var ófarsælt fra byrjun og jafnvel áður en stofnað var til þess og ekki fór það batnandi. Hatursleikir hjónanna urðu hatrammari. Sem andsvar og til að deyfa tilfinn- ingar jók Gunna fikniefnanotkun og reykti meira hass. Svo bætti hún við það amfetamíni, mescalini og stöku sinnum kókaini. Eigin- maðurinn þambaði meira af spönsku vinunum sinum. Geðillskan óx i hlutfalli við fikniefnin og ól hún á pislarsýkninni. Þá varð Gunna ólétt. Ógleðin varð enn meiri i fleiri en einum skilningi. Gunna blekkti sjálfa sig til að halda að hún vildi ekki sjálf láta eyða fóstrinu. Beitti hún lævisu undirferli til að fá móöur sina og eiginmann til að telja sig á að láta gera það. Var það auðsótt mál hjá báðum. öll vildu þau fóstrið feigt. Gunnu skorti sálrænan kynlifsþroska til að veita móðurumhyggju og fikniefnin gerðu hana enn óhæf- ari til þess. 1 þá daga var ekki búið að leyfa fóstureyðingar i Ameriku. Flaug hún þvi til Puerto Rico þar sem hægt var að fá það gert. Ekki Var hún búin aö vera heima meira en hálfan mánuð þegar hún i flumbruhætti og ffkniefnavimu ákvað i skyndi að stytta sér aldur. Tók hún stóran skammt af svefnlyfi en stillti svo til að móðir hennar kom að henni. Voru þetta þvi tilburðir fremur en alvara og tilgangurinn eflaustsá, iog með, að hefna sin á móðurinni fyrir „hollráðin”. Móðirin lét drifa hana á spitala og þar var dælt upp úr henni. Rankaði hún úr rotinu eftir sólarhring. A eftir varð hún leið og reið, kviöi og þunglyndi fór versnandi. Ari siðar gerði hún aðra sjálfsmorðstilraun, sennilega samt hálfgeröu ósjálfræði. Tilraunina gerði hún nákvæm- lega á árstiðardegi fóstur- eyðingarinnar. Samt tókst henni aö telja sér trú um að þetta hefði verið einskær tilvilj- un. Enn beitti hún sjálfsblekk- ingu af mikilli þjálfum og leikni. Gunna var á baðströnd i Kaliforniu sem er illræmd fyrir hiö mesta útsog I heimi. Gunna hætti sér einfaldlega of langt út. Undiraldan greip hana og sog- aöi hana á fleygiferö á haf út en brimlöðrið færði hana á bólakaf. Vinkona sem með henni var, ærðist og æpti af öllum lifs og sálarkröftum og baðaði út öllum öngum. Björgunarmaður sem sat á upphækkuðum stól og hafði auga meö fólkinu sá strax hvað var á seyði. Ýtti hann samstundis báti á flot og bjarg- aöi Gunnu á siöustu stundu. SJÁLFSREFSING Var þetta i annað sinn á einu ári sem hún refsaði sér þannig að hún var nær dauöa en lifi. Ekki fannst henni samt nóg að gert og hélt áfram með miklum krafti að gera lif sitt og hjónaband ömurlegt. Sálræn svipuhögg hennar voru böðuls- legri en hýöingar föður hennar höföu verið. Ekki linnti dóm- hörku hennar i eigin garð og annarra. Nú var Gunna komin alveg i botn, eða að miðju hins botn- lausa hyldýpis eymda og þjáninga. Var ekki önnur leið en að stefna i áttina út úr þvi hyldýpi. Leiö samt á löngu þar til aö segja mátti að hún heföi tekið mið á farsæla stefnu I lif- inu. En að lokinni þessari sálar- kreppu getum vér sagt aö hún hafi farið aö verða nokkuð minna ófarsæl. Fyrst vildi það henni til happs að hún fékk vinnu á fávitahæli. Lét hún sér annt um fávitana og fékk með þvi nokkra útrás fyrir móðurhvatir sem höfðu farið svo hrapalega afvega. Svo fékk hún sér tvo ketti og fór i mömmuleiki við þá. Vér sjáum að hún hafði lika mikla viðleitni til að bjarga sér eða láta bjarga sér. Kaupið notaði hún svo til að leita til sálkönnuðs til lækninga á sálarstriöi sinu. Hann var af gamla skólanum og notaði upp- runalegar aöferðir Freuds. Krafðist hann þess að hún lægi ávallt á bekknum. Þar lá hún i þau tæp tvö ár sem hún gekk til hans, kvartandi og grátandi i sáru og brjóstumkennanlegu volæöi sinu. Létti henni við aö syrgja þannig hina þung- bæru lifsreynslu sina á hinu stutta æviskeiði hennar, allt frá þvi fyrir fæðinguna. Það sá samt varla högg á vatni, svo mjög sat i henni þunglyndið, gremjan og leiðinn. Og ekki gat hún hætt við fikniefnin þótt hún færi að draga úr neyzlu þeirra. Næst skeði það að maður hennar færi betri prófessorstööu við háskóla I New York borg. Fluttu þau þangaö og leigöu sér ibúö I Greenwich Village lista- mannahverfinu. Þar var mikiö af utangarðsfólki, fólki úr jöðr- um þjóðfélagsins, hippar til dæmis, sem ýmist bjuggu þar eða flæktust þangað. Nú fékk hún ekki vinnu og ákvað þvi áð snúa sér betur að framhaldi háskólanáms i lif- fræði sem hún hafði fitlað við I fjögur til fimm ár. Námið sóttist afar seint vegna eirðarleysis, sinnuleysis og framtaksleysis sem fylgir venjulega fikniefnum og þunglyndi, ekki sizt hjá þeim sem jaðra við kleyfhugasýki eins og Gunna. Höfðu foreldrar hennar styrkt hana til námsins að nokkru þvi eiginmaðurinn haföi eftir sem áður aldrei pen- inga fyrir aðra en sjálfan sig og móður sina sem hann var háður sem fyrr segir. Að hálfu ári liðnu ákvað hún að halda áfram i sálgreiningunni vegna þess léttis og byrjunarbata sem hún hafði þegar fengið. Vænti ég þess að halda sögunni áfram á fyrsta sunnudegi næsta mánað-

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.