Tíminn - 05.08.1979, Blaðsíða 21

Tíminn - 05.08.1979, Blaðsíða 21
Sunnudagur 5. ágúst 1979. 21 Iggg Pop — New Values Arista/Fálkinn ★ ★ ★ ★ + Einn sérstæðasti popptón- listarmaóur si&ari ára er án alls efa „nýbylgjuundriö” Iggy Pop, eöa James Jewel Osterburg eins og hann heitir réttu nafni. Ferill Iggy hófst aö einhverju marki áriö 1975 er hann var i hljómsveitinni Iggy & the Stoog- es, en sú hljómsveit baröist heldur vonlitilli baráttu um frægö og frama á þeim tima og leystist loks upp skömmu siöar. Eftir upplausnina hélt Iggy til Los Angeles, þar sem hann hafnaöi á geöveikrahæli — út- taugaöur og ilia farinn á sál og likama eftir eiturlyfjaneyslu. A hælinu var Iggy siöan nokkurn tima, eöa þangaö til David Bowie, sem stjórnaö haföi upp- tökum hjá The Stooges, geröist hans liknandi hjálparengill og kom honum á réttan kjöl á nýj- an leik. beir Bowie og Iggy unnu siöan saman þangaö til i fyrra og á þeim tima hljóöritaöi Iggy tvær plötur, „The Idiot” (1977) og „Lust for life” (1978), sem báöar þóttu sérstaklega góöar og þá einkum sú siöarnefnda. Nú fyrir skömmu sendi Iggy Pop slöan frá sér plötuna „New Values” og veröur varla annaö sagt en aö þar sé á feröinni eink- ar athyglisverö plata. Stil Iggy’s svipar óneitanlega nokk- uö til Bowie, en á köflum viröist þó eins og aö Lou Reed og Roll- ing Stones séu aöaláhrifavald- arnir. Sér til aöstoðar hefur Iggy valiö liö og ber þar fyrst aö telja Scott Thurston sem leysti Bowie af hólmi, en hann var áöur I hljómsveitinni Iggy and the Stooges. Aörir hljóöfæra- leikarar eru minna þekktir en allir standa þeir þó fyrir sinu. 12 lög eru á plötunni og eru textar viö þau yfirleitt mjög góöir, ólfkt þvi sem maöur á aö venjast um þessar mundir. Sem sagt mjög athyglisverö plata sem kemur manni verulega á óvart. — ESE. John Stewart — Bombs away dream babies RSO/Fálkinn ★ ★ ★ ★ ★ Trúlega er „Bombs away dream babies”, plata Banda- rikjamannsins JohnStewart, eins sú besta sem gefin hefur veriöút iseinnitfö, a.m.k. rekur mig ekki minni til aö hafa heyrt neina betri þaö sem af er þessu ári. John Stewart hóf feril sinn sem popptónlistarmaður fyrir u.þ.b. 15 árum siöan er hann var meðlimur i hinu fræga Kingston triói sem þá geröi garðinn fræg- an, en siöar var hann m.a. i hljómsveitum eins og Fleet- wood Mac innan handar viö hljómplötugerö. Þvi veröur aö telja þessa plötu glæsilegt „come back” hjá Stewart og ég trúi ekki ööru en að hann eigi eftir aö láta mikiö aö sér kveða i náinni framtiö. — En hvaö er þaö sem gerir John Stewart svona sérstakan? Þvi er e.t.v. ekki gott aö lýsa i örfáum oröum, en maöur sem sameinar bestu kosti Bruce Springsteen, Bob Seger og Fleetwood Mac — er svo sann- arlega ekki á flæðiskeri staddur tónlistarlega séö. Þá er ótalinn einn aöalkostur Stewarts aö minu mati, en hann er sá að hann er afbragös þjóölagatón- listarmaöur og platan er geysi- efnismikil og ótrúlega góö. Þess má aö lokum geta aö af- bragös tónlistarmenn aöstoöa Stewart á plötunni og nægir þar aö nefna Stevie Nicks og Lind- sey Buckingham úr Fleetwood Mac. — ESE. Kansas — Minolith Krishner/Fálkinn [ ★ ★ ★ Ein athyglisveröasta rokk- hljómsveit Bandaríkjanna i dag er tvfmælalaust hljómsveitin Kansas, sem fyrir löngu ætti aö vera oröin góökunn hérlendis. Höfuðstyrkur Kansas liggur i óvenju fjölbreyttri hljóðfæra- skipan, þar sem rafmagnsfiöla skipar háan sess, og þeirri staö- reynd að hljómsveitin er jafnvig hvort heldur sem er á hljóm- leikum eöa i stúdiói. Þetta hefur aö sjálfsögöu oröið til þess aö greiða götu hljómsveitarinnar og i dag er Kansas ein af fáum hljómsveitum innan rokksins sem getur státaö af þvi aö hafa sinn eigin fullmótaöa stil. Nýjasta plata Kansas, „Monolith”, er mjög á sömu bókina lærð og fyrri plötur hljómsveitarinnar, þannig aö segja má aö hljómsveitin hafi aö vissu leyti ekkert nýtt hér fram aö færa, en engu aö siöur er þetta mjög vel unnin plata. Þó aö hér sé sagt aö Kansas hafi litið nýtt fram aö færa, er ekki hægtaö lita fram hjá þeirri hug- mynd sem liggur aö baki plöt- unni og fram kemur á plötuum- slagi, en segja má að þaö sé nokkurs konar afturhvarf til fortiöarinnar, sem Kansas boöa á þessari plötu. Bestu lög plötunnar eru „People of the Southwind” og „On the other side”, sem bæöi veröa aö teljast meö þvi besta sem hljómsveitin hefur sent frá sér, þó einkum og sér i lagi þaö fyrrnefnda. — ESE. Ian Hunter — You’re never alone with a schizophrenic Crysalis/Fálkinn ★ ★ ★ Likt og Iggy Pop, sem fjallaO er um hér annars staðar á siö- unni, hefur Ian Hunter, fyrrum liösmaöur hljómsveitarinnar Mott the Hopple, notiö dyggi- legrar aöstoöar David Bowies viö þaö aö koma tónlist sinni á framfæri. Samstarf þeirra tveggja hófst er Bowie „produceraöi” hina frábæru plötu Mott the Hopple, „All the young dudes”, en þá komst Hunter einnig I kynni viö Mick Ronson, sem þá var aöal- gitarleikari Bowie, en samstarf þeirra Hunter og Ronsons hefur veriö meö miklum ágætum siö- an. A nýutkominni sólóplötu Ian Hunter, sem nefnist „You are never alone with a schizophren- ic”, má segja aö þetta samstarf blómstri svo sannarlega, og I bakgrunninum eru áhrifin frá Bowie yfirþyrmandi. Þessi plata mun vera þriöja sólóplat- an sem Hunter sendir frá sér eftir aö Mott the Hopple hættu, og trúlega er þetta jafnframt hans besta plata frá upphafi. Lögin á plötunni, sem eru 9 aö tölu, eru nokkuö ólik innbyröis, en auk Bowie áhrifanna er aug- ljóst ab Hunter hefur sótt ýmsar hugmyndir til ekki lakari manna en Rolling Stones. Besta lag plötunnar er tvimælalaust lagiö „Ships”, en i þvi sýnir Hunter og sannar aö hann getur samiö góö lög og án áhrifa frá fyrrgreindum áhrifavöldum. Annars eru öll lögin á plötunni eftir Hunter, utan eitt sem einn- ig er skrifað á reikning Mick Ronsons. Af þeim sem aöstoða Hunter á plötunni nægir ab nefna Mick Ronson, John Cale og Bruce Springsteen — mennina Roy Bittan, Max Weinberg og Gary Tallent. Ef á heildina er litiö stendur þessi plata fyllilega fyrir sinu, án þess þó aö hún veki neina sérstaka hrifningu —en e.t.v. er þetta allt að koma hjá Hunter og vel má vera aö hann veröi sjálf- stæöari næst er hann lætur til sin heyra. — ESE. Donna summer — Bad Girls Casablanca/Fálkinn ★ ★ ★ Bandariska diskó-söngkonan Donna Summer kemur manni svo sannarlega á óvart meö þessari nýjustu plötu sinni sem hún nefnir „Bad Girls”. A plötunni, sem aö undan- förnu hefur trónað i efsta sæti á bandariska vinsældalistanum, er aö finna mörg hörkugóö lög, þ.á m. lögin „Hot Stuff” og „Bad Girls” sem bæöi hafa komist i efstu sæti bandariska listans, og eiginlega má segja aö á plötunni kveöi vib nýjan og ólikt betri tón en maöur hefur áttaö venjastafDonnu Summer til þessa. Sérstaklega er þetta greinilegt i laginu „Hot Stuff”, sem er nánast ekta rokkari (meö örlitlu diskó þó) og viröist sem svo að þetta sé sú lína sem erað veröa ofan á I „diskó-rokk- inu” i dag. Þá þykja það tiðindi til næsta bæjar aö allar stunur söngkon- unnar eru i lágmarki á þessari plötu og er þaö vel, en þær hafa jú einkennt söng hennar mjög á undanförnum árum. Þess má að lokum geta aö þessi plata, „Bad Girls”, er tvöföld og er þaö stærsti ókosturinn viö hana, þvi aö þó aö efnið sé ágætt aö mörgu leyti, þá er þaö ekki nógu gott til þess aö fylla tvær plötur. — ESE. Nr. 15 Júlí 1979 Pinnasteik 1 kg lambakjöt 3 laukar 5 tómatar 2 í»; 'matar Jfflki Ætt , AÍjOÍ’i'SINGáSTOt A SAMBANOSINS R® MjUÉIfiÍF Matamppsknftir Nýjasta blaðið í lausbíaðaútgáfunni okkar er komið í kjötverslanir. Við komum með góða tillögu að matreiðslu á lambakjöti ásamt nýstarlegri pylsuuppskrift. Biðjið um eintak í nœstu kjötbúð og notfœrið ykkurholloghagkvœm matarkaup. Afurðasala Kjötiðnaðarstöð • •> Kirkjusandi sími-.86366

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.