Tíminn - 05.08.1979, Blaðsíða 10

Tíminn - 05.08.1979, Blaðsíða 10
10 Sunnudagur 5. ágúst 1979. Jón Magnússon er ómyrkur i máli, þegar kemur aö fiskveibum og fiskvinnsiu. ímmmmmm mm AM — Jón Magnússon, skipstjóri, og forstjóri Odda á Patreksfirði er einn af þekktustu aflamönnum landsins og hefur ákveðnar skoðanirá málefnum sjávarútvegs og fiskframleiðslu, eins og margir menn af hans tagi. Á dögunum fundum við Jón að máli og ræddum við hann um þessa hluti, Við byrjuðum á að biðja hann að segja okkur af síðustu vertíð. Sem kunnugt er varð skip hans Garðar, næstaflahæst yfir flotann á síðustu vertíð og vakti það athygli, þar sem Garðar er ekki meðal nýjustu skipanna. „Ég þurfti ódýran bát, sem hægt var að leggja að sumrinu, en gæfi afla að vetrinum, þegar mest aflavonin er,” segir Jón um kaup sín á Garðari, en Garðar varð næst hæstur á síðustu vertíð, þótt hann væri eitt elsta og smæsta skipið „Jú, vertiöin gekk vel, viö feng- um aö meöaltali 1000 tonn á bát, þótt viö heföum þegiö aö geta ver- iö lengur aö, þar sem búiö er aö taka mánuö af þessari hefö- bundnu vertiö. Aö mínu áliti heföi átt aö taka þennan mánuö framan af vertiöinni, þegar lengra er aö sækja fiskinn og veörátta er verri, en þegar fiskurinn er nær og minna kostar aö ná i hann. Ég held aö þegar orkan er oröin svo dýr sem nú og menn þurfa aö spara hana, fari þeir aö átta sig á þessu. Aðkomufólkið taki toppana Þessi mikli afli skapaöi góöæri og hér var yfirdrifin vinna i vetur. Eins og alltaf er i sambandi viö sjó og fiskvinnslu þá vantar ööru hverju fólk til þess aö taka topp- ana og þaö hefur skeö flestar vertiöar hér, þegar komiö er aö „toppunum” i febrúar og mars, aö viö höfum þurft á aökomufólki aö halda. Þaö er eöli þessara byggöarlaga sem byggja afkomu sina alla á sjávarafla, aö þau þurfa aökomufólk til þess aö taka toppana, þvi annars veröur atvinnuleysi einhvern tima árs- ins. Viö veröum aö gera okkur grein fyrir aö svona veröur þetta aö vera. Þessu breytum viö ekki inni á skrifstofu”. — Getur þú sagt okkur frá upp- hafi og þróun Odda hf? „Byrjaö var aö byggja 1966 og var ég að heita einn I þessu til aö byrja með. Ég var þá skipstjóri á sildarbát og ekki meö neinn bát á vegum fyrirtækisins. Veturinn 1967 eignaöist ég svo fyrst bát, gamlan bát, sem Einar Guöfinns- son haföi átt. Maöur var þá smár og byrjaði smátt. Þetta þótti oröiö úreltviö Djúp, en ég hef aldrei átt aðgang aö miklum lánum og varö aö láta mér þetta lynda. Þennan bát átti ég svo til 1972, þegar ég keypti bát frá Sauöárkróki sem hét Drangey, en ég skíröi Vestra, eins og fyrsta bátinn, og þann bát á ég I dag. Hálfu ári siðar keypti ég svo Garðar, gamalt skip, sem fyrri eigandi var hættur aö geta gert út. En ég þurfti ódýran bát, sem hægt var aö leggja aö sumr- inu, en gæfi afla aö vetrinum, þegar mest aflavonin er. — Og Garðar hefur ekki brugö- ist vonum þinum? „Þetta hefur gengiö ljómandi, þvi þótt skipiö væri oröiö gamalt var þaö gott fyrir þvi. Viö vorum meö um 1100 tonn, en einn Þorlákshafnarbátanna var hæst- ur með ein 1120 tonn. En hjá okk- ur var þetta mest þorskur, svo aflaverömætiö hefur veriö eitt- hvaö meira hjá okkur. En gott fiskiri skiptir auðvitað meiru en hvort tonnafjöldinn er einhverju meiri eöa minni. Aflaverömætið varö eitthvaö um 125 milljónir og þaö er gaman aö minnast á þaö sem dæmi um alla vitleysuna, að hásetahlutur á Garöari I vetur var meiri en allt aflaverömætiö á gamla Vestra, fyrstu vertiöina. Erfitt að losna við þetta Jæja, en þótt erfitt hafi oft verið aö ná I þennan þorsk siöustu árin, eöa aö minnsta kosti þrjú þau síö- ustu, þá verö ég aö segja aö þá fyrst hefur nú striöiö byrjaö, þeg- ar maöur ætlaöi aö losna viö hann. AnnaÖ hvort hefur þaö ver- iö þannig aö þegar einhver vill kaupa af okkur vöruna, þá viljum við ekki láta hana vegna verk- falla eða einhvers annars, en þeg- ar viö viljum selja, þá vilja okkar kaupendur ekki kaupa. Þannig hefur þetta gengið á vixl. Ef til vill eigum viö ekki met I verkföll- um, en hitt þekkist varla neins staöar aö aöalútflutningur lands sé stoppaöur þannig af og þaö hafa okkar kaupendur ekki getaö skiliö”. — Hvernig eru aöstæöur á ts- landi til aö reka fyrirtæki eins og Odda? „Þar er viö marga erfiöleika aö etja, til dæmis höfum viö þurft af þessum sökum aö geyma fisk óeölilega lengi, bæöi skreiö og saltfisk. Þá er rétt aö koma aö hinum svokallaöa gengishagnaöi á siöasta ári, þaö er aö segja aö þegar gengiö er skráö svona nokkurn veginn rétt, þá kemur þar hagnaöur út, en ég hef þó aldrei getaö séð aö hagnaöur veröi af tapi. Menn eru aö breyta genginu I þaö horf að þaö sé eitt- hvaö i samræmi viö þaö sem kostnaöur okkar viö framleiösl- una er, en þegar veröbólgan gengur eins ört fyrir sig og hjá okkur, þá veröur þarna stórkost- legt tap hjá þeim sem framleiöa til útflutnings. Viö eigum aö halda þessum gengismun, þvi ir i Frá höfninni á Patreksfirbi. Hús Odda er lengst til vinstri á myndinni

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.