Tíminn - 05.08.1979, Blaðsíða 9

Tíminn - 05.08.1979, Blaðsíða 9
Sunnudagur S. ágúst 1979. 9 Jón Sigurðsson: Valið um fram- tíðina er opið Þaö er auövelt aö velja öfgarnar eji þaö veröur aö finna farsælli leiö. Þær aöstæöur sem nú eru upp komnar i efnahagsmálum I kjöl- far oliukreppunnar valda þvi aö Islendingar standa á krossgöt- um. Enn sem fyrr á þjóöin um ýmsa kosti að velja. Ekki vant ar það. 1 sem allra stystu máli má segja að um það sé að velja að snúa sér af alefli að nýtingu þeirra orkulinda sem fýrir eru i landinu og aö þvi að finna nýj- ar leiðir til orkuöflunar og orku- vinnslu, en visindamenn hafa bentáþaðað I þeim efnum eiga lslendingar margra kosta völ, jafnvel fleiri og betri kosta en flestar aðrar þjóöir. Þessari stefnu hljóta aö fylgja ýmsar og jafnvel margháttaðar breytingar á atvinnulifi lands- manna, atvinnuvegum og jafnvel þjóðfélagsháttum. Þannig liggur það fyrir að orku- frekur iðnaður hljóti að eflast mjög i landinu, enda nýtir hann helst og best orkukosti landsins eins og nafnið eitt ber með sér. Enn fremur má telja að hjá þvi verði ekki méð neinu móti komist að efling þessa iðnaðar, sem fyrst og fremst er stóriðja, hljóti að kalla einhverja beina aðilderlendra aöila aö uppbygg- ingunni. Hinn kosturinn er að leggja ekki áherslu á nýtingu ork- unnar, standa einaröir gegn stóriðju og hvers kyns beinni aðild útlendinga að atvinnullfi hér, hversu takmörkuð sem hún kynni að verða. Þessi valkostur felur þaö i sér að Islendingar hverfi ekki frá þeirristefnu að leggja allt kapp á fiskveiöar og fiskvinnslu, landbúnað og smáiðju, sem einkum yrði fólgin I handverki og þjónustuiðnaöi. Verði þessi kostur valinn fer þaö ekki á milli mála að breytingar I land- inu, atvinnullfi og þjóðfélags- háttum, verða allar minni og hægari. Valiö er í okkar höndum Þaö sem mestu máli skiptir við samanburð af þessu tagi er að menn geri sér ljóst að íslend- ingar geta valiö um þessar leið- ir eða einhver afbrigði þeirra. Meðan við erum sjálfráðir I * landinu stendur það alveg upp á okkur sjálf að ákveða um þessi efni. Sumir hafa látið sér til hugar koma að við verðum ekki látnir einir um ákvarðanir i þessum efnum. Vandi heims- byggðarinnar sé slíkur að voíd- ug riki muni ekki sitja hjá og horfa á Islendinga búa að öllum hinum miklu orkulindum lands- ins án þess að láta svo lltið að nýta þær einu sinni. Ef þetta er — eða verður — rétt, þá er vissulega alvara á ferðum. Viö myndum auðvitað ekki hafa eigin burði til þess að halda máttugumstórveldum frá íslandsströndum ef út I sllkan harðbakka slægi. Enn sem kom- ið er er reyndar dcki ástæða til að ætla að málin skipist á þessa lund, enþó erfyllilega ástæöa til þessaðmenn hafi þennan hugs- anlega möguleika í huga. Þessihiið málsins, vaxandi á- hugi útlendinga á landi og þjóð, á sér sem sé bæði bjartar hliðar og dökkar, og má stundum ekki á milli sjá hvor skiptir meira máli. Það er gott að njóta skilnings og velvildar, en öðru máli gegnirum þann áhuga sem getur leitt til þess aö röskun verði á hag og lifi þjóöarinnar I landinu. Með öllu sem fylgir Niðurstaða þessara flýtishug- leiðinga ermeðöðrum orðum sú að þjóðin stendur á þeim tíma- mótum að verða aö taka á- kvörðun i ljósi mjög breyttra aðstæðna frá þeim sem voru fyrir aðeins ári. Þaðer engan veginn sjálfsagt mál að veröa iönaöarþjóðfélag. Og þaðkemur alls ekki af sjálfu sér. Það er alveg eins hægt að setja sér það markmið að verða einvörðungu hjarðmanna- og veiðimannaþjóðfélag. Um þetta er t.d. að velja — meö öllu því sem fylgir. Þaö er á sama hátt engan veginn augljóst mál að vilja stefna að þvi að eignast auð. Það er engu slöur hægt aö láta sér nægja bjargálnir. Um þetta er t.d. að velja — og einnig með öllu þvi' sem fylgir. Sú krafa sem menn veröa hins vegar aö gera tjl sjálfra sln er sú að þeir geri sér grein fyrir þvl sem fylgir með þeim kosti sem tekinn er. Margar eru þær sögur, og sumar grátlegar, að maður ætlaðiséraö veröa rikur en sat uppi i sárri fátækt af þvi að h ann kunni ekki með tækifæri lifsins að fara. Annar maður valdi fátækt eða tæpar bjarg- álnir og lifði við hamingju. Og má svo lengi telja. Það er alveg ljóst aö ef við stefnum að þvl aö nýta mögu- leika okkar með skynsemi I eftiahags- og fjármálum, meö nýtingu auðlinda og kunnáttu, úrvinnslu hráefna og virkjun orku, beitingu tækni og vlsinda — þá bætum viö hin efnalegu kjör þjóðarinnar I framtlöinni. Þar á móti tökum við á okkur meiri eða minni breytingar á þjóðllfi og atvinnuháttum. Lifn- aðarhættir iðnrikisins verða fyrirferðarmeiri en þeir hafa verið I landinu, ef þessi kostur er valinn. t»að hefur ekki áður tekist Nú eru margir Islendingar þeirrar skoðunar aö við eigum ekki aö flýta okkur I orkunýt- ingu. Þeir segja að við eigum ekki að leggja neina áherslu á iðnaðargreinar, heldur búskap og veiðar, og þjónustustarfsemi kalla þeir afætulif. Þeir segja að við eigum yfirleitt ekki að hafa neina stóriðju og að viö eigum sem minnst að hafa saman við útlendinga að sælda — nema þá i fisksölu. Við eigum ekki að stefna að fjölbreyttara atvinnu- lifi, segja þeir i reynd þótt þeir vilji sjaldnast við það kannast. Þeir leggja litiö upp úr batnandi efnalegum kjörum. Þeir sem þessa skoðun hafa eiga mikið til sins máls. Ihalds- semi þeirra og andstaða gegn þróun nútimans er ekki út I hött og á margan hátt er hún dygðug , svo sem gjarnan er einkenni sannrar ihaldssemi. En það er ekki nóg að tala linnulaust um auðsöfnun, mengun, ómannleika stóriðju- hverfisins, upplausn fjölbreytn- innar, siðleysi nafnleysisins I fjöldanum, illsku kapitalismans o.s.frv. Þeim verður einnig að takast að benda á ágæti þess lífs sem er aöeins bjargálna — og ekkert um fram þaö. Þeim verður aö takast að sannfæra uppvaxandi kynslóð um gæði fábreytninnar, dygð fastheldninnar, upplyft- ingu fásinnisins, spenninginn i sparseminni og nýtninni, þroskavænleika skortsins og siðprýðina sem felst í þvl að bjargast af litlum efnum og viö fábreytta tækni. Þetta verður andstæðingum iðnþróunar og orkunýtingar aö takast — um leið og vitað er að hér er mikla möguleika að finna til að treysta „fjölbreytilegara” og „auðugara” mannllf. Ef þeim tekst þetta eru þeir snilldarmenn sannir,því að sllkt hefur ekki áður tekist — nema með kúgun og ofbeldi. Að finna fram- faraleiðina Það sem hér er sagt er ekki fjarlægar vangaveltur, heldur framtiðarvalkostir þjóðarinnar túlkaðir i sinni skýrustu mynd. Enda þótt slikar andstæður séu auövitaö öfgar er ástæða til að menn hugleiöi þær. Sann- leikurinn er nefnilega sá að hvorar tveggja öfgarnar: hömlulaus iönþróun stóriðju og erlendra fjármuna eða stöðnun og fastheldni, viröast mjög út- breiddar meðal þjóðarinnar. Hlutverk þjóðhollra og var- kárra umbótamanna, sem vilja sjá I senn erfiöleika og mögu- leika lands og þjóöar og mæta þeim, er aö vinna bug á öfgun- um og finna farsælan farveg. Það er auðvelt að slá fram öfgum — og leiða til ófarnaöar. Það er á hinn bóginn erfitt að visa á hina varkáru framfara- leið sem liggur til farsældar. Framsóknarflokkurinn velur siðari kostinn. JS menn og málefni KAUPIÐ TÍMANN EFLIÐ TÍMANN Þeim sem senda vilja framlög til blaðsins er bent á að giró- seðlar fást i öllum pósthúsum, bönkum og sparisjóðum. Söfn- unarreikningurinn er hlaupa- reikningur nr. 1295 i Samvinnu- bankanum. Styrkið Tímann Fyllið út þennan seðil og sendið til Tímans í pósthólí 370, Reykjavík Eg undirritaður vil styrkja Timann með þvi að greiða i aukaáskrift □ heila □ hálfa á mánuði Nafn__________________________________________ Heimilisf.----------------------------------- Sfmi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.