Tíminn - 29.11.1979, Side 3

Tíminn - 29.11.1979, Side 3
Fimmtudagur 29. nóvember 1979 3 Mimhm Halldór Pálsson búnaðarmálastjórí: „Hafa enga stefnu að vití” HEI — „Þaö er ekkert meira en annað hjá Sjálfstæöisflokknum. Þeir hafa enga stefnu aö viti i neinu máli, enda hef ég hvergi séö þeirra stefnu i landbúnaðarmál- um”, svaraöi Halldór Pálsson búnaöarmálastjóri, er hann var spuröur hvort þaö skyti ekki skökku viö, aö Mogginn skuli nú fara aö fjargviörast yfir þvi, aö frá áramótum á aö reyna aö hamla gegn offramleiðslu bú- vara. „Fyrir þá sem engu láta sig skipta hvort landið er i byggö, eöa bændastétt i landinu, getur þetta verið rétt stefna. En hún færi illa meö margan manninn sem undir yröi i kapphlaupinu. Ef aftur á móti er litiö svo á, aö menningarlega og hagfræöilega sé þjóöartjón aö halda landinu I byggö — og það hygg ég að ýmsir kratar áliti — þá er auövitaö rétt- ast að snúa sér aö þvi, aö leggja vissa landshluta skipulega i eyði. En jafnvel kratar þora ekki aö halda sliku fram fyrir kosningar. Halldór Pálsson Það er aðeins Sjálfstæöisflokkur- inn sem hefur gerst svo djarfur, að reyna nú aö gera grin aö þvi, aö tekiö skuli upp skipulag i land- búnaöi og búvöruframleiðslu”, sagöi Halldór. Hríngnótaveið- um lýkur um mánaðamótín Örfáar sýningar eftlr á „Við borgum ekki — Við borgum ekki” Sýningum á hinum geysi- vinsæla ærslaleik „Viö borg- um ekki — við borgum ekki”, eftir Dario Fo fer nú senn aö ljúka. Vegna gifurlegrar aö- sóknar aö leiknum s.l. vetur I Lindarbæ voru teknar upp miðnætursýningar i haust I Austurbæjarbiói og hefur ekk- ert lát verið á aðsókn. Vegna annarar leiklistarstarfsemi I Austurbæjarbiói eftir áramót, fer nú hver aö veröa siöastur að sjá þennan bráöskemmti- lega leik, þvi aöeins veröur hægt að koma viö örfáum sýningum enn. Sýningar nú um helgina veröa á föstudags- og laugardagskvöld kl. 23:30 og er sú siöasttalda 90asta sýningin. AM — „Þessum veiöum er nú senn lokiö en eins og kunnugt er lengdist timinn nokkuö, vegna ákvæöa um verömæti I staö ein- falds aflakvóta”, sagði Már Elis- son, fiskimálastjóri, þegar viö spuröum hann um hringnóta- veiðina I gær. Már sagöi aö verkendur heföu veriö ánægöir meö stæröardreif- ingu sildarinnar og helsti ókosturinn veriö sá aö hún heföi veriö nokkuö sandblandin, þar sem hún veiddist á grynnstu vatni. Sagöist hann telja að tekist heföi all vel aö ná slldarstofninum á strik, þótt ekki væri hægt aö segja um horfur fyrir næsta ár, áður en fiskifræðingar hafa gert vanalegar athuganir sinar á stofninum nú að vertiö lokinni. Um þaö bil 10 bátar eru nú eftir á hringnótaveiðum, en 83 bátar stunduðu veiðarnar aö þessu sinni og var kvóti miöaður viö 300 lestir eöa tiltekið aflaverömæti. Já ætli maður þiggi ekki nokkur korn... Haraldur ólafsson i heimsókn i Byggingarvörudeild SíS. (Timamynd: Tryggvi) Gunnar Guðbjartsson: Alrangthjá Mogganum — Sjálfstæðismenn lögðu kapp á að koma kvótakerfinu á HEI — „Þetta er aö sjálfsögöu alrangt hjá Morgunblaöinu, aö Framleiösluráö ákveöi nokkuö um hve mikiö hver bóndi má framleiða af búvörum. Heldur veröur meö kvótakerfinu ákveöiö fyrir hve mikla fram- leiöslu veröur tryggt fullt verö, en þaö sem umfram er veröur greitt meö útflutningsveröi og mönnum þá frjálst aö framleiöa fyrir þaö verö”, sagöi Gunnar Guöbjartsson. Þetta væri sam- kvæmt lögum frá siðasta Al- þingi, sem allir flokkar, þar meö Sjálfstæöisflokkurinn heföu staðið aö, sagöi Gunnar. Morgunblaöiö lagöi stóran hluta baksiöunnar I gær, til aö fárast yfir og gera tortryggi- legt, aö frá næstu áramótum á að taka upp kvótakerfi varöandi búvöruframleiöslu, I þvi skyni aö draga úr offramleiðslu og þar meö útflutningi búvara og um leið þörf á útflutningsbótum. Þótt allir hljóti aö muna, aö um fátt var meira rætt og ritaö s.l. vetur og vor en þessi mál, segir Mogginn: „Fremur hljótt hefur veriö um þessi lög og áhrif þeirra”. „Auðvitað er þetta algerlega rangt” sagöi Gunnar Guö- bjartsson. „Þetta var mikið rætt á bændafundum um allt land s.l. vetur og vor, þar sem bændum var gerö grein fyrir málinu jafnóöum og þaö þokaöist fram á Alþingi. (Þvi má bæta viö, sem liklega er allt að þvi einsdæmi, aö nær helmingur bænda I landinu kom á þessa fundi með landbúnaöar- ráðherra). Siöan var máliö kynnt á öllum kjörmannafund- um Stéttarsambandsins I sumar og tekiö til afgreiöslu, bæöi á aukafundi i lok april og á aöal- fundi Stéttarsambandsins I byrjun september. Nú siðast var send tilkynning á hvert ein- asta heimili I landinu, þar sem búvörureru framleiddar, um aö fra m le i ös1ukvóti yröi ákvaröaöur samkvæmt tillögu aöalfundar á næsta ári. Þetta mál hefur þvi verið upplýst eins vel og nokkur kostur var á”. Gunnar sagöi aö bændur teldu nauðsynlegt aö gera aögeröir til aö stjórna búvöruframleiösl- unni. Hinsvegar heföi Stétta- sambandið upphaflega frekar kosiö aö þaö yröi gert meö mis- munandi háu verðjöfnunar- gjaldi, sem m.a. heföi veriö miklu ódýrara i framkvæmd. Alþingi heföi aftur á móti þvingað fram ákvöröunina um kvótakerfiö ekki sist heföu þaö verið sjálfstæöismenn, sem lögöu mikiö kapp á, aö frekar yröi notaö kvótakerfi en aörar leiöir, sem rætt heföi veriö um. Færð þyngist nú heldur AM — Þótt færö væri viöast góö I gærdag, haföi hún þó heidur þyngst frá þvi sem viö sögöum frá i blaðinu i gær. Vegaeftirlitsmenn sögöu okkur aö eftir hádegi I gær heföi færö fariö aö þyngja á fjallvegum á Snæfellsnesi og enn væri vont veöur á Vestfjöröum, þar sem Breiöadalsheiöi og Botnsheiöi sem opnaðar voru I fyrradag, hafa lokast I viöbót viö Dynj- andisheiði, Hrafnseyrarheiöi og Þorskafjaröarheiöi. Versnandi veöur var á Holta- vöröuheiöi og skafrenningur I gær eftir hádegiö, þótt vegurinn væri fær og eins var slæmt veöur á leiðinni til Siglufjaröar úr Fljót- um. Ella var færö sæmileg meö ströndum fram allt til Vopna- fjarðar. Eystra var litillega mokaö á Fagradal i gærmorgun, en ófært orðiö um Möörudalsörævi, sem I gær voru talin fær stórum bilum. Ófært er um Vatnsskarö til Borgarfjaröar eystri og Fjaröar- heiöi er ófær. Veriö var aö hreinsa Oddsskarð i gær. UNGT FÓLK Stuðkvöld í Þórscafé t>ér er sérstaklega boðið að Skemmtiatriði vera þátttakandi í frábæru Karon tiskusýning stuðkvöldi i Pórscafé i kvöld Jói Krist skemmtir fimmtudaginn 29. nóvember Frábært disko kl. 21.00-01.00. Plötukynning: Björgvin og Arnar kynna nýjustu plötu Brimklóar Sannar dægurvisur Magnús Kjartansson og Pálmi kynna nýjustu plötu Brunaliðsins ÍJtkall Ungt stuðningsfólk B-listans.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.