Tíminn - 29.11.1979, Page 4

Tíminn - 29.11.1979, Page 4
4 Fimmtudagur 29. nóvember 1979 New York Nú er verið að sýna hér á (s- landi kvikmyndina New York New York með Lizu Minelli og Robert De Niro í aðalhlutverk- um. Þessi söng- og dansmynd hefur alls staðar orðið mjög vinsæl og sjálfsagt eiga marg- ir eftir að skemmta sér við að horfa og hlusta á hana hér á landi. í heimaborginni New York biðu f ramleiðendur ekki boðanna, þegar vinsældir kvikmyndarinnar stóðu sem hæst þar, og fóru að f ramleiða ýmsa minjagripi, bæði hluti til að hafa til skrauts á heimilum, ódýra skartgripi og síðast en ekki síst alls konar f líkur, ann- að hvort með nafni borgarinn- areða myndum frá New York. Hér á myndinni sjáum við peysu, sem fyrirtækið The Big Apple seldi, en á henni má sjá kvöldmynd frá New York. Margar duglegar prjónakonur ruku upp til handa og fóta og reyndu að taka upp munstrið. Ef einhver hefur áhuga á að vita um litina, þá er— himinn- inn blár, byggingarnar svartar með gulum Ijósum, eplið Ijós- grængult með dökkgrænum blöðum og leigubílarnir gulir, með Ijósgulum Ijósum (eins og í byggingunum), — og svo er bara að setjast niður og prjóna sér New York-peysu. í spegli timans Tólfburar! Anthony Henry er 13 ára piltur i Memphis, Tennessee. Hann á tik sem heitir M olly, og er hiín ,,irskur fugla- hundur” (Irish Sett- er). Hún varö léttari I haust og fæðingin gekk fljótt fyrir sig, svo fijótt, að Anthony héltað hann hefði talið vitiaust þegar hann hafði taliö heila tylft hvolpa, en þetta var þó alveg rétt, — hvolparnir voru vissu- lega 12. Þá var eftir að mynda hópinn, en það var ekki svo auðvelt, þvi aðþeir skriðu allt- af saman I eina hrúgu, svo aðAnthony tók sig til, og tindi til nokkra sokka, stakk hvoipun- um ofan i sokkana og hengdi þá svo upp á snúru. Síðan voru þeir myndaðir ásamt hinni stoltu móður og eig- anda þeirra, svo sem sjá má hér á mynd- inni. New York bridge Sigurður heitir maður, Sverrisson, sem á meðal bridgemanna er kunnur fyrir ná- kvæmar sagnir og spilamennsku. En hann á það til að bregða á leik eins og fleiri, eins og eftirfarandi spil sýnir, en það kom fyrir i leik aðalsveitakeppni B.R. nýlega. Norður S 1092 H G9864 T G5 L A86 Vestur S 854 H AD103 T 86 L KDG4 Suður S AKDG6 H K75 T D742 L 3 V/Allir Austur S 73 H 2 T AK1093 L 109752 Sigurður sat I austur og sagnirnar gengu þannig: Vestur Norður Austur Suður 1 tlgull pass 1 spaði dobl pass 2 hjörtu 3 tiglar dobl 3spaöar pass pass dobl pass pass 4lauf dobl pass pass pass Sagnirnar þurfa ekki skýringa við og að sjálfsögðu var ekki nokkur leiö til að hnekkja 4 laufum. Suður heföi betur pass- að 3 spaða, þvi þá hefði hann fengiö álit- lega tölu en i þess stað gaf hann út game- sveiflu, þegar AV á hinu borðinu spiluðu 4 lauf ódobluð. skák Þessi staða býöur upp á mát 13. leikjum þaö eru þeir Hallbauer og Heinicke sem eigast viðogHallbauer á leik en hann hef- ur hvítt. Heinicke Hallbauer Rxf6 Rxf 6 Bg8 Rh5!! gxRh5 Df6 mát. krossgáta U 7 4 n * n m. ■ b 3166. Lárétt 1) Anza.- 6) Fjörefni.- 10) Hreyfing.- 11) írttekið.- 12) Þjóðsagnakvikindi.- 15) Timi-- Lóðrétt 2) Skynsemi,- 3) Borg.- 4) Vökvi,- 5) Störf.-7) Hreyfist,- 8) Röð.- 9) Imprar á,- 13) Horfi,- 14) Hress,- Ráðning á gátu No. 3165 Lárétt 1) Smali.-6) Kannski.-10) Ak,-11) Ár,-12) Tafsamt,- 15) Gruna.- Lóðrétt 2) Man,- 3) Les.- 4) Skata.- 5) Birta.- 7) Aka.-8)Nös.-9)Kám.-13) Fær.-14) Agn.- með morgunkaffinu Ætlarðu ekki að kveðja hann? — Gætirðu gert við netbol mannsins mins?

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.