Tíminn - 29.11.1979, Síða 7

Tíminn - 29.11.1979, Síða 7
Fimmtudagur 29. nóvember 1979 7 Hverjar eru horfur um afkomu bænda? Þessi spurning brennur á vörum margra manna viös- vegar um land um þessar mundir og ekki sfst bænda. Orsakir þess aö menn spyrja eru tviþættar. Þaö er annars- vegar vegna þess aö óvenju mikiö hefur þurft aö flytja af búvörum á erlendan marícaö á þessu ári og hinsvegar er vitaö aö búskapurinn hefur oröiö bændum óvenju kostnaöarsam- ur þetta ár vegna haröinda og jafnframt hefur framleiösla bú- vöru minnkað. Nýlega birti Hagstofa Islands skýrsluum tekjur atvinnustétta landsins á slðasta ári og kemur þá i ljós að bændur hafa aldrei komist jafnnærri þvi að ná tekj- um viðmiðunarstéttannaeins og þá. Aö meðaltali höfðu kvæntir bændur 95,6% af tekjum viö- miðunarstéttanna. Ef við litum á siöustu 10 árin eru hlutföllin þessi: 1969 74,6% af tekjum 1970 78,9% - - 1971 73,4% - - 1972 81,4% - - 1973 81,5% - — 1974 77,8% - - 1975 73,7% - —■ 1976 70,7% - - 1977 77,7% ~ - 1978 95,6% ~ — Bráöabir göatala A s.l. ári fór saman hagstætt árferði, miklar afuröir og göö skil á afurðaverði m.a. vegna þess aö rikissjóöur greiddi þá 1.300 milljónir króna aukalega i útflutningsbætur til aö unnt væri aö greiöa fullt verö fyrir sauö- fjárafurðir. Tekjur kvæntra bænda hækk- uðu frá árinu 1977 um 92,9% og þó náðu þær ekki þvi aö skila sama tekjuhlutfalli til þeirra eins og viðmiðunarstéttirnar fengu. Tekjur viömiöunarstétt- anna hækkuöu um 58% frá 1977. Bilið lengist aftur A s.l. sumri var frá þvi skýrt að bændur, sem héldu búreikn- inga 1978 heföu fengiö 112% tekjuhækkun frá árinu á undan og heyrðist þá 1 fjölmiölum og meöal stjórnmálamanna aö nú heföu bændur fengið hærri tekj- ur en aðrir i landinu og nú væri ekki lengur ástæöa til aö þeir fengju veröhækkanir á búvöru, svo sem venja hefur veriö til á haustin. Þvi varð fyrirstaða á aö fá viöurkenningu á haustveröinu aö þessu sinni er skaöaöi mjólkurframleiöendur um nokkur hundruö milljónir króna. A þessu hausti blasir það við aö vanta muni i útflutnings- bætur fyrir s.l. verðlagsár um — 3,5 milljarö króna eða a.m.k.166 kr. á hvert kg. kjöts frá siðasta ári og um 10 kr. á hvern mjólkurlitra almanaksársins. Þá er útlit fyrir að mjólk þessa árs veröi 3% minni en á s.l. ári og aö dilkakjöt verði 800-900 tonnum minna en 1978 eöa 7-9%. Samhliöa minnkandi afuröum og lakari skilum á af- uröaveröi, þá hafa bændur orðið að kosta meiru til búrekstursins en oftast undan farin ár. Þvi viröist viö blasa aö tekjuhlutfall bænda i samanburði viö aöra muni lækka verulega aftur á þessu ári. Kref jast skýrra svara Einn þáttur er þó óviss ennþá i þessu. Þaö er enn I óvissu hvort rikissjóður muni létta af bændum verulegum hluta þess halla, sem oröiö hefur á útflutn- ingnum á þessu ári. Eins og fram hefur komiö I fréttum lá fyrir Alþingi I vor til- laga um aö aöstoöa bændur I þessu efni með viöbótarfé 3000 millj. króna. Sú tillaga hlaut ekki afgreiðslu þvi stór hluti þingmanna gekk út, þegar til at- kvæðagreiöslu um hana kom. Litb seinna skipaöi fyrrv. land- búnaðarráöherra nefnd til aö fjalla um þetta mál, auk vor- harðindanna. Sú nefnd varö ekki sammála um afgreiöslu þess, en meiri- hluti hennar studdi tillögu um 3000 millj. króna aukaaðstoð á þessu ári. Þrir stjórnmálaflokk- ar fluttu tillögur á Alþingi i hauster gengu I sömu átt, en af- greiðsla fékkst ekki fyrir þing- rofiö, svobændurveröa að biöa i óvissu fram yfir kosningar til að fá úr skoriö, hvort þessi aöstoö fæst. Þaö er full ástæöa fyrir bændur að ganga eftir þvi viö frambjóöendur i Alþingiskosn- ingunum nú hver afstaða þeirra er til þessa máls og krefjast skýrra svara af þeim i þessu efni. Viðbúnir þvi versta Framleiösluráð landbúnaöar- ins hefur reynt aö meta stöðu landbúnaöarins á yfirstandandi verölagsári. Margt er þar I óvissu og þaö mest, hvaö selt veröur innanlands af búvöru- framleiðslunni. Þar koma niöurgreiöslurnar til meö að hafa mikil áhrif. Nú hafa tveir stjórnmála- flokkar lýst yfir aö þeir muni draga úr niöurgreiöslum fái þeir afl til þess i kosningunum. Þetta eru Alþýöuflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn. Innan- landsneyslan getur þvi minnkaö verulega ef svo fer aö niöur- greiöslur veröi verulega skertar og þaö þýöir meiri útflutning og aukinn halla af þeirri ástæöu. Einnig eru sterk öfl sem vilja skeröa útflutningsbótarétt bænda. Útflutningur getur þvi oröið meiri en Framleiösluráö hefur áætlað og þvi er ekki ástæöa til að flika neinum tölum I þessu efni. En ástandiö gefur ekki til- efni til bjartsýni um afkomu bænda. Viö hljótum aö vona hiö besta en vera viöbúnir hinu versta. 1 þessuljósiberaö skoöa þá tilkynningu sem send hefur verið til bænda um verðábyrgð áriö 1980, Skrifaö ll.nóv. 1979 Gunnar Guðbjartsson. viömiöunarstéttanna Spjáll um síðustu ríkisstjóm Valþór Stefánsson ——i—— Hvernig hefur siöasta rikis- stjórn staöiö sig? Misjöfn svör fengust viö þessari spurningu, en liklegast myndu þó flestir svara eitthvað á þessa leiö: „Hún hefur staðiö sig illa”. En viö hvaö er miðaö? Finnst ekki flestum, aö allar rikisstjórnir standi sig illa? Ef til vill myndu margir benda á rikisstjórnir fyrir áratugum síðan, sem dæmi um góöa rikisstjórn, þvi fjarlægöin gerir f jöllin blá. Til aðfólk getisvaraö svona spurn- ingu af raunsæi, þá veröur þaö aö reyna aö gera sér grein fyrir þvi, hvaöa möguleikar eru til athafna fyrir viðkomandi stjórn völd, vegna aöstæöna i þjóöar- búskapnum og I heimsviöskipt- um. Einnig veröur fólk aö taka inn I dæmiö hvaöa kröfur um- fram aörar þaö gerir til stjórn- valda. Tveir stjórnarflokkanna, Al- þýöuf lokkurinn og Alþýöu- bandalagiö, lofuöu miklu meiru fyrir siöustu kosningar, en rikisstjórnin efndi. Þaö atriöi er velþekkt,þvi allt er svoauövelt i stjórnmálum á meðan stjórn- málamenn eru i stjórnarand- stööu og sérstaklega rétt fyrir kosningar, þótt flesta þeirra vanti ábyrgöartilfinningu, þeg- ar mynda á rikisstjórn. Olafur Jóhannesson ásamt flokks- bræörum sinum, foröaöi okkur frá stjórnarkreppu og myndaöi fyrrverandi rikisstjórn, þegar aörir höföu gefist upp. Annars hefði verið efnt til nýrra kosn- inga. Já og ef til vill aftur og aft- ur. Er ekki best aö hafa kosn- ingar sem oftast? Oft er talaö um fjármálabruðl stjórnmála- manna. Hvaö haldiö þiö aö svona kosningar kosti þjóöina? Þaö er nógu mikiö til þiess, aö stjórnmálamenn ættu ekki aö efna til þeirra oftar en brýna nauðsyn ber til. Þegar rikisstjórnin tdk vií völdum, var hér rúmlega 50% veröbólga, óhugnanlegt skulda- farg við útlönd og Seölabankann og þaö sem verst var, aö at- vinnumálin voru I lamasessi, eins og t.d. fiskvinnslan og sjávarútvegurinn. Stefna stjórnarinnar var I mjög grófum dráttum þessi: 1. Full atvinna veröi I landinu. 2. Verðbólgan á árinu yrði um 30%. 3. Skuldafargiö viö útlönd myndi minnka i stað þess aö aukast, eins og alltaf áöur. Hvernig hefur tekist aö fylgja stefnunni eftir? Full atvinna hefur haldist. Veröbólgan á þvi ári, sem stjórnin sat, frá ágúst 1978-ágúst 1979, var 41,9% eöa u.þ.b. 12% hærri en I stefnunni. Útlit var fyrir að takast myndi aö grynnka á skuldafarginu, en nú er ljóst, aö þaö muni ekki takast nema aö litlu leyti. Skuld við Seölabankann hefur þó minnkað. Hér má geta þess, aö skuldir viö útlönd komust I tiö fyrri vinstri stjórnar ólafs Jó- hannessonar I 25% af þjóöar- framleiöslu. í tiö rikisstjórnar Geirs Hallgrimssonar komust skuldirnar i 34% af þjóöarfram- leiöslu. Nú er áætlaö aö skuld- irnar séu 33% af þjóöarfram- leiöslu. Núber að geta þess, aö þetta ár hefur verið einstaklega erfitt fyrir stjórnvöld, ekki bara hér á landi, heldur allt I kringum okk- ur. Verðbólgan jókst I öllum ná- grannalöndum okkar á meðan hún minnkaöi hér um 10% frá árinu áður (úr ca. 52% I ca. 42%). Hins vegar er veröbólgan nú aftur aö aukast i hálfgeröu stjórnleysisástandi „auglýs- ingaráöherranna.” Aöalvanda- málið stafaöi af hinum geysi- miklu oliuveröhækkunum á þessu ári vinstri stjórnarinnar og reikna má með, aö þær, ásamt aukinni veröbólgu i ná- grannalöndum okkar, hafi stuöl aö aö u.þ.b. 10% meiri verö- bólgu hér en annars heföi oröiö (þ.e. á timabilinu ág. ’78-ág. ’79). Ef þetta hefði ekki gerst, heföi veröbólgan trúlega veriö nálægt þvi, sem I stefnunni segir eöa u.þ.b. 30% og skuldafargið heföi minnkað mun meira. Auk þess voru veöurguöirnir okkur ekki hagstæðir, þvi hér á landi voru bæöi vorharöindi meö versta móti og sumarið bæöi stutt og lélegt. Þetta hefur auö- vitaö áhrif til aukinnar verö- bólgu, þótt mikið af þeim áhrif- um lendi á timabilinu sept-nóv. ’79. Þetta voru allt erfiöleikar, sem enginn bjóst viö og menn meö ábyrgöartilfinningu skjóta Framhald á bls. 19. Aratugur Framsóknarflokksins Þessi mynd af Eysteini Jóns- syni, fyrrum formanni Fram- sóknarflokksins og ráöherra, var tekin við opnun hringvegar- ins 1974, en Eysteinn vann öllum mönnum meira aö þvi stórmáli. A þessum áratug hefur Ey- steinn annars variö starfskröft- um sinum ekki sist til þess aö knýja fram þau hugsjónamál Framsóknarmanna sem lúta aö náttúruvernd og æskilegri þróun umhverfismála. A þess- um árum hafa s tórsitlgar fram- farir oröiö I öllum þeim málum, útivist veriö skipulögö, unniö aö bættri umgengni á hálendinu og þjóögaröar og fólkvangar opnaðir, auk verulegra áfanga I friöunarmálum.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.