Tíminn - 19.12.1979, Blaðsíða 1

Tíminn - 19.12.1979, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 19. desember 1979 284. tölublað 63. árgangur Siðumúla 15 • Pósthólf 370 • Reykjavík • Ritstjórn 86300 • Auglýsingar 18300 • Afgreiðsla og áskrift 86300 • Kvöldsírnar 86387 & 86392 Tveim flugvélum hlekktíst á á MosfeUsheiði: Björgunarþyrla hrapaði með slasað fólk eftir flugslys AM — Tvö óvenjuleg flugslys urðu 1 gær, þegar þyrla, sem komin var til bjargar farþegum úr litilli Cessnavél, sem fórst á Mosfelisheiði i gær kl. 15.30, hrap- aði, skömmu eftir að hún hóf sig til fiugs úr annarri ferð sinni á slysstað. Litla flugvélin, sem var Cessna Skyhawk og bar einkennisstafina TF-EKK, hafði fariö til Selfoss um kl. 13 i gær og var væntanleg aftur kl. 15.20. Vélinni stýrði franskur flugmaður en farþegar voru tvær finnskar stúlkur og einn Nýsjálendingur. Flugvélin kom ekki fram á þeim tíma, en tiu minútum siðar heyrði flugvél i sjálfvirkum neyð- arsendi frá henni, sem skjótlega var miðaöur út og benti til að vél- in væri niðurkomin á Mosfells- heiöi. Fann flugvél Flugmálastjórnar vélina skömmu siöar nærri Kjós- arafleggjara og hélt þyrla frá Keflavikurflugvelli þegar á vett- vang. Þar sem augljóst var að örðugt yrði að ná öllum úr flakinu strax, flutti þyrlan aöeins einn mann til Reykjavikur i fyrstu ferð sinni, en hann var skaddaður á höföi. Tveir menn af áhöfn þyrl- unnar viku sæti þegar hún lagöi upp i annað sinn, til þess að taka um borö tvo islenska lækna frá Borgarspitala. Þegar þyrlan kom aftur á slys- stað var þangað komin Flug- björgunarsveitin og Hjálparsveit skáta og enn komu starfsmenn Loftferöaeftirlits skjótlega á staðinn og menn frá Slysavarna- félaginu. Þegar þyrlan haföi tek- iö sig upp að nýju kl. 19.08 með þá þrjá sem eftir voru og komin um 200 metra frá flakinu, þagnaöi vélarhljóðið skyndilega, að sögn hjálparsveitarmanna, sem blaða- maður Timans hitti þar efra i gærkvöldi. Þegarað var gætt sást að þyrlan hafði fallið til jaröar og lá á hliö. Með henni voru þá tiu manns. Þeir sem með þyrlunni voru slösuöust eða meiddust allir eitt- hvað, ekki slst þeir sem slasaöir voru eftir fyrra slysið. Annar is- lensku læknanna var þó ekki meira slasaður en þaö, að hann gat sinn hjálparstarfi. Þessa mynd af björgunarþyrlunni tók ljósmyndari Tlmans á Reykja vikurflugvelli í gær, þegar hún var að hefja sig til flugs I seinni ferð sina á siysstað. (Tlmamynd Róbert) Einn hinna slösuðu á börum hjálparsveitarmanna I gærkvöldi. (Ljósmynd Einar) Þegar var gert aövart lögreglu og sjúkraliði og fóru á staöinn 7 sjúkrabilár og fjöldi manna og bifreiða frá hjálparsveitum I Reykjavik og nágrenni. Erfið færö var hluta leiöar uppeftir og varla fært nema stærstu bilum á 'sjálfan slysstaðinn. Nefndu björgunarmenn til þá Erling Ólafsson frá Hjálparsveit skáta I Kópavogi og bil frá Hjálparsveit skáta i Mosfellssveit, sem fluttu þá slösuðu erfiðasta spölinn til móts við björgunarmenn, en hluta leiöarinnar voru margir bornir á börum. Allir sýndu björgunarmenn mikið snarræöi og elju við þetta erfiöa starf og luku forsvarsmenn hjálparsveitanna lofsorði á frammistööu þeirra. Komu björgunarmenn jafnvel til hjálp- ar frá skátum i Njarövikum. Þá brást lögreglan á Selfossi skjótt viö og kom með þeim fyrstu á slysstaö. Ekki í lífshættu en mikiðslasaðir Þeir slösuöu voru fluttir á Umræður um skýrslu forsætisráðherra: „Staðfestir viðvaranir okkar” sagði Steingrímur Hermannsson „Lýsing forsætisráöherra á ástandi þjóðmála nú staöfestir þaö sem viö framsóknarmenn sögöum á sl. sumri, og eins og viö sögöum þá aö fara myndi hefur ástandiö versnaö slöan vegna stjórnarslitanna og kosn- inganna,” sagöi Steingrlmur Hermannsson m.a. I umræöum á Alþingi I gær um skýrslu for- sætisráöherra. í skýrslu sinni gerði Benedikt Gröndal forsætisráðherra grein fyrir horfum I efnahagsmáium. rakti þau mál sem afgreiöa veröur fyrir áramót og ræddi um viðhorfin i Islenskum stjórn- málum almennt. „Viö framsóknarmenn teljum þaö mikilvægara aö komast alla leiö út úr vandanum, heldur en aö æöa fram I einhverju áhlaupi meö óvissuna fram undan,” sagði Steingrímur. Hann gerði grein fyrir tillögum fram- sóknarmanna og benti á að þær hafa veriö rangtúlkaðar I fjöl- miðlum sföustu daga. „Tillögu okkar framsóknar- manna hafa legiö fyrir aílan timann, og nú höfum viö feng- iö úttekt Þjóöhagsstofnunar á þeim. Samkvæmt þeirri úttekt seinkar fullum árangri og er þaö vegna þess hve allar aö- geröir hafa tafist siöan vinstri- stjórnin fór frá völdum,” sagöi Steingrlmur. Hann rakti það að Þjóðhags- stofnun telur að meö fram- kvæmd tillagna flokksins yrði verðbólgan miöað viö heilt ár komin niður I 37-38% við árslok 1980, en hraöi hennar orðinn 32- 33%. 1 árslok 1981 yrði veröbólg- an orðin um 20% miðaö við heilt ár. Samkvæmt mati Þjóöhags- stofnunar má gera ráð fyrir 10- 11% hækkun vfsitölunnar hinn 1. mars næstkomandi, og er ástæðan fyrst og fremst það stjórnleysi sem nú hefur rikt um skeið. Vegna þessa tefst árangur heillavænlegra aðgeöa óhjákvæmilega um nokkra mánuði. „Viö framsóknarmenn teljum aö þaö sé aigert höfuöatriöi aö samkomulag náist viö samtök launþega um launamálastefn- ina, einkum aö þvi er snertir kjör þeirra tekjulægstu", sagöi Steingrímur I umræöunum. Hann lýsti þvl mati Þjóðhags- stofnunar að kaupmáttur myndi samfara þessum aögerðum rýrna á næsta ári um 5-6% ef ekkert yrði gert til mótvægis og á árinu 1981 um 3%. Hins vegar , hafa framsóknarmenn lagt til aö 2% kaupmáttar verði bætt l með opinberum aðgerðum. Samkvæmt útreikningum Þjóð- hagsstofnunar myndu aögeröir, sem næmu aöeins 1% tryccia kaupmátt á næsta ári eins ^og hann var að meðaltali slðustu þrjá mánuði þessa árs, og koma veg fyrir skerðingu 1981. 1 ræöu sinni ræddi Geir Hall- grimsson, formaöur Sjálf- stæöisflokksins, um efnahags- horfurnar. Hann taldi horfurnar svo alvarlegar nú að allir yrðu aö taka höndum saman. Hann lýsti yfir þvl aö Sjálfstæðis- flokkurinn myndi ekki hindra samstööu um lausnir vanda- málanna. Ragnar Arnalds, formaöur þingflokks Alþýöubandalagsins, gerði harða hrið að Alþýöu- flokknum i ræöu sinni og kvaö flokkinn bersýnilega einkum vilja vinna með sjálfstæöis- mönnum. Hann benti og á það að Sjálfstæðisflokkurinn ber þyngsta ábyrgö á þvi stjórnleysi sem nú rlkir. Borgarspitala, 8 manns, á Land- spitala 3 og 1 á Landakotsspitala. Tryggvi Þorsteinsson læknir á Borgarspitala sagði okkur kl. 01 i nótt, að meiösl væru mikil, t.d. tveir hryggbrotnir, einn meö slæmt hnébrotog slæm lærbrot. A Borgarspitala voru finnsku stúlk- urnar tvær, sem tvisvar hröpuöu. Taldi Tryggvi menn þó hafa sloppiö furðu vel. Á Landspitala sagði Þórarinn ólafsson læknir okkur, að rannsókn stæöi yfir á fólkinu, sem var mikið slasaö, en þetta voru tveir Bandarlkjamenn og einn Frakki. Ekki fengust upp- lýsingar á Landakoti. Stjómarmyndunin: „Það hrikt- irf „Ég verö aö segja þaö eins og þaö er", sagöi Steingrimur Her- mannsson á Alþingi I gær, „aö þaö hriktir i varöandi stjórnar- myndun þeirra flokka sem átt hafa viöræöur nú aö undanförnu. „Ég mun reyna þessa leiö til þrautar, en ég vil þó ekki halda áfram ef þaö verður aðeins til að tefja mundun starfhæfrar rlkis- stjórnar,” sagði Steingrimur einnig. „Ég vona að alveg nú á næstu dögum komi það l ljós hvort möguleiki er á myndun nýrrar vinsfri stjórnar. Ég getekki sagt lengur aö ég sé bjartsýnn um slika stjórnar- myndun. En þaö er bjargföst sannfæring mln aö mjög mikill meirihiuti kjósenda þessara flokka vill vinstri stjórn. Ég verð aö telja það mjög óvist hver úrslit viðræönanna veröa, en þau mega ekki dragast.”

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.